Fréttablaðið - 01.02.2013, Page 62
1. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46
Yfir 200 manns mættu í Bíó Paradís í gær í starf-
sviðtal hjá fyrirtækinu Hópkaup.is.
Auglýst var eftir fólki sem þurfti að vera 20 ára og
eldra og koma vel fyrir. Í þessu starfi, sem Hópkaup
gaf í skyn að væri draumastarf, felst að prófa þau
fríðindi sem fyrirtækið auglýsir á síðu sinni. Þannig
fær starfsmaðurinn borgað fyrir að gista á flottum
hótelum, borða góðan mat á veitingastöðum, fara í
nudd, snyrtingu og fleira.
Er þetta ekki algjört draumastarf? „Ég tel að það
séu ekki mörg svona spennandi og fríðindamikil störf
í boði. Starfið verður örugglega mjög mikil skemmtun
fyrir þá einstaklinga sem fá það, sérstaklega þegar
aðeins fer að vora og fólk getur farið í afþreyingu
eins og Gokart eða annað slíkt,“ segir Stefán Jökull
Stefánsson, netmarkaðsstjóri Hópkaupa.
Spurður hversu margir verða ráðnir segir Stefán
að það komi í ljós. „Vonandi verður erfitt að ráða.
Hugsanlega verða þetta tvö störf, hugsanlega þrjú
eða kannski eitt. Það fer eftir þeim hæfileikum sem
verða til staðar.“
Á bilinu tíu til tólf starfsmenn eru fyrir hjá Hóp-
kaupum, sem var stofnað í mars 2011. „Það gengur
vel. Við sjáum ekkert nema bjarta tíma fram undan.“
- fb
Margir sóttu um draumastarfi ð
Hópur fólks mætti í starfsviðtal hjá Hópkaupum.is í Bíói Paradís í gær.
Í BÍÓ PARADÍS Vala Grand var meðal þeirra sem mættu í
starfsviðtal hjá fyrirtækinu Hópkaup.is. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta er stór dagur í íslenskri tón-
listarsögu,“ segir Magni Ásgeirs-
son. Hann er aðalsöngvari Kiss-
heiðurshljómsveitarinnar Meik
sem spilar á sínum fyrstu tónleik-
um á Græna hattinum á Akureyri í
kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot
í Kópavogi 8. febrúar.
Aðrir meðlimir í Meik eru einn-
ig reynsluboltar úr tónlistarbrans-
anum, þeir Eiður Arnarsson úr
Todmobile, Einar Þór Jóhannsson
úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjör-
leifsson úr Sálinni, Jón Elvar Haf-
steinsson úr Delize Italiano og Þrá-
inn Árni Baldvinsson úr Skálmöld.
„Hljómsveitin er alveg klikkuð.
Þetta er stórskotalið hljóðfæra-
leikara og Kiss-aðdáenda,“ segir
Magni. „Ég er búinn að grínast með
það nokkrum sinnum að þeir séu
eins og Star Trek-nördar, þeir eru
svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræð-
um. Ég og Jói trommari erum eins
og aukvisar miðað við þessa menn.“
Hann segist hlakka til kvöldsins
en einnig vera smá stressaður. „Við
erum að spila tónlist sem sumir líta
á sem trúarbrögð. Maður þarf að
standa sig.“
Spurður hvort þeir verði meik-
aðir eins og liðsmenn Kiss segir
Magni að farið verði með það
allavega hálfa leið. En hvað með
hárkollur? „Ég nenni því nú ekki.
Þar dreg ég mörkin.“
Magni fer á Eurovision-æfingu í
Hörpu á morgun og flýgur svo norð-
ur. Spurður hvort hann lendi ekki í
öðru til þriðja sæti eins og hing-
að til segir hann: „Það er alltaf
gaman að vera í topp þrjú. Það
væri samt gaman að prófa
fyrsta sætið einu sinni en
ég er ekkert frekur.“ -fb
Líta á tónlistina sem trúarbrögð
Fyrstu tónleikar Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik verða á Akureyri í kvöld.
KISS Magni og
félagar spila
fræg lög með
Kiss á tón-
leikunum í
kvöld.
„Það verða tíu erlend atriði á hátíðinni og ég
get staðfest að DMX er eitt þeirra, en hann
er ekki það stærsta. Auk þess verður þarna
rjóminn af íslensku tónlistarsenunni,“ segir
umboðsmaðurinn Ólafur Geir Jónsson.
Hátíðin sem um ræðir er Keflavík Music
Festival 2013, sem haldin verður dagana 5.
til 9. júní. Það eru Ólafur Geir hjá agent.is og
Pálmi Þór Erlingsson sem standa að hátíðinni.
„Við verðum á átta stöðum um bæinn, allt frá
Reykjaneshöllinni yfir í Keflavíkurkirkju,“
segir Ólafur Geir. Þetta er í annað sinn sem
hátíðin verður haldin og hefur hún vaxið
mikið frá þeirri fyrstu sem var síðasta sumar.
„Við erum búin að bæta við helmingi fleiri
stöðum og dagskráin er tíu sinnum stærri,“
segir Óli Geir en þar að auki er búið að lengja
hátíðina úr þremur kvöldum í fjögur. Atriði
hátíðarinnar verða um 150 talsins og hljóm-
sveitir geta sótt um að vera með á heima-
síðu hátíðarinnar. Atriðin verða kynnt smám
saman á næstu vikum og hafa nú fyrstu fimm
verið staðfest. Það eru íslensku hljómsveit-
irnar SIGN, Agent Fresco og Bloodgroup auk
þeirra Páls Óskars og Moniku og áðurnefnds
DMX.
Rapparinn og þrettán barna faðirinn DMX
er mörgum að góðu kunnur en þetta verð-
ur í fyrsta skipti sem hann kemur til lands-
ins. Hann er fæddur árið 1970 og hefur verið
liðlega þrjátíu ár í bransanum. DMX gaf út
sína fyrstu plötu árið 1998 og hefur selt yfir
þrjátíu milljónir platna á heimsvísu, sem
gerir hann að einum söluhæsta hipphopptón-
listarmanni allra tíma. Auk þess hefur verið
gerð raunveruleikaþáttaröð um hann, hann
hefur gefið út sjálfsævisögu og leikið í fjölda
bíómynda.
Árið 2009 tók DMX sér frí frá bransanum
í þeim tilgangi að rækta trúarlíf sitt. Hann
hefur nú snúið aftur og gaf út sína nýjustu
plötu, Undisputed, í september. „Hann er
búinn að frelsast, er orðinn edrú og búinn að
taka sig algjörlega í gegn,“ segir Óli Geir.
Miðasala á Keflavík Music Festival hefst í
dag og verður hægt að nálgast miða á sérstöku
forsölutilboði þar til 8. febrúar á heimasíðunni
keflavikmusicfestival.com. tinnaros@frettabladid.is
DMX kemur á stóra
hátíð í Kefl avík
Fyrstu atriðin á Kefl avík Music Festival 2013 hafa verið tilkynnt. Hátíðin verður
haldin öðru sinni í sumar og segir skipuleggjandi dagskrána hafa vaxið tífalt.
ENGINN SAKLEYSINGI DMX hefur upplifað tímana tvenna og lent
í ýmsu í gegnum árin. NORDICPHOTOS/GETTY
Rapparinn DMX hefur fengið fjöldann allan af verðlaunum
og viðurkenningum á ferli sínum. Meðal annars hefur hann
verið tilnefndur til Grammy-verðlauna í þrígang og fimm
sinnum til MTV-tónlistarverðlaunanna.
Hann er eini tónlistarmaðurinn í sögunni sem gaf út
fimm plötur í röð sem allar fóru beint á toppinn á Billboard
200 listanum í Bandaríkjunum. Önnur plata hans, Flesh of
My Flesh, Blood of My Blood, sat þar í þrjár vikur samfleytt
þegar hún kom út í desember 1998. 670.000 eintök af
þeirri plötu seldust fyrstu vikuna eftir að hún kom út.
Eitt vinsælasta lag DMX, Party Up (Up in Here) kom út
árið 1999 og var í 56. sæti á topp 100 laga lista VH1 árið
2000. Platan sem það lag var á, And Then There Was X, varð
sexföld platín-plata.
Fimm plötur á top Billboard
„Ég ætla á þorrablót á föstudags-
kvöldið. Svo ætla ég að slaka á á
laugardag, væri gaman að skella sér
í sund með guttann. Á sunnudaginn
fer ég svo á samkomu hjá Salti,
kristnu samfélagi.“
Laufey Aðalsteinsdóttir, eigandi Blómabarna.
HELGIN
NAOMI WATTS
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA
BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI
100/100
„Ógnvænlega vel gerð.“
100/100
„Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir
sem fólk verður að sjá á árinu.“
100/100
„Einstaklega raunveruleg stórslysamynd,
sem lætur engan ósnortinn“
„Ein af betri myndum ársins 2012.“
Mbl.
Komin í bíó