Fréttatíminn - 10.06.2011, Page 58
50 menning Helgin 10.-12. júní 2011
liza Marklund Myndir fyrir bíó og sjónvarp í bígerð
Framleiðslufyrirtækið Yellow Bird
hefur, í samvinnu við sænsku
sjónvarpsstöðina TV4 og þýsku
stöðina ARD, hafið undirbúning á
gerð sex kvikmynda eftir bókum
Lizu Marklund um blaðakon-
una Anniku Bengtzon. Kvikmynd
byggð á bókinni Arfur Nóbels er sú
eina sem sýnd verður í kvikmynda-
húsum en hinar verða sjónvarps-
myndir og sýndar samtímis á TV4
og ARD.
Hópi handritshöfunda hefur
verið falið að skrifa kvikmyndirnar
sex.
Leit stendur yfir að réttu leikur-
unum í hlutverkin en Helena
Bergström, sem farið hefur með
hlutverk Anniku í tveimur kvik-
myndum, kemur ekki til greina
sem aðalpersóna nýju myndanna.
Liza Marklund er í óða önn að
skrifa næstu bók um Anniku
Bengtzon sem kemur út í Svíþjóð í
haust. Bókin kemur út í íslenskri
þýðingu í byrjun næsta árs. Mark-
lund hefur skrifað átta bækur um
Bengtzon sem hafa selst í yfir
þrettán milljónum eintaka og verið
þýddar á þrjátíu tungumál. -þt
Blaðakonan Annika Bengtzon á hvíta tjaldið
v ið erum búin að sýna fyrir fullu húsi frá því við byrjuðum en það kom mér samt skemmti-lega á óvart, þegar ég fór að taka saman sýn-
ingarnar, að við erum orðin þriðja stærsta leikhúsið á
landinu,“ segir Íris Stefanía Skúladóttir hjá Norður-
pólnum. „Og á mánudaginn fengum við tvær Grímutil-
nefningar sem mér finnst geðveikt frábært miðað við
að við erum bara búin að vera með eitt leikár. Þegar
við byrjuðum vorum við með verksmiðju í niðurníðslu
þannig að á einu og hálfu ári fórum við þaðan yfir í að
verða þriðja stærsta leikhúsið með tvær Grímutilnefn-
ingar þar sem Fjalla-Eyvindur er tilnefnd sem ein af
bestu leiksýningunum og Edda Björg Eyjólfsdóttir
sem ein af bestu leikkonunum.“
Á lista yfir 70 atvinnusýningum á vefsíðu Grím-
unnar á leikárinu 2010-2011 á Norðurpóllinn níu; 2 af
10 barnaverkum, 5 af 20 dansverkum og 2 af 40 leik-
verkum. Írisi telst því svo til að Norðurpóllinn sé með
tæp 13% af öllum atvinnusýningum á leikárinu og
með flestar sýningar á landinu á eftir Þjóðleikhúsinu
og Borgarleikhúsinu.
Norðurpóllinn er leikhús með þremur sölum og
tekur á móti öllum sem vantar rými til listsköpunar á
meðan pláss leyfir. Leikhúsið leggur þó aðaláherslu
á að styðja við húsnæðislausa atvinnuleik- og dans-
hópa. Plastverksmiðjan Borgarplast var áður til húsa
í Norðurpólnum en aðstandendur leikhússins breyttu
verksmiðjunni í leikhús og unnu sjálfir á fullu við
breytinguna. „Við fengum fjölskyldu og vini til að
hjálpa okkur og það eru margir handlagnir í kringum
okkur þannig að við gifsuðum á fullu, færðum til heilu
veggina og keyptum bara vinnu í erfiðustu verkefnin.“
Sögu verksmiðjunnar sem leikhúss má rekja til
þess þegar Margrét Vilhjálmsdóttir setti þar upp
verkið Hnykil. „Þá var svo kalt hérna að húsið var
kallað Norðurpóllinn og nafnið festist við það. Þetta
hús er mjög hentugt. Hér er allt á einni hæð og stórar
dyr þannig að öryggis- og brunamál eru í fínu lagi.“
toti@frettatiminn.is
Lj
ós
m
yn
d/
Pe
te
r J
ön
ss
on
norðurpóllinn athvarf húsnæðislausra leikhópa slær í gegn
Norðurpóllinn
er funheitur
Íris er hæstánægð með
árangur Norðurpólsins sem
fyrir einu og hálfu ári var
verksmiðja í niðurníðslu en
er nú öflugt leikhús.
Íris og Búi
Bjarmar Aðal-
steinsson eiga
bæði sæti í stjórn
Norðurpólsins.
Þegar við
byrjuðum
vorum við
með verk-
smiðju í
niðurníðslu.
Sólstöðuhátíð víkinga
í Hafnarfirði 16.- 20. júní 2011
Víkingamarkaður - Leikhópur
Bardagavíkingar - Erlendir víkingar
Víkingaveitingastaðir í tjöldum
Kraftajötnar - Handverksvíkingar
Dansleikir - Víkingasveitin
Glímumenn - Eldsteikt lamb
Víkingaveislur öll kvöld, o.fl.o.fl.
Fimmtudagur 16. júní.
13.00 Markaður opnaður.
14.00 Bardagasýning
Kynning á viðburðum næstu
daga, sögumenn,
götulistamaður, bogfimi,
tónlist, o.s. frv.
18.00 Bardagasýning.
20.00 Víkingaveisla
í Fjörugarðinum.
21.00 Lokun markaðar.
23.00 Dansleikur Ólafur Árni
Bjarnason
Trúbador og víkingur.
03.00 Lokun.
Föstudagur 17. júní.
13.00 Markaður opnaður.
14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
14.30 Víkingaskóli barnanna.
15.00 Bardagasýning.
16.00 Víkingasveitin
16.30 Bogfimikeppni víkinga.
17.00 Bardagasýning.
18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
19.00 Bardagasýning.
20.00 Víkingaveisla
í Fjörugarðinum.
20.00 Lokun markaðar.
22.30 Dansleikur í Fjörukránni.
Gylfi, Rúnar Þór og Megas
halda uppi gleðinni.
04.00 Lokun.
Laugardagur 18. júní.
13.00 Markaður opnaður.
13.00 Kraftakeppni Magnúsar Ver
14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
14.20 Kraftakeppni Magnúsar Ver
14.40 Víkingaskóli barnanna.
15.00 Bardagasýning.
15.30 Sagnafólk í Hellinum
16.00 Rósin okkar Þjóðleg tónlist
16.00 Kraftakeppni Magnúsar Ver
16.30 Bogfimikeppni víkinga.
17.00 Bardagasýning.
18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
19.00 Bardagasýning.
20.00 Víkingaveisla
í Fjörugarðinum.
20.00 Lokun markaðar.
23.30 Bjartmar Guðlaugsson.
00.15 Dans á Rósum
04.00 Lokun
Sunnudagur 19. júní.
13.00 Markaður opnaður.
14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
14.30 Víkingaskóli barnanna.
15.00 Bardagasýning.
15.30 Sagnafólk í Hellinum
16.00 Rósin okkar Þjóðleg tónlist
16.30 Bogfimikeppni víkinga.
17.00 Bardagasýning.
18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
19.00 Bardagasýning.
19.30 Loka athöfn og
víkingahátíð slitið
20.00 Víkingaveisla í
Fjörugarðinum.
20.00 Lokun markaðar.
23.00 Tónlist í Fjörugarðinum
að hætti víkinga.
02.00 Lokun.
Dagskrá sólstöðuhátíðar 2011
Sólstöðuhátíð víkinga verður sett í fimmtánda sinn þann 16. júní
og að vanda verður hún fjölbreytt. Dágóður hópur erlendra
víkinga kemur til okkar, sumir í fimmtánda skiptið. Að venju eru
flestir frá Norðurlöndunum og stærsti hópurinn kemur frá
Færeyjum. Þá má nefna að einn besti handverksmaður
Grænlands verður með okkur á hátíðinni. Sögumenn,
götulistamenn, handverksmenn sem höggva í steina og tré eða
berja glóandi járn, bardagamenn og bogamenn, svo eitthvað sé
nefnt. Víkingahópurinn okkar Rimmugýgur og víkingahópurinn
Hringhorni frá Akranesi verða að vanda með sína skemmtilegu
bardaga og glímutök á hátíðinni. Fjöldinn allur af víkingum
víðsvegar af landinu hefur boðað komu sína á hátíðina. Á þriðja
hundrað víkingar verða á svæðinu þegar mest lætur og fjölhæfir
eru þeir eins og sjá má á upptalningunni hér að framan.
Dansleikir verða fastir liðir meðan á hátíðinni stendur. Þeir sem
koma fram eru Gylfi, Megas og Rúnar Þór, Bjartmar Guðlaugsson
og hljómsveitin Dans á Rósum og víkingurinn og trúbadorinn
ÓlafurÁrni Bjarnason. Einnig mun hljómsveitin Rósin okkar koma
fram en hún hefur sérhæft sig í þjóðlegri tónlist og ekki má
gleyma okkar frábæru Víkingasveit.
Í lokin vil ég þakka þeim sem stutt hafa þetta framtak í gegnum
árin en lógóin þeirra sjást hér til hliðar. Þeir hafa ekki brugðist og
eru búnir að standa með okkur í gegnum öll árin, þeim verður
seint fullþakkað.
Það er von mín að þessi hátíð eigi eftir að halda uppi merki
víkinga og halda áfram að gleðja þá gesti sem á hátíðina koma.
Gleðilega Sólstöðuhátíð Víkinga
Jóhannes Viðar Bjarnason
Fjölskylduhátíð
HOTEL
& Restaurants
Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu okkar www.fjorukrain.is
Sólstöðuhátíð víkinga er fyrir alla fjölskylduna
16. til 20. júní 2011
GARÐABÆR / ÁLFTANES
LÉTTÖL
SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
NÝJASTA SPENNUBÓK
GARÐYRKJUMANNSINS!
„Árstíðirnar í garðinum“ er fimmta bókin í bókaflokknum
Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út.
Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og
þjóðfræðingur. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar
úr íslenskum görðum prýða bókina.
Fæst í öllum bókaverslunum og á www.rit.is
Leikhúsinu Norðurpólnum á Seltjarnarnesi hefur heldur betur vaxið
fiskur um hrygg. Það var stofnað í janúar 2010 og einu og hálfu ári síðar
er það orðið þriðja stærsta leikhús landsins með tilliti til sýningafjölda og
fékk auk þess á dögunum tvær tilnefningar til Grímunnar.
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is