Fréttatíminn - 10.06.2011, Side 16
og veita þeim mikla athygli?“
Steinar B. Aðalbjörnsson sagði
barnaverndaryfirvöld skorta úrræði
til að skoða offituvandamál barna
eins og þau skoða vanrækslu.
„Offita ein og sér er ekki barna-
verndarmál, hefur aldrei verið og
mun trúlega aldrei verða. Offita get-
ur hins vegar verið hluti af stærri
vanda sem getur verið barnavernd-
armál. Offita krefst margþættra
lausna og mikils stuðnings við þau
börn og fjölskyldur sem við vand-
ann eiga að etja. Við ættum að horfa
á það í stað þess að reyna að finna
sökudólga.“
Þrúði blöskruðu orð Steinars um
að ekki séu allir foreldrar tilbúnir
að breyta mataræði sínu. „Mér
finnst ljótt að segja svona. Hvaða
foreldrar vilja ekki hjálpa börnun-
um sínum? Það má líkja þessu við
lestrarvandamál. Á að taka lesblind
börn af foreldrum? Lestrarvandi er
í fjölskyldum og á sumum heimilum
er hann mjög algengur. Kannski eru
foreldrar báðir með lestrarvanda
og hafa hvorugt klárað meira en
grunnskólanám. Kannski einmitt
vegna þess að það var sjálft með
lesvanda. Foreldrarnir eru þá ekk-
ert sérlega vel í stakk búnir til að
hjálpa barninu sínu að lesa. Gerir
það þau að vondum foreldrum? Á að
taka börnin af foreldrunum jafnvel
þótt það geti verið mjög alvarlegt að
börnin læri ekki að lesa?“
Er algengt að börn verði
matarfíklar?
„Börnin sem koma til mín eru oft
matargöt. Þeim þykir rosalega gott
að borða, þau borða mikið og eru
mjög upptekin af mat. Ég vil hins
vegar ekki meina að tíu ára börn,
eða yngri, eigi við matarfíkn að
stríða. Kannski getum við talað um
matarfíkn hjá stálpuðum ungling-
um. Algengt er að foreldrar spyrji
mig hvernig þeir eigi að hjálpa börn-
unum sínum til að borða aðeins
minna. Sumir foreldrar vanda sig
mjög mikið og kaupa bara lífrænan
og mjög hollan mat. Þeir geta samt
ekki alltaf haft stjórn á matarinn-
taki barnanna sinna. Börnin fara í
afmælisveislur og eru í skólanum
stóran hluta dagsins. Það er erfitt
að hafa stjórn á fæðuvali barnsins
þegar það er ekki heima hjá sér.“
Öllum feitum börnum líður
ekki illa
Þrúður segir að of feit börn, eins
og hver annar hópur af börnum,
samanstandi af fjölbreyttum ein-
staklingum. „Innan þess hóps geta
verið börn með ýmiss konar vanda
en innan hópsins eru að sama skapi
börn sem eru full sjálfstrausts og
eiga ekki við annars konar vanda
að etja. Þó er það svo að of feit börn
eru líklegri til að eiga við annan
vanda að etja en önnur börn. Það
þýðir alls ekki að þeim líði öllum
illa. Í okkar rannsókn á meðferð
fyrir of feit börn á aldrinum 8-12
ára á Barnaspítalanum, var yfir
helmingur barnanna sem tóku þátt
yfir viðmiði um annað hvort hegð-
unar- eða tilfinningavanda eða hvort
tveggja. Að meðaltali sagðist tæp-
lega þriðjungur barnanna hafa orðið
fyrir stríðni og félagslegri höfnun.
Tæplega helmingur barnanna hafði
þá skoðun að þau væru ekki vinsæl
meðal jafningja af sama kyni.“
Í rannsókninni kom fram að
foreldrar töldu jafningjavanda
barnanna jafnvel enn meiri. Yfir
90% foreldra merktu við að börn
þeirra ættu við slíkan vanda að
etja. „Námsvandi þessa hóps var
ekki meiri en annarra barna á sama
aldri. Við greiningu á gögnunum
kom í ljós að upplifun barnanna á
stríðni og félagslegri höfnun skýrði
bæði líðan barnanna og námsgetu
þeirra þegar aðrir þættir voru tekn-
ir til greina.“
Heilsan skiptir meira máli en
þyngdin
Þrúður segir mikla fordóma í sam-
félaginu gagnvart offitu og of feit-
um. Slíkir fordómar séu líklegir til
að ýta undir stríðni og félagslega
höfnun sem geti haft alvarlegar
afleiðingar fyrir líðan og jafnvel
námsárangur of feitra barna. „Of-
fitan sjálf hefur sjaldan mikil áhrif
á lífsgæði barna á þessum aldri, ef
ekki væri um að ræða viðhorfin og
fordómana í samfélaginu sem hafa
svo æ meiri áhrif eftir því sem barn
eldist. Ef við viljum berjast gegn of-
fitu verðum við líka að berjast gegn
sleggjudómum, sem eru ein birting-
armynd fordóma, og temja okkur
meira umburðarlyndi gagnvart fjöl-
breytileikanum meðal okkar. Á end-
anum snýst þetta um heilsuna um-
fram holdafar og við megum ekki
gleyma því að mataræði grannra er
oft slæmt og grannir hreyfa sig ekki
alltaf reglulega. Að sama skapi er
hægt að vera of þungur, jafnvel of
feitur, en borða að öllu jöfnu heilsu-
samlega og stunda reglulega hreyf-
ingu. Í slíkum tilvikum er heilsa
einstaklings sem er feitur ekki
endilega verri en heilsa þess sem
er grannur.“
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Nýtt!
Hvað ætlar þú
að hafa í matinn?
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Nú eru allar
ryksugur frá
Siemens og
Bosch á
tilboðsverði.
Líttu inn og
gerðu góð kaup!
Umboðsmenn
um land allt.
Þ
rúður er sálfræðingur á
Barnaspítala Hringsins
og var að ljúka við dokt-
orsritgerð sína um með-
ferð við offitu barna.
Hún hefur stundað rannsóknir á of-
fitu barna síðan 2005 og segist hissa
á viðhorfi Steinars B. Aðalbjörns-
sonar til foreldra of feitra barna.
„Ég fæ alltaf sömu spurningarnar
þegar ég held fyrirlestra og er að
tala um offitu barna. Fyrsta spurn-
ingin er hvort of feit börn eigi ekki
bara vonda foreldra. Það angrar mig
að fólk skuli spyrja svona og mér
finnst það vera merki um fordóma.
Fólk er duglegt að alhæfa. Erum við
hin alltaf fullkomnir foreldrar? Eru
einhverjir foreldrar sem aldrei gefa
börnunum sínum franskar eða ís
eða kökur?“
Þrúður bendir á að fólk sé með
mismunandi líkamsbyggingu og
sumum hætti frekar til að fitna en
öðrum. „Það er margt sem veldur
því. Við vitum að um það bil 70 pró-
sent af breytileikanum á því hversu
mikið við getum fitnað, ræðst af
genum. Ef mjög grannur einstak-
lingur er settur á ofurfeitt mataræði
í viku fitnar hann kannski um svo-
lítið. Feitlaginn einstaklingur gæti
bætt á sig mun meira á sama mat-
aræði. Fólk er með mismunandi
brennslu.
Sum börn borða pínulítið og svo
eru þau södd. Þau segja bara stopp
og borða ekki meira. Önnur eru
ekki þannig og taka endalaust við.
Nýjar rannsóknir sýna fram á að við
erum misnæm fyrir merkjum um
hungur og seddu. Það gleymist oft í
umræðunni.“
Bábyljan um slæmu foreldrana
Þrúður kemur að meðferðum Land-
spítalans fyrir börn sem glíma við
offitu og foreldra þeirra. Hún segir
skjólstæðinga sína vera alla vega
fólk sem erfitt sé að alhæfa um. Hún
segir það hins vegar alrangt að um
slæma foreldra sé að ræða.
„Til okkar leitar alls konar fólk,
menntað og ómenntað. Það er ekki
satt að bara illa upplýstir foreldrar
eigi of feit börn. Þessir foreldrar
koma til okkar með börnin sín jafn-
vel tvisvar í viku í marga mánuði.
Auk þess eru alls konar heimaverk-
efni sem þarf að sinna og þau taka
þátt í. Eru það vondir foreldrar sem
standa í svona? Foreldrarnir eru
ekki bara að koma með börnin til
okkar, þau koma með þeim og taka
sjálf þátt í meðferðinni. Í raun má
líkja þessu við foreldra sem fara
með börnin sín í Suzuki-tónlistar-
nám. Eru það ekki einmitt foreldrar
sem fylgja börnum sínum vel eftir
Offita er ekki
barnaverndarmál
Þrúður Gunnarsdóttir segir það rangt sem Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur Matís,
fullyrti í Fréttatímanum í síðustu viku, að hættulegra sé að ofala börn en vannæra þau. Hún
furðar sig á hugmyndum hans um að barnaverndaryfirvöld fái að beita því neyðarúrræði að taka
of feit börn af foreldrum sínum. Þóra Tómasdóttir ræddi við hana.
Þrúður segir mikilvægt skref í
baráttunni við offitu vera að kveða
niður fordóma og fáfræði. Algengt sé
að foreldrar feitra barna séu stimplaðir
sem slæmir foreldrar.
16 viðtal Helgin 10.-12. júní 2011