Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 52
44 bækur Helgin 22.-24. júní 2012  RitdómuR Ást í meinum Önnur bókin í Hungurleika- flokknum, Eldar kvikna, hefur slegið í gegn hér á landi. Bókin situr í toppsæti metsölulista bókaútgefenda á tímabilinu 3. - 16. júní. Þá er bókin á toppi kiljulistans. sívinsæliR HunguRleikaR  RitdómuR FóRnaRdauði/dauðadjúp F jórða bókin um heljarmennið Jack Reacher er komin út á forlagi JPV í nákvæmri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar, heitir Fórnardauði og nú er huldumaðurinn á ferð um Nebraska og lendir óvart inn í heimiliserjum í sveit þar sem feðgar ráða lögum og lofum. Hugmyndin er ekki ný, sagan er nánast tekin í heilu lagi úr Lífverðinum eftir Kurusawa: Fyrrum hermaður sem kann vel öll drápsbrögð lendir milli tveggja andstæðra fylkinga. Upphaflega hug- myndin var sótt í Red Har- vest eftir Das- hiell Hammett. Hér heima er Hrafninn flýgur sprottinn af sama meiði. Lee Child er um margt flinkur spennusagna- höfundur þótt hann gernýti gömul stef í skemmtisög- um sínum. Snúningarnir í fléttunni eru nógu margir til að halda uppi fjör- inu drjúga kvöld- stund. Heftin um þennan krafta- karl sem hik- laust limlestir menn til lífstíðar hafa líka selst vel og nú bíða aðdáendur þessa skemmtiefnis spenntir að sjá Tom Cruise klifra upp á stall og leika 195 sentimetra hátt heljarmennið. Child ratar til sinna og líklega eru þeir flestir karlkyns. Åsa Larson er í þriðja sinn komin á ís- lenskan bókamarkað með Dauðadjúpi en Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýðir sem fyrr. Sagan heitir á sænsku Till dess din vrede upphör en heitið er sótt í Jobs- bók: Uns reiði þinni slotar. Væri betra að útgefandi sýndi lesendum þá virðingu að halda sig við rétt heiti á bókverkum þótt djúp og dauði koma hér við sögu. Hér segir af velmetnum lögfræðingi sem flýr norður í Botna og reynir á forn- um slóðum að koma reiðu á líf sitt í starfi saksóknar. Annar meginás sögunnar er þverlynd kona í lögreglunni og saman takast þær á við herraríki sem þrífst í einangrun. Sagan teygir sig í þessu tilviki aftur til samstarfsára Þjóð- verja og Svía á fyrri árum stríðsins. Larson er áhugasamari um mannleg einstaklingsbundin örlög fólks en Child, tuttugu sentimetrum dýpri í skoðun sinni á mannfólkinu. Hér er aragrúi af trúverðugum aukapers- ónum, slitið og einangrað mannlíf í erfiðri byggð undir smásjánni. Henni fer stöðugt fram þótt hún hneigist enn til að ljúka sögum sínum með háreistum og hvelli. Fínt stöff. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Reacher og Rebekka Bókaútgáfan Sögur hefur sent frá sér tvær nýjar bækur helgaðar fót- boltamönnunum Ronaldo og Messi. Höfundur textans er Illugi Jökuls- son en um brot bókanna sér Ólafur Gunnar Gunnlaugsson. Þessar harðspjaldabækur eru ríkulega mynd- skreyttar af ljósmyndum úr erlendum myndabönkum sem sýna þessar hetjur boltans á ýmsum skeiðum ferils síns. Þær eru ekki samdar með samþykki umboðsmanna þeirra en gefa ungum lesendum í skýru og markvissu lesefni innsýn í þann heim sem Messi og Ronaldo eru sprottnir úr og ættu því að vera kjörið lesefni ungum áhuga- mönnum um knattspyrnu. Þá hefur bókaútgáfan Draumsýn auglýst að væntanleg sé á markað sjálfsævisaga Zlatans Ibrahimovic sem kom út í Svíþjóð á liðnu ári og sló þar öll sölumet. -pbb Lesefni fyrir fótboltafrík Þakka ber menningarstjóra Fréttatímans glöggar og vekjandi greiningar gegnum tíðina. En hér koma tvö betrumbótakorn. Í Fréttatímanum 15.-17. júní 2012, á bls. 46, í rítdómi um bók Ernis Snorrasonar „Sýslumaðurinn sem sá álfa“, segir að eina heftið af tímaritinu Núkynslóð sem út kom 1968 hafi verið „fagurlega umbrotið af Jóhannesi heitnum Ólafssyni“. Umbrotsmaðurinn var reyndar ekki Jóhannes, mikill hæfileikamaður sem féll of snemma frá, heldur undirritaður. Má til gamans rifja upp að kringum árið 1968 gerjaðist pólitísk hugmyndafræði (frelsiskröfur, endurmat, ögrun, öfgar ofl.) ásamt tæknibreytingum (offset, silkiþrykk ofl.) í prentun bóka og tímarita, plakata og plötualbúma. Þetta örvaði margt ungt fólk til að sniðganga í prenti hefðir, reglur og fastmótaða fagurfræði og beita heldur öfgum og andstæðum í vali og meðferð texta, mynda og skrauts svo allt rann saman, eins og sjá má í Núkynslóð. Ritdómarinn skrifar enn fremur í pistli sínum í Fréttatímanum um Nú- kynslóð: „Ég minnist þess ekki að Ernir [Snorrason] hafi átt efni í heftinu“. Hið rétta er að Ernir birti í Núkynslóð minninga- og skilgreiningabrot undir heitinu „Þrjár borgir“ og er þar um að ræða Tours í Frakklandi, Istanbúl í Tyrklandi og Reykjavík. Ólafur H. Torfason Leiðréttingar varðandi Núkynslóð Sambúðin er undirliggjandi þema í sagnasveig Rúnars Helga Vignisson- ar sem kominn er út á forlagi Upp- heima. Kallast smásagnasafnið Ást í meinum og geymir fimmtán nýjar smásögur sem allar gerast á okkar tímum og fjalla með einum og öðrum þætti um samlíf fólks, oftast af gagn- stæðu kyni sem býr saman en hér hljóma líka raddir af sjúkrastofu, lýst er samveru kvenna í sturtuklefa sundlaugar og víða skýst Rúnar inn og þreifar eftir glufum í lífi fólks. Frásagnarhátturinn er ýkjulaus, hljóðlátur og vindur sögunum fram með samtölum og ytri lýsingum rétt eins og innra lífi persóna, oftast bundið við eina miðju aðalpersónu. Hér er allt vel gert, höfundurinn talar ekki hástöfum heldur leiðir okkur af öryggi sögumeistara um þaulunninn sagnaheim af mikilli smekkvísi. Millistéttin er undir og hennar veiku vonir og djúpu þrár um erindi á jörðina og hamingju í sambúð. Á þessari fimmtán skrefa göngu yrkir skáldið upp margar eftirminnilegar smámyndir, sumar nokkuð bersöglislegar eins og söguefnið heimtar, alltaf með björtum augum um- burðarlyndis og mildu brosi fyrir skoplegum hlið- um. Fyrir bragðið glyttir víða í miklar tragedíur sem skáldið lætur sér duga að gefa í skyn. Þetta er dæileg lesning, ekkert uppistand hér. Margt er litað lifnaðarháttum okkar, rétt eins og í sjónvarpssögum eru samskiptatæki nútímafrá- sagnar bíll og farsími nærri, heimurinn teygir sig til annarra meginlanda en þungamiðja, ytri lýsing- ar á híbýlum bara það allra nauðsynlegasta enda er þungamiðjan samskiptamáti okkar í kulnuðum glóðum ástar, ösku liðinna vona. Viðkvæmt efni en afar vel með það farið. Nú má fagna því að höfundar á borð við Guð- mund Andra, Kristínu Eiríksdóttur og Rúnar leggi fyrir sig hið merkilega form smásögunnar. Eini óttinn er sá að þessar bækur fái ekki vigt í innkaupi lestrarhestanna, en því má bæta úr. Nú er einmitt sá tími að gott er að hafa við höndina vel unna texta sem heimta ekki lotulestur; þetta sögsafn er ekki svikinn héri, heldur afbragðs bók- menntaverk. -pbb Látið ykkur falla  Fórnardauði Lee Child JPV, 411 síður, 2012.  Ást í meinum Rúnar Helgi Vignisson Uppheimar, 194 síður, 2012. Rúnar Helgi Vignisson Mynd/Jón Páll Vignisson. Ernir Snorrason.  dauðadjúp Åsa Larson JPV , 326 síður, 2012. Åsa Larsson. Lee ChildKaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Opið alla virKa daga kl. 10–18 Og laugardaga kl. 10–14 Fiskislóð 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.