Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 50
48 bíó Helgin 2.-4. mars 2012  Árni SamúelSSon Bíókóngur í 30 Ár Árni Samúelsson og fjölskylda fagna því í dag að 30 ár eru liðin frá því þau komu frá Keflavík og opnuðu Bíóhöllina við Álfabakka. Árni lagði mikið upp úr því að fá nýjar stórmyndir til lands- ins fljótt og örugglega en fyrir hans tíð þótti Íslendingum ekkert tiltökumál að bíða í eitt, tvö eða jafnvel þrjú ár eftir að fá að sjá myndir í bíó. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Breytti bíómenningunni  FrumSýndar Allt á einum stað! Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Vertu í stöðugu sambandi við vinina í gegnum Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðla með Lumia 800. Kynntu þér málið í næstu verslun okkar eða á vodafone.is Þ etta er búinn að vera ótrúlegur tími og alveg merkilegt hvað þetta er fljótt að líða,“ segir Árni Samúelsson. „Þetta hefur verið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur enda er þetta lifandi og skemmti- legur bransi og ég myndi ekki vilja skipta á þessu starfi og neinu öðru. Ég hef kynnst svo mörgu fólki alls staðar að úr heiminum. Bæði þeim sem selja okkur myndir og eins þeim sem kaupa af okkur, fólki hjá stóru stúdíóunum og bara allri Hollywood eins og hún leggur sig. Þegar maður er búinn að vera í þessu jafn lengi og ég er nafn manns nú komið víða á blað úti.“ Árni og eiginkona hans, Guðný Björns- dóttir, voru með margvíslegan rekstur í Keflavík og ráku meðal annars bíóið þar. Afi Guðnýjar byggði það árið 1945 og hjónin tóku við rekstri þess 1967. Þeim þótti bíóreksturinn alltaf skemmtilegastur og hugurinn stóð til höfuðborgarinnar og sá draumur rættist 1982 þegar Bíóhöllin opnaði. „Þetta var nú dálítið erfiður róður og það átti nú ekkert að hleypa mér inn á markaðinn. Það voru mikill hamagangur og slagsmál við að halda mér frá.“ Heimsfrumsýningar á Íslandi voru óþekkt fyrirbæri áður en Árni kom til sögunnar. „Þær eru eitt af því sem við komum á hérna,“ segir Árni rólegur en stoltið leynir sér þó ekki. „Þeg- ar ég náði tökum á óháða markaðnum var hann oft með sterkar myndir og þá náðum við að semja við framleiðendurna um að við fengjum stundum að sýna þessar myndir fljótlega á eftir Ameríku. Þetta var strax 1982 en áður fyrr þurfti fólk að bíða eftir þessum myndum í tvö til þrjú ár. Við fengum líka heimsfrumsýningar og Evrópufrumsýningar í gegn strax í árdaga Bíóhallarinnar. Ég gætti þess að vera mjög sýnilegur í Los Angeles á þessum tíma en þessi bransi byggir allur á tengingum við rétta fólkið. Við fengum svo alltaf meira og meira út úr þessu eftir því sem persónulegu tengingarnar styrktust. Nú fer ég þarna út fimm sinnum ári. Við höfum aðsetur í LA og eigum marga kunningja í bransanum þar.“ Bíóveldi Árna hefur vaxið jafnt og þétt á þessum þremur áratugum og nýtt flagg- skip fjölskyldufyrirtækisins er hið glæsilega bíó í Egilshöll. Árni hefur því fulla ástæðu til að fagna á þessum tímamótum og heldur ótrauður áfram veginn og horfir björtum augum til framtíðar. „Við skulum vona að þetta haldist innan fjölskyldunnar í það minnsta næstu þrjátíu árin.“ Þetta var nú dálítið erfiður róður og það átti nú ekkert að hleypa mér inn á markaðinn. Árni fyrir framan Bíóhöllina þar sem hann nam land fyrir þrjátíu árum og umbylti íslenskri bíó- menningu. Opnunarmynd Bíóhallarinnar var Being There þar sem segja má að Peter Sellers hafi sungið sinn svanasöng með stór- leik í hlutverki garðyrkjumanns- ins Chance the Gardener eða Chauncey Gardiner. Myndin, sem er frá árinu 1979, var gerð eftir skáldsögu Jerzy Kosinski og fjallaði um garðyrkjumanninn Chance sem hafði alla vitnsekju sína um lífið úr sjónvarpinu og fór ekki út fyrir veggi heimilis síns fyrr en á gamals aldri eftir að vinnuveitandi hans lést. Úti í hinum stóra heimi er sjónvarpssérvitringnum tekið sem miklum og djúphyggnum spekingi. „Þetta er mynd sem maður heldur alltaf mikið upp á. Hún gekk hjá okkur samfleytt í eitt og hálft ár og slíkt hefur ekki gerst aftur á Íslandi, hvorki fyrr né síðar,“ segir Árni. „Um 50.000 manns sáu myndina á sínum tíma og maður skildi bara ekkert í því hversu lengi hún gekk. Á þessum árum var bara keypt eitt eintak af hverri mynd til landsins og þetta „print“ var gjörsamlega búið þegar sýningum loks lauk. Filman var bara handónýt.“ Fram í sviðsljósið Daniel Radcliffe, sem vinnur nú að því hörðum höndum að skilja sig frá Harry Potter sem hann lék í átta myndum, fer með aðalhlutverkið í spennuhrollinum The Woman in Black. Lífið hefur farið heldur óblíðum höndum um unga manninn Arthur. Eiginkona hans lést af barnsförum fyrir fjórum árum og hann hefur glímt við sorgina samhliða uppeldi dóttur sinnar á kostnað starfsframans. Þegar Arthur kemur í litla þorpið þar sem kona hans bjó kemur strax í ljós að íbúarnir þar vilja ekkert með hann hafa og óska þess heitast að hann láti sig hverfa til sinna heima sem allra fyrst. Þeir eru hræddir um að koma hans muni bara gera illt verra, en sagan segir að hin látna gangi nú aftur og hrelli íbúana. Og Arthur á svo sannarlega eftir að komast að því að draugur konunnar í svörtu er á sveimi í húsinu þar sem hún bjó og mun ekki finna neinn frið fyrr en hún hefur náð fram vilja sínum. Aðrir miðlar: Imdb: 7.0, Rotten Tomatoes: 64%, Metacritic: 62% Potter litli verður stór  Bíódómur Svartur Á leik Velkomin í frumskóginn S leppum öllu kjaftæði. Svartur á leik er þétt, hrá, smart, ljót, hröð, á köflum hrollvekjandi en alltaf sannfærandi þeysireið um ógeðslega undirheima Reykjavíkur þar sem allt löðrar í dópi, búsi, of- beldi, sukki og kynsvalli. Húmor- inn er þó aldrei langt undan þannig að heildarpakkinn er grjótharður krimmi í efsta gæðaflokki og ein besta íslenska myndin sem komið hefur í bíó um árabil. Handrit myndarinnar er hag- anlega unnið upp úr samnefndri glæpasögu Stefáns Mána frá árinu 2004 þar sem hann lýsir uppgangi fauta, sikkópata og vitleysinga í fíkni- efnaheiminum í kringum aldamótin. Hið margtuggna minni um sveita- manninn, sem nær ekki fótfestu á mölinni, gengur hér aftur í Stebba Psycho, ungum Ólafsvíkingi sem endar í slagtogi með sveitunga sín- um, ofbeldisgroddanum Tóta. Þeir tveir þurfa síðan að stíga krappan og stórhættulegan dans við siðvill- inginn Brúnó sem kemur hertur úr eldi undirheima Köben til landsins og hleypir öllu í bál og brand. Og eins og alltaf er enginn annars bróðir í leik sem þessum. Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson hefur föst og góð tök á öllu heila klabbinu, efniviðnum, flottum sögu- heiminum og ekki síst leikurunum sem eru hver öðrum betri. Svartur á leik er einhver jafnbest leikna ís- lenska myndin sem maður man eftir í fljótu bragði. Jóhannes Haukur Jóhannesson glansar í hlutverki Tóta, Þorvald- ur Davíð sveiflar sér örugglega á milli þess góða og illa sem togast á í Stebba en Damon Younger er, að öðrum ólöstuðum, aðalgæi myndar- innar. Hann er hreint út sagt frábær Brúnó og skilar svo ógeðslegum sikkópata með slíkum ísköldum glæsibrag að annað eins illmenni hef- ur ekki sést í íslensku bíói. Frammi- staða á heimsmælikvarða! Vignir Rafn Valþórsson er stór- góður, María Birta er sjúkt sjarmer- andi, funheit og laus við alla tilgerð í hlutverki aðalgellunnar, Dagnýar, og ekki má gleyma Agli Einarssyni sem kemur verulega á óvart og sýnir góða takta í hlutverki vöðvatröllsins og kókhaussins Sæbba K. Vel valin og hörð tónlistin fléttast óaðfinnanlega saman við allt ofbeld- ið, nektina, hraðann, kynsvallið og geðbilunina í sannfærandi mynd af því sem gengur á í myrkustu kim- um mannheima á meðan góðborg- arar horfa á Kastljós í sjónvarpinu og liggja á meltunni í öryggi heimilisins. Fjórar grjótharðar stjörnur á Svartur á leik. Þórarinn Þórarinsson 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.