Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Page 26

Fréttatíminn - 02.03.2012, Page 26
M yndlistarmaðurinn Rúrí hefur með verkum sínum hreyft við fólki og fengið það til að taka afstöðu til margvíslegra mála sem hverfast um tengsl mannsins, jarðar- innar og alheimsins; um tilveru mann- kyns og óravíddir alheimsins, segir í kynningu Listasafns Íslands en yfirlits- sýning á verkum hennar verður opnuð í safninu í dag, föstudag. Rúrí er einn helsti gjörningalistamaður þjóðarinnar, myndhöggvari sem vinnur út frá for- sendum hugmyndalistarinnar. Verk hennar í formi gjörningalistar, inn- setninga, bókverka, rafrænna miðla og höggmynda hafa oft kallað á sterk við- brögð þar sem í þeim hefur falist snörp ádeila á samfélagið. Mölvaði Mercedes-Benz „Vissulega er ég pólitísk en það er póli- tík í víðum skilningi, allt sem við kemur mannlegu samfélagi,“ segir Rúrí. „Ég held að það sé hlutverk listarinnar að tendra athyglina.“ Aðspurð um for- gengileika gjörninganna segir hún þá vera eins og fjölskyldualbúmið. „Hvern- ig minnist maður brúðkaups eða fyrsta barnsins? Er það ekki með ljósmyndum eða vídeói? Það er hefð fyrir því að ljós- mynda eða vídeótaka gjörninga. Þetta er mjög klassískt form og hefur verið svo í áratugi.“ Dirfska Rúríar sem tilraunalista- manns hefur birst í áhrifamiklum gjörn- ingum. Eftir að hafa brotið með sleggju og haka gullna Mercedes-Benz bifreið á Lækjartorgi í ársbyrjun 1974 stimpl- aði hún sig ekki aðeins inn sem einn athyglisverðasti gjörningalistamaður okkar, segir í kynningu Listasafnsins, heldur hóf á loft kyndil pólitískrar listar með því að færa hana í ísmeygilegan búning og ögraði með því hlutadýrkun samtímans, efnhagslegri undirstöðu og erkitákni vestræns samfélags. „Það er fyndið en um leið sorglegt hvað þetta virðist enn eiga við,“ segir Rúrí um þann gyllta gjörning, „en það var engin tilviljun að ég valdi Mercedes-Benz lúxusmódel.“ Hápólitískir gjörningar Rúrí hefur skilgreint náttúruna og óendanleikan með nýjum hætti með hverfulum verkum. Regnbogi I, 1983, himinhá bambusstöng með marglitum línfána í ljósum logum var festur á filmu sem helgileikur, tileinkaður lífi og náttúru. Verkið Archive – Endangered Waters, sem var til sýnis á Feneyja- tvíæringnum árið 2003, vakti mikla athygli. Í því járnvirki voru 52 gegnsæj- Það var engin til- viljun að ég valdi Merce- des Benz lúxusmódel. Hlutverk listarinnar er að tendra athyglina Gyllti Benzinn barinn á Lækjar- torgi árið 1974. „Það er fyndið en um leið sorglegt hvað þetta virðist enn eiga við,“ segir Rúrí. Rúrí, einn helsti gjörn- ingalistamaður þjóðarinnar. Yfirlitssýning á verkum hennar verður opnuð í dag, föstudag, í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Ljósmynd Hari ar litskyggnur sem sýndu íslenska fossa sem allir voru í hættu vegna áætlana um virkjanir á hálendi Íslands í þágu stóriðju. Þegar myndirnar voru dregnar út mátti heyra að hver foss hafði sinn ein- staka og ómetanlega hljóm. Yfirlitssýning Rúríar í Listasafni Ís- lands stendur til 6. maí. Þar gefur að líta öll helstu verk hennar auk mynda af mörgum þekktustu gjörningum hennar, um 100 verk, bæði stór og smá. „Þetta eru þekktir gjörningar,“ segir Rúrí, „en líka gjörningar sem aldrei hafa sést hér á landi.“ Á sýningartímanum mun Rúrí fremja gjörninginn Vocal IV en sá við- burður verður auglýstur sérstaklega. Í tengslum við sýninguna er jafnframt efnt til viðamikillar fræðsludagskrár með fjölbreyttu efni í mars, apríl og maí. Þá hefur verið stofnað til samstarfs við norræna listamenn sem koma munu að dagskránni. Sýningin teygir sig út fyrir veggi listasafnsins og verður hluti hennar í Kubbnum, sýningarsal Listahá- skóla Íslands í Laugarnesi. Sá hluti sýningarinnar verður opnaður 9. mars en þar flytur Ragna Sigurðardóttir erindi um listamanninn. Vegleg bók, yfirlitsrit um verk Rúríar, kom nýlega út. Hún er 208 blaðsíður og skreytt 296 ljósmyndum. Bókin er meðal annars um heimspekileg málefni, hug- tök sem listamaðurinn notar sjálfur til að lýsa undirrót verka sinna. Höfundar eru Laufey Helgadóttir, Dorothea van der Koelen, Halldór Runólfsson, Gunnar. J. Árnason og Christian Schoen sem jafn- framt er ritstjóri. Yfirlitssýning á verkum Rúríar verður opnuð í dag, föstudag, í Listasafni Íslands. Hún er einn helsti gjörningalistamaður þjóðarinnar og hefur oft kallað fram sterk viðbrögð. Vissulega er ég pólitísk, segir hún, en það er pólitík í víðum skilningi; allt sem við kemur mannlegu samfélagi. Jónas Haraldsson kynnti sér sýninguna, nýtt yfirlitsrit um Rúrí og heyrði í listamanninum. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is 24 viðtal Helgin 2.-4. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.