Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 28

Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 28
Nýir húsráðendur í Netagerðinni Í húsinu við Nýlendugötu 14 voru um árabil riðin net í Netagerð Reykdals Jónssonar en í síðustu viku var opnað þar annars konar verkstæði þótt nafnið kinki kolli til fortíðarinnar. Netagerð Work & Shop er hönnunargallerí sjö kvenna sem eru með opnar vinnustofur í húsinu þannig að fólk getur átt við þær milliliðalaus viðskipti. Framboðið er fjölbreytt: textílvörur, skartgripir, ljósmyndir og ýmsir hlutir fyrir heimilið. Frá og með þessari helgi fá bragðlaukar gesta á staðnum líka eitthvað við sitt hæfi þegar útibú frá Humarhúsinu, Forréttabarinn, verður opnaður á sama stað. Ljósmyndir af netagerðarkonum/Hari Vildi að ég hefði hannað ... PK22 eftir Paul Kjærholm. Einfaldlega eitt fallegasta húsgagn sem teiknað hefur verið, og það á við næstum allt sem Paul hannaði. Vildi að ég hefði hannað ... ljós sem Poul Henningsen hannaði fyrir meira en fjörutíu árum. Ljósið heitir PH Artichoke eða þistilhjarta. Þetta danska meistaraverk er líkt og skúlptúr þar sem það hangir í loftinu og dreifir ljósi á einhvern veginn fullkominn hátt. Eigin eftirlætishönnun ... ég er mjög ánægð með Kanínu-klukk- urnar okkar í Stássi. Þær eru úr áli og upphaflega hugsaðar fyrir börn, en eru yndislegar alls staðar, hvort sem það er í eldhúsum, stofum, baðher- bergjum eða sumarbústöðum. Eftirlætis eigin hönnun ... kragarnir okkar Olgu í Volka. Þetta var fyrsta varan sem við framleiddum og seldum af einhverju viti. Eftir það fórum við að gera stærra og meira. En kragarnir voru byrjunin. Eftirlætis eigin hönnun ... ég er stoltust af HLJÓÐ-kúlunni minni. Hún þjónar þrenns konar tilgangi; dempari, dreifari og hefur síðan fagurfræðilegt gildi! Vildi að ég hefði tekið ... það eru margar myndir sem koma til greina en þessi var sú fyrsta sem mér datt í hug. Hún er tekin af Kerry Brown en ég kynntist honum í sumar þegar ég var að vinna hjá TrueNorth við gerð kvikmyndar Ridleys Scott, Prometheus. Myndin er af Ray Winestone sem er einn af mínum uppáhaldsleikurum og Kerry náði honum í karakter eftir margar „mjög skemmtilegar tilraunir“, að hans sögn. Bryndís Bolladóttir textílhönnuður Vildi að ég hefði hannað ... Algue-greinarnar eftir Ronan og Erwan Bouroullec en þeir bræður eru miklir snillingar. Helga Guðrún Vilmundardóttir arkitekt Vildi að ég hefði hannað ... Kubus stagen, kertastjaka sem var hannaður af Dananum Mogens Lassen árið 1960. Snilldin og töfr- arnir felast í því hversu ótrúlega einfaldur stjakinn er. Vildi að ég hefði hannað ... dásamlega og litríka Tropicalia Cocoon-stólinn eftir Patriciu Urquiola. Eigin eftirlætishönnun ... frekar erfitt val en ég ætla að segja textíl- vörurnar okkar, Volki. Þær eru svo litríkar, síbreytilegar og fullar af gleði!! Olga Hrafnsdóttir bólstrari Anna María Sigurjónsdóttir ljósmyndari Eftirlætis eigin ljósmynd ... það er breytilegt og fer eftir því að hverju ég er að vinna. Í ágúst kom út bók eftir mig sem heitir „herrar, menn og stjórar“ og mér þykir rosalega vænt um eina myndina þar. Á henni eru hesturinn Háttur, hundurinn Jaki og tamningamaðurinn Metta Manseth en á milli þeirra er einstakt samband. Þetta var líka alveg rosalega skemmtilegt verkefni og hefur heldur betur undið upp á sig. Árný Þórarinsdóttir arkitekt Sigga Heimisdóttir meistari í iðnhönnun Eftirlætis eigin hönnun ... er venjulega það sem ég vinn að hverju sinni. Í dag þykir mér sérstaklega vænt um hluti sem ég er að vinna að og tengjast Íslandi og virðingu fyrir landinu okkar. Hér er standlampi sem er hluti af þeirri seríu. Eigin eftirlætishönnun ... sem stendur er í uppáhaldi nýja skartgripalínan okkar í Stássi, dufthúðuð álhálsmen og eyrnalokkar í leðurbandi. Elísabet Jónsdóttir grafískur hönnuður Vildi að ég hefði hannað ... mér finnst erfitt að svara þessari spurningu – það er til svo mikið af frábærri hönnun – en ég er mjög hrifin af stólnum Rag Chair eftir hollenska hönnuðinn Tejo Remy. Ég hef alltaf verið hrifin af hugmyndinni um að búa til nýtt úr gömlu; endur- vinnslu í hönnun – og Rag-stóllinn er búinn til úr gömlum fötum. 28 hönnun Helgin 14.-16. október 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.