Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 22.06.2012, Blaðsíða 62
Coco Chanel Chanel-tískuhúsið er eitt stærsta og virtasta tískufyrirtæki samtímans sem stofnað var af hinni ungu Coco Channel árið 1909. Coco byrjaði ung að árum að vinna fyrir sér og saumaði fallegar flíkur handa fólki. Um tvítugt opnaði hún sína fyrstu verslun sem staðsett var í París og fór fyrirtækið að stækka og fór stækkandi með hverju árinu. Coco hefur haft mikil áhrif á tískuheiminn, er áhrifamikil enn í dag og er sögð vera einn helst brautryðj- andi tísku á síðustu öld. Helstu tískuhönn- uðir heims á borð við Karl Lagerfeld halda tískuhúsinu gangandi og á sama tíma minningu Coco Chanel lifandi. Jeanne Lanvin Jeanne Lanvin, sem fæddist árið 1867, saumaði allan fatnað á bæði sjálfa sig og dóttur sína. Hún hafði ekki mikið á milli handanna og þegar auðugt fólk fór að biðja hana um að sauma kjóla á dætur sínar, sló hún ekki hendinni á móti því tækifæri til þess að safna fleiri aurum í budduna. Þegar vinsældir fatnaðar hennar gerðu vart við sig opnaði Jeanne Lanvin fyrstu versl- unina sem aðeins seldi barnaföt. Seinna fóru mæður stúlknanna að sækjast eftir fatnaði á sjálfan sig og varð þetta seinna meir verslun fyrir konur á öllum aldri. Þarna hafði hún skapað vörumerki sem enn lifir í dag og er áberandi í helstu hátískuverslunum samtímans. Hulanicki Biba Hin pólskættaða Hulanicki Biba hefur verið á toppnum í tísku- bransanum alveg síðan hún sló í gegn á sjöunda áratugnum en hönnun hennar einkenndist af rokki, glans og glamúr. Tískuhús hennar Biba var stofnað árið 1964 þar sem helstu viðskiptavinir hennar voru hljómsveitameðlimir The Rolling Sto- nes og Bítlanna. Þrátt fyrir að hafa verið á toppnum á þessum tíma er hún enn í flokki yfir færustu tískuhönnuði heims og er tískuhús hennar enn í góðu gengi. Vogue-ritstýran Anna Wintour á henni feril sinn að þakka en fimmtán ára fékk hún sína fyrstu vinnu sem sölukona hjá Biba. Eftir það vann hún sig upp á toppinn og er ein sú virtasta í tískuheiminum. Vera Wang Vera Wang er einn færasta tískuhönnuður veraldar um þessar mundir en hún sérhæfir sig í að hanna fallega og eftirsótta brúðkaupskjóla. Vera hefur unnið hörðum höndum síðustu ár að komast á þann stað sem hún er í dag og byggja hið mikla veldi sem hún hefur komið upp. Það mætti segja að Vera sé sú sem ræður brúðkaupstískunni frá ári til árs og fer hún leiðir sem enginn hefur troðið áður. Helgin 22.-24. júní 201254 tíska Nýr sumarfatnaður Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki www.gabor . i s - f a cebook . com/gaborse r ve r s lun FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með 25 ár á Íslandi Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Ný sending af sumarkjólum Stærðir 40-56 Konurnar sem breyttu tísku- heiminum „Það er miklu auðveldara að finna föt sem passa við stutt hár en sítt,“ sagði hin stutthærða Ginnifer Goodwin í viðtali við tímaritið People á dögunum. „Fólk segir stundum við mig að þetta sé of einhæf hár- greiðsla. Ég held ekki. Þvert á móti býður hún uppá endalaust af mögu- leikum. Ég get ekki hugsað mér að hafa það síðara og þurfa að eyða meiri tíma á morgnana í að ákveða hvernig ég ætla að hafa hárið.“ Stutt hár passar við allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.