Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 60

Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 60
Helgin 14.-16. október 201156 tíska Tökum vetrinum opnum örmum Tíminn er fljótur að líða. Miður október, haustið komið og veturinn ekki langt undan. Það er eins og það hafi verið í gær sem ég hlakkaði til sumarsins og mikil og stór plön biðu mín. Núna, eins og á hverju ári, finnst mér eins og sumarið hafi svikið mig. Mér finnst of snemmt að anda að mér haustlyktinni sem liggur í loftinu. Of snemmt að pakka mér inn í þykka úlpuna á morgnana sem eru orðnir kaldir og dimmir. En það er samt kominn október. Ég er ein af þeim Íslendingum sem reyna að halda sem lengst í sumarið. Við höfum alltaf verið svoleiðis. Sum- arið í ár byrjaði um miðjan júní. Óvenju seint. Og sólin skein aðeins í nokkrar vikur. Það er kominn október og enn reyni ég að komast upp með að klæða mig samkvæmt sumrinu. Þarf kannski að fara að kyngja því að sumarið kemur ekki aftur fyrr en eftir nokkra mánuði. Það er þó aðra sögu að segja af frændum okkar í Skandinavíu sem enn klæðast sumarflíkum og sandölum í venjulegu sumarveðri í október. Það þýðir kannski ekki fyrir okkur hin að hugsa um það. Við þurfum bara fljótlega að taka niður allt vetrardraslið og taka vetrinum opnum örmum. Fagna komu hans og njóta augna- bliksins. Dúða okkur á morgnana og upplifa veturinn eins og krakkar á jólunum. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Gaman að fara í verslunarleiðangur Föstudagur Skór: Sautján Buxur: Billabong Bolur: Retro Peysa: Hugo Boss Griffla: Tekin ófrjálsri hendi af pallbíl í Fellabæ Sveinbjörn Jónasson er 25 ára knatt- spyrnukappi. Hann vinnur sem fyrirtækja- fulltrúi í Landsbankanum ásamt því að stunda meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum í Háskóla Íslands. „Þær stundir sem ég er ekki tilneyddur í plebbaklæðnaði vegna vinnu er ég iðulega í alls konar þægilegum kósí-buxum, litríkum hettupeysum, flegnum bolum og skrautlegum skóm. Ég les aldrei tísku- tímarit og reyni helst að forðast flíkur sem margir eru í. Mér finnst mjög gaman að fara í verslunar- leiðangur með honum Theódóri vini mínum og máta alls kyns díteila sem við erum báðir miklir áhugamenn um. Uppáhaldsflíkurnar mínar eru Spliff-jakkarnir sem við doktorinn keyptum í Noland og það sem gerir þá skemmtilega er að hægt er að taka þá í sundur og raða upp á nýtt. Það er þó nokkuð nett.“ Þriðjudagur Skór: Zara Buxur: Zara Bolur: Retro Peysa: H&M Jakki: Sautján Miðvikudagur Skór: All Saints Buxur: Kron Skyrta: Zara Axlabönd: Walmart Fimmtudagur Skór: Debenhams Buxur: Sautján Skyrta: Selected Peysa: Sautján Mánudagur Skór: Footlocker Buxur: Mótor Bolur: Orginal Peysa: Smash Sloppur: Í eigu forfeðra Hafliða Bjarka sem þykir sjálfum afar vænt um hann líkt og um eigið afkvæmi væri að ræða. Hátíðarlína frá Mac Snyrtivörufyrirtækið Mac hefur verið gríðarlega iðið við að koma á framfæri nýjum línum síðustu mánuðina. Sú nýjasta var frumsýnd nú í vikunni og kallast Ice Parade Holiday. Hún mun koma á markaðinn í Bandaríkjunum í lok nóvember og nokkrum vikum seinna hérna heima. Línan, sem sögð er vera vetrarleg og köld, samanstendur af augnskuggum, varalit, kinnalit og fleiri nauðsynlegum snyrtivörum. Þrátt fyrir heldur litlaust yfirbragð vantar ekki í hana glamúrinn því ein- kennisliturinn er skínandi silfraður. Alltof venjulegt naglalakk frá Chanel Tískuhúsið Chanel kynnti á dögunum nýjustu naglalakkslínu sína, vor/sumar 2012, og var hún óvenjulegri en við mátti búast. Naglalakkið frá fyrirtækinu hefur slegið í gegn síðstu mánuði og hefur oftast verið málmkennda áferð. Þessi nýja lína er þó óvenjulega mild, falleg, rómantísk og þar vottar ekki fyrir hinu málmkennda yfirbragði. Tísku- áhugafólk hefur látið í sér heyra og lýst áhyggjum sínum af því að þetta nýja naglalakk muni ekki njóta vinsæla. „Það er alltof venjulegt.“ Nýr ilmur slær í gegn Þýska tískuhúsið Escada hefur látið frá sér fara nýja ilminn Especially Escada sem er glæsilegur og kvenlegur í anda hinnar glaðværu og djörfu nútímakonu. Ilmurinn frá Escada hefur verið margs konar í gegnum tíðina, alltaf slegið rækilega í gegn hér á landi og þetta nýja afbrigði er þar engin undantekning. Það er byggt á mildum rósatóni og er fágað, með kven- legum blæ. Rósbleiki ilmurinn er geymdur í traustbyggðri ferkant- aðri flösku sem er innsigluð með gylltum tappa. Ísraelska ofurmód- elið Bar Rafael er andlit ilmsins og hefur gegnt því hlutverki vel því hún nær fullkomnu jafnvægi milli fágunar og frjálslegs glæsileika. Við erum á Facebook VANDAÐIR, ÞÆGILEGIR OG FLOTTIR! Verð: 29.990. KRINGLUNNI • 568 8777

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.