Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 14.10.2011, Qupperneq 54
W orld Class í Laugum hefur mikla sérstöðu meðal heilsuræktar- stöðva í Evrópu því þar geta allir aldurs- hópar sótt sér heildræna þjónustu og tenging stöðvarinnar við stærstu sund- laug landsins spillir ekki fyrir. Boðið er upp á barnagæslu, fyrsta flokks líkams- ræktaraðstöðu með heimsklassa líkams- ræktartækjum, fagfólk í einkaþjálfun, fjölbreytta hóptímakennslu og þjálfun, margs konar snyrtimeðferð og nudd, nær- ingarráðgjöf, sjúkraþjálfun, girnilegan safabar (Laugabar) og heilsusamlegan mat á Laugar Café. Ekki má gleyma hinni ómótstæðilegu Baðstofu með mismun- andi gufuböðum, heitum og köldum potti og hvíldarherbergi. Aðhald og hvatning á námskeiðum Í World Class er boðið upp á mikið úrval af námskeiðum allan ársins hring. Gígja Þórðardóttir, deildarstjóri kennara, nám- skeiða og þjálfara hjá World Class, segir markmiðið að bjóða upp á sem breiðast úrval námskeiða. „Við reynum að hafa sitt lítið af hverju, frá mjúkum námskeiðum eins og fit pilates, core pilates og mömmu- leikfimi, upp í súperform, ketilbjöllur og cross fit og allt þar á milli. Við bjóðum líka upp á námskeið fyrir bæði unglinga og eldri borgara og reynum að spanna allan skalann. Það eru svo ofsalega margir sem þurfa virkilega á því að halda að fá aðhald og stuðning við heilsurækt og það er ekk- ert skrýtið því allar breytingar á venju krefjast oft mikils aga og festu og það verður bæði auðveldara og skemmtilegra að takast á við venjubreytingar í góðum hópi með flottum kennara. Aðalmálið við námskeið er að þar er fólk komið inn í hóp með öðrum sem líklegt er að séu að vinna að svipuðum markmiðum. Þar fær fólk aðhald, fræðslu og mælingar og hvatn- ingu frá kennara og fólkinu í hópnum. Þá eru líka miklu meiri líkur á að fólk fái rétt æfingaálag því kennarinn þekkir hópinn og veit hvað má bjóða honum.“ Gígja segir vinsælustu námskeiðin hafa verið súperform, cross fit og zumba ásamt pilates-námskeiðum. En eru þetta ekki erfið námskeið, eitthvað sem fólk mætir í einu sinni og síðan ekki söguna meir? „Nei, alls ekki. Það er einmitt einn af kostum námskeiða að hægt er að byrja á grunninum og byggja hægt og rólega ofan á. Í cross fit er til dæmis farið mjög vel í allar grunnæfingar og tæknina í æf- ingunum til að byrja með og það til hvers er ætlast. Eftir fjögurra vikna grunnnám- skeið getur fólk svo farið að spýta í lófana og gera æfingarnar á sínum hraða. Það sama má segja um önnur námskeið; það er góður stígandi og allir ættu að geta gert æfingarnar.  World Class í laugum Allt í einni ferð Í formi til framtíðar eru grunnnám- skeið fyrir konur sem eru að taka fyrstu skref í átt að bættri heilsu. Þar er lögð áhersla á að þau séu ekki of erfið svo að fólk komist hægt en örugglega af stað. Súperformið er svo erfiðara og í raun næsta skref. Það er fyrir karla og konur sem eru í ágætu formi og eru komin á það stig að fara í ræktina af því að þeim finnst það gaman og það er val en ekki kvöð. Svo bjóðum við upp á námskeið fyrir konur sem þurfa að missa meira en 20 kíló af heilsufarsástæðum. Þau kallast lífsstíll 20+ og hafa vakið mikla athygli enda stækkandi hópur sem er of þungur og taka verður sérstakt tillit til þess í æfingavali. Það er sérstaklega ánægjulegt þegar góður árangur næst hjá þátttakendum í lífsstíl 20+ enda til mikils að vinna og konurnar eru ótrú- lega stoltar af sjálfum sér.“ En núna eru allir að tala um zumba, hvað er það? „Zumba eru mjög einföld og skemmtileg dansspor við suðræna tónlist. Þau eru ekki það flókin að fólk nái þeim ekki, það þarf ekki að vera samkvæmisdansasnillingur til að fá eitthvað út úr þessu. Þetta er rosa- lega skemmtilegt og fólk kemur út úr þessu í gleði-endorfínvímu. Það finnst ekki öllum gaman að lyfta lóðum og sumir vilja gera eitthvað svona. Svo eru margir sem blanda þessu saman; eru kannski í æfingasalnum eða í öðrum tímum en fara í zumba til að fá útrás fyrir dans og gleði. Það er einmitt það sem við þurfum hér yfir vetrartímann. Margir tengja svona suðræna tónlist við hita og sól en okkur veitir ekki af að fá smá hita í hjartað og hrista okkur aðeins. Allir zumba-kennarar í World Class eru með zumba-kennararétt- indi og þátttakendur geta farið í tíma fjórum sinnum í viku því frá og með 17. október bjóðum við upp á framhalds- Í formi til fram- tíðar eru grunn- námskeið fyrir konur sem eru að taka fyrstu skref í átt að bættri heilsu. Þar er lögð áhersla á að þau séu ekki of erfið svo að fólk komist hægt en örugglega af stað. Kynning Brian Culkin jógakennari. 50 heilsa Helgin 14.-16. október 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.