Fréttatíminn - 10.06.2011, Qupperneq 37
Helgin 10.-12. júní 2011
Skipulagsfræði
Landbúnaðarháskóli Íslands www.lbhi.is
MS nám í
skipulagsfræði
Námsbraut í Skipulagsfræði
er tveggja ára MS nám
með sjálfbæra þróun
og sköpun lífvænlegs
umhverfis að leiðarljósi.
Lögð er áhersla á gagnrýna
skipulagshugsun. Mikilvægt
er að skipulagsfræðingar
á Íslandi hafi aflað sér
þekkingar á náttúrufari,
veðurfari, samfélagi, hagkerfi,
lagaumhverfi, tækni,
menningu, fagurfræði, sögu
landsins, byggðarþróun og
innri gerð byggðar. Sjálfstætt
rannsóknarverkefni vegur einn
fjórða á móti skipulögðum
námskeiðum.
Kennt er á
Keldnaholti í Reykjavík
Umsóknarfrestur um
MS-nám er til 15. júní
Tímaritið Stoppað í matargatið kemur út eftir árs hlé
nú í lok júní.Blaðið er, eins og margir þekkja, um mat og mat-
reiðslu á aðeins léttari nótum en hefðbundnari matarblöð.
Blaðið kemur út í 15.000 eintökum og er dreift frítt með
fjöldadreifingu á kaffihús, í verslanir, veitingastaði, og stofnanir.
Auk þess sem það verður aðgengilegt á www.matargatid.is
Leitið tilboða í auglýsingabirtingu hjá auglýsingadeild
Fréttatímans ísíma 531 3300 eða auglysingar@frettatiminn.is
M ik i l um-ræða hef-ur skapast
að undanförnu vegna
þyngdaraukningar
og offitu íslensku
þjóðarinnar og hefur
hún aðallega verið á
einn veg; að sporna
verði við þessari
þróun til að draga úr
líkum á sjúkdómum
tengdum ofþyngd og
minnka þar með heil-
brigðiskostnað sem
hlýst af slíkum sjúk-
dómum, lengja lífald-
ur og auka lífsgæði.
Hefur mikið verið
einblínt á börn í þessu samhengi,
eins og sést til dæmis af viðtali við
næringarfræðing í síðasta tölublaði
Fréttatímans þar sem hann kom
þeirri skoðun sinni á framfæri að
ofeldi væri hættulegra börnum en
vanræksla og að það neyðarúrræði
ætti að vera fyrir hendi að of feit
börn væru tekin af foreldrum sínum
þegar allt annað hefði verið reynt.
En má ekki vera að til séu tvær
hliðar á þessari umræðu? Fjöl-
margar óháðar rannsóknir sýna
til dæmis að einstaklingar sem
tilheyra yfirþyngdarflokki BMI-
skalans (25-30) lifa lengur en ein-
staklingar í kjörþyngdarflokknum
(20-25). Enn fremur eru líkur á
að þeir sjúkdómar og kvillar sem
eru sagðir orsakast af ofþyngd og
offitu séu frekar tengdir miklum
sveiflum í þyngd sem orsakast af
tilraunum of þungra einstaklinga
til að megra sig, en líkamsþyngd-
inni sjálfri. Fleiri rannsóknir sýna
að aukin líkamsfita veitir vörn gegn
slíkum sjúkdómum og að of þungir
einstaklingar með slíka kvilla deyi
síður en einstaklingar í kjörþyngd
með sömu kvilla. Nýjar vísbending-
ar eru einnig um að aukin þyngd
sé afleiðing áunninnar sykursýki
frekar en orsök. Svarið við spurn-
ingunni um hvort ekki séu tvær
hliðar á umræðunni hlýtur því að
teljast jákvætt. Af hverju heyrum
við þá aðeins aðra þeirra?
Heilsuspillandi megrunar-
kúrar
Hér er ekki verið að rengja þær full-
yrðingar að lítil hreyfing og óhollt
mataræði hafi slæm áhrif á heilsu.
Hins vegar er ástæða til að deila á
afdráttarlausa tengingu þyngdar
við slæmt heilsufar. Rannsóknir
sýna að ærið tilefni er til að færa
áhersluna frá þyngdarstjórn og
þyngdartapi yfir í áherslu á aukna
hreyfingu og hollari mat þegar
stuðla á að bættu heilbrigði einstak-
linga. Hreyfing og hollt mataræði
hefur mun sterkari tengingu við
heilsu en nokkurn tímann þyngd.
Næringarfræðingar og aðrir sér-
fræðingar sem vinna á sviði nær-
ingar og heilsu verða að horfa gagn-
rýnum augum á þau gögn sem þeir
styðjast við í sínu starfi og skoða
einnig á málefnalegan hátt þau
gögn sem ekki endilega styðja við
þeirra skoðun. Sú ofuráhersla á
að tengja þyngd afdráttarlaust við
heilsu stuðlar að samfélagslegri
andúð á líkamsfitu sem getur haft
alvarlegar afleiðingar. Dæmi um
slíkar afleiðingar eru heilsuspill-
andi megrunarkúrar, brotin sjálfs-
og líkamsímynd, fordómar gagn-
vart þungu fólki og aukin tíðni
átraskana. Ef herför gegn ofþyngd
og offitu stendur ekki á jafn traust-
um fótum og áður var haldið hljóta
þessar afleiðingar að teljast órétt-
lætanlegar. Í slíkum aðstæðum ber
okkur að spyrja; ef heilsufar er ekki
jafn sterklega tengt ofþyngd og of-
fitu og við héldum, getur þá verið
að við séum að gera
meiri skaða en gagn
með því að leggja
ofuráherslu á ein-
mitt það? Erum við
þá ekki einmitt að
skerða lífsgæði ein-
staklinga sem ekki
falla í fyrirfram mót-
að form samfélagsins
með því að svipta þá
sjálfvirðingu sinni og
virðingu annarra?
Fjölbreytileika
ber að fagna
Leitt hefur verið í
ljós að líkamsþyngd
og fituhlutfall ein-
staklinga eru mun tengdari erfðum
en við héldum áður. Hver og einn
hefur einfaldlega mismikla erfða-
fræðilega tilhneigingu til að safna
fitu án þess að það þurfi að tengj-
ast heilbrigði þessara einstaklinga.
Mikilvægt er að við ölum börnin
okkar upp við þá áherslu að fjöl-
breytileika beri að fagna. Íslenska
þjóðin er í fararbroddi á því sviði
hvað varðar ýmsa málaflokka, svo
sem samkynhneigð, fötlun og fjöl-
menningu. Með því að gera slíkt
hið sama á sviði ofþyngdar og of-
fitu erum við ekki einungis að
fagna fjölbreytileika heldur einnig
að auka lífsgæði, stuðla að minni
fordómum og draga úr bergmáli
þeirra skilaboða sem óma í hverju
horni um að grannir einstaklingar
séu betri einstaklingar. Ég vil ala
börnin mín upp í þannig samfélagi.
Hvað með þig?
Háskalegir fordómar
Herför gegn offitu
byggist á veikum grunni
Tara Margrét Vilhjálmdóttir
meistaranemi í félagsráðgjöf við
Háskóla Íslands.