Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 20
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is. „ Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“ Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía n B I h f . ( L a n d s B a n k I n n ) , k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Hug- myndir Margrétar Pálu - að lengja fæð- ingarorlof til eins og hálfs árs. - að auka kennslu- skyldu kennara í samræmi við önnur OECD-lönd. Upp- hæðin sem sparist renni að hluta til sveitarfélagsins og að hluta til að hækka laun kenn- ara. - að bjóða heim- greiðslur til fjöl- skyldna sem velja að hafa barnið heima. Greiðslurn- ar myndu nema um 60% af kostnaði sveitarfélagsins við að hafa barnið á leikskóla. Heim- greiðslur væri valkostur þar til börnin eru þriggja ára. - að tekjutengja leikskólagjöld. - að skólarnir og fjölskyldurnar sjálfar ákveði hvaða leiðir séu farnar í flötum niðurskurði í skól- unum. - að minnstu leik- skólarnir yrðu lagðir niður. Leik- skólar væru að lágmarki með fjórar deildir. þurft að horfa á eftir störfum og ég hef þá trú á kennurum að þeir yrðu ansi lagnir við að skapa ný verkefni og ný störf og þjónustu í kringum skóla- starf.“ Allir skólar ættu að skila hagnaði Eignarhaldsfélagið Hjallastefnan var stofnað árið 2000 og rekur nú þrjá grunnskóla og tíu leikskóla. Margrét Pála segir það markmið Hjallastefn- unnar að vera aldrei í mínus. „Þannig myndum við grafa undan starfsfólki okkar og hugsjónum. Ef við eigum ekki afgang getum við ekki haldið áfram að þróa skólastarfið og prófa ný verkefni og án þess höfum við ekkert að gera í skólarekstri. Árið 2010 minkuðum við uppbyggingu á húsum en fórum í meiri innri þróun. Við hönnuðum og sköpuðum nýtt leikefni og gáfum út eigin tónlist og tónlistardiska með frábæru lista- fólki. Til að skapa þarf maður að eiga afgang, það er svo einfalt. Mér finnst reyndar að allir skólar ættu að hafa það markmið að eiga afgang.“ Margrét Pála segir Hjallastefnuna ekki lengur eins umdeilda og hún var þegar fyrstu skólarnir voru opnaðir. Sem skipstjóri Hjallastefnunnar hafi hún lengi vel siglt í mótvindi og lítið kunnað á meðbyrinn. „Við fundum verulega fyrir breytingu þegar við stækkuðum og opnuðum fleiri skóla. Við tökum þá ábyrgð mjög hátíðlega að vera treyst fyrir öllum þessum börnum; gríðarlegur vandi og vand- meðfarinn. Foreldrar barna treysta á að við getum gert bærilega vel fyrir það verðmætasta sem þau eiga, sem eru börnin þeirra. Ég þarf að draga andann djúpt þegar ég hugsa um þetta.“ Margrét Pála telur eðlilegt að um fjórðungur skóla í landinu sé sjálf- stætt starfandi. „Helst af öllu myndi ég vilja að fólki yrði gert kleift að hefja sjálfstæðan skólarekstur og svo yrði það foreldranna að velja. Það var erfitt fyrir mig sem gamla vinstrikonu að segja þetta en ef engin samkeppni er munum við öll að lokum tapa. Við þurfum á heilbrigðri samkeppni að halda sem snýst um að vilja spila á markið sitt af kappi og vilja vera í lið- inu sem skorar. Við þurfum á slíkum metnaði að halda.“ Fjarlægist vinstristefnu Undanfarin ár hefur pólitísk af- staða Margrétar Pálu þróast og í dag segist hún frekar fjólublá. „Svíar fóru þá leið fyrir nokkrum árum að auka hlut sjálfstætt starfandi skóla til að ná fram heilbrigðri samkeppni. Ég hlýt að geta farið þessa leið úr því að sænsku sósíaldemókratarnir gátu það. Í ljós kom að í öllum sveitar- félögum þar sem sjálfstætt starfandi skólar komu inn, hækkaði meðalein- kunn í námsárangri bæði í sjálfstæðu skólunum og hinum. Þeir einu sem breyttust ekkert voru skólar í sveitar- félögum með engri samkeppni.“ Á undanförnu ári varð barna- sprengja á Íslandi og margir foreldrar glíma við þann vanda að hafa ekki dagvistunarúrræði fyrir börnin sín að loknu fæðingarorðlofi. „Þetta er skelfileg staða og við heyrum daglega frá foreldrum sem býðst ekkert nema að fara út á vinnu- markaðinn en hafa enga dagvistun fyrir börnin sín. Ég held að ég myndi fara þá leið að bjóða heimgreiðslur ef fjölskyldan kýs að hafa barnið heima. Eva María Jónsdóttir sagði einhvern tíma í viðtali að við værum komin á þann stað í jafnréttisbarátt- unni að það þyrftu ekki allar konur að fara út á vinnumarkað frá níu mánaða gömlu barni. Greiðslurnar þurfa að vera það háar að það sé raunveruleg- ur valkostur fjölskyldu að einhver sé heima. Þær gætu numið 50 til 60% af því sem það kostar sveitarfélagið að hafa barnið á leikskóla. Raunkostn- aður, þ.e. framlag borgarinnar og foreldragjöld, eru er um 180 þús. kr. fyrir eins árs barn í leikskóla og um 137 þús. kr. fyrir þriggja ára barn. Þessi fjölskyldugreiðsla væri val- kostur þar til barnið yrði þriggja ára gamalt. Fæðingarorðlof verður að mæta leikskólaaldri. Ég er viss um að það væri hagkvæmara fyrir kerfið að lengja fæðingarorlofið þar til börnin væru eins og hálfs árs gömul og að því loknu þyrftu börnin að komast inn á leikskóla. Með því að auka heim- greiðslur og lengja fæðingarorlof sparast atvinnuleysisbætur og kostn- aður við leikskóla. Heildarniðurstað- an yrði sparnaður fyrir alla. Ég trúi því raunverulega.“ Sérðu fyrir þér fótbolta- völl þar sem spilað væri á tólf mis- munandi mörk? Svo væri fólkið ekki einu sinni í liðs- búningum. Hugsaðu þér ef allir innan kerfis- ins gætu bara spilað á sama mark. 20 viðtal Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.