Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 01.04.2011, Qupperneq 10
... ég veit ekki hvort ég væri hamingjusam- ari ef ég væri eðlilegri. ... hugurinn er svo virkur án þess að maður sé endilega að þrýsta á það. Hollt og gott veganesti ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA V innustaðurinn Specialisterne verður opn-aður á morgun, laugardag, á alþjóðleg-um degi einhverfu. Fyrirtækið byggist á danskri fyrirmynd þar sem einhverfir fá þjálfun í að vinna verkefni sem snúa að þeirra sérþekk- ingu. Stefna fyrirtækisins er að vera tengiliður einhverfra út í atvinnulífið en verkefnin snúa í fyrstu að tæknimálum og hugbúnaðarprófunum. Egill hefur forritað frá þrettán ára aldri. „Eða alveg frá því að mamma eignað- ist tölvu. Fyrsta árið hrundi tölvan örugglega tuttugu sinnum því ég bara óð í gegnum hana,“ segir Egill sem áttaði sig fljótt á því að forritun lægi vel fyrir honum. „Ég skil tölvuna og veit hvernig hún hugsar. Ég á stundum auðveldara með að skilja tölvur en fólk eða lífið. Tölvan hugsar um einn hlut í einu, hún fer ekkert ann- að. Svipað og hausinn á manni sjálfum. Þegar leitarvélarnar komu fyrst fannst mér það lítið mál. Það var eins og þetta hefði verið skrifað fyrir mann.“ Egill er greindur með ódæmigerða einhverfu og viðurkennir að hann hafi mjög lítið sjálfs- traust á almennum vinnumarkaði. Hvað finnst þér þú hafa fram að færa í atvinnulífinu? „Ég er ekki viss um hvað ég hef fram að færa í venjulegu atvinnuumhverfi. Ég get alveg unnið venjulega vinnu og það kemur fyrir.“ Egill segir að alla tíð hafi honum verið bent á atriði sem hann þyrfti að laga í fari sínu. Hann bindur því miklar vonir við starf hjá Specialist- erne. „Því hvað ef maður þyrfti ekki að laga alla hluti til að standast væntingar heldur bara læra að lifa með þeim? Þarna er kominn grundvöllur fyrir mig til þess. Ég lít á það sem stórt tækifæri að komast þar að. Að vera í kringum fólk án þess að aðgreina það of mikið. Það er gott að komast inn í náttúrulegt umhverfi. Maður finnur alltaf samkennd með fólki sem maður á eitthvað sam- eiginlegt með. Maður finnur viðbrögðin og andann þegar verið er að tala. Fátt veitir meira öryggi en að vera í svoleiðis umhverfi þar sem vitundin kemst upp á næsta stig. Þegar ég var í grunnskóla var ég ekkert í kringum aðra sem voru svipaðir og ég. Ég sat úti í horni og fannst allt vera að mér. Ég velti því fyrir mér af hverju ég upplifði ekki hlutina svipað og aðrir. Jafnvel þótt ég hermdi eftir fé- lögum mínum þá upplifði ég ekki sömu gleðina yfir hlutunum. Ég skynja hlutina öðruvísi og þess vegna finnst mér stórt tækifæri að komast í þetta umhverfi. Það gerir mikið fyrir sjálfs- traustið.“ Anna fékk asperger-greiningu þegar hún var nítján ára. „Í menntun og starfi er allt mjög venjulegt hjá mér og það gengur allt mjög vel. Þangað til allt í einu að það gengur ekki vel. Þá eru allir bara „Ha? Þetta getur ekki verið.“ Mjög margir segja bara „Jájá, við bara reddum þessu.“ En þegar þú ert með fólk á einhverfurófi þá þýðir ekki að segja við bara reddum því. Þú verður að gera einhverjar áætlanir, annars fer allt í steik.“ Hvernig lýsir þín einhverfa sér? Skilja tölvur betur en fólk Egill Jónasson og Anna Bergþórsdóttir eru meðal sérfræðinga sem taka til starfa hjá fyrirtækinu Specialist- erne þar sem virkjaðar eru sterkustu hliðar fólks á einhverfurófi. Þau segjast bæði lunkin við að koma auga á smáatriði sem öðrum yfirsjást en hafa átt erfitt með að fóta sig í atvinnulífinu. „Miklar skyntruflanir. Til dæmis finnast mér þessi flúor- ljós hérna í loftinu mjög leiðinleg. Það er ekki gaman fyrir mig að fara í Kringluna en það er eitt sem bjargar mér í verslanamiðstöðv- um, það er ipod. Þannig kemst ég í gegnum Kringluna og jólin og fleira. Ég spyr mig stundum að því hvað ég gerði áður en ég eignaðist ipod. Og svarið er: Þá stóð ég yfir- leitt úti í rigningunni fyrir utan verslanamiðstöðvarnar og velti því fyrir mér af hverju við gætum ekki gefið fólki peninga í jólagjöf. En það þykir víst ósmekklegt.“ Þolir ekki hávaða og þrengsli Nú virkar eins og þú eigir mjög auðvelt með að eiga samskipti við fólk. „Já. Eins og ég segi. Það er allt eðlilegt þangað til það er ekki eðlilegt.“ Hvenær kemstu að því að það er ekki eðlilegt? „Í vinnu heldur maður út í svona þrjá til fjóra mánuði. Þú getur spurt aðra aspergera og allir eru sammála um að hlutirnir ganga í einhvern tíma. Auðvitað er það misjafnt eftir því hversu einhverft fólk er. Annað fólk tekur kannski ekki eftir því en það er yfirleitt að byggjast upp stress í þennan tíma. Svo þegar það brýst út þá eru allir svo undrandi.“ Hvernig nýtist heilkennið þér? „Á ákveðinn hátt á ég mjög erfitt með að svara því. Vinir mínir segja að ég sé mjög einbeitt. Ég hef verið að gera hluti í mínum áhugamálum sem aðrir spyrja mig hvernig ég nenni að gera. Það sé svo tímafrekt og eigi eftir að taka mig marga mánuði. Þá segi ég nei- nei og er búin að reikna út að þetta taki sex mánuði og þrjár vikur. En hvers vegna, þegar það eru engin verðlaun fyrir að gera svona? Mín verðlaun eru að hafa gert þetta og geta sagt við fólk: Ég gerði þetta.“ Hver voru þín viðbrögð við asper- ger-greiningunni? „Áður hafði ég fengið mis- þroskagreiningu. Sú greining var eiginlega kassi sem á stóð „ýmis- legt“. Og það sem er sett í kassa sem er merktur „ýmislegt“ er ekki allt hlutir sem eiga saman. Það var betra að fá asperger-greininguna. Ég las mikið um þetta og fann að þetta passaði við mig. Ég er eigin- lega hinn klassíski nörd.“ Anna segir asperger-heilkennið vera órjúfanlegan hluta af sjálfs- mynd hennar. „Og ekki bara sjálfs- myndinni inn á við heldur líka hvernig aðrir sjá mann. Ég velti því fyrir mér hvort ég væri ekki alveg rosalega öðruvísi manneskja ef ég væri ekki með asperger. Stundum er þetta helvíti leiðin- legur hluti af manni. Ég sé fólk í Kringlunni og því finnst svo óstjórnlega gaman. Maður sér það á diskótekum og í partíum og það skemmtir sér svo mikið. Ég bara einfaldlega meika það ekki. Hljóð og hávaði og þrengsli. Allt þetta sem manni þykja ótrúlega leiðinlegt, eins og matarboð og stórsamkomur.“ Eru það algjörar matraðir? „Já. Það var líka alltaf verið að verðlauna krakka með frímínút- um. Úr því að þetta voru verðlaun, hvers vegna mátti ég ekki gera eitthvað sem mér líkaði? Það mátti alls ekki vera á bókasafni í frímín- útum því það þótti svo gaman að vera úti að leika við börnin. Sem bara öskruðu. En svo lítur maður á jákvæðu hliðarnar sem er einbeitingin og þessi sérstöku áhugamál sem veita svo mikla ánægju. Þannig að ég veit ekki hvort ég væri ham- ingjusamari ef ég væri eðlilegri.“ Anna hefur reynt fyrir sér í þremur menntaskólum og það hef- ur ekki alltaf verið auðvelt. Henni var meðal annars gert að taka heilt ár aftur í skólanum. Hún fann sig þó á endanum í Rafiðnaðarskól- anum, þaðan sem hún útskrifaðist úr námi í tölvunarfræðum. „Það var eitt af því sem enginn hélt að ég gæti. Þeir héldu inn- tökupróf og það tóku 199 karl- menn og ég. Þeir tóku svo inn 49 karlmenn og mig. Á vissan hátt var það miklu betra en venjulegt nám því þeir voru svo helvíti praktískir,“ segir Anna sem telur sig að vissu leyti vera það líka. „Eftir þetta fékk ég rafiðnaðar- námið metið inn í háskólann þar sem kennslan og áherslurnar voru öðruvísi. Ég reyndi fyrir mér í tölvunarfræði, heimspeki og japönsku en entist æ skemur í tímunum.“ Áður kallað persónueinkenni Hvernig sérðu fyrir þér að vinna hjá Specialisterne reynist þér? „Ég er að vona að þetta virki. Þetta almenna kerfi virkar á margan hátt svo illa fyrir mig. Jújú, það er hægt að ná í starf en vandamálið er að halda því.“ Hefur þú flosnað upp úr mörgum störfum? „Já, svona þeim sem ég hef reynt. Ekki að fólk hafi verið vont; það er bara mjög erfitt að ætlast til þess að fólk skilji hugsunarhátt sem er gjörólíkur þess sjálfs. Ég hefði mikinn áhuga á að sækja nám tengt mínum hugðarefnum en það er einfaldlega ekki hægt.“ Heldurðu að þú hafir eiginleika sem gætu nýst í atvinnulífinu ef þú værir í umhverfi sem hentaði þínum hugsunarhætti? „Ég held það, já. Ég tek eftir smáatriðum sem fólk sér ekki. Ég læri hratt það sem ég hef áhuga á en ekki það sem ég hef ekki áhuga á. Ég er til dæmis snögg að læra nýja leiki eða tæknileg atriði. Sér- staklega allt sem snýr að sjón- rænni hugsun. Enn í dag man ég nákvæmlega eftir þrívíddarrými sem ég fór í gegnum fyrir tólf árum,“ segir Anna og lýsir langri leið úr tölvuleik. „Ég held að samfélagið hafi breyst dálítið. Það sem í mínu til- felli er að vissu leyti álitið fötlun var til dæmis bara kallað persónu- einkenni þegar pabbi minn var að vaxa upp. Breytingarnar felast líka í því að nú erum við með meiri lýsingu og meira áreiti. Hraðinn í samfélaginu og óþolinmæðin eru orðin mikil og þess vegna eiga aspergerar enn erfiðara með að fóta sig en áður.“ Anna hefur fengist við tölvur frá því hún var smástelpa og segir svo margt rökrétt og auðskilið í tölvuheiminum. „Kannski ætti að kenna börnum hópastarf með tölvuleikjum. Þá eru hlutverkin al- veg skýr og enginn vafi á því hver gerir hvað. Ég þoldi aldrei hópa- starf því það kenndi mér enginn að vinna í hópi. En þegar ég fór í tölvuleiki var ég hins vegar beðin um að taka að mér leiðtogahlut- verk í stórum hópum. Það er ein- hvern veginn miklu auðveldara.“ Þóra Tómasdóttir Anna og Egill segjast vera dæmigerðir nördar og góð í nákvæmnisvinnu. 10 viðtal Helgin 1.-3. apríl 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.