Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 4
G uðmundur fór í þessar framkvæmd-ir, sem hann hafði kynnt okkur en höfðu ekki verið samþykktar. Þetta er því óleyfisframkvæmd sem er hvorki í sátt né samstarfi við bæjaryfirvöld,“ segir Örn Þór Halldórsson, skipulags- og bygg- ingarfulltrúi á Seltjarnarnesi, um nýlega framkvæmd Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns í fjörunni framan við hús sitt við Nesveg 107. Forsaga málsins er að Guðmundur, eða félag í hans eigu, keypti árið 2005 húsið Marbakka á 1.200 fermetra sjávarlóð á Sel- tjarnarnesi. Hann reif húsið og byggði mjög stórt einbýlishús á lóðinni, raunar svo stórt og yfirgnæfandi að margir nágrannar töldu sig blekkta og mótmæltu, að sögn Arnar Þórs. Í framhaldinu lét Guðmundur rífa sjóvörn framan við húsið í leyfisleysi, þannig að hætta var af, að sögn skipulags- og bygg- ingarfulltrúa. Bæjaryfirvöld fengu Siglinga- málastofnun til að skoða málið. Stofnunin sagði það óviðunandi að fjarlægja sjóvörn- ina. Í framhaldi af því fór bærinn fram á að bragarbót yrði gerð. Örn Þór segir að síðar hafi Guðmundur kynnt bæjaryfirvöldum hugmyndir sínar um að komast í fjöruna framan við húsið og að bæjaryfirvöld hafi fallist á að það væri réttmæt ósk. Siglingamálastofnun hafi í raun fallist á þá útfærslu en bærinn hafi ekki viljað kvitta upp á hana. Samþykki nágranna hafi ekki legið fyrir og verkið hafi verið stórkarlalegt. „Við upplifðum þetta sem upp- fyllingu. Hann er í raun og veru að múra fjöruna inni þannig að það er ekkert aðgengi almennings um fjöruna lengur eins og var,“ segir Örn Þór. Hann tekur hins vegar fram að eftir þessar framkvæmdir Guðmundar sé ekki lengur bráð hætta af ágangi sjávar. „Bókun bæjarstjórnar í janúar var um að laga sjóvörnina með almannahagsmuni í huga. Eftir framkvæmdirnar nú er dæmið annað, framkvæmd í óleyfi. Svona á að fara í gegnum okkur, þótt hann eigi lóðina og að sögn fjöruna, þ.e. rétt til að nýta hana. Hann lítur á fjöruna sem sína eign en við lítum á verkið sem náttúruspjöll og nágrannar hafa kvartað. Eigandinn hefur hlaðið garð yfir sandfjöruna þannig að það verður að fara út í grjót og þang til að komast um. Réttur almennings til að ganga um fjörur er hins vegar alveg skýr. Ef bærinn bregst ekki við er hann ekki að sinna skyldum sínum. Nágrannar geta þá vísað málinu til Skipulagsstofnunar og hún gripið fram fyrir hendurnar á okkur. Ég mun því leggja til að við ítrekum fyrri bókun um að þetta verði fjarlægt, það er það eina í stöðunni. Frá Guðmundi komu hins vegar ágætis hugmyndir í upphafi sem Siglingamála- stofnun vann fyrir hann. Það var nett og góð renna fram í sjó. Ef slík ósk kæmi frá honum held ég að við myndum samþykkja það. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að hann fái aðgengi að fjörunni,“ segir Örn Þór. Skipulags- og byggingarfulltrúinn segir að lóðir að sjó á Seltjarnarnesi séu einkalóð- ir. „Ef bærinn ætlar að gera eitthvað verður hann að taka fjöruna eignarnámi, sem lík- lega verður ofan á, sérstaklega ef menn haga sér svona.“ Ekki náðist í Guðmund Kristjánsson við vinnslu fréttarinnar. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Líklega verður að taka fjöruna eignar- námi, hagi menn sér svona.  SkipulaG Framkvæmdir í Fjörunni Framan við neSveG 107 Götumarkaður á Garðatorgi Götumarkaður verður haldinn á morgun, laugardag, á Garðatorgi í Garðabæ. Þetta er í áttunda skipti sem markaðurinn er haldinn. Upphafið var að systurnar Lilju og Lovísu Vattnes langaði að lífga við torg Garðbæinga. Götumarkaðurinn verður, að því er fram kemur í tilkynningu, af bestu gerð. Ýmist verður fólk með notaðar vörur úr geymslum eða netfyrirtæki með nýjar vörur. Þá verður kökubasar, heimagert súkkulaði og ýmislegt annað gómsætt til sölu. Markaðurinn verður opinn kl. 13-18. -jh Iceland Express stofnar þjón- ustufyrirtæki Iceland Express hefur stofnað þjónustufyrirtæki til að annast flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið heitir Iceland Express Handling og mun Stefán Einar kosinn formaður VR Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur var kosinn formaður VR með 20,6% atkvæða. Helga Guðrún Jónasdóttir fékk næstflest atkvæði, 18,2%. Páll Örn Líndal fékk 15,5%, Rannveig Sigurðardóttir 14,1%, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir 12,7%. Fráfarandi formaður, Kristinn Örn Jóhannesson, varð næstneðstur með 9,9% en Lúðvík Lúðvíksson rak lestina með 8,9%, að því er Ríkisútvarpið greindi frá. Kjörsókn var dræm. Af 28.417 félagsmönnum sem voru á kjörskrá greiddu 4.867 atkvæði, um það bil 17% kjörsókn. Sjö stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára samkvæmt fléttulista: Ásta Rut Jónasdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Eyrún Ingadóttir, Benedikt Vilhjálmsson, Pálmey Helga Gísladóttir, Birgir Már Guðmundsson og Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir. Þrír varamenn voru kosnir í stjórn til eins árs: Óskar Kristjánsson, Benóný Valur Jakobsson og Bjarni Þór Sigurðs- son. -jh auglýsa eftir starfsfólki á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Iceland Express Handling mun sjá um flugafgreiðslu á flugflota Iceland Express, en áður hefur félagið keypt þessa þjónustu af öðrum. „For- ráðamenn Iceland Express hafa lengi haft hug á að sjá um þjónustu við eigin vélar, enda hefur félagið stækkað ört. Tilgangurinn,“ segir enn fremur, „er að bæta þjónustu við farþega í takt við markaðssókn og bjartari tíma.“ -jh Íris Lind í stað Ingu Lindar Íris Lind Sæmundsdóttir tekur sæti í stjórnlagaráði í stað Ingu Lindar Karlsdóttur sem kaus að taka ekki þátt. Hinir 24 sem kosnir voru í stjórnlagaþingskosningun- um í nóvember taka sæti í stjórnlagaráði. Gert er ráð fyrir að það komi saman til fyrsta fundar 6. apríl næstkom- andi. Fulltrúar í stjórnlagaráði eru því, auk Írisar: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haralds- dóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Katrín Fjeldsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómars- dóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson. -jh Framkvæmdir í fjörunni framan við hús Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns við Nesveg 107 á Seltjarnarnesi eru gerðar í óleyfi. Skipulags- og byggingarfulltrúi Seltjarnarness mun leggja til ítrekun bókunar um að mannvirkið verði fjarlægt. Ljósmynd/Hari Hótar að taka fjöru út- gerðarmanns eignarnámi „Landfylling“ og sjávarvörn í fjörunni framan við stórhýsi Guðmundar Kristjánssonar, útgerðar- manns í Brimi, var hvorki gerð í sátt né samstarfi við bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi. Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja til að mannvirkið verði fjarlægt. CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Peysuveður Líttu vel út án þess að sjúga stöðugt upp í nefið. STREKKINGSVINDuR FRAMAN AF DEGI VESTANALANDS OG MEð RIGNINGu. FREMuR ÞuNGBúIð uM MESTALLT LAND, EN MILT. HÖFuðBORGARSVæðIð: SA-STReKKiNGuR í FyRRAMáLið Með RiGNiNGu, eN SíðAR SKúRuM. SMÁ RIGNING VESTAN TIL FyRST uM MORGuN- INN, EN ANNARS BJART VEðuR OG HæGuR VINDuR Á LANDINu. FRySTIR uM KVÖLDIð. HÖFuðBORGARSVæðIð: VæTA uM MoRGuNiNN, eN LéTTiR SíðAN TiL Að MeSTu SAMFARA HæGuM ViNdi. RIGNING EðA SLyDDA AuSTANLANDS OG HRÍðAR- VEðuR Á FJALLVEGuM, EN ANNARS MEINLÍTIð VEðuR Á LANDINu OG SÓLRÍKT SuðVESTAN OG VESTANLANDS. HÖFuðBORGARSVæðIð: FReMuR HæGuR ViNduR oG bjARTViðRi. HiTi 2 TiL 4 STiG yFiR dAGiNN. Er komið vor? Nær allir sem ég hitti á förnum vegi um þessar mundir, spyrja hvort það sé komið vor. eiginlegt svar er það að um þetta leyti koma mjög vorlegir dagar, en síðan er eins og það slái í bakseglin og kólni aftur. í dag, föstudag, verður þannig milt á landinu og á morgun, laugardag, víða sólríkt og fallegt veður á landinu sem minna mun á vorið. en þá kólnar og frystir og við horfum upp á svalara veður á sunnudag. á Austur- og Suðausturlandi þurfa menn að fylgjast með lægðum sem skjótast hratt til norðuausturs, sú fyrri er á ferðinni í dag og sú síðari á sunnudag. 5 1 3 6 7 5 2 3 5 4 2 1 1 2 2 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður 4 fréttir Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.