Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 26
en hann var fimm mínútum áður, þá verður
maður oft undrandi á slíkri hegðun. Fólki
finnst ekkert óeðlilegt við að sjá spyrla í mjög
óeðlilegu ástandi; ofurhressa og ýkta. Það þyk-
ir mjög eðlilegt. Kannski það hafi róandi áhrif
á mann og veki upp viðbrögð að sjá manneskju
umbreytast í einhverja teiknimyndakaraktera
og fara spyrja spurninga sem eru grunnar og
hálf tilgangslausar, búnar til á staðnum af því
þáttarstjórnandinn nennti ekki að vinna fyrir
kaupinu sínu. Það er mjög algengt að spyrlar
skipti um karakter og það er enginn að spá í
það,“ segir hann.
„Ég er bara ekki þessi hressa týpa og það
þurfa ekki allir að vera eins þó svo að það virð-
ist henta þjóðfélaginu best. Ef ég væri í grunn-
skóla í dag veit ég ekki hvaða lyfjum væri búið
að dæla í mig til að lækna sköpunarhæfileik-
ana.“
Býr hjá vinum í Frakklandi
En úti í Frakklandi? Eru fjölmiðlar að velta
karakter þínum fyrir sér þar? „Nei, ekkert.
Þar eru menn öllu vanir. Svo mæta þeir undir-
búnir í 90 prósent tilfella. Einu sinni gekk samt
blaðamaður frá Le Monde út úr viðtali við Lady
& Bird. Við vorum búin að skrifa nákvæmar og
flóknar reglur fyrir blaðamenn sem þeir áttu
að virða áður en viðtalið færi fram. Þessi hafði
ekki lesið reglurnar þannig að hann fékk svör
sem hann botnaði lítið sem ekkert í. Svo mætti
hann aftur nokkrum dögum síðar eftir að hafa
kynnt sér reglurnar og kláraði viðtalið.“
Á þessu sífellda ferðalagi milli Íslands og
Frakklands hefur Barði lært að tala frönsku við
þá sem enskan pirrar mest – þjóna og leigubíl-
stjóra. „Öfugt við flest önnur lönd: Ef þú ferð á
veitingastað í Frakklandi máttu þakka fyrir að
þjónninn vilji afgreiða þig. Þú átt að vera þakk-
látur fyrir að fá að sitja þarna inni og borga
mjög mikið fyrir kaffið og að hann vilji afgreiða
þig. En það eru helst leigubílstjórar og þjónar
sem eru með stæla. Allir hinir eru voða næs,“
segir hann þegar hann talar um tíma sinn ytra.
„Og yngri kynslóðin talar ensku, í það minnsta
reynir það.“
Barði virðist lifa nokkuð sérstöku lífi í Frakk-
landi. Hann á enga íbúð þar og sjaldnast gistir
hann á hótelum. „Ég á bara fullt af vinum. Einu
sinni las ég um það í Séð og Heyrt að ég ætti
íbúð í París. Ég hringdi og spurði hvaðan þeir
hefðu þær heimildir og fékk þau svör að þar
sem ég væri svo mikið þarna héldu þeir að ég
ætti þarna íbúð. Það þótti nóg,“ segir hann og
bætir við. „Ég væri líklega farinn á hausinn ef
ég fengi ekki að gista hjá vinum. Þar sem ég á
unga dóttur á Íslandi reyni ég allt sem ég get
til að koma heim og vera með henni. Stundum
er því miður ekki „budget“ fyrir flugi heim á
10 daga fresti.“
Engar fastar áætlanir
Hann segir einnig að oft geti reynt á að plana
ferðirnar á milli fram í tímann. „Það ræðst
af því hvað ég er að gera. Síðan kannski fer
maður á fund sem kallar á annan fund, eftir
einhvern tíma, sem kallar á eitthvað annað og
síðan vinnur maður að einhverju sem gengur
hægt eða hratt. Þetta er svo abstrakt vinna.
Ég hef ekki hugmynd um hvað það tekur mig
langan tíma að gera eitthvað á meðan flestir
geta farið í vinnuna og séð svona sirka hvert
stefnir.“
Af hverju ræðst það? „Ég veit ekki hvort ég
þarf að endursemja sama lagið tíu sinnum af því
að það er ekki nógu gott eða hvort það kemur
á tveimur tímum? Maður skilar ekki einhverju
sem manni finnst lélegt, það eru aðrir og nógu
margir í þeim bransa. Ég get byrjað á einhverju
á mánudegi og klárað um kvöldið eða ég get
verið búin með það viku síðar. Síðan er ég búin
að plana restina á vikunni og er þá í fimm daga
mínus, sem ég þarf þá að taka af svefni.“
En gengur honum vel? „Gengur þér vel þeg-
ar þú selur mikið? Eða þegar þú ert ánægður
með það sem þú ert búinn að gera? Er það vel-
gengni að selja margar plötur en finnast inni-
hald þeirra lélegt? Eða þegar þér finnst þú gera
gott en selur lítið? Tuttugu til þrjátíu þúsund
getur verið mikið fyrir einn en lítið fyrir annan.
Þetta er allt afstætt. Ég er sáttur við þá tónlist
sem ég hef unnið að hingað til “
Hvaða markmið setur þú þér? „Að gera eitt-
hvað sem mér finnst skemmtilegt og fólk vill
hlusta á. Það sem ég er ánægður með, það
besta sem ég get gert hverju sinni. Yfirleitt
þegar maður setur allt undir eru fleiri sammála
því að útkoman sé góð.“
Bransinn þekkir Barða
En er kippt í þig úti á götu í Frakklandi? „Nei,
það hefur gerst tvisvar, þrisvar. Ég er ekkert
frægur þar, þótt bransinn viti hver ég er, en
það er alltaf fullt á tónleikunum,“ segir hann.
„Þetta er svo stórt land. Í Frakklandi seljast
fimm prósent tónlistar í heiminum. Þýskalandi
fimm prósent og sex í Bretlandi. Þannig að
þetta er stórt. Fólk fattar ekki; bæði almenn-
ingur og bransinn sjálfur, að Bretland er að-
eins einu prósentustigi stærra en Frakkland.
Munurinn er ekki mikill. En það eru meiri læti
í Bretunum. Það er algengt að Frakki, sem
enginn veit um, selji yfir milljón plötur, sem er
meira en margar þekktari hljómsveitir gera.“
Barði hefur ekki verið mikið fyrir „óþarfa
tónleikahald“ eins og hann kallar það og vill
velja vel á hvaða tónleikum hann kemur fram
á. Hann segir að hann hafi ekki verið mikið
fyrir að vera á sviði í byrjun ferilsins, en það
hafi breyst enda hefur sjálfstraustið líka stigið
upp á við með árunum.
Mér leið ömurlega á sviði til að byrja með.
Mér fannst svona fyrstu árin þegar ég stóð
uppi á sviði að ég gæti nú gert miklu betur en
þetta. Mér fannst óþarfi að bæta fleiru lélegu
við. Mér fannst alveg nóg af því fyrir. En núna
finnst mér þetta farið að verða skemmtilegra
og frammistaðan betri. Ég hef alltaf verið hepp-
inn með þá sem eru í bandinu með mér og allt-
af fundist þeir miklu betri en ég.“
Barði er nú kominn til að vera mestan part
sumarsins hér á landi „Mér finnst gott að vera
á Íslandi og reyni að koma með eins mörg verk-
efni hingað heim og ég get.“
Sérðu fyrir þér að þú verðir alltaf í tónlist?
„Ég veit ekki hvort mér endist ævin í að læra
lögfræði og eitthvað annað áhugavert. Mig
langar að gera svo ótrúlega margt, en ég á líka
eftir að klára svo margt og svo er svo margt
sem mig langar að gera í músík. Ég held hrein-
lega að það sé of seint að skipta núna. Svo hefur
ekki gefist mikill tími í að sinna púkanum í
sér upp á síðkastið, ég held að hann þarfnist
aðhlynningar fljótlega!“
Þegar ég fór fyrst til
London, sagði maður
við mig: Heldur þú að þú
getir farið til útlanda og
bókað fundi hjá útgáfu-
fyrirtækjum og fengið
samning? Hann sagði
þetta í hæðnistóni, en
það var nákvæmlega
það sem ég gerði.
Fjölmargir franskir listamenn hafa unnið með Barða og ekkert
lát er á því. Barði stefnir til Frakklands með haustinu, en er þó
sjaldnast lengur en í þrjár vikur þar ytra í einu. Mynd/Jeaneen Lund
26 viðtal Helgin 22.-24. júní 2012