Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 4
FERÐAGRILL Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 44.900 Er frá Þýskalandi 8.900 19.900 4 Litir Solveig Lára vígslubiskup á Hólum OYSTER PERPETUAL DATEJUST Michelsen_255x50_C_0612.indd 1 01.06.12 07:21 Nýtt greiðslu­ þátttökukerfi lyfja Velferðarráðuneytið undirbýr nú innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi sem hefur það meginmarkmið að verja sjúklinga fyrir háum lyfjakostnaði. Alþingi samþykkti 1. júní breytingar á lögum um sjúkratryggingar og einnig lyfjamál sem kveða á um fyrirkomu­ lag nýja greiðsluþátttökukerfisins. Helstu breytingar sem lögin kveða á um eru, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins, nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja sem ver sjúklinga fyrir háum lyfjakostnaði þar sem sett er þak á hámarksgreiðslur og að allir sem nota lyf fái rafrænan aðgang að lyfja­ sögu sinni í Lyfjagagnagrunni landlæknis. Læknar fá sama aðgang að upplýsingum um lyfjanotkun sjúklinga sinna. Einfaldara fyrir­ komulag verður á umsýslu S-merktra lyfja sem tryggir sama greiðslufyrirkomulag fyrir lyfin hvort sem einstaklingur sem þarfnast þeirra dvelur á sjúkrahúsi, í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. - jh Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöll­ um, tekur við sem vígslubiskup á Hólum. Atkvæði voru talin í síðari umferð kosningar til embættisins á miðvikudag. Tvö voru í kjöri í síðari umferð, Kristján Björnsson, sóknar­ prestur í Vestmannaeyjum, og Solveig Lára. Atkvæði féllu þannig Solveig Lára fékk 96 atkvæði að en Kristján 70. Alls var 181 á kjörskrá, 174 greiddu atkvæði eða 96 %. Þrjú atkvæði voru auð og fimm ógild. Solveig Lára verður vígð í embætti á Hólahátíð í ágúst. Hún tekur við embættinu af Jóni Aðalsteini Baldvinssyni. - jh/Ljósmynd Biskupsstofa Íbúðaverð hækkar Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% í maí, samkvæmt vísitölu íbúða­ verðs á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur hjá Þjóðskrá Íslands. Vísitalan undanfarna 12 mánuði hefur hækkað um 5,3% að nafnverði en staðið í stað að raun­ virði. Umtalsverður munur var í verðþróun á sérbýli annars vegar og fjölbýli hins vegar í maí. Verð íbúða í fjölbýli hækkaði um 1,3% í maí en íbúðir í sérbýli lækkuðu um 2,2% frá mánuðinum á undan. Undanfarið ár hafa íbúðir í fjölbýli hækkað um 5,8% en íbúðir í sérbýli hafa hækkað um 3,8%. Mjög mikil velta var á íbúðamarkaði í maí. Alls voru gerðir 492 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu. Það er mesti fjöldi samninga í einum mánuði síðan í desember 2007. Heildarveltan nam 15 milljörðum króna og er meðalupphæð á hvern kaup­ samning 30,5 milljónir króna. Þetta er mikil aukning frá fyrri mánuði þegar veltan var rúmlega 10 milljarðar króna. - jh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Léttir tiL um nær aLLt Land og HLýnandi veður. HöfuðborgarSvæðið: LéTTSKýJAð ÞEGAr LÍðUr á dAGinn LéttSkýjað víðaSt Hvar og Hægur vindur eða HafgoLa. HöfuðborgarSvæðið: A-GoLA oG SóLrÍKT. FrEMUr HLýTT Smá rigning Hér og þar norðan- og auStantiL. annarS Skýjað með köfLum. Skúrir SíðdegiS SunnanLandS. HöfuðborgarSvæðið: HAFGoLA, SóL AnnAð SLAGið, En ÞUrrT. gott útlit á laugardag Aftur er að hlýna í háloftunum og þá minnka líkur á skúrum og sólin nær að skína í öllu sínu veldi. Jafnframt hlýnar í lofti. á morgun laugardag er spáð blíðuveðri um land allt, en á sunnudag verður meira skýjað á landinu og líklega lítilsháttar væta norðan- og austantil og aftur líkur á síðdegisskúrum á Suður- og Suðausturlandi. Engar verulegar breytingar er að sjá á stóru myndinni eftir helgi. áfram því blítt og fremur stillt veður á landinu. 13 12 14 16 14 15 10 15 16 15 12 10 9 9 11 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  KárahnjúKavirKjun teKist á um greiðslu Fyrir vatnsréttindi Hæstiréttur verður skipaður 7 dómurum Aðalkrafa Landsvirkjunar er að niðurstaða héraðsdóms um 1,6 milljarða króna greiðslu til land­ eigenda verði staðfest en aðalkrafa þeirra er að greiða beri 25 milljarða króna. h æstiréttur verðar skipaður 7 dóm-urum í máli er varða greiðslu til eigenda jarða fyrir heildarvatnsrétt- indi Kárahnjúkavirkjunar en vatnsréttinda- málin verða á dagskrá réttarins 5. október næstkomandi. Þá fer fram málflutningur um kröfur og röksemdir aðila fyrir réttinum. Aðalkrafa Landsvirkjunar fyrir Hæsta- rétti er að dómur Héraðsdóms Austur- lands verði staðfestur. Hann byggði á því að verðmat meirihluta sérstakrar matsnefndar frá ágúst 2007 var staðfest, að greiða ætti 1,6 milljarða króna fyrir heildarvatnsréttindi virkjunarinnar. Landeigendur sættu sig ekki við niðurstöðuna og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Efnislegar kröfur þeirra í málinu fela í sér að héraðsdómi verði hnekkt og að Landsvirkjun greiði tilteknar fjárhæðir vegna vatnsréttinda hverrar jarðar, ásamt vöxtum. Aðalkrafa landeigenda fyrir Hæstarétti miðar við verðmat byggt á 10 prósent prósent af brúttótekjum virkjunar, en það er hæsta prósenta sem komið hefur fram í þekktum leigusamningum um vatnsréttindi á Íslandi. Miðað við forsendur úr matsgerðum um raf- orkuverð, vexti til núvirðingar leigutekna og fleira miðar aðalkrafa við hlutdeild hverrar jarðar af heildarvatnsréttindum að fjárhæð sem nemur um 25 milljörðum króna. Vara- krafa miðar við 5 prósent af brúttótekjum, í samræmi við niðurstöðu matsgerðar Ragn- ars Árnasonar og Birgis Runólfssonar, eða 12,5 milljarða króna. Fyrir liggja varakröfur, byggðar á sömu matsgerð, um verðmat á vatnsréttindum, um 6 til 8 milljarðar króna eftir því við hvaða tíma er miðað. Lægsta varakrafa byggist á matsgerð Björns Þorra og Dan Wium en þeir skiluðu verðmati um vatnsréttindin að fjár- hæð um 4 milljarða króna. Ákvörðun Hæstaréttar um 7 dómara bygg- ir jafnan á tilliti til þess að um mikla hags- muni sé að tefla í málum og/eða að mál geti haft almenna þýðingu um réttarframkvæmd á tilteknu sviði. Að mati hæstaréttarlög- mannanna Hilmars Guðlaugssonar og Jóns Jónssonar hjá Sókn lögmannsstofu, sem fer með mál landeigenda, má ætla að ákvörðun Hæstaréttar um fjölda dómara taki nokkuð mið af því að rétturinn er í fyrsta skipti að fjalla um beitingu eignarnámsreglna vegna vatnsréttinda í tengslum við virkjunarfram- kvæmdir. jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Má ætla að ákvörðun Hæstaréttar um fjölda dómara taki nokkuð mið af því að réttur- inn er í fyrsta skipti að fjalla um beitingu eignarnáms- reglna vegna vatnsréttinda í tengslum við virkjunarfram- kvæmdir. Kárahjúkavirkjun. Tekist er á um greiðslu fyrir vatnsréttindi virkjunarinnar. Ljósmynd/Landsvirkjun 4 fréttir Helgin 22.-24. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.