Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 70
... kúl að Pétur Jóhann skuli verða þarna. Hann er algjör snillingur.“ M argrét Björnsdóttir, sem á dögunum var valin fyndnasti Verslingurinn í uppi- standskeppni skólans, kemur fram með strákunum í Mið- Íslandi í Þjóðleikhúskjall- aranum á miðvikudaginn kemur, 6. apríl. Strákarnir, Ari Eldjárn, Berg- ur Ebbi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð Jóhansson, hafa staðið fyrir geysivinsælum uppistands- kvöldum undanfarið og verður Pétur Jóhann gestur á næstu uppákomu. Mið-Íslands- drengirnir voru dómarar í uppi- standskeppni Verslunarskólans á dögunum og þeir voru ekki í vafa um að Margrét Björns- dóttir væri fyndnasti nemandi skólans. „Ég var bara að gera grín að sjálfri mér fyrir nokkrum árum. Þá átti ég það til að missa mig í hlátursköstum og hreinlega pissa í mig. Það kom margoft fyrir,“ segir Margrét sem var ánægð með viðbrögð viðstaddra. Hún segist hafa mikinn húmor fyrir sjálfri sér og kjánalegum uppákomum úr æsku. „Ég rifjaði það upp þegar ég var í níunda bekk og fór út að róla með vinkonu minni. Hún var í rólunni og ég settist yfir hana eins og krabbi. Það er mjög erfitt að stoppa þegar maður rólar og það var ómögu- legt í svona krabbastellingu. Ég missti mig alveg í gleðinni og pissaði niður úr. Pissaði yfir hana og svo duttum við úr rólunni.“ Margrét kvíðir ekki uppi- standinu og segist hafa verið alveg róleg þegar hún kom fram síðast. „Ég er mikið í gríninu og er formaður grínklúbbsins Tólf núll núll í Versló. Það er bara spennandi að fá að vera með á svona kvöldi og mér finnst mjög kúl að Pétur Jóhann skuli verða þarna. Hann er algjör snill- ingur.“ –ÞT  uppistand Fyndnasti Verslingurinn keMur FraM Með Mið-Íslandi Pissaði í mig af hlátri Kate Winslet og Sólskinsdrengurinn Keli eru miklir vinir og tala saman í gegnum netið. Winslet les bækur fyrir Sólskinsdreng- inn á Skype k eli var aðalpersóna í heimildar-mynd Friðriks Þórs Friðriksson-ar Sólskinsdrengurinn sem sýnd var í kvikmyndahúsum fyrir tveimur árum. Breska leikkonan Kate Winslet var þulur í enskri útgáfu myndarinnar og heillaðist af sögunni um drenginn sem var algjör- lega fjötraður í einhverfu. Keli hafði aldrei getað tjáð sig í orðum né átt skýr samskipti við sína nánustu fyrr en undir lok upp- tökutímabils myndarinnar. Þá gerðist hið merkilega í lífi Kela þegar loksins fannst aðferð sem hjálpaði honum að tjá sig. Aðferðin kallast Rapid Prompting Method og gerir Kela kleift að ganga í venjulegan skóla og læra með aðstoð stafaborðs. Kate hefur unnið náið með Margréti Dagmar Ericsdóttur, móður Kela, eftir gerð myndarinnar og lagt sitt fram í barátt- unni fyrir aukinni þekkingu á einhverfu. „Kate er yndisleg og sterk manneskja. Henni er nákvæmlega sama þótt Keli sé öðruvísi. Hún er svo góð við hann og talar við hann og les fyrir hann alveg endalaust. Það ríkir gagnkvæm virðing og kærleikur á milli þeirra,“ segir Margrét Dagmar og bætir við að Keli og Kate eigi aðallega sam- skipti í gegnum netið. Keli sé ekki kominn svo langt að hann taki upp síma og hringi. Fjölskylda Kela flutti til Austin í Banda- ríkjunum eftir gerð myndarinnar og hefur varið ómældum tíma í að kynna myndina og breiða út boðskap hennar. „Keli er í al- mennum skóla með heilbrigðum nemend- um. Helmingur kennslunnar er sérkennsla og Keli stendur sig frábærlega vel. Hann er með 9,8 í meðaleinkunn og stefnan er að hann verði alfarið í almennri kennslu í haust.“ thora@frettatiminn.is Hún er svo góð við hann og talar við hann og les fyrir hann alveg endalaust. Geimfari leggur til sviðsmynd Það væsir ekki um stórleikarann Gísla Örn Garðarsson í hlutverki athafna- mannsins Hrafns Jósepssonar í spennuþáttaröðinni Pressu sem Stöð 2 sýnir þessar vik- urnar. Atriðin sem gerast heima hjá Hrafni þessum voru nefnilega tekin upp í einbýlishúsinu við Laufásveg 69 sem er ekkert slor. Húsið er í eigu Ásu Karenar Ásgeirsdóttur en hún keypti það af syni sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, í nóvember á síðasta ári til að losa hann undan sligandi lögfræðikostn- aði. Sá sem býr hins vegar í húsinu er enginn annar en tilvonandi Lúkasi vottuð virðing í Tíma nornarinnar Glöggir áhorfendur fyrsta þáttar Tíma nornarinnar, sem RÚV sýndi á sunnudag- inn, tóku eftir því að þar var minnst á hundinn Lúkas. Þótt Lúkas komi þáttunum ekkert við er tengingin sú að í þættinum týndist lítill hundur á Akureyri. Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Tíma nornarinnar, segist hafa viljað minnast Lúkasar þar sem hremmingar hans hafi í raun verið dæmi um hvernig lífið líkir eftir listinni því Árni Þórarins- son skrifaði bókina sem þættirnir byggjast á áður en Lúkas hvarf. Friðrik Þór segir Lúkas hafa veitt sé mikla ánægju á meðan hann lifði og því hafi hann viljað sýna honum þennan litla virðingarvott. Þar fyrir utan sé Lúkas einn allra frægasti Akureyringurinn fyrr og síðar og skyggi jafnvel á Nonna og Manna. Þess má einnig geta að Friðrik Þór má vel við una en fyrsti þáttur Tíma nornarinnar var með 40% áhorf. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Betri blóðrás - bætt líðan Þrýstingssokkar fyrirbyggja og meðhöndla: • Bjúg • Æðahnúta • Blóðrásarvandamál • Þreytu og þyngsl í fótleggjum Bjóðum gott úrval vandaðra þrýstingssokka. Fagleg ráðgjöf og mælingar Mikil vinátta hefur þróast milli Sólskinsdrengsins Kela og leikkonunnar Kate Winslet en þau kynntust við gerð heimildarmyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar. Winslet er í miklu sambandi við Kela og les fyrir hann uppáhaldsbókina hans, Stikilsberja-Finn, á Skype. geimfarinn, athafna- og ævintýramaðurinn Gísli Gíslason en hann og fjölskylda hans fá sérstakar þakkir, fyrir lánið, í kreditlistanum í lok þáttanna. Bílaprinsessa rífur hús Erna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri B&L, stendur í stórræðum á Seltjarnarnesi. Í fyrra keypti hún einbýlishús við Valhúsabraut af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnar- formanni Kaupþings, en hyggst nú jafna híbýli fésýslumannsins við jörðu og reisa glæsilegt stórhýsi á grunni þess. Erna er vel stæð og ólöskuð eftir hrunið mikla. Hún er í hópi þeirra sem keyptu tryggingafélagið Sjóvá á dögunum og á sæti í stjórn félagsins. Hún hefur ekki enn fengið samþykki bæjarins fyrir fyrir- huguðum framkvæmdum þar sem enn er ekki vitað hversu stórt húsið á að verða. 58 dægurmál Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.