Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Síða 66

Fréttatíminn - 01.04.2011, Síða 66
54 dægurmál Helgin 1.-3. apríl 2011 R uslóperan um Strýhærða Pétur er heljarinnar sirkus fyrir öll skynfærin. Þar er tekið á sígildum og fjölþjóðlegum vanda fullorðins fólks – óþekkt barnanna okkar. Inn- blásturinn að verkinu er fenginn frá þýska lækninum Hoffmann sem samdi nokkuð hrottafengnar en afar skemmtilegar vísur í for- varnarskyni fyrir sitt eigið barn og gaf út árið 1844. Og maður minn, nú er gaman. Þetta er með afbrigðum hressandi og frumleg sýning á Litla sviðinu. Leikhúsgestir standa upp á endann og snúast í hringi – því í hverju horni og skúmaskoti er eitthvað að sjá. Leikmyndin og umgjörðin sjálf og öll tæknin sem þar að baki býr Hópurinn baksviðs er vonandi á ásætt- anlegum launum. Strýhærði Pétur  Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Borgarleikhúsið  leikdómuR StRýhæRði PétuR Á misjöfnu þrífast börnin best Halldór Gylfason og Hallur Ingólfsson í léttri sveiflu. Ágúst Ólafsson Gissur Páll Gissurarson Hulda Björk Garðarsdóttir Valgerður Guðnadóttir Antonía Hevesi, píanó Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson PERLUPORTIÐ FRUMSÝNING 8. APRÍL 2011 SPRELLFJÖRUG ÓPERUSKEMMTUN! Þóra Einarsdóttir sópran • Ágúst Ólafsson bassi/Pílatus Andri Björn Róbertsson bassi/Jesús • Sigríður Ósk Kristjánsdóttir alt Benedikt Kristjánsson tenór/guðspjallamaður Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi Hörður Áskelsson J.S.Bach BWV 245 Listvinafélag Hallgrímskirkju - 29. starfsár Miðasala í Hallgrímskirkju • Sími: 510 1000 • Miðaverð: 4.900 kr./3.900 kr. Miðasala Hofi Akureyri • Sími: 450 1000 • Miðaverð: 3.900 kr. www.menningarhus.is www.listvinafelag.is Sunnudaginn 3. apríl 2011 kl. 17 Minningartónleikar um Áskel Jónsson söngstjóra f. 5. apríl 1911. Hallgrímskirkja Reykjavík Menningarhúsið Hof Akureyri Laugardaginn 2. apríl 2011 kl. 17 Föstudaginn 1. apríl 2011 kl. 20 Jóhannesarpassía er undraverð. Ég tek ofan hattinn fyrir Höllu Gunn- arsdóttur fyrir að púsla leikmynd og búningum svo haganlega saman og held að Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari sé galdrakarl. Það er sannkallað þrekvirki að skipuleggja sýningu sem þessa; öll smáatriðin og nostrið við útfærslu á ótal brellum hennar kalla á þolgæði og afar snarpan viðbragðstíma. Hópurinn baksviðs er vonandi á ásættanlegum launum. Verkið sjálft er ekki mikill bógur en hugmyndin er flott og textinn, í mæltu og mátulega rímuðu máli, er snöfurmannlega þýddur af Halli Ingólfssyni sem einnig stýrir húsbandinu. Tónlistin, sem knýr áfram þetta karnival, er alveg frábær og þar sýnir hinn fjölhæfi leikhópur líka á sér skemmtilegar hliðar. Og það hallar ekki á neinn, hópurinn er samstiga og flottur í leik og söng – allir fá að leika lausum hala og gera það með bravúr. Ádeilan er ávallt til staðar, henni er helst miðlað gegnum siðameistarann (Hilmir Snær Guðnason) sem þó hefði getað tekið sér meira rými og gengist upp í sinni valdamiklu rullu. Hann minnti reyndar fullmikið á ákveðinn sjóræningja á köflum. Þórir Sæmundsson var hreint dásamlegur í hlutverki málhalta föðurins sem hallar sér að flöskunni. Frú hans, leikin af Halldóru Geirharðsdóttur, var níst- andi fyndin og stílfærður samleikur þeirra skemmti- legur. Ég komst við yfir túlkun Hallgríms Ólafs- sonar sem á svo auðvelt með að birta áhorfendum sakleysi barnsins mitt í meinfýsinni – hvort sem hann er að dragast upp úr hor eða fjúka út í bláinn. Kristín Þóra Haraldsdóttir er kameljón frá toppi oní tær, hún fór á kostum og það gerði einnig Hall- dór Gylfason. Óþekktin fer honum afskaplega vel og það er eitthvað við leik hans sem kemur manni í óendanlega gott skap. Leikstjórinn Jón Páll Eyj- ólfsson bætir hér enn einni fjöðrinni í sinn marglita leikstjórahatt. Mér þykir della að banna krökkum að sjá þessa sýningu. Hún er fyrirtaks skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Óhlýðni er enda alls ekkert bundin við börn. Fyrir mér er boðskapur hennar sá að fólk eigi einfaldlega að haga sér – sérstaklega foreldrar. Niðurstaða: Frumleg og afskaplega flott sýning. Kristrún Heiða Hauksdóttir Lifandi sviðsmynd Alþjóðlega brúðuhátíð- in stendur yfir í Brúðu- heimum í Borgarnesi um helgina. Þar kynna fremstu brúðu- listamenn Norður- landanna verk sín. Í dag, föstudag, sýnir franski látbragðs- og brúðuleikarinn Nicolas Goussef verk sitt, Dormir. Gousseff hefur þróað stíl sem byggist á að nota líkamann sem lifandi skúlptúr eða sviðsmynd fyrir brúðurnar sem hann stjórnar. Hann hefur undanfarna daga haldið námskeið í látbragði og brúðuleik fyrir gesti hátíðarinnar og tekur einnig þátt í málþingi um brúðulist sem haldið verður á laugardag. Nicolas Gousseff notar líkamann sem sviðsmynd fyrir brúðurnar sem hann stjórnar. Hann sýnir verk sitt, Dormir, í Brúðuheimum í dag, föstudag.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.