Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Page 54

Fréttatíminn - 10.06.2011, Page 54
46 tíska Helgin 10.-12. júní 2011 Útrýmum fordómum Ég býst stórlega við því að öll höfum við staðið okkur að því að dæma fólk áður en við þekkjum það. Ég veit ekki skýringuna á þessu háttalagi en einkennilegt er það þó. Við tölum um manneskjur sem við þekkjum ekki, dæmum þær og myndum okkur nei- kvæðar skoðanir. Nú, eða jákvæðar, sem er þó ekki ríkjandi. Ég hef oft verið bæði gerandi og þolandi í þessum efnum. Það veit ég vel. Góðar vinkonur mínar í dag töldu mig vera allt aðra en ég er í raun og veru. Og það sama hélt ég um þær. Kannski er það klæðnaður, háttalag og tjáningin sem skipta mestu máli. Ómeð- vitað flokkum við einstakling- inn eftir klæðaburði og stimplum hann sem ákveðna stereótýpu. Höldum honum jafnvel í ákveðinni fjarlægð því hann á ekki við okkar persónuleika – tilheyrir hinum hópnum. Hinn hópurinn er einfaldlega eitthvað verri en það sem við erum vön. Stundum er gott fyrir okkur að kíkja aðeins út fyrir kassann og kanna ótroðnar slóðir. Vera svolítið líbó og kynnast fólki sem kemur úr gjörólíkum menningarhópi. Halda okkur ekki við ein- hverja ákveðna týpu og sleppa öllum for- dómum. Því fordómar er hugtak sem þarf að útrýma. Það leiðir ekkert gott af sér, býr til leiðindi, vesen og drama. María Lilja Þrastardóttir er 25 ára. Hún segist ætla að vinna með geðfötluðum í sumar og læra svo kvikmyndafræði í Háskólanum frá og með haustinu. „Tískuinnblástur má sækja víða og það er alltaf jafn gaman að fylgjast með því hve íslenskar konur eru óhræddar við að fylgja eigin sannfæringu þegar kemur að klæðaburði. Sjálf klæði ég mig eftir skapi og líðan hverju sinni og minn stíll er mjög breyti- legur,“ segir María. „Í sumar er ég að skipuleggja svokallað Slut-Walk í Reykjavík. Þetta er alheims- hreyfing fólks sem hafnar alfarið klámvæðingu og hlutgervingu kvenna og þeirri hugmynd að konur klæddar á einn eða annan hátt séu að þóknast fyrirfram mótuðum hugmyndum karla um kynþokka. Vegna þessara hug- mynda ber því miður á því að konur sem beittar eru kynferðisofbeldi séu gerðar ábyrgar fyrir gjörðum gerandans á þeim forsendum að þær hafi boðið upp á þetta með klæðnaði og fasi. Því legg ég áherslu á frelsi kvenna til að klæða sig eins og þær vilja og vekja jafnframt fólk til um- hugsunar um stöðu fórnarlamba kynferðisglæpa.“ tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Ekki fótó- sjoppuð í auglýsinga- herferð Sænska ofurmódelið Caro- line Forsling, sem er 35 ára, hefur lagt fram kæru á hendur snyrtifyrirtækinu Estée Lauder fyrir að fótó- sjoppa sig ekki í auglýsingu fyrir hrukkukrem. Hún segir að fyrirtækið hafi ekki valið þá mynd sem rætt var um, heldur aðra sem geri hana eldri en hún er í raun og veru. Caroline heldur því fram að þessi auglýsingaherferð hafi eyðilagt feril hennar og fer því fram á 288 milljónir króna í skaðabætur. Innblásturinn kemur úr skugganum Það fer varla fram hjá nokkrum manni að vorið og sumarið einkennast af skærum og áberandi litum. En svo virðist litavalið ætla að taka skyndi- legum stökkbreytingum í haust og hafa helstu tískufyrirtæki heims sýnt fram á það. Snyrtivörur haust- og vetrarlínu tískurisans Chanel, Illusions d’Ombre de Chanel, sannar fyrir okkur þessa kenningu því hún einkennist af málmkenndri áferð og dökkum, drungalegum litum. Hönn- uður línunnar, Peter Philips, segir innblásturinn koma úr skugganum þar sem hvergi sést til sólar og þessi lýsing á svo sannarlega við um vörurnar. Bloggarar hanna Mac-snyrtivörur Fyrir nokkrum vikum auglýsti snyrtivörufyrirtækið Mac eftir bloggurum sem vildu hanna sínar eigin Mac-snyrtivörur. Umsækjendurnir voru margir en aðeins tíu stelpur voru valdar og flogið með þær til Toronto þar sem verksmiðja Mac er til húsa. Bloggararnir fengu svo frjálsarar hendur og hönnuðu sína eigin augnskugga og gloss. Snyrtisérfræðingar frá Mac völdu síðan fimm flottustu glossin og fjóra augnskugga sem skáru sig úr og verða til sölu í verslunum Mac í lok júní. Þriðjudagur Skór: Fatamarkaður Buxur: Anderson & Lauth Undirkjóll: Nostalgía Ermar: Nostalgía Hálsmen: Spúútnik Hattur: Nostalgía Mánudagur Skór: Fatamarkaður Buxur: Spúútnik Bolur: Kiosk Belti: Spúútnik Miðvikudagur Skór: Fatamarkaður Sokkar: Nostalgía Sokkabuxur: Kroll Kjóll: Spúútnik Vesti: Lóla Skart: Spúútnik Fimmtudagur Hárskraut: Spúútnik Samfestingur: Nostalgía Jakki: Nostalgía Sokkabuxur: Oroblu Skór: Gyllti kötturinn Föstudagur Skór: Gyllti kötturinn Pils: Spúútnik Belti: Spúútnik Jakki: H&M Brjóstahaldari: La Senza Armband: Spúútnik Sólgleraugu: eBay Berst fyrir meira frelsi í klæðaburði 5 dagar dress FASHIONSHOP.IS Ný vefsíða með það nýjasta frá Los Angeles „Borg Englana!“ Við erum líka á facebook

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.