Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 60
48 bíó Helgin 1.-3. apríl 2011 Þ að er alltaf gaman á setti hjá Óla því hann er svo ofboðslega áfjáður í samtal við leikarana og þess vegna fannst mér nú mjög skemmtilegt að fara með hon- um inn í aðra mynd. Og mér fannst líka Stóra planið alveg frábærlega skemmtileg,“ seg- ir Eggert og stingur upp í sig nikótíntyggjói. Kurteist fólk gerist í Búðar- dal og fjallar um brask og til- raunir sveitarstjórans Mar- kels, sem Eggert leikur, til að koma sláturhúsi á staðnum aftur í gagnið. Ólafur ólst upp í Búðardal og þekkir því vel til á söguslóðum. „Þetta er svona skábyggt á raunveruleikanum og af- skræmt. En það er alveg rétt að það er þarna sláturhús sem stendur autt. Það var gert upp en svo var skipt um stjórn og nýja stjórnin vildi ekki vera að elta draum eldri stjórnarinnar heldur drepa það og færa kvót- ann yfir á Hvammstanga. Það er svolítið gaman að sjá þennan míkrókosmos af heimspólitík og þessa litlu spillingu sem verður svo gagnsæ að hún verður hálf kjánaleg á Íslandi,“ segir Ólafur. „Þarna beið bara sviðsmynd- in eftir okkur. Heilt sláturhús,“ segir Eggert og hlær. „Svo er annar kostur í þessu,“ heldur Ólafur áfram. „Að þarna er maður að hitta fólk sem maður ólst upp með og mætir rosaleg- um velvilja, fær að ganga inn í öll hús og svona. Þarna er í raun bara heilt Hollywood-sett sem við fengum að ganga inn í, nema bara að það býr fólk í settinu.“ „Hollywood-sett, hvað er það?“ spyr Eggert og heldur áfram: „Fólk lánaði bara húsin sín og fylgdist svo bara með út um eldhúsgluggann í næsta húsi.“ Þegar Eggert er spurður hvort hann hafi horft til raun- verulegra sveitarstjórnar- manna í túlkun sinni á Mar- keli, segir hann: „Ég var nú ekkert að breyta þessari bíó- mynd sko, en fyrir tveimur til þremur árum voru mikil læti í sveitarfélagi hérna á höfuð- borgarsvæðinu. Þar var ansi litríkur bæjarstjóri sem ég stal nokkrum frösum frá.“ Eggert segist hafa mikinn áhuga á stofnanamáli sem gangi út á það að segja eitthvað sem enginn skilur. „Maður er bara kominn á þann aldur að maður liggur bara við sjón- varpið, bara eins og Eiður Guðnason, og talar við sjón- varpið: „Heyrðu, maður segir ekki svona!“ Ha?“ Eggert bæt- ir því við að eftir á að hyggja hefði hann kannski átt að koma með það í myndina. „Markeli hefði sjálfsagt gengið betur í myndinni ef hann hefði bara sagt eitthvað sem enginn skildi.“ Ólafur er afkastamikill leik- stjóri og er búinn að gera aðra bíómynd síðan þeir Eggert brugðu á leik í Búðardal. Sú mynd er væntanleg í haust, heitir Borgríkið og er „spennu eitthvað,“ eins og Ólafur orðar það. Eggert er ekki í þeirri mynd. „Hann gaf það frá sér ...“ „Baðst undan því,“ skýtur Eggert inn í. „Ég hafði ekki fengið frí í tvö ár eða eitthvað svoleiðis og vildi taka mér sumarleyfi og þá var bara að velja eða hafna. Maður verður að rækta garðinn sinn líka. Ha? Hann ræktar sig ekki sjálfur. Það er ekki hægt að slaufa því alltaf fyrir karríerinn.“ Ólafur bendir á að Eggert sé að tala um garðrækt í bók- staflegri merkingu. „Ég nudd- ast svona í þessu,“ segir Egg- ert og bætir aðspurður við að vissulega sé garðrækt góð fyrir sálina. „Sjáiði hvað ég sit vel í sjálfum mér. Þú hefð- ir nú gott af því að fara í smá garðyrkju, Óli. Hann vinnur úr sér hrollinn, sko. Fer bara alltaf í nýja mynd í staðinn fyrir að fara bara í garðinn.“ Ólafur segir að nú sé að vísu komið að því að hann taki sér dágott frí. „Ha? Verður engin mynd í sumar?“ spyr Eggert vantrúaður. „Ekki einu sinni stuttmynd? Það má skoða að þú komir í starfskynningu hjá mér. Það er þarft verk að reyta arfann, Óli minn. Til þess að maður geti notið lífsins verður alltaf að reyta arfann. Annars bara breytist allt í illgresi.“  kurteist fólk Í hreppapólitÍk Í Búðardal  BÍódómur kurteist fólk  frumsýndar  Nauðsynlegt að reyta arfann Ólafur Jóhannesson og Eggert Þorleifsson kynntust þegar sá fyrrnefndi leikstýrði hinum í Stóra planinu. Þeir segjast hafa gaman af því að vinna saman og leiða nú saman hesta sína í Búðar- dal þar sem Ólafur heimsækir æskuslóðirnar og teflir Eggerti fram sem spilltum sveitarstjóra í gamanmyndinni Kurteist fólk. Lárus Skjaldarson er óttalegur lúser, mis- lukkaður verkfræðingur og illa laskað upp- komið barn alkóhólista sem ákveður að upp- fylla hinstu ósk deyjandi föður síns með því að fara í Búðardal og hjálpa til við endurreisn sláturhússins í bænum. Í Búðardal gengur hann inn í litla Sturlungaöld þar sem tveir smákóngar, Markell sveitarstjóri og Hrafnkell mjólkurbústjóri, takast á. Lárus er lykilmaður í þeirri áætlun Markels að endurvekja sláturhúsið en með því móti ætlar hann að skapa nánast gjaldþrota verk- takafyrirtæki sínu arðbært verkefni. Lárus er ekki mikill bógur og kastast ráðvilltur fram og til baka í litlu samfélagi þar sem fátt er þó sem sýnist. Framhjáhald og svikráð í ýmsum skúmaskotum gera leiðangur Lárusar að einu allsherjar klúðri. Kurteist fólk er ekki þannig gamanmynd að maður sé skellandi upp úr í tíma og ótíma enda er Ólafur Jóhannesson leikstjóri og hand- ritshöfundur enginn sprelligosi og gamni hans fylgir jafnan nokkur alvara. Myndin er hins vegar lúmskt fyndin og samfélagsgagn- rýnin bæði kómísk og nokkuð beitt. Ólafur býður upp á fjölmennnt og litskrúð- ugt persónugallerí og persónurnar eru það margar og sögur þeirra flestra það áhuga- verðar að þær sprengja eiginlega utan af sér þann tímaramma sem kvikmyndin setur þeim. Auðvitað er mjög smart að láta sumt ósagt þegar eyðurnar eru útpældar, eins og í þessu tilfelli, en maður hefði svo gjarna viljað fá meira frá mörgum. Myndin er vel mönnuð léttleikandi liði sem virðist hafa skemmt sér vel við gerð myndar- innar. Stefán Karl Stefánsson og Eggert Þorleifsson eru í forgrunni. Stefán gerir aul- anum Lárusi fín skil og Eggert er dásamlegur í hlutverki sveitarstjórans enda svo náttúru- lega fyndinn að hvert smáatriði í hreyfingum, tali og látbragði gefa fláráðum sveitarstjór- anum sérlega tragikómískan blæ. Hilmir Snær gerir sér mikinn mat úr laus- girtum mjólkurbússtjóranum og Ágústa Eva er sæt og kúl að vanda og stórgóð sem barna- skólakennari sem snertir strengi í hjarta Lár- usar. Aðrir leikarar standa sig með prýði und- ir fumlausri stjórn Ólafs sem vex með hverri mynd. Þórarinn Þórarinsson Mörgæsirnar sturluðu, sem hafa stolið senunni með mögnuðum fíflagangi í Madagascar-teiknimyndunum, eru nú loksins að fá sína eigin, löngu verðskulduðu, bíómynd. Þriðja Madagascar-myndin er væntanleg sumarið 2012 en þegar er farið að leggja grunninn að mynd þar sem mörgæsirnar fjórar, Skipper, Kowalski, Private og Rico, fá að njóta sín í friði fyrir öðrum úr dýraklíkunni. Handritshöfundarnir Alan J. Schoolcraft og Brent Simons, sem eiga heiðurinn af handriti teiknimyndarinnar Megamind, hafa verið fengnir til að skrifa handrit að ævintýri mörgæsanna en málið er þó ekki komið lengra á veg en svo að titill er ekki í sjónmáli frekar en leikstjóri eða útgáfudagur. Hop James Marsden leikur Fred, atvinnu- lausan letingja sem er eitthvað annars hugar einn daginn og keyrir óvart á og slasar Páskakanínuna. Hann verður því heldur betur að taka sig saman í andlitinu og hjúkra Páskakanínunni þannig að ótal börn úti um allan heim verði ekki fyrir stórkostlegum vonbrigðum um páskana. Umönnun Páskakanínunnar er þó enginn dans á rósum, þar sem kanínan er með erfiðari gestum sem sögur fara af, en þessum ólíku félögum tekst samt sem áður að leysa hin ólíklegustu vandamál eftir því sem vinabönd þeirra styrkjast. Russell Brand ljær Páskakanínunni rödd sína og rödd Hugh Laurie hljómar einnig í myndinni. Elizabeth Perkins og Kaley Cuoco úr The Big Bang Theory leika einnig í myndinni og sjálfur ofurstrandvörðurinn David Hasselhoff leikur sjálfan sig. Maður er bara kominn á þann aldur að maður liggur bara við sjón- varpið, bara eins og Eiður Guðnason, og talar við sjónvarpið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Ólafur Jóhannesson og Eggert Þorleifsson „Þar var ansi litríkur bæjarstjóri sem ég stal nokkrum frösum frá.“ Sucker Punch Emily Browning leikur Baby Doll sem er í verulega vondum málum. Illur stjúpfaðir hennar sendir hana á geðveikrahæli þar sem til stendur að fjarlægja persónuleika hennar með heilaskurðaðgerð. Á hælinu kynnist hún nokkrum ungum konum og saman nota þær ímyndunaraflið til þess að flýja ömurlegar aðstæðurnar innan veggja hælisins. Í framhaldinu fær Baby Doll þá hugmynd að flýja hælið sjálft með ímynd- unaraflinu og þegar sú flóttaáætlun er sett í gang þurrkast mörkin milli raunveruleika og ímyndunar nánast út og stúlkurnar mæta ýmsum skrímslum og skuggaverum á ævintýraferð sinni um hugarheima. Aðrir miðlar: Imdb: 6,8, Rotten Tomatoes: 21%, Metacritic: 35/100. Mörgæsum gefinn laus taumur Eggert Þorleifsson og Stefán Karl fara fyrir traustum hópi leikara í Kurteisu fólki. Innansveitarkrónika Lj ós m yn d/ Te it ur Mörgæsirnar í Madagascar hafa unnið sig upp metorða- stigann og byrjað er að vinna að þeirra eigin bíómynd. SKRÁÐU ÞIG NÚNA á worldclass.is og í síma 55 30000 Opið allan sólarhringinn í World Class Kringlunni B es tu n B irt in ga hú s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.