Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 70

Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 70
Fjórföld sala á Nýju lífi Þóra Tómasdóttir, fyrrverandi blaðamaður á Fréttatímanum, fær heldur betur fljúgandi byrjun á ritstjóraferli sínum hjá Nýju lífi. Fyrsta blaðið undir hennar ritstjórn kom út í september og skartaði Lilju Pálmadóttur, systur Ingibjargar og eiginkonu Baltasars Kormáks, í forsíðuviðtali. Að því er Frétta- tíminn kemst næst hefur blaðið rokið út og er salan fjórfalt meiri en á síðasta blaði Kol- brúnar Pálínu Helgadóttur, fráfarandi ritstjóra. Svartur í uppnámi Borgríki, nýjasta íslenska glæpamyndin, fær feiknagóðar viðtökur hjá almenn- ingi og gagnrýnendum. Myndin, sem er í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar og skartar meðal annars Ingvari Sigurðs- syni, Sigurði Sigurjónssyni og Ágústu Evu Erlendsdóttur, var frumsýnd á miðvikudag og fær meðal annars fjórar stjörnur hér í Fréttatímanum. Brátt lítur önnur íslensk glæpamynd dagsins ljós en það er Svartur á leik eftir samnefndri bók Stefáns Mána. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá mynd, sem er meðal annars með þeim Jóhannesi Hauki og Maríu Birtu í aðalhlutverkum. Ljóst er að sú mynd þarf að vera ansi góð til að standast samanburð við Borgríki Ólafs. Þ rjátíu einstökum eintökum af væntanlegri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Málverkinu, var dreift í þessari viku. Opinber útgáfu- dagur á bók Ólafs er í byrjun nóvember en eintökin þrjátíu, sem hafa borist frá útgefanda hans, Vöku- Helgafelli, til þeirra sem fjalla um bækur, eru sérstaklega sérprentuð kynningareintök. Það sem gerir þessi eintök einstök er að eftir að þau voru prentuð ákvað Ólafur að breyta um nafn á annarri aðalpersónu verksins. Fyrir vikið urðu til eintök af Málverkinu sem eru frábrugðin öllum þeim þúsundum sem koma í bókabúðir í næsta mánuði. Ástæðan fyrir nafnabreytingunni er, samkvæmt heimildum Fréttatímans, sú að sögupersóna Ólafs á sér fyrirmynd í veruleikanum. Vildi hann forðast oftúlkun á þeim tengslum og skilja eins vel og kostur er á milli veruleika og skáldskapar. Fyrirmyndin er sögð ensk yfirstéttarkona sem bjó í Toskana og hélt dagbók meðan stríðið geisaði þar. Ólafur Jóhann mun hafa breytt nafninu úr Íris Orsini í Alice Orsini í endanlegri útgáfu Málverks- ins. Útgefandi Ólafs hafði reynd- ar vaðið fyrir neðan sig þegar kynningareintökin voru send út og lét fylgja með orðsend- ingu um að þau hefðu verið prentuð áður en lokapróförk var lesin. Því mætti ekki vitna í textann á prenti nema bera hann fyrst saman við endan- lega gerð bókarinnar. Má hiklaust gera ráð fyrir að safnarar muni sýna þessum þrjátíu eintökum af Málverk- inu sérstakan áhuga.  Bókaútgáfa Breytingar á Bók ólafs Jóhanns Þrjátíu einstök eintök Forseti hvítnaði í Frankfurt Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, hélt ræðu við opnun Bóka- messunnar í Frankfurt á þriðjudaginn þar sem Ísland er í öndvegi. Westerwelle fór mikinn og talaði meðal annars um mikilvægi þess að Íslendingar kæmu inn í Evrópusambandið þar sem það væri ekki gott að einangrast. Mæltist ræðan vel fyrir hjá flestum en eftir því var þó tekið að einn maður á fremsta bekk hvítnaði í framan undir ræðu þýska utanríkisráðherrans. Það var forsetinn, Ólafur Ragnar Gríms- son, sem er eins og flestir vita hatrammur andstæðingur þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Ólafur Jóhann breytti nafni á annarri aðalpersónu Málverksins til að skerpa á milli skáldskapar og veruleika. Ljósmynd JPV Líklegt er að safnarar muni sýna sérprentuðum kynningareintökum af nýrri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar mikinn áhuga. Kynningareintökin eru örlítið frábrugðin en þó á veigamikinn hátt lokaútgáfu bókarinnar sem kemur út í byrjun næsta mánaðar. Frá söguslóðum Málverksins, búgarðinum La Foce í Toskana á Ítalíu. Þar bjó Iris Ogio sem er fyrirmynd einnar aðalpersónu bókarinnar. Sleppum öllum málalengingum og komum okkur beint að kjarna málsins: Borgríki Ólafs Jóhannessonar er ferlega flott og grjóthörð glæpamynd sem hlýtur að setja ný viðmið þegar íslenskir krimmar eru annars vegar. Hún er fantavel leikin, skemmtilega tekin og eitursvöl í útliti og áferð. Ekki spillir heldur fyrir að sagan stendur nærri raunveru- leika íslenskra undirheima þótt vitaskuld sé stundum skellt aðeins á skeið í sögunni til þess að ná upp meiri krafti og spennu. Ofbeldið í myndinni er gróft en sett fram af smekkvísi þannig að fáum ætti að ofbjóða og slagsmálaatriðin eru frábærlega útfærð af Mjölnismönnum. Ólafur er góð og ljúf sál, eins og fyrri myndir hans bera glöggt vitni, og hann býður því vitaskuld ekki upp á innantóman hasar og djöfulgang. Segja má að myndin hverfist um þrjá kjarna; Serbann Sergej, lögreglukonuna Andreu og glæpaforingjann Gunnar. Ekkert þeirra er beinlínis fyrirmyndafólk en samt er óhjákvæmilegt að finna til með þeim, sem og flestum sem í kringum þau eru. Hópum í kringum þremenningana lýstur saman af fullri hörku þegar eiginkona Sergejs missir fóstur í árás íslenskra hand- rukkara á vegum Gunnars. Sergej smalar saman harðsnúnum löndum sínum og ræðst til atlögu við óvininn og Andrea og félagar hennar í lögreglunni lenda á milli steins og sleggju í glæpastríðinu. Það er ekki heiglum hent að segja sögur af jafn mörgum persónum í bíómynd og flétta þær saman svo vel sé en Ólafi tekst þetta býsna vel. Hann er að vísu ekkert að finna upp hjólið og notar frásagnarmáta sem Tarantino beitti í Reservoir Dogs. Klárlega sniðugasta lausnin á þessu skemmtilega vandamáli. Hér er ekki pláss til að ausa alla leikara myndarinnar lofi en hópurinn er ótrúlega góður. Ingvar E. Sigurðsson klikkar ekki frekar en fyrri daginn í hlutverki Gunnars, Ágústa Eva er dásamleg sem Andrea og sveiflast sannfærandi frá því að vera ást- fangið krútt yfir í hefndaróða konu. Þáttur Sigurðar Sigurjónssonar er sérkapítuli út af fyrir sig en hann er frábær í hlutverki spillts yfirmanns fíknó. Stjarna myndarinnar er þó að öllum ólöstuðum Zlatko Krickic sem fer hamförum í hlutverki Sergejs. Maður á vart til orð til að lýsa því snilldarjafnvægi sem hann finnur á milli mýktar og hörkunnar sex. Magnaður gaur! Og alveg hreint mögnuð mynd! Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  Bíódómur Borgríki Harðsoðið undirheimadrama Verð 32.750 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Withings WiFi vogin • Fyrir allt að 8 notendur • Skynjar hver notandinn er • Skráir þyngd, fituhlutfall og vöðvamassa • Þráðlaus samskipti við tölvu og snjallsíma • Fæst í hvítum lit eða svörtum Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 66 dægurmál Helgin 14.-16. október 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.