Fréttablaðið - 01.02.2013, Side 48

Fréttablaðið - 01.02.2013, Side 48
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 01. FEBRÚAR 2013 Sýningar 16.00 Listakonan Sólborg/Systa Gunn- arsdóttir opnar myndlistarsýninguna Fugladansinn í Gullsmíðaversluninni Húnoghún, Skólavörðustíg 17b. 17.00 Sýningin Grátóna opnar í SÍM salnum, Hafnarstræti 16. Þar sýnir Ásdís Spanó ný verk þar sem hún skoðar möguleika og áhrif grátóna lita í málverkinu. Tónlist 12.15 Myrkir músíkdagar 2013 halda áfram í Hörpu, tónlistarhúsi. Dagskrá má finna á heimasíðunni www.myrkir.is. 22.00 Andrea Gylfa og Bíóbandið skemmta á Café Rosenberg. 22.00 Rokksveitirnar Ferja og Murrk mæta í nýuppgerðan og glæsi- legan kjallara Ellefunar. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Hljómsveitin MEIK heldur KISS-tribute tónleika á Græna Hatt- inum, Akureyri. Hljómsveitin er sam- sett úr mörgum vinsælustu böndum landsins. Um sönginn sér Magni Ásgeirsson. 23.00 Sváfnir Sigurðarson skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 500. 23.00 Heiðurstónleikar fyrir hljóm- sveitina Guns & Roses verða haldnir á Gamla Gauknum. Stefán Jakobsson reynir þar að feta í fótspor Axl Rose. Aldurstakmark er 20 ára og aðgangs- eyrir er kr. 1.500. Fyrirlestrar 20.00 Þórður V. Snæbjörnsson heldur fyrirlestur um dulspeki í norrænni goðafræði og Völuspá í húsi Lífspeki- félagsins að Ingólfsstræti 22. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Bak við tjöldin – safn verður til nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu í dag. Sýning- in er liður í 150 ára afmæli Þjóð- minjasafnsins. Af því tilefni var hópi nemenda í safnafræði við Háskóla Íslands boðið að móta í sameiningu hugmynd að sýningu í safninu. Afraksturinn er sýn- ingin sem verður opnuð í dag á 3. hæð Þjóðminjasafnsins. Sýningarhöfundarnir lögðu upp með eftirfarandi spurn- ingar: Hvernig verður safn til? Hvaða hugmyndir liggja opin- berum söfnum til grundvallar og úr hvers konar jarðvegi sprett- ur safn á borð við Þjóðminjasafn Íslands? Hvaðan koma safngrip- irnir og hvað verður um þá þegar í safnið er komið? Á sýningunni er úrval muna sem Þjóðminjasafninu voru gefn- ir á mótunarárum þess en þeim hefur verið „pakkað inn“ með túlkun á gildi þeirra og merkingu. Heiti sýningarinnar skírskotar til innra starfs safnsins og til þess að Sigurður Guðmundsson málari er sá sem á hugmyndina að stofn- un safnsins en sýningunni er búin táknræn umgjörð í formi sviðs- myndar með eftirmyndum af leiktjöldum sem Sigurður málaði fyrir uppfærslu á Útilegumönn- um Matthíasar Jochumssonar árið 1873. Gestir eru hvattir til að skoða sýningar safnsins með það í huga að hugleiða fortíð eða ævisögu þeirra gripa sem sýndir eru. Sýningin stendur til 12. maí. Bak við tjöldin í Þjóðminjasafninu Nemar í safnafræðum við Háskóla Íslands velta fyrir sér hvernig safn verður til. FEBRÚAR BRAGÐAST ENN BETUR Á STÖÐ 2 Njóttu þess að vera með Stöð 2 í skammdeginu. Ferskir og góðir rammíslenskir þættir fyrir alla fjölskylduna! Vertu ekki of súr á þorranum. Vertu með Stöð 2. SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR STÖÐ 2 FÖSTUDAGSKVÖLD MASTERCHEF ÍSLAND Matreiðsla h efur a ldrei verið jafn s pennandi! STÖÐ 2 SUNNUDAGSKVÖLD 19:50 SJÁLFSTÆTT FÓLK Jón Ársæll Þórðarson hjálpar þér að kynnast áhugaverðustu Íslendingunum betur. STÖÐ 2 FÖSTUDAGSKVÖLD 19:45 TÝNDA KYNSLÓÐIN Björn Bragi og Nilli gera allt vitlaust að vanda! STÖÐ 2 LAUGARDAGSKVÖLD 18:55 HEIMSÓKN Fólk með frábæran smekk býður Sindra í heimsókn. Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 NÝTTU ÞÉR NETFRELSI OG MISSTU EKKI AF NEINU! Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppáhalds þáttinn þinn í tölvunni, snjallsímanum eða spjaldtölvunni hvar og hvenær sem er. F ÍT O N / S ÍA Vertu með Stöð 2, 4 aukastöðvar og Netfrelsi fyrir 265 krónur á dag BAK VIÐ TJÖLDIN Á sýningunni hefur úrvali muna frá mótunarárum safnsins verið „pakkað inn“. Tvö leikrit verða sýnd í síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu nú um helgina; Macbeth eftir Shake- speare í leikstjórn Benedicts Andrews og Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. Macbeth er jólasýning Þjóð- leikhússins og hefur vakið mikla athygli og jafnvel deilur. Ekki var unnt að bæta við aukasýn- ingum þar sem ekki er hægt að geyma leikmyndina á Stóra svið- inu sökum plássleysis. Svarta kómedían Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson lýkur nú göngu sinni eftir að hafa verið á fjölunum síðan í október. Gagnrýnandi Fréttablaðs- ins gaf báðum verkunum fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Lokasýningar á Macbeth og Jónsmessunótt JÓNSMESSUNÓTT Var frumsýnd í Kassanum í október.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.