Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Side 30

Fréttatíminn - 10.06.2011, Side 30
ÞÓR BÆRING - 7 TIL 10 ENGIN ÚTVARPSSTÖÐ HEFUR VAXIÐ JAFN MIKIÐ Á SÍÐUSTU 365 DÖGUM HLUSTUNIN FER UPP UM 134% ÚR 13.4% Í 31.4% SAMKVÆMT MMR KÖNNUN DAGANNA 9. TIL 12. MAÍ 2011 UPPSÖFNUÐ HLUSTUN Í ALDRINUM 18 TIL 49 ÁRA ALLT LANDIÐ 2 fótbolti Helgin 10.-12. júní 2011 É g er mjög sáttur við þann stað sem ég er á í dag. Ég hef varla misst úr leik í eitt og hálft ár og líður bara virkilega vel,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson í samtali við Fréttatímann. Hann er einn af lykilmönnum íslenska U-21 árs landsliðsins sem tekur þátt í lokakeppni EM í Danmörku. Og Kolbeinn getur verið sáttur við sig í dag. Hann lauk nýlega frábæru tímabili með AZ Alkmaar þar sem hann skoraði 15 mörk í 31 leik og var markahæsti maður liðsins. Stórliðið Ajax vill hann í sínar raðir en AZ vill fá fimm milljónir evra, rúmlega 800 milljónir, fyrir Kolbein sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. En hann hefur ekki alltaf verið jafn sáttur við sig á stuttum knattspyrnuferli. Kolbeinn var barnastjarna í boltanum, sennilega sú skærasta frá upphafi, og varð markakóngur Shell-mótsins í Vestmanna- eyjum þrjú ár í röð með Víkingi. Enginn hefur leikið það eftir fyrr né síðar. Sá sem komst næst því var Andri bróðir hans sem varð markakóngur tvívegis. Andri var gríðarlega efnilegur en þurfti ungur að leggja skóna á hilluna eftir stuttan feril sem einkenndist af erfiðum ökkla- og hné- meiðslum. „Ég fann alveg fyrir pressunni þegar ég var yngri. Það var ætlast til mikils af mér en ég reyndi að hugsa sem minnst um það. Ég held að mér hafi tekist það ágætlega. Stefnan var alltaf sett á atvinnumennskuna, alveg frá því ég sparkaði fyrst í bolta. Þetta hefur samt ekki verið eintóm sæla. Ég hef eiginlega verið afskrifaður tvisvar sem knattspyrnumaður, sem er bara ansi gott miðað við tuttugu og eins árs aldur,“ segir Kolbeinn og hlær. Í fyrra skiptið var hann í fjórða flokki Víkings. „Ég var í lægð í tvö ár og allir sögðu að Kolbeinn væri bara búinn – það yrði ekkert úr honum. Þá fékk ég símtal frá Zeljko Sankovic, sem var í HK og hafði þjálfað fyrir Víking. Hann bauð mér að koma yfir til þeirra og koma mér aftur af stað. Hann kom mér aftur á réttu brautina með þrotlausri vinnu í eitt og hálft ár,“ segir Kolbeinn. Í seinna skiptið var hann nýkominn út til AZ Alkmaar. „Þá var ég meiddur í næstum tvö ár. Ég hugsaði aldrei um að ég þyrfti að hætta en það voru allir búnir að afskrifa mig – bæði félagið og þeir sem fylgdust með boltanum. Þetta voru hins vegar ekki það alvarleg meiðsl að ég náði mér að fullu og lít framtíðina björtum augum,“ segir Kolbeinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Hver er verst klæddur? Ég myndi segja að það væri Skúli Jón Friðgeirsson. Hann er alltaf í Star Wars- fatnaði. Þykist vera brautryðjandi en það er ekki alveg að ganga hjá honum. Hver hlustar á verstu tónlistina? Arnar Darri Pétursson. Hann heldur að hann sé í þungarokkshljóm- sveit af því að hann spilar á gítar. Bönd eins og Killer Dimon eða hvað það heitir. Alveg til skammar. Hver á flottasta bílinn? Ég held að Gylfi Þór taki það með Porsche- jeppanum. Það er engin samkeppni. Hvaða vonda siði er herbergisfélaginn þinn með? Ég er vanalega með Jóhanni Berg í her- bergi. Það þarf að hugsa um hann eins og lítinn bróður. Það þarf að vekja hann og passa lykilinn. Hann er svolítið gleyminn, karlinn. Hver er stæltastur? Rúrik Gíslason segist eyða tveimur tímum í ræktinni á dag. Ef hann er ekki stæltastur þá er eitthvað að. Hver er alltaf á síðustu stundu? Það er fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson. Hann notfærir sér stöðu sína sem fyrirliði og kemur alltaf tveimur til þremur mínútum of seint. Hver eyðir mestum tíma fyrir framan spegilinn? Haraldur Björnsson kemur sterkur inn hér. Greiðslan heldur alveg í 90 mínútur, sama hvað á dynur. Hann er með þvílíkt gel, sem hann vill ekki segja frá, og sparar heldur ekki andlits- kremin. Sem skilar sér auðvitað því að hann er fjall- myndar- legur. Fjölskylda Kolbeins á og rekur Bakarameistarann og öll fimm eldri systkin hans hafa unnið þar í lengri eða skemmri tíma. Faðir hans Sigþór er bakarameistari, elsta systirin Sigurbjörg hefur verið í stjórnunarstöðu þar undanfarin ár, Björg Kristín, sú sem kemur næst, er kökumeistari og hefur unnið í bakaríinu, Sigþór Gunnar er lærður bakari og sér nú um tölvumál fyrirtækisins, Andri er stjórnarformaður bakarísins og Sif, sem er tveimur árum eldri en Kolbeinn, hefur unnið í afgreiðslu undanfarin ár. Kolbeinn hefur lítið komið nærri fyrirtækinu, að eigin sögn. „Ég vann í tvo tíma einhvern tíma við að skúra og setja deig í form. Ég hætti eftir það.“ Ljósmynd/Hari Í búningsklefanum með Alfreð Finnboga  FÓtbolti EM U-21 árs landsliða Afskrifaður tvisvar Kolbeinn Sigþórsson þykir vera með efnilegri framherjum Evrópu um þessar mundir og er efstur á óska- lista stórliðsins Ajax. Miklar vonir eru bundnar við hann á Evrópumótinu sem hefst í Danmörku á morgun. Stefnan var alltaf sett á atvinnu- mennsk- una, alveg frá því ég sparkaði fyrst í bolta.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.