Fréttatíminn - 10.06.2011, Side 34
Hversu hreinar eru
hárvörurnar þínar?
Fæst í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Heilsuver, Hagkaup, Árbæjarapóteki,
Apóteki Vesturlands, Apóteki Ólafsvíkur, Melabúðinni, Vöruval Vestmannaeyjum,
Þín verslun Seljabraut.
Innflutningsaðili: Gengur vel ehf
DERMA ECO LÍFRÆNT VOTTAÐAR HÚÐ- OG
HÁRSNYRTIVÖRUR Á SKYNSÖMU VERÐI
– Án Parabena, ilm og litarefna –
Derma Eco sjampó
Mýkir og verndar, fyrir
flestar hárgerðir
Derma Eco hárnæring
Mýkir hárið og eykur glans án
þess að veita fituga áferð.
6 fótbolti Helgin 10.-12. júní 2011
Þ
að eru þessir þrír menn, Steven
Gerrard, Michael Ballack og
Arjen Robben, sem standa upp
úr sem erfiðustu andstæðing-
arnir,“ segir knattspyrnukapp-
inn Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður í
aðalhlutverki með U-21 árs landsliðinu í
úrslitakeppni EM sem hefst í Danmörku
á morgun laugardag.
Gylfi, sem spilaði með FH og
Breiðabliki hér heima áður en hann
hélt út, gegndi lykilhlutverki hjá
Reading í næstefstu deild í Eng-
landi í tvö tímabil áður en hann
var seldur í fyrrahaust til þýska
liðsins Hoffenheim fyrir sjö
milljónir punda. Hann
segir muninn mikinn
á deildunum tveimur.
„Þetta er allt annar
heimur. Öll liðin í
þýsku deildinni eru
góð og sömuleiðis allir leikmennirnir.
Menn eru fljótari og með betri tækni í
þýsku deildinni og síðan eru auðvitað
allir vellir troðfullir. Maður spilar
ekki á móti liði eins og Scunthorpe
í þýsku deildinni,“ segir Gylfi og
hlær.
Það vekur athygli að eng-
inn varnarmaður er á meðal
þriggja erfiðustu andstæðinga
Gylfa. „Ég man bara ekki
eftir neinum sérstökum,“
segir hann og bætir við að
erfiðustu varnarmennirnir
séu þeir sem
eru fljótir
og lesa
leikinn
vel.
erfiðustu andstæðingarnir
Gylfi Þór Sigurðsson hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað
bæði í ensku Championship-deildinni og þýsku
Bundesligunni. Hann segir hér frá þremur erfiðustu
andstæðingum sínum á ferlinum.
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.795
með kaffi
eða te
Nýtt
BYKOblað
er komið út!
Frábært
verð og
spennandi
vörur!
A-riðill
Laugardagur 11. júní kl. 16.00 Hvíta-Rússland – Ísland
Laugardagur 11. júní kl. 18.45 Danmörk – Sviss
Þriðjudagur 14. júní kl. 16.00 Sviss – Ísland
Þriðjudagur 14. júní kl. 18.45 Danmörk – Hvíta-Rússland
Laugardagur 18. júní kl. 18.45 Sviss – Hvíta-Rússland
Laugardagur 18. júní kl. 18.45 Danmörk – Ísland
B-riðill
Sunnudagur 12. júní kl. 16.00 Tékkland – Úkraína
Sunnudagur 12. júní kl. 18.45 Spánn – England
Miðvikudagur 15. júní kl. 16.00 Tékkland – Spánn
Miðvikudagur 15. júní kl. 18.45 Úkraína – England
Sunnudagur 19. júní kl. 18.45 Úkraína – Spánn
Sunnudagur 19. júní kl. 18.45 England – Tékkland
3
FóTBoLTi EM U-21 árs landsliða
óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Steven Gerrard
Liverpool
„Ég spilaði á móti honum
með Reading í bikarnum.
Hann er grjótharður, góður
varnarlega og það er
erfitt að komast fram hjá
honum. Hann er líka með
frábærar sendingar og
var svona svipaður og ég
bjóst við.“
Michael Ballack
Bayer Leverkusen
„Hann er einn leiðin-
legasti leikmaður sem
ég hef spilað á móti
– ekta Þjóðverji, með
olnbogaskot og frekar
óheiðarlegur leikmaður.
Hann er þó enn frábær
leikmaður, með mjög
góðar sendingar og skýlir
boltanum vel.“
Arjen Robben
Bayern München
„Hann er eldsnöggur,
góður að rekja boltann
og missir hann sjaldan.
Hann er ótrúlega fljótur,
fljótari en flestir ef ekki
allir og þá sérstaklega
með boltann. Ég man
reyndar ekki eftir því að
hann hafi hreyft sig án
bolta.“
FóTBoLTi EM U-21 árs landsliða
Leikirnir á EM