Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 10.06.2011, Qupperneq 26
H vers vegna virðist Íslendingum fyrirmunað að ræða samskipti sín við aðrar þjóðir út frá raun- sæju mati á þjóðarhagsmunum? Hvers vegna virðist það vera flestum íslenskum stjórnmálamönnum ofviða að skiptast á skoðunum um ágreiningsmál í milliríkjasamskiptum af sæmilegri rósemi og yfirvegun? Hvers vegna þurfa þeir alltaf að lenda úti í (hádegis)móum gagnkvæmra ásak- ana um landsölu og landráð? Eru einhverjar skynsamlegar skýringar á svo óskynsamlegri hegðun? Í þessari bók, „Sjálfstæð þjóð – trylltur skríll og landráðalýður“, reynir höfundurinn, dr. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskólann á Bifröst, að beita að- ferðafræði og greiningartækni fræðigreinar sinnar til að leita svara við þessum spurning- um. Hver eru svörin? Þau eru eitthvað á þá leið að við séum föst í arfleifð sjálfstæðisbarátt- unnar gegn Dönum sem átti þó að vera lokið í seinasta lagi árið 1944, fyrir meira en hálfri öld. Kannski væri nær lagi að segja, eins og Guðmundur Andri benti á um árið, að við séum enn að rífast um uppkastið frá árinu 1908. Og komumst bara ekki upp úr þeim skotgröfum. Orðræðan einkennist af þjóðrembu, sem er of- læti og nærist á vanmetakennd. Eðlislæg þras- girni (um aukaatriði til að forðast kjarna máls) verður síðan að þráhyggju. Geta geðsjúkdómafræðin skýrt málin? Með hliðsjón af reynslunni fæ ég ekki séð að rök- vísi hagfræðinnar eða kennisetningar stjórn- málafræðinnar fái hér nokkru um þokað. Þá vaknar sú spurning hvort sálfræðin – eða nán- ar tiltekið geðsjúkdómafræðin – kunni ráð til að skýra málið. Er nokkur von til þess að fræði Freuds og Jungs kunni einhver læknisráð við þessari áráttu? Ég bara spyr, af því að ástandið er sjúklegt. Það er undirstrikað í sjálfum titli bókarinnar: Trylltur skríll eða landráðalýður? Þetta eru þau orð sem ritstjórar dagblaða völdu löndum sínum í tilefni af inngöngu Íslands í NATO, árið 1949. Og ekki voru þingmennirn- ir barnanna bestir. Landráðabrigslin gengu á víxl og málshöfðunartilefni í hverri (mara- þon)ræðu. Þessi umræða átti víst að snúast um framtíðarstefnu þjóðarinnar í öryggis- og varnarmálum í upphafi kalda stríðsins. Og ekki hefur ástandið skánað. Sagan end- urtekur sig sí og æ. Varnarsamningurinn við Bandaríkin 1951 olli sams konar flogum. Inn- gangan í EFTA árið 1970 – sem snerist um að koma í veg fyrir að landið yrði útilokað frá helstu mörkuðum sínum utan tollmúra Evr- ópuríkja – átti að heita endalok íslensks sjálf- stæðis. Minna mátti ekki gagn gera. EES-samningurinn, sem var á dagskrá á árunum 1989-93 og tryggði þjóðinni í fyrsta sinn fríverslun með fisk eins og aðrar afurðir á evrópska efnahagssvæðinu (fyrir utan að stækka heimamarkað Íslendinga úr 300 þús- und í 300 milljónir manna undir samræmdum samkeppnisskilyrðum), hét bæði landráða- og landsölusamningur, hvorki meira né minna. Hinir dagfarsprúðustu menn sáu skrattann í hverju horni. Þýskir auðkýfingar áttu að kaupa laxveiðiárnar og óðul feðranna. Fátækir Portú- galar áttu að flykkjast til landsins og undir- bjóða laun verkafólks. Spænski flotinn átti að leggja undir sig Íslandsmið. Fullveldi og sjálf- stæði yrði framselt til Brüssel. Og Jón Sigurðsson forseti var sagður snúa sér við í gröfinni eina ferðina enn – af hverju vissi ég aldrei. Mað- urinn eyddi ævinni í að losa Ísland úr fjötrum dönsku einokunarverslunar- innar og boðaði viðskiptafrelsi sem lyftistöng þjóðarinnar upp úr örbirgð til efnalegs sjálfstæðis. Íslandsmet í heilaspuna Ef ég man rétt stóðu umræðurnar um EES-samninginn á Alþingi leng- ur en nokkurt annað mál í þingsög- unni – þar með talin kristnitakan árið þúsund – eftir því sem best er vitað. Þingmenn stóðu bókstaflega á öndinni og voru óðamála af vand- lætingu og svikabrigslum daginn út og daginn inn. Undir þessu þurfti ég að sitja hljóður til að æra ekki óstöð- uga og lengja þar með síbyljuna enn frekar. Ég man að ég birgði mig upp af góðum bók- menntum til að lesa á meðan þingmenn létu móðan mása – allt í nafni sjálfstæðisbaráttunn- ar (gegn hverjum vissi ég aldrei). Allt var þetta meira eða minna veruleikafirrt. Heilaspuni í bland við hræðsluáróður sem ekkert mark var á takandi eins og reynslan átti eftir að sanna afdráttarlaust. Af öllum þeim grýlusögum sem þingmenn fóru með í þessum umræðum – og þar voru ýmsir liðtækir – setti Páll Pétursson frá Höllu- stöðum Íslandsmet í heilaspuna þegar hann sagði í þingræðu: „Ef við undirgengjumst það (EES-samninginn), mundum við að sjálf- sögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði – á mjög skömmum tíma.“ Eftir kosningar 1995 settist þessi sami Páll í stól félagsmálaráðherra. Þar með fékk hann það hlutverk, sem pósturinn Páll, að leggja fyrir Alþingi endalausan straum lagafrumvarpa á málasviði sínu, sem hann fékk í pósti frá Brüs- sel. Það fór alveg fram hjá mér að hann hefði „strax“ glatað tungu sinni. Vonandi er þessi ágæti hagyrðingur sæmilega málhress enn í dag – þrátt fyrir EES. Það virðist ekki breyta neinu þótt allar þessar dómadagsspár um endalok sjálfstæðis vegna EES-samningsins hafi reynst vera inni- stæðulaus ómagaorð eða ófyrirleitinn hræðslu- áróður. Það er eins og menn hafi ekkert lært af þessu. Það kom heldur betur í ljós hálfum öðrum áratug seinna, eftir að Alþingi sam- þykkti 16. júlí 2009 að stíga skrefið til fulls og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í stað þess að snúast um raunsætt mat á brýnustu þjóðarhagsmunum – efnahagslegum stöðug- leika, traustum gjaldmiðli, lækkun vaxta, af- námi verðtryggingar og sköpun starfa í nýjum útflutningsgreinum til að útrýma atvinnuleysi – er umræðan rétt einu sinni sokkin í sömu hjólförin. Hvað eu vinstrigræn að gera í þessum félagsskap? Spænski úthafsflotinn (það sem eftir er af honum) er aftur á leiðinni á Íslandsmið. Ís- lenskur landbúnaður – sem er að vísu sokkinn í skuldir og ófær um að tryggja stórum hluta bændastéttarinnar mannsæmandi lífskjör – verður lagður í rúst. Ef við gengjum í Evrópu- sambandið, gætum við ekki fellt gengið eftir pöntun tuttugu útgerðarfyrirtækja. Þar með væri fullveldi sérhagsmunanna fyrir bí til að láta almenning borga skuldir atvinnuveganna, þegar atvinnurekendur hafa keyrt reksturinn í þrot, eða vanhæfir stjórnmálamenn hafa klúðr- að hagstjórninni eina ferðina enn. Er eftirsjá að þessu? Þetta er aðallega málflutningur sjálfstæðis- framsóknarflokksins. En vinstrigræn bæta við að þau vilji ekki að Ísland verði meðlimur í þessu „samsæri kapítalista um að arðræna fólkið í þriðja heiminum“ eins og Svandís Svav- arsdóttir umhverfisráðherra orðar það. Þrjú Norðurlanda eru að vísu innan dyra í Evrópu- sambandinu með hæstu framlög til þróunar- hjálpar í heiminum, margfalt hærri sem hlut- fall þjóðartekna en við Íslendingar þykjumst hafa efni á. Það breytir engu þótt sjálfur for- maður vinstrigrænna sitji á stóli fjármálaráð- herra. Evrópusambandið er reyndar ábyrgt fyrir meira en helmingi allrar þróunarhjálpar heimsins við fátækar þjóðir. Og svo er það minnimáttarkennd- in í bland við oflætið. Við erum svo fá og smá að við yrðum áhrifalaus í samstarfi þjóðanna. Hvers vegna? Það er ævinlega hlustað á þá sem hafa eitthvað fram að færa. Hins vegar erum við svo sérstök að við eigum ekki einu sinni samleið með öðrum Norðurlandaþjóðum „af því að við stöndum þeim langtum fram- ar“ eins og forkólfar Viðskiptaráðs komust að orði í framtíðarskýrslu sinni um Ísland, draumaland frjáls- hyggjunnar. Mér er spurn: Hvað eru vinstrigræn að gera í þessum félags- skap? Og svo er það þetta með yfir- burðaþjóðina (man nokkur eftir þessu: „Deutschland, Deutschland über alles, über alles in der Welt“?). Höfundur bókarinnar hefur unnið þarft verk með því að forða ódauðlegum ræðum forseta Íslands um þetta eftirlætishugðarefni hans frá því að falla í gleymsku og dá. Hafi forset- inn verið forsöngvari útrásarinnar, myndaði Viðskiptaráð og ímyndarsmiðir forsætisráðu- neytisins bakraddirnar. Þetta var fyrir hrun. Eftir hrun sneri upp önnur hlið á sama pen- ingi, nefnilega vanmetakenndin. Allt í einu var yfirburðaþjóðin orðin saklaust fórnarlamb óvinaþjóða sem veittu okkur fyrirsát og héldu okkur í umsátri til að koma okkur á kné, öðr- um til viðvörunar. Þarna tóku þeir fóstbræður, Davíð Oddsson og Styrmir Gunnarsson, við forsöngvarahlutverkinu af forsetanum. Kór- inn, undir þeirra stjórn, flytur öll hugsanleg til- brigði við meginstefið um að ófarir okkar séu öðrum að kenna. Yfirburðafólk forsetans ... Dramb er falli næst. Um það segir Eiríkur: „Ólafur Ragnar Grímsson var líkast til sá fyrirmanna á Íslandi, sem gekk hvað lengst í að lýsa hin- um merkilegu eiginleikum íslensku kaupsýslumannanna, svo úr varð kenning um einhvers konar úrvals- lið, sem myndi nánast óhjákvæmi- lega leggja heiminn að fótum sér“ (bls. 226). Á áratugnum fyrir hrun flutti forsetinn ótal ræður um eðlis- læga yfirburði þessara ofurmenna – íslensku útrásarvíkinganna. Hann hafði á reiðum höndum sögulegar og jafnvel erfðafræðilegar skýring- ar á yfirburðum þessara snillinga. Aðdáunin leynir sér hvergi. Nefnum nokkur dæmi (sjá bls. 229-231): Vinnusemin var arfur frá bænd- um og sjósóknurum, þegar ekki var spurt um tímafjölda, þegar lífs- björgin var í húfi; slíkir menn spyrja um árangur, en ekki ferli ákvarð- ana; þeir þora, þegar aðrir hika; þeir láta ekki flækjur skrifræðisbákna flækjast fyrir sér; orðheldni þeirra er dyggð hins fámenna samfélags; hinn íslenski athafnastíll tekur mið af skipstjóranum í brúnni, sem deil- ir örlögum og áhættu með áhöfn- inni (sic!); landnámið og tími vík- inganna færði okkur fyrirmyndir; boðskapur Eddukvæðanna og Hávamála – „orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur“ var þeim leiðarljós (sic!); „sköpunargáfa skáldsins“ var þeim innblástur. – Þetta er fyrrverandi formaður Al- þýðubandalagsins að mæra nokkra fjárglæframenn sem vegna van- hæfni og óheiðarleika keyrðu fjár- málakerfi þjóðarinnar í þrot á sex árum. Er þetta í lagi? Yfirburðafólk af því tagi sem forsetinn mærði er auðvitað hafið yfir gagnrýni þótt vissulega veki það öfund minni manna. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að gagnrýni erlendra sérfræðinga á ís- lenska efnahagsundrið hafi yfirleitt verið rakin til „vanþekkingar, óvildar og öfundar“. Vegna gagnrýni Danske Bank (sem reyndist á rök- um reist) spurði Valgerður Sverrisdóttir sjálfa sig upphátt „hvort sjálfsmynd Dana hafi eitt- hvað rispast, eftir að Íslendingar fóru að fjár- festa í stórum stíl í Danmörku“. Svavari Gests- syni, þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn, rann blóðið til skyldunnar að bera til baka spá þeirra (Danske Bank) um fjármálakreppu og erfiðan samdrátt í íslensku efnahagslífi, sem hann sagði vera „úr lausu lofti gripið“. Þegar breska blaðið Sunday Times varaði fólk við að leggja peninga inn á netreikninga Landsbank- ans og Kaupþings sagði Ólöf Nordal – nú vara- formaður Sjálfstæðisflokksins – það til marks um róg. Og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, bætti um betur og spurði með þjósti í embættisnafni: „Ég spyr líka sem menntamálaráðherra, hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda.“ – Hverjir þurfa á endurmenntun að halda? ... og vanmetakennd fórnarlambsins Hin hliðin á öllu þessu oflæti er vanmetakennd- in sem brýst út í sjálfsmynd hins saklausa fórnarlambs. Umsáturskenningin birtist með einna skýrustum hætti, að sögn Eiríks, „í bók- inni Umsátrið eftir Styrmi Gunnarsson, fyrr- verandi ritstjóra Morgunblaðsins og áhrifa- mann í Sjálfstæðisflokknum”. Styrmir sér, að sögn Eiríks, óvini í hverju horni: Í þeim hópi er að finna ekki bara Breta og Hollendinga, heldur gervallt Evrópusambandið (hugsan- lega að frátöldum Þjóðverjum) og allar Norður- landaþjóðirnar, fyrir utan Færeyinga. Rauði þráðurinn í bók Styrmis er sá að Íslendingar séu fórnarlömb erlendra aðila sem hafi haft samantekin ráð um að kúga okkur til hlýðni. Seðlabankastjórar Bandaríkjanna, Bretlands, Hollands, Evrópu, Lúxemborgar og Norður- landanna – sér í lagi sænski seðlabankastjór- inn – item breska fjármálaeftirlitið, eru nefndir til vitnis um þetta (bls. 240). Það virðist ekki hvarfla að Styrmi að van- traust þessara aðila á íslenskum stjórnvöldum, ráðherrum, seðlabankastjórum og embættismönnum hafi ein- faldlega átt sér eðlilegar skýr- ingar, að fenginni reynslu af van- hæfni þeirra og ábyrgðarleysi. En með því að leggja höfuðáherslu á hlutskipti fórnarlambsins leggur Styrmir sitt lóð á þá vogarskál að Íslendingar horfist ekki í augu við eigin afglöp og geti þar með ekki lært af mistökum sínum. Og þeir sem ekki læra af mistökum sínum eru dæmdir til að endurtaka þau. Ættjarðarást er fögur kennd en þjóðremba er baneitruð. Sjálfstæði er eftirsóknarvert en belgingur um eigið ágæti er aumkunarvert. Goðsagnir um ágæti forfeðranna geta komið að góðu haldi til að sameina þjóð í sjálfstæðisbaráttu gegn nýlenduherrum. En afneitun á eigin mistökum og sú árátta að skella ævinlega skuldinni á aðra, kemur ekki einasta í veg fyrir að við lærum af reynslunni; það bitn- ar verst á okkur sjálfum með því að króa okkur af í sjálfsvorkunn fórnarlambsins, sem tönnlast stöðugt á því að ógæfa þess sé öðrum að kenna. Þar með lokum við okkur inni í þráhyggjunni og þrasinu í stað þess að gera upp við fortíðina til þess að geta tekist á við framtíðina. Þörf sjálfshjálparbók Þegar þar að kemur að samn- inganefnd Íslands snýr heim með aðildarsamning við Evrópusam- bandið í farteskinu, sem lagður verður fyrir þjóðina í þjóðar- atkvæðagreiðslu, reynir á hvort forystumenn þjóðarinnar eru þess umkomnir að kynna málið fyrir kjósendum á grundvelli stað- reynda; hvort þeir búa yfir þeirri rósemi hug- ans sem þarf til að leggja yfirvegað mat á kosti og galla samningsins – allt út frá raunveru- legum hagsmunum þjóðarinnar en ekki bara háværra sérhagsmunahópa. Þá reynir á hvort stjórnmálastéttin, fjölmiðlar og álitsgjafar hafa lært eitthvað af því sem helst ber að varast af umræðuhefð Íslendinga hingað til. Getum við – hvort heldur við erum með eða móti – rætt málið út frá staðreyndum? Getum við lagt raunsætt mat á þjóðarhagsmuni – en ekki bara sérhagsmuni einstakra hópa? Getum við tekist á um hagsmuni og ólíkt gildismat án þess að grafa okkur aftur niður í skotgraf- ir fyrri tíðar? Án þess að brigsla hver öðrum um landráð og landsölu; án þess að væna hver annan um óþjóðhollustu eða að ganga erinda erlendra kúgunarafla? Þá reynir á hvort við getum rætt málið málefnalega án þess að gera andstæðingum upp hinar verstu hvatir. Getum við hjólað í boltann án þess að hjóla í manninn, eins og það heitir á fótboltamáli? Þessi bók Eiríks Bergmann um hina sjálf- stæðu þjóð – trylltan skríl og landráðalýð – er afar þarft framlag til þess að hjálpa okkur að ná áttum. Iðni Eiríks og þolinmæði við að rekja málflutning fyrri tíðar í samskiptum okkar við aðrar þjóðir – um NATO, varnarsamninginn við Bandaríkin, EFTA, EES, Schengen, ESB, Icesave og AGS (IMF) – er hreint út sagt aðdá- unarverð. En hún er líka þörf og hjálpleg fyrir þá umræðu sem fram undan er. Þetta getur verið eins konar sjálfshjálparbók fyrir þjóð sem þarf að læra að tala saman upp á nýtt að siðaðra manna hætti. Það er ekki lítið mál. Salobrena, 3. júní 2011 Jón Baldvin Hannibalsson Af öllum þeim grýlusögum sem þingmenn fóru með í þessum um- ræðum – og þar voru ýmsir liðtækir – setti Páll Pétursson frá Höllustöð- um Íslandsmet í heilaspuna þegar hann sagði í þing- ræðu: „Ef við undirgengjumst það (EES-samn- inginn), mundum við að sjálfsögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði – á mjög skömmum tíma.“ Um þjóðrembu, þráhyggju og þrasgirni  Sjálfstæð þjóð – Trylltur skríll og landráða- lýður Eiríkur Bergmann 364 bls. Veröld 2011 Jón Baldvin Hannibalsson hefur tekið saman þessa umsögn í tilefni af nýrri bók Eiríks Bergmann um okkar sjálfstæðu þjóð – eða með öðrum orðum hinn tryllta skríl og landráðalýð eins og við stimplum hvert annað yfir skotgrafirnar. 26 bókadómur Helgin 10.-12. júní 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.