Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Síða 38

Fréttatíminn - 10.06.2011, Síða 38
Bender & Christiansen É Ég rak augun í auglýsingu í Fréttatímanum fyrir viku þar sem töffari, stuttklipptur veiðimaður með brett upp fyrir olnboga, hélt í sporð og undir kvið á 19 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal. Hann var augljós- lega við það að sleppa skepnunni. Myndin ein er til vitnis um fenginn, fyrir utan minn- ingu hins stolta laxveiðimanns um barátt- una við bráð sína. Veiðitímabilið er að hefjast með mikilli tilhlökkun þeirra sem fengið hafa bakter- íuna. Ég hef unnið með þeim mörgum. Órói kemst í kropp þeirra og hug þegar daginn fer að lengja. Sumir hefja leikinn strax 1. apríl, um leið og opnað er fyrir veiði í vötn- unum, aðrir bíða laxveiðinnar í júníbyrjun. Dimmar vetrarnætur eru nýttar til flugu- hnýtinga. Það styttir biðina. Veiðibaktería þessi hefur hins vegar aldrei náð bólfestu í mér. Sem strákur í sveit var ég notaður til að vitja um silung í neti. Það var vissulega spennandi að sjá hvort bröndu var að finna í netinu en minni skemmtun að hreinsa þangið sem þangað leitaði ekki síður en fiskurinn. Verst var þegar æðarungar álpuðust í netið og mættu þar örlögum sínum. Vegna þessa áhugaleysis var ég vart við- ræðuhæfur þegar vora tók og vinnufélagar ræddu um aðskiljanlegar veiðiferðir, veiðiár, veiðistaði og veiðihús, en síðast en ekki síst risafiska sem þeir höfðu barist við tímunum saman. Flestir voru þeir föngulegir með af- brigðum en stærstir voru þeir sem slitu sig af rétt við árbakkann. Gott ef þeir stækkuðu ekki með ári hverju. Þar kom að tveir áköfustu veiðimenn- irnir í vinnufélagahópnum, Bender & Christiansen, sjálfur Gunnar Bender, veiði- sérfræðingur dagblaða og ljósvakamiðla og útgefandi veiðiblaðs, og Stefán Kristjáns- son, fluguhnýtingameistari og síðar veiði- búðareigandi, sáu að við svo búið mátti ekki standa. Þeir höfðu leigt fallega silungsá vestur á fjörðum, veiðiá sem þeir sögðu að væri einkar heppileg fyrir byrjendur. Ekki aðeins væri hún í fallegu umhverfi heldur full af fiski líka. Þaðan væri útilokað að fara án þess að setja í fisk. Ég var því drifinn með. Veiðifélagar mínir fóru degi fyrr en ég. Kona mín og dætur fylgdu hinum væntan- lega veiðimanni vestur. Eldri stúlkan var spennt, treysti á föður sinn. Sú yngri var of lítil til að leggja mat á veiðihæfileikana. Konan var raunsærri. Gerði af hyggjuviti sínu ekki ráð fyrir fullum frystikistum af silungi og laxi en þó að við fengjum að minnsta kosti einu sinni í soðið. Tindilfættir voru þeir Bender & Christi- ansen þar sem þeir tóku á móti okkur á bökkum árinnar fögru. „Hafið þið verið á fá’ann,“ spurði ég enda taldi ég víst að þannig spyrði veiðimaður þegar hann hitti aðra veiðimenn. Af svip eldri dótturinnar las ég að henni þótti vel spurt og fagmann- lega. Hún var mætt á vettvang sem dóttir veiðigarps. Svipur konunnar var óræðari. „Ja,“ sagði Stefán hógvær, „sjötíu bleikjur, áin er full af fiski.“ Hinir vönu veiðimenn ákváðu að nýliðinn hefði ána einn þennan dag. Enginn átti að trufla veiði hans. Stefán lánaði stöng og stígvél. Bender beitti. Ég fetaði mig varlega út í ána í átt að hylnum. Það var engu logið um fiskinn í ánni. Jafnvel óvön veiðiaugu sáu að hylurinn var nánast eins og sardínu- dós. Veiðibræðurnir lögðust í vestfirskan móann og hvíldu lúin bein. Konan fór að skoða blóm og sætukoppa en eldri stúlkan fylgdist með föður sínum, full aðdáunar til að byrja með. Hún sá hann kasta og draga, kasta og draga en þreyttist fljótt þegar ekk- ert gerðist. Bender & Christiansen lyftu auga annað veifið en sáu að ekki var þörf á að hjálpa nýliðanum við að landa. Fiskarnir stukku allt í kringum veiði- manninn en fráleitt var að þeir bitu á. Þeir litu ekki við agninu. Vel var þó beitt hjá Bender og stígvél Stefáns héldu vatninu vel frá leggjum og lærum hins einbeitta veiði- manns. Þegar leið á daginn var konan kom- in ofar í hlíðina og stúlkan til hennar og litlu systur. Hún hafði endanlega misst þolin- mæðina. Þá loks sá Bender aumur á félaga sínum. „Komdu,“ sagði hann, „ég reiknaði með því að svona gæti farið, jafnvel þótt þú hafir þurft að gæta þín á að stíga ekki ofan á fiskana í ánni. Ég veiddi því einn í morgun, áður en þú komst, hélt honum á lífi og setti hann í poll á kletti hérna skammt frá. Farðu nú og kræktu í hann svo að þú farir ekki heim með öngulinn í rassinum. Mæðg- urnar þurfa ekkert að vita hvaðan fiskurinn kemur.“ Veiðiklóin leiddi stígvélaðan nýliðann að pollinum. Þar blakaði uggum dáfögur bleikja. „Veiddu þessa,“ sagði Bender, „svo látum við gott heita. Það verður þá sjötíu og eitt kvikindi á hollið. Það er ekki svo slæmt,“ sagði hann. „Það þarf eng- inn að vita hvernig skiptingin er á milli okkar.“ Það er skemmst er frá því að segja að bleikjan í pollinum fúlsaði algerlega við agni mínu. Það var sama hvaða brögðum ég beitti; hún lét ekki einu sinni húkka sig. Bender hló svo stórkarlalega að félagi Christiansen rumskaði á milli þúfna. „Þú ert vonlausasti veiðimaður norðan Alpafjalla,“ sagði hann á milli soganna. „Það er deginum ljósara að þín sérgrein er og verður netalagnir.“ „Á ég að taka mynd af þér með fenginn, elskan,“ sagði konan þegar hún kom að vitja bónda síns, „eða viltu láta stoppa upp þennan í pollinum?“ Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Fást snjóbílar á bílaleigunum? „Opnun hálendisvega seinkar“ Seinka þarf opnun hálendisvega sunnan­ lands og norðan vegna snjóalaga og bleytu, að mati starfsmanna Vegagerðar­ innar. Eins metra þykkur nýfallinn snjór er við Öskju. Hvað gerum við þá við styttuna af Ingólfi? „Segir kenningum um landnám hrundið“ Aldursgreining á fornleifum við Kirkju­ vogs kirkju í Höfnum á Reykjanesi bendir með 68% öryggi til þess að þar hafi verið búseta á tímabilinu 770­880. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur sem stýrir rannsóknunum, segir við Fréttablaðið að þetta kollvarpi hefðbundnum skýringum um landnámið, sem miðað hefur verið við árið 874. Landkynning í verki „Íslendingar slást í Noregi“ Lögregla í Haugasundi á suðvesturströnd Noregs varð að skakka leikinn þegar tveir Íslendingar lentu í slagsmálum í bænum. „All in the family“ „Hjón í fararbroddi söluferlis Byrs“ Hlutafé í Byr verður boðið til sölu eftir helgi. Ráðgjafarfyrirtækið Arctica Finance á að sjá um söluna en framkvæmdastjóri þess er eiginmaður formanns slitastjórnar Byrs. Sumarið er tíminn „Búast má við næturfrosti næstu tvær nætur“ Allvíða má búast við næturfrosti næstu tvær nætur, að sögn Veðurstofunnar. Frost var í innsveitum norðaustanlands í nótt og á Egilsstaðaflugvelli. Hverjum datt það svo sem í hug? „Ég hef ekkert með þetta blessaða bankahrun að gera“ „Ég hef ekkert með þetta blessaða bankahrun að gera,“ sagði Hannes [Smárason] í síma fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Hann telur sig vera ranglega sakaðan um að vera aðili að bankahruninu sem átti sér stað í október 2008. Hver lifir svo sem af þingmanns- launum? – spyrjið Tryggva Þór „Ekkert athugavert við aukastörf“ Árni Páll Árnason, efnahags­ og við­ skiptaráðherra, segist ekki sjá neitt at­ hugavert við að hann hafi þegið greiðslur frá Íbúðalánasjóði fyrir lögfræðiþjón­ ustu eftir að hann varð þingmaður. Ekkert banni þingmönnum að taka að sér vinnu samhliða þingstörfum. Er ekki rétt að bíða eftir því að okkur fjölgi í 325 þúsund? „Ísland verði stórveldi innan ESB“ Baldur Þórhallsson, nýr varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir Ísland geta orðið að stórveldi innan Evrópusam­ bandsins þegar kemur að sjávarútvegs­ málum. Sólin er sest „Óeðlileg viðskipti skúffufyrirtækis“ Skiptastjóri skúffufyrirtækisins Sólin skín lýsir viðskiptum þess við Glitni sem mjög óeðlilegum. Það tapaði 2.200­földu stofnfé sínu á 90 dögum en fékk áfram fyrir­ greiðslu.  VIkAn SEm VAR Nýtt BYKOblað er komið út! Frábært verð og spennandi vörur! Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 30 viðhorf Helgin 10.-12. júní 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.