Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 22
T ereza Hofová er tékknesk, gullfalleg 31 árs stúlka. Aldurinn veit ég vegna þess að þegar hún sá mynd af Havel í Flauels- byltingunni á vegg hjá mér hrópaði hún upp yfir sig og sagði: „Ég var á torginu þetta kvöld!“ Vá. Þarna hafði ég hitt aðra manneskju sem hafði upplifað þennan stórbrotna dag í sögu tékknesku þjóðarinnar. Daginn sem kommúnistar höfðu orðið að viðurkenna ósigur sinn. Lýðræðið hafði sigrað. Byltingardagar í Prag Tereza man vel eftir því þegar starfsfólk í heilbrigðis- stéttum og stúdentar fjölmenntu frá Vysehrad-kast- ala niður í miðborgina í Prag, vopnaðir nellikum og kertum og kröfðust afsagnar kommúnistaflokksins. Mótmælin hófust 17. nóvember 1989 og stóðu yfir í nokkra daga. „Mamma sagði mér að hún yrði að fara og taka þátt í mótmælunum. Foreldrar mínir voru báðir miklir and-kommúnistar og ég man hvað ég var hrædd. En mamma sagði bara rólega að í svona mótmælum yrðu allir sem gætu að taka þátt. Hún komst heilu og höldnu frá þessu en margir stúdentar voru barðir illa og mis- þyrmt af leynilögreglunni og á Þjóðargötunni, Narodní Trída, er minnisvarði um þá sem misþyrmt var af leyni- lögreglunni.“ Eftir einnar viku mótmælaöldu gafst ríkisstjórn Tékkóslóvakíu upp og því var fagnað á tíu ára afmælis- degi systranna, 24. nóvember 1989: „Þetta hefði ekki getað verið fjölmennari afmælis- veisla!“ segir Tereza brosandi. „Mamma og pabbi buðu okkur út að borða á veitingastað í nágrenni Václavské Ná- mestí – Wenceslas-torgs – og eftir matinn fórum við öll út á torgið. Þar voru tugþúsundir enn að fagna. Havel kom út á svalir eins hússins og sagði að kommúnistar hefðu viðurkennt ósigur sinn. Allir sungu þjóðsönginn okkar og þetta var mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig.“ Tók ákvörðun um að flytja til Íslands á kaffihúsi við höfnina En hvað er þekkt, tékknesk sviðs- og kvikmyndaleik- kona að gera á Íslandi? „Ég kom fyrst hingað sumarið 2008 með þáver- andi kærasta mínum, til að vera viðstödd brúðkaup á Stöðvarfirði þar sem vinur okkar, Zdenek Patak hönn- uður, og Rósa Valtingojer búningahönnuður voru að giftast. Eftir brúðkaupið fórum við í ferðalag um landið og urðum mjög hrifin. Við komum aftur til að vera um áramótin 2009-2010 og á þeim tíma fannst mér ég vera orðin föst á sama blettinum. Ég ákvað því að leggjast í ferðalög, en það hef ég alltaf þráð og aldrei haft tíma til, því beint eftir skóla fór ég í vinnu. Í ársbyrjun 2010 sat ég á kaffihúsi við höfnina, horfði yfir sjóinn á fjöllin og hugsaði með mér: „Af hverju flyt ég ekki hingað?“ Kom heim og tilkynnti fjölskyldu og vinum að ég ætl- aði að flytjast til Íslands. Flestir urðu mjög hissa en ég held að það sé hverri manneskju hollt að standa á eigin fótum – ekki með neina fjölskyldu eða vinahóp að baki sér. Það er fyndið að Tékkarnir sem ég þekki hér komu hingað „óvart“. Margir komu hingað vegna náms síns en flestir vilja frekar fara í skiptinám á suðrænni slóðir. Þau lönd eru mjög vinsæl meðal Tékka svo það er erfitt að komast að þar. Svo þeim var boðið að fara í staðinn til Íslands: ÍSLANDS? Fyrst runnu á þau tvær grímur – svo kom þetta fólk hingað og varð ekki bara ástfangið af landinu heldur líka af konu eða manni, giftust Íslend- ingum og eru hér enn ... Í þessu brúðkaupi á Stöðvarfirði kynntist ég mörgum Íslendingum og þegar ég ákvað að taka mér ársleyfi frá leiklistinni og koma til Íslands hafði ég samband við nokkra þeirra. Þeir hjálpuðu mér að koma Af leiksviði í Prag á Kaffibarinn í Reykjavík Margir eru þeim ósið gæddir að snobba fyrir fólki eftir stöðu þess og stétt. Það snobbar fyrir stjórnmálamönnum og listamönnum, rithöf- undum og rokkstjörnum, en finnst ekki taka því að viðra sig upp við stúlkuna sem ber þeim kaffið á kaffihúsinu eða vínglasið á barnum; líta vart tvisvar á hana. En ætli viðhorf hinna hégómlegu snobbara breyttist ekki snarlega ef þeir kæmust að því að viðkomandi stúlka væri leikkona í sínu heimalandi, þar sem hún hefur leikið í stórum sviðsverkum og í kvikmynd. Ó jú, það mætti segja mér það! undir mig fótunum hér – sérstak- lega Börkur Gunnarsson. Pabbi hans sótti mig út á flugvöll og for- eldrar Barkar buðu mér að búa hjá sér frítt í tvo mánuði á meðan ég væri að leita mér að vinnu. Þetta er ótrúlegt fólk sem ég get aldrei fullþakkað allt það sem þau gerðu fyrir mig.“ Vinnur að kvikmynd á Íslandi „Síðar flutti ég á Bergstaðastrætið og kynntist þar Katrínu Ólafs- dóttur, dansara og kvikmynda- gerðarmanni, og við erum núna að vinna saman að stuttmynd – sem mér sýnist nú bara stefna í heila kvikmynd því Katrín er alltaf að fá fleiri og fleiri hugmyndir. Mér finnst mjög áhugavert og spenn- andi að starfa við kvikmyndagerð; ég elska jafn mikið að vera fyrir framan og aftan vélarnar en ég elska líka að vera á sviði vegna þess að þar er ekkert hægt að kalla „stopp!“ ef eitthvað fer úrskeiðis. Í leikhúsinu þarf maður bara að bjarga sér út úr hlutunum og spinna. Það finnst prakkaranum í mér mjög skemmtilegt! Allt ferlið, frá því að lesa handrit, yfir í sam- lestur, fyrsta samleik á sviði fram að frumsýningu – þetta er allt svo æðislegt!“ Ég var alltaf hugfangin af leik- húslífi Það var í barnaskóla sem Tereza vissi að hún vildi starfa í heimi leikhúsa. Hún tók þátt í barnaleik- ritum í skólanum og sótti leiklist- arnámskeið þar: „Mér fannst allt heillandi við leik- húsheiminn; ljósin, bókmenntirnar, listin og að bregða sér í hlutverk Fyrst runnu á þau tvær grímur – svo kom þetta fólk hingað og varð ekki bara ástfangið af landinu heldur líka af konu eða manni, giftust Íslending- um og eru hér enn ... Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Lj ós m yn d / H ar i 22 viðtal Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.