Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 60
 Plötuhorn Dr. Gunna Don’t Want to Sleep  FM Belfast Eftir partí Fyrsta plata FM Belfast var algjört dúndur. Svaka partíplata sem spriklaði af gleði og stuði. Þeir sem héldu að þeir væru að fara í annað eins partí á þessari plötu verða fyrir nokkrum vonbrigðum því hún er langt í frá eins hressandi og skemmtileg. Platan er satt að segja hæggeng og sein- tekin, mörg laganna þurfa mikinn tíma til að mjatlast inn í tónminnið, en annað slagið glittir þó í blátt áfram stuð. Hljóðheimur sveitar- innar hefur lítið breyst – þetta er vel gert sintapopp með frísklegu söngáleggi framlínunnar – það er bara stemningin sem er komin úr fjörinu í eftirpartíið og þar er fólk ekki alveg tilbúið að fara að sofa strax. Ágæt plata samt, en líður fyrir að koma í kjölfar snilldarplötu. rain on me rain  Andrea & Blúsmenn Blús við stofuhita Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn hennar eru gríðarlega traust eining. Andrea er meiriháttar söngkona með mikla tilfinningu fyrir efninu sem hún ber á borð og bandið er gríðarþétt á bak við hana. Áreynslulaus fagmennska leikur um þessa fínu plötu, sem er önnur platan þeirra (sú fyrsta kom út 1998). Hér er blúsað við stofuhita og blúsinn ekki ýkja tregafullur, heldur er huggulega djassleiðin valin og lög tekin sem söngkonur eins og Sarah Vaughan, Ella Fitzgerald, Billie Ho- liday og Nina Simone sungu fyrr á öldum – samt ekki þekktustu lögin úr þeim bálki. Andrea semur tvö lög sem standa fyllilega jafnfætis þeim eðal- steinum sem eru til grundvallar. Verði sláin hækkuð kemur frumsamin plata á íslensku næst! Í stillunni hljómar  Mógil Lágstemmd suða Söngkonan Heiða Árnadóttir og gítar- leikarinn Hilmar Jens- son skipa Mógil ásamt Belgunum Ananta Roosens fiðluleikara og Joachim Badenhors klarinettuleikara. Í stillunni hljómar fylgir eftir plötunni Ró sem kom út árið 2008. Tónlist sveitarinnar má kalla tilraunakenndan þjóðlagaspunadjass og þótt tónlistin sé yfirleitt lágstemmd má greina kraftmikla suðu í flúruðu samspilinu. Mörg laganna eru aðgengileg, nánast hreinræktað þjóðlaga- popp með alíslenskum þjóðsögulegum textum sem Heiða syngur tærri og fallegri röddu, en inn á milli nær tilrauna- stofan yfirhöndinni í bröttum spuna, sem hentar lengra komnum pælurum. Hér er fagfólk á ferð með áheyrilegt verk sem bæði þjóðlaga- og djassáhugafólk ætti að sperra eyrun við. P IP A R \T B W A · S ÍA · 1 1 1 4 5 6 Terra nýr valkostur fyrir veröndina Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð! b m va ll a .is Terra er nýtt og fallegt verandarefni úr slípuðum hellum sem fæst í hvítu, gráu og svörtu. Terra er hagkvæm og endingargóð lausn á veröndina, laus við umstang og viðhald sem fylgir hefðbundnum pallaefnum. Ekki eyða sumarfríinu í viðhald. Komdu á sýningarsvæði okkar í Fornalundi og skoðaðu Terra-hellurnar eða hafðu samband við söludeildir okkar. Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík  utanveGahlauP Það erfiðaSta á lanDinu S jö tinda hlaupið svokallaða, erfiðasta utanvegahlaup landsins, verður haldið í þriðja sinn á laugardaginn en þá er hlaupið utan vega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar. „Nei, ég veit ekkert út í hvað ég er að fara. Nema bara að maður hefur heyrt að þetta sé gríðarlega erfitt hlaup,“ segir Óskar Jakobsson sem ætlar að þreyta hlaupið í fyrsta sinn á laugar- daginn. „Ég tel að ég sé í þokkalegu formi þannig að ég held alveg að ég eigi að ljúka þessu. Maður er samt meira í götuhlaupunum en ég hef tekið nokkur utanvegahlaup, eins og Vesturgötuna, og svo stefni ég á að taka Laugaveginn í fyrsta skipti núna þannig að þetta er hugsað sem æfing fyrir það. Mágkona Óskars hefur sigrað í kvenna- flokki þessa hlaups undanfarin tvö ár og „hún er svolítið búin að vera að pressa á mig að prófa þetta.“ Óskar er hvergi smeykur enda hefur hann æft stíft í vetur. „Svo hljóp ég maraþon í Rotterdam um daginn þannig að maður er þokkalega vel staddur.“ Hann hefur ekki kynnt sér leiðina sérstaklega nema „bara þegar ég keyri þarna fram hjá þá hef ég eitt- hvað verið að reyna að horfa yfir þetta. Þetta eru þúfur og melar og maður fær víst að prófa allt. Það eru brattar brekkur þarna og malbik inn á milli.“ Óskar segist halda að besti tíminn í hlaup- inu sé rétt undir fjórum tímum og stefnir á að ná einhverju svipuðu. „Ég veit ekkert hvað er raunhæft í þessu og það getur líka farið eftir aðstæðum, vindi og öðru, en það væri gaman að fara þetta á undir fjórum tímum.“ Sjö tinda hlaupið hefst klukkan tíu í fyrra- málið, laugardagsmorgun, við Íþróttamið- stöðina að Varmá í Mosfellsbæ og komið er í mark við Varmá þegar torfærurnar hafa verið lagðar að baki. Veit ekkert út í hvað hann er að fara v ið byrjuðum að spila saman þegar ég missti vinnuna hjá Sjónvarpinu í kreppunni. Ragn- heiður hafði verið plötusnúður lengi en vantaði alltaf einhvern með sér. Það er miklu betra að vera tvær til að geta lesið dans- gólfið og náð upp stuði,“ segir Valdís sem ekki á langt að sækja plötusnúðstaktana því móðurbróð- ir hennar, Páll Óskar Hjálmtýsson, er öllum kunnur. Valdís lauk nýlega burtfarar- prófi í trompetleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Hún er líka í hljómsveitinni Wonderbrass, sem lék undir með Björk á einum af túrum hennar um heiminn. Ragn- heiður Maísól var í trúðaskóla í Danmörku, lærði síðar ljósmynd- un og er nú á myndlistarbraut í Listaháskóla Íslands. Hún er líka í gjörningahópnum Weird Girls Project sem lýtur stjórn Kitty Von Sometime. Stöllurnar hafa spilað víða, meðal annars á skemmtistöðunum Karamba og Barböru, í brúðkaup- um og alls kyns gleðskap. „Við spilum mjög fjölbreytta tónlist en markmiðið er alltaf að koma fólki á dansgólfið. Við erum lagavalsmeistarar og reynum að lesa í stemninguna frekar en að spila bara eitthvað sem við fílum sjálfar.“ En hver skyldi vera kúnstin við að koma fólki í stuð? „Að fylgjast með fólkinu og vinna út frá því en taka hæfilega mikið mark á óskalögum. Við spilum líka mörg one-hit-wonder lög, tökum stundum tímabilaþemu með tvist, diskó, hipphopp, næntís og fleira en gömul íslensk tónlist klikkar aldrei.“ Dj Nonni og Manni grípa stund- um í slagverk, þokulúðra, sírenur, grínfiðlur, glimmer og konfettí- sprengjur þegar þær koma fram. „Við erum konurnar sem fundu upp stuðið.“ thora@frettatiminn.is  DJ nonni oG Manni SækJa Í SiG veðrið Óskar er til í tuskið og tekur áskorun mágkonu sinnar um að hlaupa Sjö tinda hlaupið. Veit ekkert hvað er raunhæft í þessu. Valdís Þorkelsdóttir og Ragnheiður Maísól Sturludóttir mynda dj-dúóið Nonna og Manna. Lagavalsmeistarar sem fundu upp stuðið Hinar uppátækjasömu vinkonur, Valdís Þorkelsdóttir og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, eru meðal litríkustu plötusnúða landsins. Lj ós m yn d / H ar i 52 dægurmál Helgin 10.-12. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.