Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 40
Atvinnutækifæri í Evrópu Vinnumálastofnun og EURES standa fyrir starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. og 15. október. Föstudagur 14. október kl. 17:00 – 20:00 Laugardagur 15. október kl. 12:00 – 18:00 Einkum er eftirspurn eftir fólki úr eftirtöldum starfsstéttum: Mikil eftirspurn er eftir flestum starfsstéttum í byggingariðnaði svo sem byggingaverkfræðingum, húsasmiðum, rafvirkjum, málurum, járnamönnum, pípulagningarmönnum ofl. Einnig er eftirspurn eftir járniðnaðarmönnum hvers konar auk bifvélavirkja, vélvirkja og rútubílstjóra. Þá vantar bæði bókara og fjármálastjóra. Enn sem fyrr er mikil eftirspurn eftir bæði verkfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Eftirtalin fyrirtæki kynna laus störf og taka á móti umsóknum: Frá Noregi koma fulltrúar frá Match Bemanning AS, AM Direct AS, Bodö kommune, Dresser-Rand AS, Aure Kommune, Rett Bemanning AS og CBA Fagformidling. Eures ráðgjafar frá eftirtöldum löndum kynna atvinnutækifæri í sínum löndum: Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Svíþjóð Danmörku og Bretlandi. Á kynningunni verða kynnt laus störf og veittar upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði víða í Evrópu. Einnig gefst fólki færi á að ræða milliliðalaust við atvinnurekendur. Sjá má hluta þeirra starfa sem í boði eru á síðunni www.eures.is með því að smella á „Laus störf“. A lliance française í Reykjavík var stofn-að árið 1911, hinn 16. október. Fyrst í stað fólst starfsemi þess í því að standa að kvöldum þar sem bókmenntir og listir voru skeggræddar. Kennsla frá 1924 Alliance française hóf frönskukennslu árið 1924 og fór hún fyrst í stað fram í húsnæði KFUM. Fyrsti kennarinn var Páll Sveins- son, forseti félagsins frá 1915-1930. Hann tók árið 1930 saman fyrstu frönskukennslubókina sem gefin var út á íslensku, en Alliance française gaf hana út með stuðningi íslenskra yfir- valda menntamála. Árið 1932 varð mikil uppsveifla í frönskukennslunni. Meira en sjötíu nem- endur sóttu frönskutíma. Þessi mikli áhugi kann að vera því að þakka að þá kom kennari, að nafni frú Jolivet, sér- staklega til Íslands til að sinna frönsku- kennslunni. Frönskukennslan fyrir börn Árið 1935 hóf Thora Fridriksson, sem var forseti Alliance française frá 1932 til 1938, frönskukennslu fyrir börn og samdi sérstaka kennslubók í því skyni, en kennt var í Landakotsskóla. Á þess- um tíma var afar sjaldgæft að börnum væru kennd erlend tungumál, en þetta sýnir þann metnað og framfarahyggju sem Alliance française í Reykjavík hef- ur ævinlega haft að leiðarljósi í frönsku- kennslunni. Alla tíð síðan hefur Alliance française leitast við að bjóða nemendum upp á vandaða og nútímalega frönskukennslu. Allir kennarar sem starfa hjá Alliance française eru með kennslurétt indi og mikla reynslu. Nem- endur eru nú um 300 á öllum aldri, allt frá börn- um til „heldri borgara“. Nú er nýjustu aðferðum sem uppfylla alla Evrópu- staðla beitt í kennslunni og kennarar nota nýjustu kennslutækni, s.s. raf- rænar töflur. Menningarsamstarf Öflugt menningarstarf hefur, ásamt frönskukennslunni, verið annar meg- inþátta í starfsemi Alliance française allt frá upphafi, enda félagið stofnað af „þeim mönnum, er áhuga hafa á frakk- neskri tungu, og bókmenntum“. Á fyrstu árum félagsins var áhersla lögð á að byggja upp franskt bókasafn og efna til umræðukvölda um bókmenntir og listir undir nafninu „le cercle français“. Menningarstarfið varð öflugra og fjölbreyttara eftir því sem félaginu óx ásmegin og það hefur í gegnum tíðina staðið að komu fjölmargra franskra lista- manna og menningarfrömuða hingað til lands. Enn fremur hafa fjölmargir af helstu lista- og fræðimönnum okkar lagt félaginu lið í gegnum árin. Alliance fran- çaise hefur þannig efnt til bókmennta- kvölda, tónleikahalds, leiksýninga, danssýninga, tískusýninga, málverka- sýninga, ljósmyndasýninga, sýninga um byggingarlist, kvikmyndasýninga og -hátíða, og þá er ekki allt upp talið, ýmist eitt eða í samstarfi við íslenskar menningarstofnanir, skóla og fyrirtæki. Lífsnautnir Frakkar eru, sem kunnugt er, mikið lífs- nautnafólk og snar þáttur í menningu þeirra er að koma saman, njóta þess að vera í góðum félagsskap, borða góðan mat og dreypa á ljúfu víni. Þessi þátt- ur í starfseminni hefur ævinlega notið mikilla vinsælda. Framan af öldinni voru þetta „skemmtisamkomur“ eða „dansveislur“ sem einkum voru sóttar af broddborgurum bæjarins sem gjarna töluðu frönsku á þeim samkomum. Með þeim þjóðfélagsbreytingum sem áttu sér stað á sjöunda áratug síðustu aldar og auknum ferðalögum Íslendinga breytt- ist þetta. Undanfarna áratugi hafa tvær veislur verið haldnar árlega á vegum félagsins, jólahlaðborð í desember og árshátíð í lok maí. Auk þess hefur Alli- ance française staðið fyrir fjölmörgum námskeiðum um franska matar- og vínmenningu, svo sem vínsmökkunar- námskeið, súkkulaðinámskeið og mat- reiðslunámskeið. Blómlegt starf á aldarafmælinu Nú á aldarafmæli Alliance française í Reykjavík er menningar- og félags- starfið öflugra en nokkru sinni fyrr og á árinu stendur það fyrir á þriðja tug við- burða í samstarfi við sendiráð Frakk- lands á Íslandi, auk ýmissa hérlendra menningarstofnana og -hátíða. Allt frá upphafi og til dagsins í dag hefur félagið notið dyggs stuðnings og einstaks velvilja franska sendiráðsins á Íslandi, franskra yfirvalda hérlendis, og ber að þakka það sérstaklega. Ald- arafmæli félagsins er því merkur áfangi í sögu menningarsamstarfs og vináttu milli þjóðanna tveggja, Frakka og Ís- lendinga. Tímamót Alliance française í Reykjavík 100 ára Friðrik Rafnsson forseti Alliance française í Reykjavík 36 viðhorf Helgin 14.-16. október 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.