Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 11

Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 11
 Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is ÞAÐ ERU JÁKVÆÐ TEIKN Á LOFTI Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI B örn innflytjenda eða atvinnulausra búa við mestu fátæktina á Íslandi, samkvæmt nýlegri skýrslu UNI- CEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Börn foreldra með litla menntun og börn innflytjenda eru fjórum sinnum líklegri en önnur til að líða skort samkvæmt mæling- unni og börn einstæðra foreldra fimm sinnum líklegri. Innan við eitt prósent íslenskra barna býr við efnislegan skort og búa börn á Íslandi við minnsta skortinn af þeim 29 ríkjum sem mæld voru. Mikill munur er þó milli og innan ákveðinna hópa í ís- lensku samfélagi. Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi hjá hjálparstarfi kirkjunnar, segir að þeir hópar sem þurfi hvað mest á stuðningi að halda séu fyrst og fremst barnafjölskyldur og þá einna helst einstæðar mæður af erlendum uppruna. „Þær hafa oft lítið net í kringum sig og vinna á lægstu laununum,“ segir Vilborg. Hún segir að eitt það sem er hvað mest áberandi er að foreldrar hafi margir hverjir ekki ráð á því að fjölskyldan geri hluti saman og börn þessara foreldra upplifi því minna með foreldrum sínum en önnur börn. „Fólk hefur ekki efni á að fara í Húsdýragarðinn saman, svo ég nefni dæmi, eða í bíó. Það skiptir miklu máli að geta upplifað eitthvað með mömmu og pabba sem börn geta síðan deilt með vinum sínum og bekkjar- félögum. Það getur verið erfitt fyrir börn að koma í skólann aftur eftir sumarfrí þegar kennarinn spyr bekkinn hvað þau hafi nú gert skemmtilegt í sumar. Sum þeirra gátu til að mynda ekki fengið að fara á sumarnámskeið því það var of dýrt,“ segir Vilborg. Hún segir að ástandið hjá sumum fjölskyldum sé þannig að um leið og kaupa þurfi eitthvað aukalega fyrir börnin, til að mynda hjól, verði einfaldlega að taka það af matarpeningum fjölskyldunnar. „Dæmi eru um að fólk eigi hrein- lega ekki fyrir mat en við sjáum jafnframt að fólk lætur börnin sín ganga fyrir. Félagsleg fátækt getur haft alvarlegar afleiðingar og mun hafa meiri langtímaáhrif en við gerum okkur grein fyrir,“ segir Vilborg. Fimm hópar standa verst Rauði krossinn tekur annað hvert ár saman skýrslu um hvaða hópar í samfélaginu standa höllum fæti. Síðast var skýrslan, sem nefnist „Hvar þrengir að“ gerð árið 2010. Í henni kemur fram að fimm hópar standa verst í íslensku samfélagi: atvinnuleitendur, barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar, innflytjend- ur, öryrkjar og börn og ungt fólk sem skortir tækifæri. Þar segir að ástæður þess að atvinnuleitendur standa höllum fæti séu einna helst þær að þeir eiga erfitt með að standa undir lágmarksútgjöldum og óvissan á vinnumarkaði geri það að verkum að þeir vita ekki hversu lengi þeir þurfa að „redda sér“, líkt og fram kemur í skýrslunni. Þar af leiðir að andlegt ástand og félagsleg staða þeirra versnar. „Afleiðingar atvinnuleysis á andlega og líkam- lega líðan fólks geta verið marg- víslegar. Atvinnuleysi getur leitt til brostinnar sjálfsmyndar, minna sjálfstrausts, aðgerðaleysis og Framhald á næstu opnu  GuðBjartur Hannesson velferðarráðHerra Þurfum að fylgjast með börnum innflytjenda Í samtali við Fréttatímann segir Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra eftirfarandi um skýrslu UNICEF og fátækt á Íslandi: „Almennt eru niðurstöðurnar frábærlega góðar en varðandi þá hópa þar sem við erum ekki í efsta sæti má auðvitað gera betur. Ráðuneytið hefur verið vakandi yfir aðstæðum einmitt þessara barna og velferðarvaktin hefur fylgst með þessum hópum sér- staklega og bent á að stjórnvöld þurfi að koma betur til móts við aðstæður þeirra. Ég bendi samt á að ef við skoð- um stöðu þessara hópa á Íslandi í samanburði við hinar Evrópu- þjóðirnar sem skýrsla UNICEF tekur til, þá er staðan þeirra betri hér en víðast annars staðar. Staða barna einstæðra foreldra er þriðja best á eftir Noregi og Svíþjóð, staða barna foreldra með litla menntun er önnur best hér á landi á eftir Finnlandi, við erum í fjórða sæti þegar fátækt er mæld meðal barna foreldra sem eru án atvinnu á eftir Svíum, Bretum og Norðmönnum og sömuleiðis í fjórða sæti þegar mæld er fátækt barna innflytjenda, á eftir Sví- þjóð, Írlandi og Noregi. Það skiptir miklu máli hve vel okkur hefur tekist að verjast atvinnuleysi, því það segir sig sjálft að þegar hvorugt foreldrið hefur atvinnutekjur er staðan þröng. Þess má einnig geta að at- vinnuþátttaka er hvergi í Evrópu meiri en á Íslandi og það hjálpar okkur. Eins voru atvinnuleysis- bætur hækkaðar fljótlega eftir hrun. Við stefnum að því að taka upp nýtt húsnæðisbótakerfi, það mun koma tekjulágum vel en markmiðið er að jafna opinberan stuðning hvort sem fólk býr í eig- in húsnæði eða leiguhúsnæði. Við vinnum að því hörðum höndum að endurskoða almannatrygg- ingakerfið, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að taka upp nýtt kerfi barnatrygginga eða að bæta barnabótakerfið. Þessar aðgerðir munu að einhverju leyti gagnast börnum innflytjenda, en við þurfum greinilega að fylgjast mjög vel með þeim og sjá hvernig við getum bætt stöðu innflytj- endafjölskyldna sem sest hafa að hér á landi. Stjórnvöld hafa frá hruni lagt áherslu á að verja lágtekju- og millitekjufólk fyrir áhrifum kreppunnar og það hefur skilað miklum árangri. Þetta sést meðal annars á því að árin 2008-2010 rýrnuðu kjör lágtekjufólks um 9 prósent á móti 38 prósenta rýrnun hjá hæsta tekjuhópnum. Þær aðgerðir stjórnvalda sem helst hafa varið kjör lægri tekju- hópa fólust einkum í hækkun lágmarksframfærslutryggingu almannatrygginga og hækkun vaxtabóta og atvinnuleysisbóta, jafnframt því sem skattbyrði fólks í millitekju- og lágtekjuhópum var lækkuð meðan hún var aukin hjá fólki í hærri tekjuhópunum. Ég er afar ánægður með þessa könnun UNICEF á barnafátækt. Það er ómetanlegt fyrir stjórn- völd að fá svona vandaðar upp- lýsingar og þær hjálpa okkur við að taka réttar ákvarðanir til að bæta stöðu þeirra sem helst þurfa þess með.“ fréttaskýring 11 Helgin 22.-24. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.