Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 18
Byggðu þig upp og stefndu hátt! Taktu Build-up súpur með í fjallgönguna í sumar Build-up súpurnar eru fljótlegar, ljúffengar og næringarríkar. Þær innihalda prótein og trefjar og eru ríkar af vítamínum og steinefnum. E nglendingar eru vanalega búnir að vinna stórmót í fótbolta í huganum áður en þau hefjast. Fyrir vikið eru vonbrigðin ávallt mikil þegar lið þeirra veldur vonbrigðum og er slegið snemma úr keppni. Eða, sú var tíðin. Aldrei þessu vant voru litlar væntingar bundnar við liðið fyrir EM sem nú stendur yfir í Póllandi og Úk- raínu. Og þá, öllum að óvörum, mættu enskir vel stemmdir til leiks og þykja nú til alls líklegir á mótinu. „Við skul- um átta okkur á því að England gæti verið að fara að vinna þetta mót,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í EM-stofu Ríkis- sjónvarpsins í tengslum við leik liðsins gegn Úkraínu. England bar sigur úr býtum í D riðli EM. Englendingar sigruðu Úkraínu- menn og Svía og gerðu jafntefli við Frakka. Besti maður liðsins hefur án vafa verið fyrirliðinn Steven Gerrard. Miðjumaðurinn góðkunni hefur drif- ið sína menn áfram með kraftinum sem margir kannast við úr leikjum hans með Liverpool. Þar að auki hefur Gerrard lagt upp þrjú af fimm mörkum liðsins til þessa. Fyrsta stoðsendingin skilaði stigi gegn Frökkum, næst hitti sending hans á koll tröllsins Andy Carroll í leiknum gegn Svíum og sú þriðja tryggði að Wayne Rooney komst á bragðið í sínum fyrsta leik í mótinu. Lukkan með í liði „Við ætluðum að vinna riðilinn. Enginn hafði trú á okkur í byrjun. Við erum að komast í gang á réttum tíma,“ sagði Gerrard í viðtali eftir leikinn við Úkra- ínumenn. Athygli vakti að heppnin var með liðinu þegar Úkraínumenn komu boltanum inn fyrir marklínu en dómarinn dæmdi ekki mark. „Maður kemst ekki langt í svona keppni án smá heppni. Við skulum vona að lukk- an verði áfram með okkur í liði,“ segir Gerrard. Breskir blaðamenn halda vart vatni yfir frammistöðu fyrirliðans. „Gerr- ard hefur verið frábær hér í sumar,“ skrifar Martin Samuel hjá Daily Mail sem telur að Gerrard hafi of oft valdið vonbrigðum með landsliðinu. Ástæðan hafi kannski verið of miklar væntingar. „Roy Hodgson á heiður skilinn fyrir að umbreyta honum. Hann er orðinn fyrirliði og honum er treyst til að spila á miðri miðjunni, vítateiga á milli án þess að gleyma varnarskyldunum. Þar nýtur hann sín.“ Naut loks trausts Það er vel þekkt að Steven Gerrard hefur ekki alltaf fengið að spila sína eftirlætis stöðu með enska landsliðinu. Hann og Frank Lampard þóttu ekki geta leikið saman á miðjunni, til þess þykja þeir of sókndjarfir báðir tveir. Gerrard hefur oft verið látinn spila úti á kanti eða með afar varnarsinnaða miðjumenn fyrir aftan sig. Nú þeg- ar honum er sýnt traust á miðri miðj- unni blómstrar hann. Gerrard var sem kunnugt er skipaður fyrirliði Englands þeg- ar Roy Hodgson tók við liðinu á dögunum. Undir stjórn Capello fékk hann aðeins að bera bandið þegar John Terry og Rio Ferdinand forfölluðust en nú er hann óumdeilanlega aðalmaður- inn. Og það hlutverk þekkir hann vel eftir að hafa borið lið Liverpool á herðunum síðasta áratuginn. Hversu langt fer enska liðið? Stóra spurningin er hversu langt Englendingar geta komist á EM undir stjórn hins nýja þjálfara? Á sunnudagskvöldið mæta þeir Ítöl- um í átta liða úrslitum. Hvorugt liðið hefur leikið leiftrandi knatt- spyrnu eða skemmt áhorfendum að ráði til þessa með tilþrifum. Ólíklegt verður að teljast að það breytist í þeim leik enda er mikið í húfi. Sigurvegarinn mætir að lík- indum Þjóðverjum í undanúrslit- um – það er ef þeim þýsku tekst að leggja gríska liðið. Það hefur unnið með Englend- ingum til þessa að enginn bjóst við neinu af þeim. Meira að segja Hodg- son viðurkenndi að það hefði að ein- hverju leyti komið honum á óvart að liðið komst upp úr riðlinum. Velgengni liðsins veltur nokkuð á því hvernig stjörnur þess standa sig. Heldur Terry vörninni áfram jafn þéttri og til þessa? Heldur Rooney áfram að skora? Og mun hinn endur- fæddi leikmaður sem ber númer 4 á bakinu halda áfram að blómstra? Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Það hefur unnið með Englend- ingum til þessa að enginn bjóst við neinu af þeim. Loksins kom að Gerrard Englendingar mæta Ítölum í síðasta leik fjórðungsúrslitanna á EM á sunnudag. Englendingar hafa komið flestum á óvart með árangri sínum til þessa og maðurinn á bakvið velgengnina er Steven Gerrard. Fyrirliðinn hefur lagt upp þrjú af fimm mörkum liðsins og virðist loks ætla að sýna sitt allra besta með landsliðinu. Fyrirliðinn slakar á í lauginni. Steven Gerrard hefur verið maður leiksins í öllum viðureignum Englendinga á EM til þessa að mati þjálfarans, Roy Hodgsons. Mynd/ Nordicphotos/Getty Um Gerrard Aldur: 32 ára Hjúskaparstaða: Kvæntur tískublaðamanninum Alex Curran og saman eiga þau þrjár dætur. Leikir/mörk: 581/149 Landsleikir/mörk: 95/19 18 fótbolti Helgin 22.-24. júní 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.