Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 26
Ég þurfti snemma að byrja að vinna fyrir mér og hef alltaf unnið mikið. Ég lít á mig sem afar lánsama mann- eskju og tel það blessun að hafa byrjað ævina með átökum. E nn sem komið er hanga kjólarnir, pensilpilsin og jakkarnir á fataslá heima hjá Elínrós Líndal. Bíða þess að verða uppgötvuð, strokin og mátuð af konum á Íslandi, í London og New York. Fatnaðurinn er heilsteypt lína undir merkinu ELLA en einnig er þarna að finna fatnað úr undirlínunni ELLA COM- FORT. Í stúdíóinu situr hönnuður- inn, Katrín María Káradóttir, aðjunkt við Listaháskóla Íslands, sem lærði til hönnunar í París og hefur unnið hjá merkjum á borð við John Galliano og Christian Dior. Þar er líka Cherie Dóra Crozier markaðs- stjóri og Lilja Björg Rúnarsdóttir klæðskeri. Hér, í 50 fermetra rými sem áður var bílskúr, eru höfuð- stöðvar fyrirtækisins. Elínrós segist hafa ákveðið að verja öllu fjármagni í framleiðsluna frekar en að leigja húsnæði úti í bæ. Það er í nógu að snúast og senn styttist í lokatak- markið. Ef að líkum lætur verður það þó einungis upphafið að nýjum ævintýrum. Elínrós er klædd pistasíu-grænum kjól úr eigin fatalínu, kvenlegri flík sem er í senn klassísk og nútímaleg. Hún byrjar á því að útskýra hvert þær sæki innblástur að hönnun sinni. „Fyrst vinnum við ákveðna rannsóknarvinnu og búum til „mo- od-board“. Út frá þeirri vinnu þróum við okkar hugmyndir, en fáum einnig innblástur frá kvikmyndum og tónlist,“ segir Elínrós og bendir á plötu sem þekur drjúgan hluta af einum veggnum. Sem dæmi má nefna að hugmyndin að tvöföldum pífuermum á einni prjónapeysunni þeirra kviknaði með þessum hætti. Lengi dreymt um eigin fatalínu Elínrós er hugmyndasmiðurinn að baki ELLU og hafði gengið með þann draum í maganum í nokkur ár að stofna eigin fatalínu. Tísku- áhuginn hefur fylgt henni nánast alla ævi. Hún sótti mikið í fataskáp mömmu sinnar sem barn og áhug- inn tvíefldist þegar hún fór að vinna í versluninni Evu, samhliða námi í Verslunarskólanum. Eftir Versló lá leiðin í sálfræði og fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands og um tíma skrifaði hún tískugreinar fyrir Morgunblaðið. Þegar hún ákvað að stofna ELLU skráði hún sig í MBA-nám við Há- skólann í Reykjavík, í þeim tilgangi að búa sig undir það verkefni, og segir alþjóðlegt stjórnunarnámið þar hafa hjálpað sér ákaflega mikið. Hún situr í stjórn EMBLNA – kvenna sem hafa útskrifast með MBA-gráðu frá háskólanum, og hefur ritstýrt vef EMBLNA í tvö ár. Elínrós er einnig ráðgjafi fyrir UNIFEM en því hlut- verki hefur hún sinnt frá því að hún léði samtökunum krafta sína árið 2008 í Fiðrildasöfnuninni. „Eftir að hafa eignast þriðja son minn, heilbrigðan og fallegan, ákvað ég að tími væri kominn fyrir mig að borga til baka. Ég starfaði sem sjálf- boðaliði fyrir UNIFEM í tæpt ár og var fjármálastýra söfnunarinnar,“ segir Elínrós og útskýrir að eins og svo margar gjafir hafi þessi gefið mikið til baka. „Þarna kynntist ég einstökum konum og kvenorku sem ég mun aldrei gleyma. Ég þurfti að sökkva mér í rannsóknarvinnu, tengda samfélagslegri ábyrgð fyrir- tækja, til að vita hvert ég gæti leitað eftir stuðningi. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja gengur út á það hvað fyrirtækin gera til að efla samfélagið og hvernig viðskiptahættir þeirra geta breytt efnahagslegu umhverfi. Söfnunin var til styrktar baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum. Þetta var söfnun kvenna fyrir kon- ur og söfnuðust yfir 90 milljónir króna, sem var stærsta upphæð sem hafði safnast á Íslandi. Þar lærði ég margar lexíur sem leiddu mig að þessu fyrirtæki; að þú getir haft fiðrildaáhrif á litla Íslandi; að með einu vængjataki í norðri getirðu búið til fellibyl í suðri,“ segir Elínrós. Aftur til upprunans ELLA byggist á svokallaðri „slow fashion“ -hreyfingu sem gengur í grófum dráttum út á það að fatn- aður sé vandaður og endingargóður, starfsfólk njóti góðs aðbúnaðar og að hægt sé að rekja uppruna hverrar flíkur. „Þegar ég nálgast verksmiðjur er mín fyrsta spurning alltaf hvernig aðbúnaður starfsfólks sé, hvernig launagreiðslum sé háttað og því um líkt. Þannig býr maður til ákveðinn þrýsting,“ upplýsir Elínrós. Sjálf segist hún fyrir nokkru hafa tekið eftir því að oft og tíðum séu þau gæði, sem eitt sinn þóttu sjálf- sögð, ekki lengur fyrir hendi, ekki einu sinni hjá dýru og fínu fatamerkj- unum. „Oft var ég að kaupa gæða- merki sem rifnuðu samt á saum- unum. Ég sá ekki lengur þessi miklu gæði sem ég hafði séð þegar ég var yngri og var að læðast í fataskápinn hjá mömmu í Soniu Rykiel-peysurn- ar hennar. Hjá ELLU leggjum við algjörlega upp úr því að vera með gæðaefni og vandaðan frágang.“ Í fyrstu var hugmyndafræðin að baki ELLU skilgreind sem ný-klass- ísk, en það var góðvinkona Elínrósar og ráðgjafi hennar í markaðsmálum sem benti henni á að þær hugsjónir sem hún bar í brjósti gagnvart fram- leiðslunni væru algjörlega í anda „slow fashion“ -bylgjunnar sem þá var að fara af stað. „Ég vissi að ég væri ekki að búa til eitthvað alveg nýtt og þótti vænt um að komast að því að það væri hreyf- ing þarna úti sem væri að hugsa alveg það sama og ég. „Slow fas- hion“ gengur út á að framleiða á sínu efnahagssvæði, sem í okkar tilfelli er Evrópa, og að hver einasta flík sé einstök og eigi sér sögu. Maður getur rakið hana allt til upprunans. Þegar þú kaupir flík frá okkur færðu t.d. lítinn miða sem segir sögu henn- ar, hvernig hugmyndin að flíkinni kviknaði, svo og hvar og hvernig hún er unnin. Kjarninn í „slow fas- hion“ er virðing; virðing fyrir starfs- fólkinu, umhverfinu og viðskiptavin- unum. Þetta er hreyfing sem gengur út á að fara meira „back to basics“ eða aftur í grunnhugmyndafræði.“ Hún segir efnahagshrunið þó ekki hafa haft þau áhrif að hún ákvað að Litirnir eru dásamlega mildir og rómantískir, efnin silkimjúk viðkomu og sniðin hönnuð fyrir konur með mitti og mjaðmir. ELLA, fata-, skartgripa- og ilmvatnslínan, er ávöxtur sam- vinnu nokkurra íslenskra atorkukvenna sem opna nýja vefverslun 8. apríl næstkomandi. Merkið dregur nafn sitt af gælunafni Elínrósar Líndal sem er eigandi, listrænn stjórnandi og forstjóri fyrirtækisins. Heiðdís Lilja Magnús- dóttir ræddi við Elínrós. Ljósmyndir/Aldís Pálsdóttir Lj ós m yn d: P *a ld is | w w w .p al di s. co m Með hjarta götustelpu Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.