Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 22
með appelsínulíkjör með sólþurrkuðum tómötum með hvítlauk með svörtum pipar hreinnmeð kryddblöndu Mikið úrval rjómaosta við öll tækifæri H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 0 8 -2 3 8 6 ms.is MATSEÐILL LEIKHÚS- Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Fo r r é t t u r Aða l r é t t i r Laxatvenna – reyktur og grafinn lax Bleikja & humar með hollandaise sósu E f t i r r é t t u r Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr. Jack Daniel’s súkkulaðikaka Djúpsteiktur ís og súkkulaði- hjúpuð jarðarber Brasserað fennell, kartöflu- stappa og ostrusveppir eða... Grillað Lambafille Með rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu með því þegar það segir svona held- ur sé það hugsanlega að reyna að benda á að það séu líka aðrir hlutir í lífinu sem gefa því gildi.“ Ekkert útskýrði ófrjósemina þessi ár. „Það fannst ekkert að. Við fórum í litningarannsóknir, blóðrannsóknir og alls konar óm- skoðanir, skurðaðgerðir og ég veit ekki hvað og hvað. Ég varð alltaf ólétt annað slagið og missti fóstur. Lengst var ég gengin með nærri 14 vikur. Í eitt skiptið fékk ég utan- legsfóstur og var nær dauða en lífi því það uppgötvaðist svo seint. En þessi tími fer í reynslubankann og við lifum með því.“ Silla segir það því hafa verið eðli- legt framhald rannsóknanna að fara í tæknifrjóvganir. Þær urðu þrjár, tókust ekki og því fóru þau í glasa- frjóvgun. „Það tókst svona ljóm- andi vel og mikils virði að ganga í gegnum það ferli. Við fengum að sjá sæðisfrumurnar synda, sáum eggið eitt, skiptinguna og við fylgdumst því með löngu áður en ég varð ólétt. Upplifunin er að sjálfsögðu góð þegar vel gengur en þetta tók á. Ég sprautaði mig 500 sinnum með hormónalyfjum og þurfti að vera á blóðþynningarlyfjum alla með- gönguna. Þar sem ég hafði svo oft misst fóstur var það nauðsynlegt. Ég hef þó sloppið við lyfjagjafirnar í síðustu tvö skiptin.“ Það var vegna þess að hún áttaði sig seint á því að hún ætti von á fjórða barninu. „Ég uppgötvaði að ég væri ófrísk þegar ég var komin tíu vikur á leið. Við ákváðum þá, í samráði við lækni, að sleppa lyfjunum þar sem meðgangan hafði gengið svona vel.“ Spurð hvernig ólétta verði hjá svo reyndri konu svarar Silla að hún hafi treyst getnaðarvörninni sem hún var á. „Svo fann ég fyrir þreytu, slapp- leika, ógleði og öðrum einkennum og hugsaði um hvort ég væri ólétt en taldi mig vera búna að fyrirbyggja það. Ég skoðaði því allt annað fyrst,“ segir hún. „Þegar svo uppgötvaðist að ég væri ólétt hlóg- um við Filli miklum geðshræring- arhlátri í klukkutíma. En við vorum búin að ákveða að yrði okkur barna auðið myndum við helst vilja eign- ast fjögur börn. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum og fannst það ekki okkar karakter að eiga aðeins tvö. Við ætluðum þó ekki að eignast börnin svona þétt,“ segir hún sposk. Börnin engin villidýr Sigurlaug segir börnin mjög góða vini. Þau hópi sig saman í söngsal á leikskólanum, elstu strákarnir tveir deili herbergi og yngri börnin tvö séu í öðru, en það yngsta hjá þeim. Á kósíkvöldum fjölskyldunnar lesi sá sjö ára fyrir hin. „Maður sér svo- lítið ávinninginn af því hvað þau eru mörg þegar við förum út á morgn- ana. Þá segir sá sjö ára við þau yngri: Á ég að renna upp úlpunni fyrir þig? eða: Þú ert með krumma- fót. Þetta finnst honum sjálfsagt en ekki kvöð,“ segir hún og bætir við að þau finni fyrir mikilli samkennd. „Þau skríða upp í hvert til annars, bjóða hvert öðru alltaf góðan dag og góða nótt. Svo koma þau upp í til okkar. Séu þau mörg í einu berum við þau til baka eða flýjum annað,“ segir hún. „Stundum kúrum við öll, sem er yndislegt, en þá sefur maður ansi lítið. En ég hef hvort eð er aldrei þurft að sofa mikið.“ Foreldrarnir halda uppi miklum aga á heimilinu. „Þannig verður það að vera, annars missum við tökin á öllu. Það er enginn heragi en það eru reglur. Það verður að halda rútínunni þegar börnin eru svona mörg. Við reynum samt að hafa lífið skemmtilegt. Og þau hlýða. Svo skilst mér að þau geri það einnig í leikskólanum. Þetta eru sko engin villidýr,“ segir hún á léttum nótum. Hart í ári hjá barnafjölskyldum Sigurlaug vinnur sem grunnskóla- kennari við Borgaskóla í Grafarvogi og segir yfirmenn sína hafa tekið barnaláni hennar ótrúlega vel. „Ég get ekki sagt að ég sé uppáhalds starfsmaðurinn en ég hef fengið mikinn skilning. Ég var til dæmis í launalausu leyfi allan síðasta vetur og var heima. Ég vildi fylgja börnunum eftir og hjálpa elsta stráknum með heimanámið áður en yngri börnin komu heim. Auk þess sem ég hefði verið mikið frá vegna veikinda barnanna. Ja, það kom hreinlega betur út fjárhags- lega að vera heima.“ Hún bendir þó á að vegna frísins hafi hún aðeins fengið fæðingarstyrk með fimmta barninu, en hann er ekki nema brot af fæðingarorlofi. Svefnherbergin eru þrjú og þau sjö, en þrátt fyrir það stefna þau ekki á að stækka við sig. „Nei, mér finnst fjárhagsstaða okkar og þjóðfélagsins þannig að ég er ekki tilbúin í þá skuldbindingu. Það er ekki mikið gert til að aðstoða barnafólk og alls ekki, eignist fólk börn með stuttu millibili. Búið er að hækka leikskólagjöld, minnka systkinaafslátt, lækka barnabætur, skerða fæðingarorlofið og leggja niður heimgreiðslurnar, svo dæmi séu tekin Viðkvæðið virðist vera: Gott á þig eða þér var nær að eignast þessi börn,“ segir hún. „Ég er þó ekki að segja að borg eða ríki eigi að borga allt fyrir mig og annað barnafólk, heldur benda á að það er búið að taka ýmislegt af sem hafði áunnist.“ Viltu passa fimm börn? Þau Silla og Filli eru svolítið ein á báti með börnin. „Þau eiga ekki margar ömmur og afa. Þau eiga fullorðinn afa sem býr úti á landi. Við eigum þó stórar fjölskyldur að sem eru, eins og gengur og gerist, mjög uppteknar í sínum málum. Það er ekkert auðvelt að finna pöss- un, það krefst excel-skjals skipu- lags. Þetta er því ekki þannig að við leikum okkur að því að skreppa í bíó. Við notum pössun alveg í al- gjörum undantekningartilvikum. En við skruppum þó til Vínar í apríl, bara tvö. Við vorum í fjóra daga og það var yndislegt en hugurinn var heima; hvernig gengi og hvort allir væru ekki að standa sig í að skutla börnunum og sækja þau. En þetta gekk allt upp. Það var yndislegt að setjast niður í Vín og ræða saman - bara við tvö. Við komum andlega endurnærð heim þótt við værum útkeyrð eftir allt flandrið.“ Þrátt fyrir að hafa verið ófrísk í fjögur ár af síðustu átta útilokar Silla ekki að eignast fleiri börn; „Best að segja sem minnst um það.“ Móðurástin sé svo sterk. „Börn eru guðsgjöf og ég hef vanið mig á það að breiða sængina aftur yfir þau þegar ég fer að sofa. Þá finn ég á hverju einasta kvöldi hvað mér þyk- ir óskaplega vænt um þessi börn.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Við vorum búin að ákveða að yrði okkur barna auðið myndum við helst vilja eignast fjögur börn. Við komum bæði úr stórum fjölskyldum og fannst það ekki okkar karakter að eiga aðeins tvö. Við ætluðum þó ekki að eignast börnin svona þétt. Það er þéttskipað í svefnherbergin þrjú. Þeir elstu tveir saman, þá tvö næstu í því næsta og sú yngsta með mömmu og pabba. 22 viðtal Helgin 14.-16. október 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.