Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Page 18

Fréttatíminn - 01.04.2011, Page 18
Hvers vegna þurfa kenn- arar á Ís- landi meiri tíma til að undirbúa kennsluna en að fram- kvæma? Hvers vegna ættum við að vera öðruvísi en kenn- arar í öðrum löndum?“ M ér og samstarfs- fólki mínu tekst að reka skóla með hagnaði með samlegð- aráhrifum og með því að gera fjölmarga hluti allt öðruvísi en venja er til. Ég trúi því að ef einhver lausn á að teljast verulega góð þá verði hún að vera góð frá öllum sjónarhornum. Það er markmið Hjallastefnunnar að vera frábær fyrir börnin, fjölskyldur barnanna, starfs- fólkið, sveitarfélagið sem við semjum við, fyrirtækið sjálft og við viljum vera frábær samfélagseign. Ef einhvers staðar eru hnökrar á þá þarf að breyta dæminu. Við erum sjálfstætt starf- andi og getum leyft okkur að hugsa á annan hátt. Ég vissi það þegar ég byrjaði að einn skóli gæti ekki staðið undir skólaþróun og nýjum verk- efnum. Við völdum að fjölga skólum; þeir eru orðnir þrettán og þá þarf ekki mikinn afgang frá hverjum til að það safnist fljótt upp. Það var dýrt að fara í þessa miklu stækkun en við kusum það og settum sem markmið að allir skólar þyrftu að skila einhverjum af- gangi fyrir skólaþróunina okkar. Við sem fyrirtæki, 320 manns, erum stolt af því að geta þetta; byggja upp og þróa skólastarf á þessum tímum.“ Margrét Pála segir átakakenn- inguna vera lögmál í hinu opinbera kerfi. „Það er verið að togast á um hlut- ina. Rekstraraðilinn er fjarlægur stjórnandi sveitarfélagsins sem heild- ar og togast á við starfsfólkið á gólf- inu. Sveitarfélagið hefur, í þau þrjátíu ár sem ég hef starfað í skólum, sent skilaboð til starfsfólks um að spara. Það fyrsta sem við gerðum, þegar við byrjuðum að reka skóla sjálf, var að henda átakakenningunni og ákveða að vera saman í þessu. Ef fyrirtækið stendur vel er það ábati fyrir starfs- fólk og meira starfsöryggi. Ef það er ábati af rekstrinum rennur hann ekki í óskilgreindan sveitarfélagskassa og hann fer ekki heldur sem arður í vasann minn.“ Líklega eru flestir skólastjórar í landinu með svipuð markmið og vilja reka skóla sem eru góðir fyrir alla. „Já, en af hverju tekst það ekki? Kannski þarf að beina spurningunni til þeirra? Staðreyndin er sú að pólitíkusar, skólastjórnendur eða embættismenn eru í allt annarri stöðu en samheldinn kjarnaður hópur sem hefur valið að snúa bökum saman. Ég hef valið að vinna með starfsfólki Hjallastefnunn- ar, starfsfólkið hefur valið að vinna með mér og foreldrar kjósa skólana okkar að vel athuguðu máli. Þetta val er ekki fyrir hendi í hinu opinbera kerfi þar sem fólk baukast áfram í gegnum lífið í gömlu átakakenn- ingunni. Metnaður okkar Hjalla- stefnufólks á öllum sviðum hefur leitt til þessa árangurs sem við náum og svona harðsnúinn hóp er flókið að byggja úr pólitíkusum, embættis- mönnum, skólastjórum, kennurum og foreldrum í stórum hverfisskólum sem eru áskrifendur að börnum. Við sameinumst um hugsjónir okkar og vitum hvert við stefnum. Og við spilum öll á sama markið. Sérðu fyrir þér fótboltavöll þar sem spilað væri á tólf mismunandi mörk? Svo væri fólkið ekki einu sinni í liðsbúningum. Hugsaðu þér ef allir innan kerfisins gætu bara spilað á sama mark.“ Margrét Pála segir kerfið sjálft vera rót vandans. „Samkvæmt úttekt frá Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands fá allir sjálf- stætt starfandi skólar minna fjármagn frá samfélaginu en opinberir skólar. Við sláum samt ekkert af í gæðum. Kannski segir þetta okkur að erfitt sé að ná fram breytingum og harðsnúnu liði í risastóru kerfi. Átakakenningin gengur líka út á að viðhalda óbreyttu kerfi.“ Ekki hættulegt að fækka yfir- mönnum Nú liggja fyrir hugmyndir að róttækum breytingum innan mennta- kerfis Reykjavíkurborgar. Hvernig hugnast þér þær tillögur? „Mér hugnast þær á ýmsa vegu. Þetta er skýrt dæmi um hvernig spilað er á ólík mörk. Reykjavík hefur það markmið að ná fram hagræðingu en aðrir vilja halda óbreyttu ástandi. Um margt eru hugmyndirnar skyn- samlegar en ef ekki tekst að skapa sátt um þær verður framhaldið grábölvað. Ég hef sjálf talað fyrir róttækum breytingum í stað eintóms niðurskurðar. Það að sameina skóla er í sjálfu sér ekkert hættulegt og að fækka yfirmönnum er ekkert hættu- legt. Hins vegar er hættulegt að eldar logi innan skólakerfisins.“ Margrét Pála liggur ekki á svari þegar hún er spurð hvernig hún telji að bæta megi fjárhagsstöðu leik- og grunnskóla. „Ég hef nefnt ýmsar leiðir til að auka ráðstöfunarfé leikskólanna, til dæmis með því að tekjutengja leik- skólagjöldin. Ég hef líka nefnt það að auka hlut hins sjálfstæða rekstrar, sem hefur sýnt sig að vera hagkvæm- ur, og að leggja niður stofnanir sem eru svo litlar að þær geta ekki staðið undir sér.“ Hvað er bærileg stærð á leikskóla að þínu mati? „Að reka skóla sem er undir fjórum deildum er mjög viðkvæmur rekstur og hann mun alltaf verða dýr. Ef við viljum ná þessum rekstri niður þarf að horfa til stærri eininga. Leikskól- arnir sem við rekum eru allir í stærri kantinum, fyrir um það bil 120 til 140 börn. Við erum ekki með litla leik- skóla nema svokallaða smábarnaleik- skóla. Þeir mega alveg vera fyrir 25 Í reiptogi er gott að sleppa reipinu Margrét Pála Ólafsdóttir rekur leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar með hagnaði á meðan sveitar- félögin berjast í bökkum við að útfæra erfiðan niðurskurð í skólakerfinu. Hún sagði Þóru Tómas- dóttur frá hugmyndum sínum um betri skóla- rekstur og nauðsyn þess að hætta að togast á. Margrét Pála segir erfitt að mynda kjarnaðan og samheldinn hóp innan hins risavaxna opinbera kerfis. Kerfið sjálft sé rót vandans. 18 viðtal Helgin 1.-3. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.