Fréttablaðið - 01.02.2013, Síða 46
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30MENNING
Verkið Nóttin nærist á deginum
eftir Jón Atla Jónasson í leikstjórn
Jóns Páls Eyjólfssonar verður
frumsýnt á Litla sviði Borgarleik-
hússins í kvöld.
Með hlutverk í leikritinu fara
Hilmar Jónsson, Elva Ósk Ólafs-
dóttir og Birta Hugadóttir. Fyrstu
æfingarnar voru síðasta haust en
þær hófust svo aftur 2. janúar.
„Þetta er búin að vera skemmti-
leg barátta,“ segir Hilmar Jóns-
son, sem er að leika í sínu fyrsta
leikriti í sex ár, eða síðan hann var
í Dubbeldusch eftir Björn Hlyn
Haraldsson með Vesturporti. „Ég
vinn við að leikstýra og ég hef
yfirleitt sagt „nei“. En Björn Hlyn-
ur og Jón Atli eru báðir vinir mínir
og þeir töluðu báðir við mig. Ég er
mikill áhugamaður um ný verk og
í þessu tilfelli er þetta mjög flott
leikrit hjá Jóni Atla,“ segir Hilmar.
Söguþráður verksins er á þann
veg að hjón á fimmtugsaldri
standa allslaus og ein eftir hrunið.
Þau búa í hálfkláruðu einbýlishúsi
með kjallaraíbúð sem var ætluð
dóttur þeirra þegar hún kæmi
heim úr sérnáminu. En hún er
ekki á leiðinni heim. Eiginmaður-
inn ákveður að gera allt sem í hans
valdi stendur til að halda í draum-
inn um það sem átti að verða. En
það hafa ekki allir kjarkinn til
þess að byrja upp á nýtt.
„Ég held að þetta sé „dæmi-
gerður“ íslenskur karlmaður,“
segir Hilmar, spurður út í pers-
ónu sína Þóri. „Það er kíkt inn í
líf þessa fólks á svolítið drama-
tísku augnabliki þegar það fer að
renna upp fyrir því að hagir þeirra
hafa breyst. Allt sem þau héldu að
kannski yrði, seinni hluta ævinnar,
verður ekki. Þetta eru kringum-
stæður sem margir kannast við
í dag. Hlutirnir hafa breyst svo
mikið og það er spurning hvern-
ig það bæði leggst í fólk, hvernig
það bregst við og í rauninni hvað
kemur fyrir fólkið. Þegar ákveðn-
um stoðum er kippt undan lífi
fólks er spurning hvað gerist,“
segir hann.
Aðspurður segist Hilmar vera
að vinna með stórkostlegum hópi
listafólks við sýninguna. „Það er
valinn maður í hverju rúmi. Ég
hef ekkert verið að leika mikið á
sviði og þess vegna er ákveðinn
léttir hvernig þetta þróaðist sem
skapandi, jákvætt og skemmtilegt
ferli.“ freyr@frettabladid.is
Kringumstæður sem
margir kannast við
Leikritið Nóttin nærist á deginum verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld.
FYRSTA HLUTVERKIÐ Í SEX ÁR Hilmar fer með eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Höfundurinn Jón Atli Jónasson starfar nú sem eitt leikskálda Borgarleik-
hússins. Verk hans fjalla um íslenskan samtíma og íslensku þjóðina. Þau
hafa verið sett upp víða um heim og tvö þeirra, Brim og Djúpið, hafa verið
kvikmynduð.
Á síðustu árum hefur Jón Atli sett upp þrjú verk fyrir Borgarleikhúsið; Þú
ert hér, Góðir Íslendingar og Zombíljóðin, í samstarfi við félaga sína Jón
Pál Eyjólfsson og Hall Ingólfsson. Jón hefur hlotið fjölmörg verðlaun og
viðurkenningar fyrir verk sín. Nú síðast hlaut hann Norrænu útvarpsleik-
húsverðlaunin og Grímuverðlaunin fyrir besta útvarpsverkið.
Fjórða verkið hjá Borgarleikhúsinu
Baldur Geir Bragason opnar sína
sjöttu einkasýningu, Líkist, í gall-
eríinu Kunstschlager, Rauðarár-
stíg 1.
Baldur Geir er fæddur 1976
og nam myndlist á Íslandi og í
Þýskalandi. Hann hefur tekið þátt
í ýmsum sýningum víða um heim,
síðast á Prag-tvíæringnum. Bald-
ur fæst mikið við skúlptúrgerð en
skúlptúrar verða í aðalhlutverki
á sýningu hans í Kunstschlager.
Opnunin hefst klukkan 20 og
eru allir velkomnir.
Líkist í Kunstschlager
Baldur Geir Bragason opnar sýningu á morgun.
BALDUR GEIR BRAGASON