Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 02.03.2012, Blaðsíða 52
Helgin 2.-4. mars 201250 tíska Gestapistla- höfundur vikunnar er Magna Rún Rúnarsdóttir 5 dagar dress Gleðikonufatnaður frá Brasilíu fyllti fataskápinn Þorbjörg Marinós- dóttir, eða Tobba Marinós eins og lands- menn þekkjum hana best, segist vera mikill útivistafíkill og matar- unnandi. Hún er orðin 27 ára gömul og vinnur sem kynningarfulltrúi Skás eins um þessar mundir. „Hann er mjög litríkur og fjölbreyttur og ég er alltaf frekar „overdressed“ en „underdressed“,“ svarar Tobba þegar hún er spurð út í stílinn sinn. „Hælaskór er algjört lykilatriði hjá mér en þar sem ég var að flytja í 101 þarf ég að fara sætta mig við flatbotna skó til þess að komast á milli staða. Ég reyni helst að versla í fjölbreyttum búðum og blanda saman allskonar stílum. Ég reyni að sleppa við að kaupa föt í H&M og kýs frekar verslanir eins og Kolaportið og Rokk og rósir. Þrisvar á ári verðlauna ég mig þó og kaupi mér dýra flík úr Boss-búðinni í Kringlunni eða einhvers- staðar annarsstaðar. Ása María, vinkona mín úr Versló, er sú manneskja sem hefur haft mestu áhrifin á klæðaval mitt. Þegar ég kom heim eftir dvöl í Brasilíu á unglingsárunum var fataskápurinn minn fullur af litríkum plastfötum sem minnti helst á gleðikonufatnað. Þá benti Ása María mér á að það væri líka allt í lagi að klæðast svörtu og hvítu. En núna í seinni tíð er það fólkið í kringum mig sem gefur mér innblástur í tísku.“ Fimmtudagur Skór: Bata Sokkabuxur: Levante – modeltop Kjóll: H&M í Dúbæ Eyrnalokkar: Pilgrim Hringur: Lindex Úr: Casio Miðvikudagur Húfa: 66 gráður norður Jakki: 66 gráður norður Skór: McKinly frá Ellingsen Pollabuxur: Frá mömmu Ísexi: 66 gráður norður Föstudagur Skór: Bata Sokkabuxur: Forever21 Kjóll: Mango Hálsmen: H&M Hringur: Eign systur minnar Börn í hlutverki fullorðinna Í skólanum er ég að læra um konur endurreisnarinnar, list þeirra, líf og fjölskyldu. Þær fengu engu að ráða og mennirnir þeirra stjórnuðu öllu. Börnin voru álitin fullorðin um leið og þau hættu með bleiuna. Þá voru þau klædd í full- orðinsföt og talað við þau sem fullorðna. Reyndar fengu börnin að eiga leikföng og leika leiki til sjö eða átta ára aldurs en eftir það voru þau send út að vinna. CDFA vill banna notkun módela undir 16 ára aldri á sýningarpöllum. Marc Jacobs, vel þekktur fatahönnuður, segist ætla að nota yngri módel bara alveg eins og honum hentar, og það gerir hann. Fyrir nokkru kom upp mál þar sem 10 ára stelpa sat fyrir hjá franska Vogue. Myndirnar þóttu ekki hæfa, voru taldar of kynferðislegar. Móðir stúlkunnar sem sat fyrir hjá þessu þekkta blaði fannst þó mest sjokkerandi að hálsmenið sem dóttir hennar var látin bera á myndinni var virði þriggja milljóna evra. Sagan virðist vera að endurtaka sig. Aftur erum við farin að klæða börn í fullorðins- föt og láta þau vinna fullorðinsvinnu. Er það þangað sem við viljum fara, er það þannig sem við viljum koma fram við börnin okkar? Snyrtivörufyrirtækið MAC er duglegt við að finna upp á nýjum og fjölbreytilegum snyrtivöru- línum sem ekki fylgja árstíðunum sérstaklega. Í vikunni tilkynnti fyrirtækið að ný lína sé væntanleg næsta haust sem sækir innblástur sinn til gyðjunnar Marilyn Monroe. Kvikmyndastjarnan er ein af dáðustu stjörnum frá upphafi og er löngu tímabært að tileinka henni snyrtivörulínu, að sögn talsmanna fyrirtækisins. Línan mun saman- standa af dökkum augnskuggum, augnblýöntum, nokkrum rauðum varalitum og naglalakki. Línan mun vera framleidd í takmörkuðu magni. Mad Men-förðunarlína frá Estée Lauder Tíska frá fimmta og sjötta áratugnum hefur komið inn af miklum krafti í vetur og má líklega rekja það til vinsælla sjónvarpsþátta á borð við Pan Am og Mad Men. Tísku- og snyrtivörufyrirtæki eru sér fullkomlega meðvituð um þessa tískustrauma og er snyrtivöruhúsið Estée Launder eitt þeirra fyrirtækja sem vilja líta til þessa og hefur nú hannað nýja snyrtivörulínu undir nafninu Mad Men. Förðun þeirra Betty, Joan og Peggy, sem eru helstu kvenpersónur þáttanna, eru fyrirmyndir línunnar sem byggja á skærum kinnalitum, varalitum og augnskuggum. Aðal- hönnuður línunnar, Jane Hertzmark, segist sjá talsverða samsvörun milli Mad Men-þáttanna og stofnanda Estée La- under, sem var einmitt þekkt fyrir flottan og fágaðan stíl á fimmta og sjötta áratugnum. Snyrtivörulína í anda Marilyn Monroe Nýr ilmur frá leikaranum Bruce Willis kom á Banda- ríkjamarkað fyrr í vikunni sem kallast Lovingly by Bruce Willis. Leikarinn hannaði ilminn í samstarfi við LR Health & Beauty Systems sem framleiðir ilminn líkt og hans fyrsta ilm sem kom á markað árið 2010. Lovingly by Bruce Willis er hans fyrsti kvenmanns- ilmur og lyktar eins og grænn sítrusávöxtur og hvítar liljur. Eiginkona kappans, Emma Heming-Willis, var fengin til þess að vera andlit ilmvatnsins og situr hún fyrir í auglýsingaherferðinni og gerir það vel. Willis hannar sinn fyrsta ilm fyrir konur Þriðjudagur Skór: Bata Kjóll: Rokk og Rósir Eyrnalokkar: Pilgrim Hringur: Six Mánudagur Buxur: Miss Selfridge Bolur: Warehouse Skór: Steve Madden Armbond: Markaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.