Fréttatíminn - 10.06.2011, Qupperneq 2
Í Fréttatímanum fyrir viku birtist grein eftir
Andra Snæ Magnason, Ársæl Valfells,
Guðmund Ólafsson, Heiðar Má Guð-
jónsson og Stefán Einar Stefánsson með
tillögum um efnahagsaðgerðir fyrir Ísland.
Þess misskilnings hefur gætt að Fréttatím-
inn hafi leitt þennan
hóp saman. Svo var
ekki. Hópurinn tók
sig saman að eigin
frumkvæði, skrifaði
greinina og óskaði
eftir birtingu. Grein
fimmmenninganna
er hins vegar viðbragð við pistli ritstjóra
Fréttatímans um Haftakrónuna, sem
birtist 20. maí, en þar var einmitt kallað
eftir kraftmeiri og dýpri umræðu um
gjaldmiðlamál landsins. Grein fimmmenn-
inganna var kröftugt innlegg í þá umræðu.
Að þeirra frumkvæði
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Leggur til aukningu þorskkvóta
17
þúsund tonn
AukninG á
ÞorSk veiðikvótA
Tillaga
Hafrannsóknar-
stofnun
erlendir krónueigendur
halda ró sinni
Útkoman úr fyrsta gjaldeyrisútboði Seðla-
bankans samkvæmt áætlun um afnám
gjaldeyrishafta bendir til þess að erlendir
krónueigendur séu ekki jafn óþreyjufullir
að selja krónur sínar og margir töldu. eru
því jákvæð teikn fólgin í niðurstöðunni, að
mati Greiningar Íslandsbanka, en hún var sú
að Seðlabankinn seldi 13,4 milljarða króna
til eigenda aflandskróna á meðalgenginu
218,89 krónur á evru, en lágmarksgengi
samþykktra tilboða var 215 krónur á evruna.
Alls bárust tilboð að fjárhæð 61,1 milljarður
króna. -jh
RíkisskattstjóRi skoðun á aflandsfélögum
Á þriðja tug aðila í sigtinu vegna aflandsfélaga
Embætti Ríkisskattstjóra skoðar enn af
lands félög í eigu Íslendinga vegna gruns
um möguleg skattalagabrot. Embættið hef
ur sent út fyrirspurnir til á þriðja tug aðila
sem vitað er til að hafi velt miklum fjárhæð
um á reikningum félaganna erlendis. Að því
er Fréttatíminn kemst næst krefur skattur
inn menn svara um fjárhæðir sem farið var
með héðan á reikninga erlendis – hvort um
sé að ræða hagnað sem er mögulega skatt
skyldur á Íslandi. Treglega hefur gengið
að fá svör og gætu nokkur mál endað fyrir
dómstólum. Deilt er um skyldu félaganna
til að leggja fram gögn á Íslandi þar sem
lögheimili þeirra er erlendis. Í flestum til
fellum er um að ræða aðila sem eiga á bilinu
hundrað til fimm hundruð milljónir.
Nú þegar hafa þrír aðilar komið og beðið
um leiðréttingu á skattstofni sínum vegna
eigna erlendis en innan embættisins ríkir
ekki mikil bjartsýni um að fleiri stígi fram.
Eftir því sem næst verður komist er reiknað
með að búið verði að ákveða í lok sumars til
hvaða aðgerða verði gripið gagnvart þeim
sem ekki svara. Til greina kemur að leggja
á þá sem gefa ekki fullnægjandi skýringar
eða draga þá fyrir dómstóla til að freista
þess að fá þau gögn sem beðið er um.
embætti ríkisskattstjóra stendur í bréfaskriftum
til fjölmarga eigenda aflandsfélaga en fátt er um
svör.
Í flestum tilfellum
er um að ræða
aðila sem eiga á
bilinu hundrað
til fimm hundruð
milljónir.
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvóti á komandi
fiskveiðiári verði aukinn úr 160.000 tonnum í 177.000
tonn. Þorskaflinn á nýafstöðnu fiskveiðiári varð á endanum
169.000 tonn, vegna ýmissa viðbótarheimilda og tilfærslu
aflaheimilda á milli fiskveiðiára. Stofnunin telur að verði far-
ið að tilmælum hennar séu líkur á að þorskaflinn geti vaxið
í allt að 250.000 tonn á komandi árum. Stofnunin leggur
hins vegar til að dregið verði úr veiðum á flestum öðrum
fisktegundum, til dæmis ýsu, ufsa, steinbít, skötusel og
grálúðu, og þá leggur stofnunin til að dregið verði verulega
úr veiðum á grásleppu. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra
á ekki von á öðru, að því er fram kom í fréttum, en að farið
verði að ráðleggingum stofnunarinnar. -jh
Hægt er að breyta þessum sex atriðum á tveimur til þremur mánuðum
sem myndi tryggja mikinn hagvöxt strax á seinni hluta ársins 2011.
S
amfélagsumræðan á Íslandi í dag ein
kennist af doða og deyfð. Ástæðan er sú
að stjórn málin beina stærstum hluta sinna
krafta í tvö umdeild mál – umsóknarferlið
inn í Evrópusambandið og fyrirkomulag
fiskveiða. Ráðamenn valda landsmönnum miklum
kostnaði með því að eyða nánast allri sinni orku í
þessi tvö mál. Lesa má úr hagtölum að Ísland dregst
nú hratt aftur úr nágrannaþjóðum sínum hvað
varðar kaupmátt og lífsgæði. Umræða
um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar
kerfisins eða umsóknarferlið að
ESB þarf ekki að þýða að Íslend
ingar þurfi að búa við efnahags
leg höft, skort á sýn í skyn
samlegri auðlindanýtingu og
óskilvirkt fjármálakerfi.
Hægt er að grípa til aðgerða
sem munu hafa tafarlaus áhrif
til hins betra á íslenskt efnahags
líf. Óvissa mun minnka og höft
munu losna. Aðgerðirnar eru eftir
farandi:
Gjaldeyrismál
Upptaka nýrrar myntar með afnámi haftastefnu
og verulegri lækkun verðbólgu. Aðalhagfræðingur
Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka al
þjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um
40%. Evran og dollarinn eiga undir högg að sækja. Sú
mynt sem endurspeglar einna helst íslenskt atvinnu
líf er Kanadadollar en Kanada eygir langt hagvaxtar
skeið og myntin mun verja kaupmátt þeirra sem hana
nota. Möguleikinn á upptöku þeirrar myntar hefur
verið kynntur stjórnvöldum í Ottawa. Bæði fjármála
ráðuneyti Kanada og Bank of Canada eru mjög já
kvæð í garð aðgerðarinnar. Afnám hafta yrði mikil
innspýting fyrir íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi
aukast og störf skapast.
Fjármálakerfi
Girða þarf fyrir samrekstur viðskiptabanka og fjár
festingarbanka. Á sama tíma ætti að afnema inn
stæðutryggingar, en með því eru fjármagnseigendur
þvingaðir til að finna fé sínu annan og hagkvæmari
farveg. Komið yrði í veg fyrir áhættuspil banka með
sparifé almennings.
Ríkisfjármál
Einkaframtaki og fjárfestingu einkageirans er rutt
úr vegi með hallarekstri ríkisins. Ríkið getur ekki
skapað sjálfbæran hagvöxt. Því þarf að loka fjárlaga
gatinu hið snarasta.
Ríkisrekstur
Velferðarkerfi Svíþjóðar árið 1970 var ósjálfbært. Ráð
stöfunartekjur sænskra heimila jukust um eitt pró
sentustig yfir allt tímabilið 19701990. Því er rangt hjá
íslenskum ráðamönnum að ætla sér að byggja upp vel
ferðarkerfi með það sænska, árgerð 1970, sem fyrir
mynd. Velferðarkerfi Svíþjóðar árið 2010 er straum
línulagað og gerði það að verkum að hagvöxtur þar
í landi árið 2010 var sá hæsti í Evrópu, 5%, og
verður 4,5% í ár, samkvæmt nýjustu spám.
Svíar lyftu grettistaki með því að hverfa
frá höftum og miðstýringu.
Auðlindir
Orkuframleiðsla á að miðast við að
hámarka rentu, fremur en atkvæði
ákveðinna stjórnmálaafla í ein
stökum kjördæmum. Hægt er að
selja orku til heimila á mun lægra
verði en til fyrirtækja. Hækka þarf
verð til erlendra kaupenda íslenskr
ar orku. Umræða um nýtingu virkj
anakosta á Íslandi er ennþá of menguð
af kjördæmapoti og sérhagsmunum.
Þó ber að nefna að veruleg hugarfarsbreyt
ing hefur átt sér stað í stjórn Landsvirkjunar og
óskandi er að ríkið, sem eigandi fyrirtækisins, styðji
þessa endurbættu rekstraráætlun.
Skilanefndir
Skilanefndir gömlu bankanna þurfa að bera ábyrgð.
Miðað við núverandi lagaumhverfi þurfa skilanefndir
hvorki að svara til Fjármálaeftirlitsins, íslenska ríkis
ins né kröfuhafa bankanna. Í dag reyna skilanefndir
að hámarka völd sín og umsýsluþóknanir, með því að
aðhafast ekkert og halda atvinnulífi og fyrirtækjum
í gíslingu. Frumvarp sem snýr að því að afnema valda
stöðu þeirra einstaklinga sem sitja í skilanefndum er
tilbúið. Leggja þarf það frumvarp fram til umræðu á
Alþingi hið fyrsta.
Framkvæmanlegt á einum ársfjórðungi
Hægt er að breyta þessum sex atriðum á tveimur til
þremur mánuðum sem myndi tryggja mikinn hagvöxt
strax á seinni hluta ársins 2011. Þá væri tekinn við
sjálfbær hagvöxtur, án lána, sem gæti verið að meðal
tali 5% á næsta áratug. Atvinnusköpun yrði þá sjálf
sprottin en ekki t.d. með vegaframkvæmdum ríkis
ins, sem engu skila til lengri tíma litið. Þar sem ásókn
heimsins í hrávörur verður gríðarleg næstu áratugi
mun nóg fjármagn leita í að kaupa það sem við fram
leiðum og lána til einstakra verkefna. Ríkið þarf því
ekki á neinni fjármögnun að halda.
Tillaga að efnahagsaðgerðum
Fréttatíminn bað um raunhæfa efnahagsáætlun fyrir Ísland. Ársæll Valfells hagfræðingur, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson hag-
fræðingur, Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, og Andri Snær Magnason rithöfundur köstuðu á milli sín hugmyndum í vikunni – undir þeim formerkjum hvað
væri raunhæf efnahagsáætlun fyrir Ísland. Við birtum hér niðurstöðurnar sem gætu orðið gott upplegg í frekari umræður.
P eningakerfi heimsins, eins og það er í dag, er einungis fjörutíu ára gömul tilraun. Hún hófst árið 1971 þegar
Bretton Woodskerfið hrundi. Þá kostaði
ein únsa af gulli 35 dollara en kostar í dag
1.400. Munurinn liggur í því að í gamla
daga var kerfið allt tengt við hrávörur,
helst góðmálma. Bretton Woods var kerfi
sem byggðist á gullfæti.
Pappírspeningakerfið, sem vísar ekki á
nein raunveruleg verðmæti, er því einungis
fjörutíu ára gömul tilraun. Peningakerfi
hafa verið til í yfir tíu þúsund ár. Tilraunin
með rekstur pappírspeningakerfis hefur
ekki heppnast vel, eins og dæmin sanna.
Ástæðan fyrir því að ríkin sögðu upp Bret
ton Woodsmyntsamstarfinu var síaukin
skuldsetning þeirra. Þau vantaði peninga
fyrir næstu afborgunum en áttu ekki gull
til að standa undir skuldum sínum. Ríkis
stjórnir fóru því að prenta peninga, eins og
hverja aðra skuldaviðurkenningu til þess
að mæta afborgunum. Með þessu nýja
tæki til skuldsetningar var ekkert sem
hamlaði því að frekari fjárlagahalli yrði
fjármagnaður. Hagfræðingar vitnuðu síð
an í Keynes og sögðu fjárlagahalla af hinu
góða. Keynes væri eflaust ekki ánægður
með að vita til þess hvernig nafn hans er
nú notað því hann sagði að ef útgjöld hins
opinbera færu fram úr 25% af þjóðarfram
leiðslu þyrfti ríki að skila fjárlagaafgangi.
Keynes sagði líka að ríki ættu að skila fjár
lagaafgangi á níu árum af tíu.
Eytt um efni fram
Ríki heimsins hafa því eytt um efni fram.
Hagvöxtur hefur verið drifinn áfram af
frekari útlánaþenslu, fremur en auknum
framförum og aukinni framleiðni. En nú
fer að koma að skuldadögum. Ástæðan er
sú að bankakerfið, sem þandist út vegna
aukins
framboðs
peninga (sem
voru einfald
lega prentaðir) óx
fram úr ríkiskerfinu.
Peningaprentun ríkja,
eða skuldaaukning, getur
því ekki lengur fjármagnað bæði
bankakerfið og ríkisbáknið. Þess vegna
ríkir nú alþjóðleg skuldakreppa sem nú
veldur einnig titringi í peningakerfinu því
það er ekki lengur trúverðugt miðað við þá
aukningu peningamagns í umferð sem átt
hefur sér stað.
Ísland alþjóðavæðist
á einstökum tíma
Á Íslandi var aðgangur að fjármagni alltaf
mjög takmarkaður og ríkisstýrður, sem
olli því að gríðarlegt óhagræði byggðist
upp í kringum haftakerfið.
Þegar flutningur fjármagns var
gefinn frjáls Íslandi var framboð hrávara
að aukast gríðarlega á alþjóðlegum mark
aði (e. The Great Moderation). Ástæðan
var fall Sovétríkjanna og þess kerfis sem
hafði haldið hrávöruríkum þjóðum innan
haftakerfis sem framleiddi sáralítið. Það er
óheppileg tilviljun að fjármagnsflutningar
á Íslandi hafi orðið frjálsir á þessu sérstaka
skeiði þegar seðlabankar voru nýbúnir að
taka upp verðbólgumarkmið (NýjaSjáland
fyrst til árið 1991) og prentuðu peninga í
síauknum mæli, en alþjóðlegt ógnarfram
boð af hrávörum hélt niðri verðbólgu. Við
þetta bættist innkoma hinna vinnuafls
ríku landa eins og Kína og Indlands, sem
aftur hélt niðri launakostnaði, þó aðeins
forsaga skuldakreppunnar
og einkavæðingin á Íslandi
GETA LAUNIN HÆKKAÐ
Í NÚVERANDI KERFI?
Miklir og erfiðir kjarasamningar eru nú að baki. Vinnuveitendur og verka-
lýðshreyfingin hafa búið við síversnandi umhverfi. Þó samdist um 4,25%
launahækkanir en hvað verður um þær hækkanir í því kerfi sem Ísland býr
nú við?
Þar sem atvinnuleysi er umtalsvert og neysla lítil er lítil eftirspurn í
hagkerfinu. Vinnuveitendur munu því að einhverju leyti þurfa að velta
launahækkunum út í verðlagið. Við það hækkar verðbólga og því gæti lítið
orðið eftir af þeirri 4,25% launahækkun sem um samdist. Á móti kemur
að verðbólga mun hækka flestar skuldir, sem eru að stærstum hluta
verðtryggðar, og þar með hækka afborganir. Einnig mun Seðlabankinn
væntanlega hækka vexti sem einnig hækkar afborganir. Til þess að
einhver raunverulegur árangur verði af þeim kjarasamningum sem undir-
ritaðir voru í liðnum mánuði, verður efnahagslífið að komast af stað og
raunverulegur hagvöxtur að verða til á vettvangi atvinnulífsins. Það kallar
á breytingar.
ÓNÝT PENINGAMÁLASTJÓRN
Seðlabankinn hefur misst tökin á verðbólgunni. Síðustu mælingar sýna það
svo ekki verður um villst. Krónan hefur einnig lækkað stöðugt síðustu árs-
fjórðunga þrátt fyrir að raunvaxtastig á Íslandi sé hærra en nokkurs staðar
annars staðar í Evrópu. Ísland, sem hefur hlotið verstu efnahagslegu útreið
allra Evrópuríkja – þjóðarframleiðsla hér, mæld í evrum (svo ekki sé verið
að bera saman epli og appelsínur), hefur lækkað mun meira en t.d. í Lett-
landi og á Írlandi – hefur búið við hæsta raunvaxtastig í allri Evrópu.
Nú hafa síðustu fundargerðir peningamálanefndar Seðlabankans sýnt,
sem og yfirlýsingar hans, að hann telur rétt að fara að hækka vexti.
Hvernig má það vera, þegar ráðstöfunartekjur eru nálægt lágmarki síðustu
ára, atvinnuleysi í hámarki og fjárfesting í lágmarki, að það sé tímabært að
hækka vexti?
FJÁRMAGNSHÖFT DRAGA
ÚR FRAMLEIÐSLU
Upphaflega áttu fjármagnshöft Seðlabankans einungis að vara í nokkra
mánuði. Þeir eru nú orðnir 31 talsins. Síðast voru sett á fjármagnshöft
árið 1924 sem áttu einungis að vara í nokkur misseri en voru ekki afnumin
fyrr en 73 árum síðar, árið 1997. Fjármagnshöftin gera það að verkum að
nýfjárfesting er nánast engin en miklir peningar, t.d. frá lífeyrissjóðum
og skilanefndum, elta þær fáu eignir sem eru til sölu innan landsins með
tilheyrandi verðhækkunum, sem aftur hækka verðbólgu og
búa til óeðlilega eftirspurn á ákveðnum sviðum
samfélagsins. Fjármagnið leitar því ekki
í hagkvæmustu nyt og á meðan
líður framleiðsla grunn-
atvinnuvega fyrir
það.
Bretton
Woods-
kerfið hvíldi á
gullfæti. Ljósmynd/Nordic
Photos/Getty Images
20 efnahagsáætlun Helgin 3.-5. júní 2011
tímabundið. Vöxtur peningamagnsins
var því byggður á fölskum forsendum og
ósjálfbærum grunni, ef svo má kalla, því
afleiðingin, verðbólga og fall gjaldmiðla,
kom ekki fram.
Ísland opnaði fjármagnsmarkaði sína
þegar aðgangur að alþjóðlegu fjármagni
var að komast inn á einstaka braut. Þeir
Íslendingar sem höfðu búið við lánsfjár-
skömmtun, og þá hugmynd að lán væri
happ, fóru fram úr sér. Alþjóðlegt verð
gaf röng skilaboð, íslenskt verð einnig
með alltof sterkri krónu, og menn byggðu
ákvarðanir á fölskum forsendum.
Hrávörur hinn endanlegi gjaldmiðill
Á næstu árum munu hrávörur aftur verða
hinn endanlegi gjaldmiðill. Eftirsókn
hinna fátæku ríkja, sem einungis áttu hrá-
vörur, eftir alþjóðlegu fjármagni er lokið.
Það sést best á hrávöruverði sem hefur
hækkað mikið síðan 1997, en sé tekið til-
lit til aukins peningamagns, til að mynda
dollara, er hækkunin minni. Endalaust
framboð af ódýru vinnuafli hefur náð há-
marki, eins og sést á aukinni verðbólgu og
hækkun launakostnaðar í Kína, Indlandi
og Brasilíu.
Fæða er það sem allir í heiminum þurfa
til að lifa. Þar er prótein í hæsta gæða-
flokki. Einnig þarf vatn og orku til að knýja
framleiðslutækin. Ísland á meira en nóg af
þessu þrennu en hefur ekki nýtt sér með
hagkvæmum hætti. Líkt og hjá Sovétríkj-
unum, sem voru forðabúr fyrir hrávörur,
ríkir á Íslandi haftakerfi og miðstýring,
með miklum inngripum ríkisins.
Ísland er í öfundsverðri stöðu. Við fram-
leiðum tíu sinnum meira af próteini, í
gegnum fiskveiðar, en þjóðin neytir. Við
getum framleitt yfir hundrað sinnum meira
af hreinu vatni. Svo notum við fallvötnin
í að framleiða rafmagn, ásamt háhita-
svæðum sem framleiða í dag fimm sinnum
meira af hreinni orku en við notum til inn-
lends reksturs. Allt eru þetta hreinar og
endurnýtanlegar auðlindir. Allt eru þetta
auðlindir sem erlendir aðilar geta ekki
eignast. Það eina sem við þurfum að gera
er að nota þessar auðlindir með hagkvæm-
um hætti.
NÝ MYNT HLEYPIR
NÝJU BLÓÐI Í HAG-
KERFIÐ
Íslenska krónan er mikil hindrun við-
skipta, sérstaklega þegar fjármagnshöft
eru til staðar. Fyrir fjármagnshöft mat
aðalhagfræðingur Seðlabankans það svo
að útflutningur gæti aukist um 40% ef
tekin yrði upp alþjóðleg mynt, í rannsókn
sem gefin var út 2004. Alþjóðleg mynt
býður upp á alþjóðlega vexti og aðgang
að alþjóðlegum markaði. Þannig mun
fjármagnskostnaður á Íslandi lækka mjög
mikið, því gengisáhætta krónunnar er
frá, sem þýðir að hagkvæmni eykst. Eins
munu þá erlend fyrirtæki geta hugsað
sér að hefja starfsemi á Íslandi, svo
sem bankar, tryggingafélög, olíufélög
en einnig iðn- og tæknifyrirtæki. Þetta
myndi efla samkeppni á Íslandi og skapa
hagkvæmari framleiðslu.
Háir vextir krónu hafa alltaf hamlað
nýsköpun á Íslandi. Með alþjóðlegri mynt
kemur algerlega nýtt rekstrarumhverfi
fyrir nýsköpun fyrirtækja og einstaklinga.
Ísland er í öfundsverðri stöðu. Við framleiðum
tíu sinnum meira af próteini, í gegnum fiskveiðar,
en þjóðin neytir. Við getum framleitt yfir hundrað
sinnum meira af hreinu vatni. Svo notum við fall-
vötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum
sem framleiða í dag fimm sinnum meira af hreinni
orku en við notum til innlends reksturs.
Peningakerfi framtíðarinnar mun hvíla á hrávöru á borð við prótein, sem Ísland er ríkt af vegna fiskistofna landsins. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images
LÆRÐIST EKKERT
AF HRUNINU?
Á árunum 2003-2008 voru helst fjögur
atriði sem stuðluðu að mikilli siglingu hag-
kerfisins og síðan skipbroti:
1. Virkjun og álver fyrir um 250 milljarða
króna, sem féll til á fimm árum, og nam
þá um 20% af þjóðarframleiðslu.
2. Útgjöld ríkisins jukust um meira en
50% að raunvirði, þótt leiðrétt sé fyrir
kostnaði tengdum hruni 2008.
3. Fljótandi króna sem falsaði kaupmátt og
skekkti alla verðlagningu.
4. Samrekstur viðskipta og fjárfestingar-
banka sem fól í sér gríðarlega áhættu-
sækni. Á nú að endurtaka leikinn?
Forsætisráðherra hefur kynnt að stór-
framkvæmdir upp á allt að 440 milljarða
gætu fallið til á næstu fimm árum. Hafið
er ferli í afnámi hafta og undirbúningur
að fleytingu krónu. Ríkið ætlar að ráðast
í vegaframkvæmdir og hugsanlega bygg-
ingu stórspítala. Búið er að endurreisa
bankana í óbreyttri mynd.
Hellisheiðarvirkjun. Við notum fallvötnin í að framleiða rafmagn, ásamt háhitasvæðum sem framleiða
í dag fimm sinnum meira af hreinni orku en við notum til innlends reksturs. Ljósmynd/Hari
efnahagsáætlun 21 Helgin 3.-5. júní 2011
s .O.D.klúbburinn er svokallaður „support“klúbbur Hells Angels. „Fyrirkomulagið í S.O.D. er svipað og
í öðrum vélhjólaklúbbum eða 1%klúbbum
þar sem menn eru ýmist fullgildir meðlimir,
hafa stöðu „prospects“ eða „hangarounds“.
Þær upplýsingar sem við höfum eru að um
1015 fullgildir meðlimir séu í S.O.D. en
með „hangarounds“ og „prospects“ séu þeir
um 25 talsins. Ef við horfum til annarra
Norðurlanda þá eru þetta
„verkamenn“ Hells Angels. Til
að öðlast frekari frama þurfa
þeir að standa sig gagnvart
þeim sem eru ofar í goggunar
röðinni.“
Spurður hvort hann sé
að gefa í skyn að meðlimir
S.O.D. fremji glæpi fyrir Hells
Angels, svarar Gunnar: „Ef
við lítum til nágrannalanda
þá held ég að svo sé eða verði.
Það er spurning hvort komin
er full mynd á skipulag Hells
Angels hér á landi. Skipulagið
í kringum Vítisenglana hér
byggist á því sem við sjáum
í nágrannalöndunum. Ef við
horfum til Noregs og Sví
þjóðar þá virðast allir stóru brotaflokkarnir
fylgja Vítisenglunum; fíkniefni, fjársvik,
handrukkanir, mansal, ofbeldi og fleira. Ég
hef enga ástæðu til að ætla að þetta verði
öðruvísi hér. Það er það sem við óttumst.
Af hverju ættum við að sjá vægari útgáfu af
samtökunum hér?“ spyr Gunnar.
Að sögn Einars Marteinssonar er sam
band samtakanna Hells Angels og S.O.D.
eftirfarandi: „Við hjólum saman og skemmt
um okkur saman. Það er ekkert ólöglegt.
Við erum allir góðir strákar.“ Spurður
hvers vegna Hells Angels á Íslandi þurfi
„support“klúbb, segir Einar: „Við þurfum
ekkert á þeim að halda. Það stækkar hins
vegar fjölskylduna og þéttir hópinn.“ Í
fréttaskýringu á síðu 14 í blaðinu má sjá við
tal við norska Vítisengilinn „Supern“ sem
þvertekur fyrir að „support“klúbbar gegni
störfum fyrir Hells Angels.
S.O.D. MC Suðurnes heldur til í klúbb
húsi við Fitjabraut 2629 í Njarðvík. Talið
er að skammstöfunin standi fyrir „Souls of
Darkness“. Samtökin fögnuðu þriggja ára
afmæli sínu í apríl. Forsetinn er Vésteinn
Guðmundsson sem hefur komið við sögu í
Fáfni og öðrum vélhjólaklúbbum. Varafor
seti er Óttar Gunnarsson; hann hefur meðal
annars hlotið dóma fyrir ofbeldi. Brynjar H.
Brynjólfsson segist vera talsmaður samtak
anna en hann vill ekki veita Fréttatímanum
upplýsingar um félagsskapinn.
Fréttatíminn hefur engar heimildir fyrir
því að S.O.D. hafi framið glæpi eða unnið
svokölluð skítverk fyrir Hells Angels. Lög
reglan á Suðurnesjum hefur einu sinni gert
húsleit í klúbbhúsi S.O.D. þegar leitað var
að skotvopni sem talið var að einn með
lima hópsins ætti. „Vopnið“ fannst á heimili
mannsins og reyndist vera eftirlíking af
skammbyssu.
„Verkamenn Hells Angels“
Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir ástæðu til að ætla að meðlimir vélhjóla-
klúbbsins S.o.D. vinni skítverk fyrir íslenska vítisengla. einar Marteinsson, forseti Hells Angels á
Íslandi, blæs á fullyrðingarnar og segir meðlimina góða stráka.
VélhjólaklúbbaR hells angels fæRiR út kVíaRnaR
Gunnar Schram,
yfirlögregluþjónn á
Suðurnesjum, segir
meðlimi vélhjóla-
klúbbsins S.o.D. vera
um það bil 25 talsins.
Þóra
Tómasdóttir
thora@frettatíminn.is
Þetta er klúbbhús S.o.D. við Fitjabraut í njarðvík. Hér heldur „support“-klúbbur Hells Angels til.
Skuldatryggingar-
álagið niður fyrir 200
punkta
Skuldatryggingarálag á fimm ára
skuldabréf íslenska ríkisins er undir 200
punktum í fyrsta sinn frá hruni, að því
fram kemur á fjármálavefnum keldan.is,
en þar er stuðst við upplýsingar Bloom-
berg-fréttaveitunnar. Skuldatryggingará-
lag hefur verið notað sem mælikvarði á
traust fjárfesta til skuldara, í þessu tilviki
íslenska ríkisins. Því hærra sem álagið er
því meiri hætta er talin vera á greiðslu-
falli, að mati fjárfesta. -jh
áRétting efnahagsáætlun fimmmenninganna
Lj
ós
m
yn
d
/
V
ík
ur
fr
ét
ti
r
2 fréttir Helgin 10.-12. júní 2011