Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 46
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30MENNING Verkið Nóttin nærist á deginum eftir Jón Atla Jónasson í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins í kvöld. Með hlutverk í leikritinu fara Hilmar Jónsson, Elva Ósk Ólafs- dóttir og Birta Hugadóttir. Fyrstu æfingarnar voru síðasta haust en þær hófust svo aftur 2. janúar. „Þetta er búin að vera skemmti- leg barátta,“ segir Hilmar Jóns- son, sem er að leika í sínu fyrsta leikriti í sex ár, eða síðan hann var í Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson með Vesturporti. „Ég vinn við að leikstýra og ég hef yfirleitt sagt „nei“. En Björn Hlyn- ur og Jón Atli eru báðir vinir mínir og þeir töluðu báðir við mig. Ég er mikill áhugamaður um ný verk og í þessu tilfelli er þetta mjög flott leikrit hjá Jóni Atla,“ segir Hilmar. Söguþráður verksins er á þann veg að hjón á fimmtugsaldri standa allslaus og ein eftir hrunið. Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi með kjallaraíbúð sem var ætluð dóttur þeirra þegar hún kæmi heim úr sérnáminu. En hún er ekki á leiðinni heim. Eiginmaður- inn ákveður að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda í draum- inn um það sem átti að verða. En það hafa ekki allir kjarkinn til þess að byrja upp á nýtt. „Ég held að þetta sé „dæmi- gerður“ íslenskur karlmaður,“ segir Hilmar, spurður út í pers- ónu sína Þóri. „Það er kíkt inn í líf þessa fólks á svolítið drama- tísku augnabliki þegar það fer að renna upp fyrir því að hagir þeirra hafa breyst. Allt sem þau héldu að kannski yrði, seinni hluta ævinnar, verður ekki. Þetta eru kringum- stæður sem margir kannast við í dag. Hlutirnir hafa breyst svo mikið og það er spurning hvern- ig það bæði leggst í fólk, hvernig það bregst við og í rauninni hvað kemur fyrir fólkið. Þegar ákveðn- um stoðum er kippt undan lífi fólks er spurning hvað gerist,“ segir hann. Aðspurður segist Hilmar vera að vinna með stórkostlegum hópi listafólks við sýninguna. „Það er valinn maður í hverju rúmi. Ég hef ekkert verið að leika mikið á sviði og þess vegna er ákveðinn léttir hvernig þetta þróaðist sem skapandi, jákvætt og skemmtilegt ferli.“ freyr@frettabladid.is Kringumstæður sem margir kannast við Leikritið Nóttin nærist á deginum verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. FYRSTA HLUTVERKIÐ Í SEX ÁR Hilmar fer með eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Höfundurinn Jón Atli Jónasson starfar nú sem eitt leikskálda Borgarleik- hússins. Verk hans fjalla um íslenskan samtíma og íslensku þjóðina. Þau hafa verið sett upp víða um heim og tvö þeirra, Brim og Djúpið, hafa verið kvikmynduð. Á síðustu árum hefur Jón Atli sett upp þrjú verk fyrir Borgarleikhúsið; Þú ert hér, Góðir Íslendingar og Zombíljóðin, í samstarfi við félaga sína Jón Pál Eyjólfsson og Hall Ingólfsson. Jón hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Nú síðast hlaut hann Norrænu útvarpsleik- húsverðlaunin og Grímuverðlaunin fyrir besta útvarpsverkið. Fjórða verkið hjá Borgarleikhúsinu Baldur Geir Bragason opnar sína sjöttu einkasýningu, Líkist, í gall- eríinu Kunstschlager, Rauðarár- stíg 1. Baldur Geir er fæddur 1976 og nam myndlist á Íslandi og í Þýskalandi. Hann hefur tekið þátt í ýmsum sýningum víða um heim, síðast á Prag-tvíæringnum. Bald- ur fæst mikið við skúlptúrgerð en skúlptúrar verða í aðalhlutverki á sýningu hans í Kunstschlager. Opnunin hefst klukkan 20 og eru allir velkomnir. Líkist í Kunstschlager Baldur Geir Bragason opnar sýningu á morgun. BALDUR GEIR BRAGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.