Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 2
Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, er ósáttur við ritdóm Páls Baldvins Baldvinssonar um Sögu Akraness í Fréttatímanum í síðustu viku og mun fela lögmanni bæjarins að skoða málið vel, að því er fram kemur í héraðsblaðinu Skessuhorni. „Hér hefur herfilega tekist til um fram- kvæmd og hafi þeir skömm fyrir sem að stóðu,“ sagði Páll Baldvin m.a. í dómi sínum. Árni Múli segir af og frá að Páll Baldvin hafi samið ritdóm um verkið: „Í þessum skrifum Páls er nefnilega ekki snefill af fræðimennsku en hellingur af fúlmennsku og dágóður slatti af lítilmennsku líka,“ segir hann og bætir við: „Þetta er því alls ekki ritdómur heldur skítkast sem lýsir mjög litlum metnaði en allt of mikilli sjálfsánægju og mjög miklum hroka, yfirlæti og lítils- virðingu og ekki aðeins gagnvart höfundi sögunnar, ritnefnd og útgefanda, heldur gagnvart öllum Akurnesingum.“ Bæjarstjórinn hvetur fólk til að neita sér ekki um þá miklu ánægju sem felst í að skoða Sögu Akraness og dæma hana eftir það sjálft. -jh Bæjarstjóri ósáttur við ritdóm Þrátt fyrir eltingarleik tókst ekki að hafa uppi á öllum. T homas segir ekkert sérstakt at-vik eða tilfelli hafa orðið til þess að ráðist var í rannsóknina, sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði og Reykjavíkurborg. „Ég er ekki kominn með neinar endanlegar niðurstöður en ég hef tekið viðtöl við starfsfólk og eftir því sem rannsókninni miðar áfram er að verða mjög greinilegt að það er margt í gangi hvað kynferðislega áreitni varðar hjá Reykjavíkurborg. En það verður að taka skýrt fram að þetta er að mestu bundið við ákveðnar deild- ir. Þetta er vandamál í sumum deildum en þekkist varla í öðrum,“ segir Tho- mas og bætir við að rannsókninni sé að hluta til ætlað að komast að því hvort neysla kláms á vinnustöðum sé stórt og raunverulegt vandamál. Thomas segir málið flókið en sjálfur líti hann á netklám, sem og annað klám á vinnustað, sem ákveðna gerð kynferðislegrar áreitni vegna þeirra áhrifa sem það hefur á vinnustaðar- menninguna. Samkvæmt kenningum sem Thomas vinnur út frá getur klám- efni á vinnustað haft veruleg áhrif á jafnrétti á vinnustaðnum. Hvort sem klámið er fyrir allra augum, til dæmis í tölvum, eða gengur leynilega á milli starfsmanna, sem oftast eru karlar, feli það í sér óbeina kynferðislega áreitni sem erfitt geti verið að losna undan og bregðast við. Hann segir að sú spurn- ing hljóti að vakna í hvaða tilgangi karl- ar nota klám í vinnunni vegna þess að alla jafna neyti menn kláms í einrúmi í ákveðnum tilgangi. „Karlar nota klám til þess að fróa sér. Við vitum það alveg og það liggur í augum uppi að það geta þeir ekki gert í vinnunni. Þannig að spurningin er augljóslega: „hvaða til- gangi þjónar þetta klám?“ Thomas nefnir sem dæmi að hangi mynd af hálf- eða allsberri konu á vinnustað gæti alveg eins verið um skilti að ræða sem á stæði: „Aðeins fyrir karlmenn!“ Thomas segir að þótt íslenskum konum hafi orðið mjög ágengt á vinnumarkaði síðustu áratugi hafi karlakúltúrinn á vinnustöðum ekki breyst mikið. Margir karlmenn eigi í basli með karlmennsku sína þegar þeir þurfi að vinna með konum og jafnvel taka við fyrirmælum frá þeim. „Kenn- ing mín er að klám á vinnustað myndi einhvers konar varnarhjúp og innan hans geti karlarnir litið konur, femín- ista og jafnréttissjónarmið hornauga. Þarna getur þú skemmt þér og félögum þínum með því að segja klámbrandara og getur í öryggi tjáð reiði þína í garð kvenkyns vinnufélaga án þess að vera stimplaður karlremba vegna þess að þú veist að gaurarnir eru með þér í liði.“ Thomas segir hluta vinnu sinnar og viðtöl við starfsfólk borgarinnar fólginn í því að komast að því hvort þessi kenn- ing standist. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  JafnréTTi Áhrif klÁms Á vinnusTöðum „Fólk hefur verið duglegt að gefa sig fram við mig og er mjög viljugt að ræða við mig,“ segir Thomas sem stefnir að því að skila niðurstöðum með haustinu. Klám skoðað í Ráðhúsinu Thomas Brorsen Smidt, nemandi í kynjafræði við Háskóla Íslands, vinnur í sumar að rannsókn á áhrifum klámvæðingar á vinnuumhverfi Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands. Þótt rann- sókn hans sé ekki lokið segir hann að „margt sé í gangi“ varðandi kynferðislega áreitni hjá Reykjavíkurborg. Vandinn sé mismikill á milli deilda. Karlar nota klám til þess að fróa sér. Við vitum það alveg og það liggur í augum uppi að það geta þeir ekki gert í vinnunni. Vöxtur í einka- neyslu á ný Myndarlegur vöxtur var í einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins. Nýjustu tölur benda til þess að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. Í tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur meðal annars fram að kreditkortavelta í júní nam alls 29,1 milljarði króna sem jafn- gildir tæplega 6% aukningu að raungildi milli ára. Aukningin var mun meiri í erlendri kreditkorta- veltu, tæplega 19%, en innlend kreditkortavelta jókst að raungildi um 3% á milli ára. Aukning inn- lendrar veltu milli ára var raunar sú minnsta að raungildi frá febrúar síðastliðnum, sem er athyglisvert, segir Greining Íslandsbanka, í ljósi þess að landinn hefur væntanlega séð fram á rýmri fjárráð í júní eftir nýgerða kjarasamninga. - jh Byr sameinast Ís- landsbanka Í kjölfar söluferlis Byrs hf. hefur stjórn Byrs ákveðið að ganga til samninga við Íslands- banka um útgáfu nýs hlutafjár. Einnig hefur verið gert samkomulag við slitastjórn Byrs sparisjóðs og fjármálaráðuneytið sem selja Íslandsbanka allt hlutafé sitt í Byr hf. og er gert ráð fyrir að í kjölfarið verði starfsemi Íslandsbanka og Byrs hf. sameinuð undir merkjum Íslandsbanka, að því er fram kemur í tilkynningu. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlits og Fjármálaeftirlits og verður starfsemi fyrirtækjanna óbreytt á meðan samþykkis er beðið. „Það er mat stjórnenda Byrs hf. og Íslandsbanka að með sameiningu fyrirtækjanna náist fram mikil- væg hagræðing á íslenskum fjármálamark- aði,“ segir enn fremur. Þar er haft eftir Jóni Finnbogasyni, forstjóra Byrs, að ánægja sé með niðurstöðu söluferlisins. Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir niðurstöðuna mikilvægan áfanga í uppbygg- ingu fjármálakerfisins. - jh Umsókn bókaforlagsins Upp- heima um þýðingastyrk vegna ljóðaþýðinga Gyrðis Elías- sonar hefur ekki fengist af- greidd hjá Bókmenntasjóði þar sem ekki hefur verið samið við alla höfundarrétthafa. Tunglið braust inn í húsið er viðamikið safn ljóða eftir 36 skáld frá ýmsum heimshornum. „Gyrðir valdi í þetta og fór um víðan völl þannig að ég fölnaði þegar ég sá efnisyfirlit- ið,“ segir Kristján Kristjáns- son í Uppheimum. „Ég man nú ekki frá hversu mörgum lönd- um ljóðin eru en Japan er þar á meðal og meðal annars sökum tungumálaörðugleika og þrátt fyrir eltingarleik tókst ekki að hafa uppi á öllum,“ segir Kristján og bætir við að þegar og ef gerðar eru athugasemdir þá sé brugðist við því. „Yfirleitt er það nú líka þannig þegar maður hefur samband og er búinn að upp- lýsa um upplag og þess háttar, þá segja menn bara „gjörið þið svo vel“ og þakka fyrir kynn- inguna. Síðan reynir maður að senda þeim skáldum sem eru á lífi eintök með þökkum.“ Elsta skáldið sem á ljóð í Tunglið braust inn í húsið er kínverska skáldið Tao Tsien, sem var uppi á fjórðu öld, en það yngsta, bandaríska skáldkonan Jane Hirshfield, fæddist 1953. Kristján segist síður en svo standa í stappi við Bókmennta- sjóð út af málinu. „Það var reynt að klára einhver formsat- riði áður en sumarfríin skullu á en það náðist ekki. Stjórn sjóðsins gerði athugasemd við formgalla í umsókninni og ég sendi inn mínar útskýringar á því. Þá voru bara allir hlaupnir í sumarfrí eins og gengur og gerist. Þetta er eitthvað sem stjórnin þurfti að fá staðfest- ingu á en ég held að hún hafi ekkert fundað síðan ég sendi svarið.“ Þorgerður Agla Magn- úsdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs, vildi ekki tjá sig um málið, þegar það var borið undir hana, að öðru leyti en því að eftir stæðu formlegir hlutir sem þyrfti að skoða. Þórarinn Þórarinsson  uppheimar formgallar TefJa greiðslu Á þýðingasTyrk Ósamið við erlenda rétthafa Stjórn Bókmenntasjóðs gerði athugasemdir við styrkumsókn vegna ljóðaþýðinga Gyrðis Elíassonar. Athugasemdir útgefanda verða teknar fyrir að loknu sumarfríi. 2 fréttir Helgin 15.-17. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.