Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 72

Fréttatíminn - 22.06.2012, Side 72
HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið ... ... fær Erna Kristín Stefánsdóttir sem safnaði 600 þúsund krónum til styrktar starfi ABC barnahjálp- ar í Kenía. Leikarinn í bíó? Leikarinn, fyrsta bók Sólveigar Pálsdóttur, hefur fengið afar góðar viðtökur. Um 3000 eintök eru farin af lager Forlagsins og höfundurinn er svo ánægður með viðtökurnar að hún er þegar byrjuð á næstu bók. Leikar- inn er spennusaga sem fjallar um þjóðþekktan leikara sem hnígur niður við tökur á kvikmynd. Íslenski kvikmyndabransinn er svo baksvið rannsóknar á dauða hans. Það þarf því varla að koma á óvart að kvik- myndagerðarmenn sýni sögunni áhuga. Fregnir herma að minnst eitt kvikmyndafyrirtæki vilji tryggja sér kvikmyndaréttinn og má búast við frekari fréttum þar af á næstunni. Ólöf kynnir nýju lögin Síðari sumarsólstöðutónleikar Ólafar Arnalds verða á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld. Eins og oft áður leggur Skúli Sverrisson bassaleikari Ólöfu lið á tónleik- unum. Ólöf er að leggja lokahönd á þriðju breiðskífu sinni, Sudden Elevation, og mun hún flytja lög af nýju plötunni í bland við eldra efna og lög eftir aðra. Fyrri tvær plötur tónlistarkonunnar hlutu mikið lof gagnrýnenda svo margir bíða eflaust spenntir eftir næstu skrefum hennar. Miða á tónleikana má nálgast á Miða.is en þeir hefjast klukkan 21. Allt tekið upp Botnleðja fyllti Gamla Gaukinn í tvígang um síðustu helgi. Tónleika- gestir voru alsælir með frammi- stöðu bandsins sem virðist eiga nóg inni. Aðdáendur Botnleðju geta glaðst yfir því að tónleikarnir voru teknir upp, bæði hljóð og mynd, svo ekki er útilokað að hægt verði að rifja þá upp í framtíðinni. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um útgáfu. TAX F REE HELGI AFNEM UM VI RÐISAU KASKA TT AF Ö LLUM GARÐH ÚSGÖG NUM O G SESS UM GARÐB ORÐ, G ARÐST ÓLAR, BEKKIR OG SES SUR Á TAX F REE AF SLÆTT I ATHUG IÐ TILBO ÐIN GIL DA AÐE INS FÖSTUD AG TIL SUNNU DAGS Rúmfatalagerinn er á 4 stöðum : Korputorgi - Smáratorgi - Skeifunni - Akureyri ALLIR BLÓMA POTTAR 30% AFSLÁT TUR Tax Fr ee tilb oð jaf ngildi r 20.3 2% a fslætti . Afslát turinn er á k ostnað Rúmf atalag ersins . Virðis auka er að sjálfsö gðu sk ilað ti l ríkiss jóðs. TILBOÐIN GILDA TIL 24.06.12

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.