Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 58

Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 58
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42SPORT Helena Sverrisdóttir er komin upp í annað sætið yfir bestu þriggja stiga skytturnar í Euroleague, Meistara- deild kvenna í körfubolta. Hún hitti úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í frábærum sigri Good Angels Kosice á Fenerbahce á miðvikudagskvöldið. Helena hefur nú hitt úr 47 prósentum þriggja stiga skota sinna í Meistaradeildinni (16 af 34) og það er aðeins liðsfélagi hennar, Alexandria Quigley (51 prósent), sem skákar henni. Helena er með 7,0 stig og 4,1 fráköst að meðaltali á 16,6 mínútum í Euroleague í vetur en lið hennar er þegar búið að tryggja sér sigur í sínum riðli. Helena komin upp í 2. sætið DOMINOS-DEILD KARLA Í KÖRFU Grindavík - Þór Þorl. 89-87 (40-40) Grindavík: Aaron Broussard 35 (10 frák.), Samuel Zeglinski 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16 (10 frák.), Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Þór Þorl.: Benjamin Smith 26, David Jackson 23 (10 frák.), Darri Hilmarsson 14, Darrell Flake 11 (10 frák.), Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5, Emil Karel Einarsson 2. Stjarnan - Snæfell 88-89 (48-47) Stjarnan: Jarrid Frye 27 (9 frák.), Justin Shouse 19, Brian Mills 13, Jovan Zdravevski 12, Fannar Freyr Helgason 10, Dagur Kár Jónsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3. Snæfell: Jay Threatt 28 (9 stoðs.), Sigurður Þorvaldsson 18, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16, Asim McQueen 10, Sveinn Davíðsson 7, Ólafur Torfason 6 (12 frák.), Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Jón Ólafur Jónsson 0 (0/8 í skotum, 23 mín.). ÍR-Njarðvík 81-98 (39-52) ÍR: D‘Andre Jordan Williams 27, Eric Palm 18, Sveinbjörn Claessen 10, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Nemanja Sovic 8, Hjalti Friðriksson 6, Ellert Arnarson 2, Þorvaldur Hauksson 2. Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 23, Nigel Moore 21, Marcus Van 20/18 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 15, Ólafur Helgi Jónsson 10/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 3. Skallagrímur-Fjölnir 85-83 (53-41) Skallagrímur: Carlos Medlock 40, Davíð Ásgeirsson 13/, Hörður Helgi Hreiðarsson 11, Sigmar Egilsson 8, Páll Axel Vilbergsson 7, Trausti Eiríksson 3, Orri Jónsson 3. Fjölnir: Christopher Smith 23/16 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 16, Tómas Heiðar Tómasson 15, Arnþór Freyr Guðmundsson 9, Gunnar Ólafsson 8, Isacc Deshon Miles 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4. N1-DEILD KVENNA Í HANDBOLTA Fram - Valur 22-27 (9-10) Fram-kvenna - Mörk (skot): Elísabet Gunnarsdóttir 6/2 (8/3), Stella Sigurðardóttir 4 (12), Sunna Jónsdóttir 3 (6), Birna Berg Haraldsdóttir 3 (15), Hekla Rún Ámundadóttir 2 (2), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (3), Steinunn Björnsdóttir 1 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3). Varin skot: Guðrún Bjartmarz 18/1 (45/3, 40%). Valur-kvenna - Mörk (skot): Dagný Skúladóttir 9/1 (10/1), Þorgerður Anna Atladóttir 6 (15), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4/1 (12/2), Aðalheiður Hreinsdóttir 2 (3), Karólína Bærhenz Lárudóttir 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (2),. Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 20/1 (42/3, 48%). Valskonur eru með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og verður alltaf ofar endi liðin jöfn að stigum. ÚRSLIT FÓTBOLTI Nýr kafli í glæsilegum ferli Englendingsins Davids Beck- ham hófst í gær. Þá samdi þessi 37 ára gamla goðsögn undir samning við franska liðið PSG. Þar ráða ríkjum moldríkir Kat- arar sem ætla að gera PSG að besta liði heims. Þeir eru þegar búnir að eyða miklum pening- um í félagið og eru ekki hættir. Þeir munu þó klárlega græða líka á Beckham enda enginn knatt- spyrnumaður sem hefur selt álíka magn af treyjum og þessi vinsæli Englendingur. Með komu Beckhams mun sviðs- ljósið enn frekar vera á franska félaginu og bíða margir spenntir eftir því að fylgjast með samstarfi Beckhams og Svíans Zlatans Ibra- himovic. Zlatan mun fá úr nægu að moða er Beckham byrjar að dæla snilldarsendingum sínum inn í teiginn á Svíann. Beckham er sigurvegari. Það er óumdeilt. Hvar sem hann hefur verið hefur hann náð árangri. Fer- illinn hófst hjá Man. Utd þar sem hann spilaði í ótrúlegu liði og vann Englandsmeistaratitilinn sex sinn- um. Látinn fara frá Manchester Vinsældir hans voru miklar og ekki minnkuðu þær er hann fór að slá sér upp með kryddpíunni Victoriu. Sumir segja að hann hafi verið orðinn of stór fyrir félagið og þess vegna hafi Sir Alex Fergu- son, stjóri Man. Utd, ákveðið að selja hann. Það hefur aldrei verið staðfest. Samband Beckhams og Fergusons var þó erfitt eftir vin- sældir hans ruku upp úr öllu valdi. Er frægt þegar Ferguson kastaði skó í Beckham með þeim afleiðing- um að leikmaðurinn fékk skurð á höfuð. Það varð að lokum óumflýjan- legt að Beckham færi og hélt hann því næst til spænska stórliðsins Real Madrid. Margir höfðu efa- semdir um að hann hefði það sem til þyrfti hjá spænska félaginu en hann þaggaði niður í öllum slíkum röddum. Hann átti frábær ár hjá félaginu og er enn mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Hinn metnaðarfulli Beckham var nú bæði búinn að vinna meist- aratitla á Englandi og Spáni. Þá fór hann út í hið kröfumikla verkefni að koma bandarískum fótbolta á kortið. Innrásin í Bandaríkin Það gekk upp og ofan hjá honum. Bandarískur fótbolti náði ekki sömu hæðum og stærstu íþróttirn- ar í Bandaríkjunum en vinsældirn- ar jukust samt talsvert. Fjölmiðla- umfjöllun varð meiri og krakkar í Bandaríkjunum flykktust á völlinn til þess að æfa fótbolta. Beckham náði ekki að lyfta boltanum upp í hæstu hæðir en upp fór hann. Þess utan vann Beckham tvo meistara- titla og yfirgaf Bandaríkin sem sigurvegari, enn á ný. Þrjú lönd og meistari í þeim öllum. Það er ansi líklegt að hann verði orðinn meistari í fjórða landinu síðar á þessu ári. PSG er á toppn- um í Frakklandi og ansi líklegt til afreka með sinn frábæra mann- skap. Það á líka eflaust mjög vel við tískuhjónin að búa í París en eig- inkona Beckhams, Victoria, hefur verið að láta til sín taka á þeim markaði með góðum árangri og Beckham eftirsótt módel þess utan. París er því vettvangur nýrra sigra Beckham-hjónanna og þau munu vafalítið ná árangri þar eins og annars staðar. henry@frettabladid.is Beckham ræðst inn í París David Beckham mun freista þess að verða meistari í fj órða landinu á sínum ferli en hann er búinn að semja við franska stórliðið PSG. Félagið er þegar búið að eyða hátt í 400 milljónum punda í leikmenn og ætlar sér stóra hluti í Evrópuboltanum. Margir bíða spenntir eft ir samstarfi Beckhams og Zlatans Ibrahimovic. ENN EITT ÆVINTÝRIÐ Beckham var kynntur á blaðamannafundi hjá PSG í gær. Þar á bæ ætlast menn til mikils af honum. NORDICPHOTOS/GETTY DAVID ROBERT JOSEPH BECKHAM FERILLINN: 1993-2003: Man. Utd 265 leikir, 62 mörk 1995: Preston (lán) 5 leikir, 2 mörk) 2003-07: Real Madrid 116 leikir, 13 mörk 2007-12: LA Galaxy 98 leikir, 18 mörk 2009: AC Milan (lán) 18 leikir, 2 mörk 2010: AC Milan (lán) 11 leikir, 0 mörk LANDSLEIKIR FYRIR ENGLAND: 115 leikir, 17 mörk. TITLAR MEÐ MAN. UTD: Enskur meistari: 6 sinnum (1995-96, 1996-97, 1998-99, 1999-2000, 2000-01, 2002-03) Bikarmeistari: 2 sinnum (1995-96, 1998-99) Góðgerðarskjöldurinn: 4 sinnum (1993, 1994, 1996, 1997) Meistaradeildin: 1 sinni (1998-99). HM-félagsliða: 1 sinni (1999) TITLAR MEÐ REAL MADRID: Spánarmeistari: 1 sinni (2006-07) Ofurbikarinn: 1 sinni (2003) TITLAR MEÐ LA GALAXY: Bandaríkjameistari: 2 sinnum (2011, 2012) Stuðningsmannaskjöldurinn: 2 sinnum (2010, 2011) Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Ajax í fimm mánuði þegar hann kom inn á sem varamaður í bikarleik á móti Vitesse í gærkvöldi. Ajax tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar með 4-0 sigri á útivelli. Kolbeinn kom inn á sem varamaður 15 mínútum fyrir leikslok þegar staðan var orðin 2-0 yfir Ajax. Hann skoraði þriðja mark liðsins aðeins sex mínútum síðar og fimm mínútum síðar var hann búinn að skora aftur. Kolbeinn hafði ekki spilað með Ajax síðan í 2-2 jafntefli á móti AZ Alkmaar í fyrstu umferð hollensku deildarinnar 12. ágúst síðastliðinn en hann þurfti síðan að fara í aðgerð á öxl. Að sjálfsögðu skoraði Kolbeinn í þessum eina leik sínum með Ajax á tímabilinu og er því með þrjú mörk í tveimur leikjum á leiktíðinni. Síðasti opinberi leikur Kolbeins fyrir leikinn í gærkvöldi var samt í 2-0 sigri á Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Kolbeinn skoraði þá líka tvö mörk eins og í gærkvöldi. Kolbeinn er í leikmannahópi Íslands fyrir vináttuleik við Rússa á Spáni í næstu viku. - óój Kolbeinn skoraði tvö fyrir Ajax í gær Slökkvitækja- þjónusta oryggi.is Sími 570 2400 Reglubundið eftirlit og viðhald slökkvitækja David Beckham olli ekki vonbrigðum á blaðamannafundi í París í gær þar sem hann var tilkynntur sem nýr leikmaður PSG en eins og vanalega geislaði hann af þokka og glæsibrag. Beckham er ekki kominn til Parísar peninganna vegna sem sést kannski best á því að hann hefur ákveðið að ánefna barnaspítala í París sex mánaða laun sín hjá PSG. „Ein af ástæð- unum fyrir því að ég kem til Parísar er að við höfðum tækifæri til að gera eitthvað einstakt. Launin mín munu fara til barnaspítala í París og ég er mjög spenntur og stoltur yfir því að geta gert það. Ég er ekki viss um að svona hafi verið gert áður,“ sagði Beckham meðal annars á fundinum. Barnaspítali í París fær öll laun Beckhams Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Vals, hefur verið lánaður til hollenska úrvalsdeildarfélagsins Pec Zwolle. Þetta var tilkynnt á heimasíðu félags- ins í gær. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfesti við Fréttablaðið að um lánssamning væri að ræða en félagið hefði möguleika á að kaupa hann að honum loknum. Pec Zwolle er nýliði í hollensku úrvalsdeildinni og er sem stendur í 14. sæti deildarinnar. Fram undan er því hörð fallbarátta fram á vor. - esá Rúnar Már lánaður til Hollands Í BÚNINGI GALAXY. Í BÚNINGI REAL. Í BÚNINGI MAN. UTD

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.