Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 22.06.2012, Qupperneq 58
What to Expect When You’re Expecting Cameron Diaz, Chris Rock, Dennis Quaid, Jenni- fer Lopez, Megan Mullally og fleira gott fólk leiðir saman hesta sína í þessari mynd sem er innblásin af sam- nefndri metsölubók og fjallar um fimm pör og hvernig líf þeirra fer allt á hvolf þegar von er á barni inn á heimilið. Sjónvarps- líkamsræktarþáttastjórnandinn Jules og danssýningastjarnan Evan, sjá fyrir sér að frægðarlíf þeirra muni umturnast. Aðrar persónur eru svo mistaugaveiklaðar og einn tilvonandi faðirinn leitar hjálpar hjá stuðningshópi fyrir karlmenn. Aðrir miðlar: Imdb: 5.3, Rotten Tom- atoes: 41%, Metacritic: 47% Sumartíð Sumarið er komið í Bíó Paradís við Hverf- isgötu sem sýnir þessa dagana frönsku kvikmyndina L’Heure d’éte (Sumartíð) eftir einn fremsta leikstjóra Frakka, Olivier Assayas. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda sem ein áhrifamesta fjölskyldusaga síðari ára. Þegar ættmóðirin fellur frá standa upp- komin systkinin frammi fyrir breyttum tímum. Eiga þau að halda gullfallegu fjölskyldusetrinu áfram í sinni eigu eða selja það? Hvað með allar bernskuminn- ingarnar og sameiginlegan samkomustað fjölskyldunnar? Aðrir miðlar: Imdb: 7.1, Rotten Tom- atoes: 93% 50 bíó Helgin 22.-24. júní 2012 Jaxx er nýhættur í hljóm- sveit sinni Arsenal en ýmis- legt er á huldu um hvernig þau starfslok komu til.  FrumsýndAr Abraham Lincoln, sextándi forseti Bandaríkjanna, er einhver dáðasti maðurinn sem gengt hefur embættinu og er hann ekki síst þekktur fyrir framgöngu sína í réttindabaráttu þeldökkra þræla á sínum tíma. Í myndinni Abra- ham Lincoln: Vampire Hunter er sýnd ný og áður óþekkt hlið á forsetanum sem einhverra hluta vegna láðist að geta þess í Gettys- borgar-ávarpinu að hann barðist gegn vampírum sem ætluðu sér að yfirtaka Bandaríkin. Rússinn Timur Bekmambetov (Nochnoy dozor, Wanted) leikstýrir þessari dellu sem hljómar óneitanlega áhugaverð en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu frá árinu 2010. Lincoln kemst að því að blóðþyrstar vampírur ætli sér að ræna völdum í Bandaríkj- unum og hann snýr vörn í sókn og setur sér það göfuga takmark að útrýma ófögnuðinum og verða um leið mesti vampírubani sögunnar. Hann vinnur samt þessa aukavinnu sína í skjóli myrkurs og fer ákaflega leynt með blóðsugudrápin og þess vegna teljum við öll nafna hans Van Helsing vera mesta vampírubana allra tíma. Benjamin Walker leikur Lincoln og Rufus Sewell (Dark City) fer með hlutverk Adams, leiðtoga vampíranna. Blóðsugubaninn Abraham Lincoln  rock oF Ages söngleikur í bíó Ástir, kynlíf og rokk og ról Tom Cruise er mættur til landsins en hér verða tekin upp atriðið í framtíðarspennumyndina Oblivion. Svo skemmtilega vill til að rétt í kjölfar komu hans til landsins hefjast hér sýningar á nýjustu mynd hans, Rock of Ages, sem byggð er á samnefndum söngleik sem notið hefur mikilla og stöðugra vinsælda um árabil. s öngleikurinn Rock of Ages var fyrst settur á svið árið 2006 og sló í gegn á Broadway 2009 og hefur notið vin- sælda víða um lönd í kjölfarið. Söngleikurinn er nú orðinn að kvikmynd þar sem góðum hópi þekktra leikara er teflt fram og ber þar vitaskuld fyrstan að nefna sjálfan Tom Cruise sem um þessar mundir spókar sig á Íslandi. Russell Brand, Catherine Zeta-Jones, Paul Giamatti, Malin Åkerman, Bryan Cran- ston og Alec Baldwin láta einnig til sín taka en í brennidepli eru kántrí söngkonan unga Julianne Hough og Diego Boneta. Rock of Ages gerist árið 1987 og tónlist þess tíma skipar veigamikinn sess í mynd- inni og kunnuglegir slagarar á borð við Just Like Paradise, I Love Rock ‘n’ Roll, Wanted Dead or Alive, Harden My Heart og Can’t Fight This Feeling hljóma og ekki minni kempur en Bon Jovi, Guns N’ Roses, Def Leppard, Foreigner, Journey, Poison, Whites- nake, Night Ranger, Twisted Sister og REO Speedwagon láta til sín taka og leika undir rokkaðri dramatíkinni í myndinni. Smábæjarstúlkan Sherrie (Julianne Ho- ugh) kemur til Los Angeles frá Tulsa í Okla- homa með stóra drauma um að slá i gegn sem söngkona. Hún hefur varla náð áttum í stórborginni þegar plötusafninu hennar, sem hún burðast með með sér, er stolið. Bar- þjóninn Drew (Diego Boneta), sem vinnur á hinum vinsæla klúbbi The Bourbon Room, verður vitni að þjófnaðinum en tekst ekki að bjarga vínýlnum hennar Sherrie. Þeim verður þó vel til vina og frægðardraumar sameina þau og tilfinnningar vakna. Drew útvegar Sherrie vinnu á The Bourbon Room þar sem allt er á suðupunkti fyrir og ekki dregur úr spennunni að parið vinnur þar saman. Eigendur staðarins skulda skatta og eiga á hættu að klúbbnum verði lokað en skatt- skuldin er vatn á millu Patriciu Whitmore (Catherine Zeta-Jones), íhaldsamrar og strangtrúaðrar eiginkonu borgarstjórans sem berst harkalega fyrir því að lastabælinu The Bourbon Room verði endanlega lokað. Alec Baldwin leikur eiganda klúbbsins, Dennis Dupree, og hann ákveður, ásamt hægri hönd sinni Lonny Barnett (Russell Brand) að reyna að bjarga skuldinni með stórtónleikum. Helsta tromp þeirra í þessu plani er rokkstjarnan Stace Jaxx, sem Tom Cruise leikur, en hann hóf glæstan feril sinn á sínum tíma í hljómsveit með þeim Dennis og Lonny á Teh Bourbon Room. Jaxx er ný- hættur í hljómsveit sinni Arsenal en ýmislegt er á huldu um hvernig þau starfslok komu til. Örlög og tilfinningar alls þessa fólks og fleiri til fléttast sundur og saman í Rock of Ages og ýmislegt gengur á í The Bourbon Room eins og lög og óreglur rokksins gera ráð fyrir. Aðrir miðlar: Imdb 6.3, Rotten Tomatoes: 41%, Metacritic: 47% Tom Cruise á ekki í nokkrum vandræðum með að gera sér upp stjörnustæla í Rock of Ages. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  AngelinA Jolie setur upp hornin Disney teflir fram sinni verstu norn t ökur eru hafnar á Disney-myndinni Maleficent sem eins og nafnið bendir til fjallar um eitt allra flottasta illmenni Disney-teiknimyndanna, nornina Maleficent sem sá til þess að Þyrnirós stakk sig á snældu og svaf í hundrað ár. Angelina Jolie fer með titil- hlutverkið og fyrsta myndin af henni sem Maleficent hef- ur verið gerð opinber og lofar vægast sagt góðu. Angelina minnir um margt á fyrir- myndina úr teiknimyndinni Sleeping Beauty frá 1959 og banvænn þokki hornóttar nornarinnar er svo sannar- lega til staðar. Angelina segir Maleficent vera ráðgátu í nýju mynd- inni og hún sé miklu meira en aðeins dæmigert illkvendi sem breytir sér í dreka. Nú verði saga Maleficent sögð og skýrt hvers vegna hún er eins og hún er þegar hún birtist gegnsýrð af illsku í Sleeping Beauty. Cranston vill meira Fimmta þáttaröð hinna vinsælu sjónvarpsþátta Breaking Bad hefur göngu sína í Bandaríkjunum í júlí. Höfundur þeirra, Vince Gilligan, hefur þegar látið þau boð út ganga að einungis sextán þættir séu eftir í seríunni og Breaking Bad klárist 2013. Aðdáendur þáttanna hafa nú fengið smá vonar- glætu um að þeir þurfi ekki að kveðja krabbameins- sjúka efnafræðikennarann Walter White, sem aflar fjölskyldu sínni lífeyris með fíkniefnaframleiðslu, endanlega þar sem leikarinn Bryan Cranston hefur gefið mögulegri gerð bíómyndar um frekari hremm- ingar Walters undir fótinn. Cranston segir útlit fyrir að búið sé að skrifa meira en komist fyrir í þeim sextán þáttum sem eftir eru og hann hafi áhuga á því að kanna möguleika á að halda sögu Walters áfram í kvikmynd, að því gefnu að þátt- unum ljúki ekki með einum allsherjar dómsdegi.Angelina ógnvekj- andi en seiðandi. Bryan Cranston hefur slegið hressilega í gegn í hlutverki Walters og vill gjarnan teygja sögu hans yfir í kvikmynd. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  CAFÉ/BAR, opið 17-23 VERTU FASTAGESTUR! Ódýrara í bíó með aðgangskortum! Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! SAGA SVO ÓTRÚLEG AÐ HÚN HLÝTUR AÐ VERA SÖNN! BERNIE JACK BLACKMATTHEW McCONAUGHEYSHIRLEY MACLAINE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.