Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 15.07.2011, Qupperneq 4
Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Atvinnuleysi ekki minna síðan í janúar 2009 6,7% ATVINNU LEYSI Í JÚNÍ 2011. mINNkUN frá fYrrA máNUðI 0,7% Júlí 2011 VINNUMÁLA­ STOFNUN veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Veðurvaktin ehf ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is Sólríkt um SunnAn- og VeStAnVert lAndið. Þó SíðdegiSSkúrir á Stöku StAð. Þungbúið norðAuStAn- og AuStAnlAndS og ÞAr Smá VætA. HöfuðborgArSVæðið: LéTTSkýJAð og ALLT Að 18-19 STIgA hITI. bláStur Af nA á lAndinu. bjArt Veður SunnAn- og VeStAnlAndS, en Súld eðA Smá rigning norðAuStAn- og AuStAnlAndS. kólnAndi í bili. HöfuðborgArSVæðið: áfrAm VErðUr SóLrÍkT og frEmUr hægUr VINdUr. SANNkALLAð SUmArVEðUr. Aftur Hægur Vindur, en enn nA-Stæður. SkýjAð og Smá Súld AuStAnlAndS, en bjArtViðri VeStAn- og SuðVeStAnlAndS. HöfuðborgArSVæðið: ENN LéTTSkýJAð, EN drEgUr þó fYrIr SóLU SÍðdEgIS. áfrAm mILT, EN E.T.V. hAfgoLA. Sólríkt vestan- og suðvestanlands Lægð verður á leið til austurs vel fyrir sunnan land og vindur verður því aftur NA-stæður á landinu, sums staðar nokkur strekkingur á laugardag. Í dag lítur út fyrir besta veður á höfuðborgarsvæðinu, sól skín í heiði og hlýtt. Sama má segja um vestan- og suð- vestanvert landið í heild sinni. Þó aðeins kólni um tíma á laugardag einkum norðanlands verður almennt frekar hlýtt. Norð- austan- og austanlands er útlit fyrir að heldur þungbúnara verði, enda loft af hafi og lítilsháttar súld eða rigning, einkum á laugardag. 17 12 10 9 16 15 10 9 8 15 15 12 10 9 13 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is M aðurinn hefur einnig kært rannsóknar- lögreglumann á höfuð- borgarsvæðinu og kenn- ara Lögregluskólans fyrir óviðunandi vinnu- brögð við rannsókn málsins. Hann segir lög- reglufulltrúann á Suður- nesjum hafa komið mál- inu af stað og sakað sig um kynferðisbrot eftir að hann fór heim af balli með eiginkonu lögreglufulltrúans. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði lögreglumanninn fyrrverandi af ákærunni og taldi framburð hans trúverðugan. Málið kom upp í september fyrir tveimur árum eftir skemmtun lög- reglumanna á Suðurnesjum. Lög- reglumaðurinn fyrrverandi fór heim til sín eftir skemmtunina ásamt eiginkonu lögreglufulltrú- ans. Allir málsaðilar báru við mik- illi ölvun. Lögreglufulltrúinn kom síðar heim til mannsins þar sem bæði eiginkonan og lögreglumað- urinn fyrrverandi voru fáklædd. Til stympinga kom milli mannanna tveggja. Lögreglumaðurinn fyrrverandi segir í skýrslum og fyrir dómi að lögreglufulltrúinn hafi lamið eigin- konu sína eftir að hann kom á vett- vang og af þeim sökum hafi hún meðal annars hlotið glóðarauga. Bæði lögreglufulltrúinn og konan urðu margsaga um með hvaða hætti konan hlaut áverkann. lögreglufulltrúinn ótrúverð- ugur Lögreglumaðurinn fyrrverandi sagði fyrir dómi að konan hefði viljað eiga við sig mök og þau gert tilraun til þess. Hann hefði hins vegar ekki getað það sökum ölv- unar. Konan bar við minnisleysi en hún varð margsaga um hvað hún mundi frá kvöldinu. Framburður lögreglufulltrúans um atburðarásina var af dómnum talinn mjög ótrúverðugur og á reiki, bæði í lögregluskýrslum og fyrir dómi. Hann varð margsaga um nokkur atriði atburðarásar- innar og þóttu viðbrögð hans við meintu kynferðisbroti heldur ekki trúverðug. Þar sem lögreglumenn í umdæm- inu voru flestir að skemmta sér saman þetta kvöld voru afleysinga- menn að störfum. Meðal þeirra voru kennari við Lögregluskólann og rannsóknarlögreglumaður úr Reykjavík. Lögreglumennirnir á vakt óku samstarfsmönnum sínum, sem voru að skemmta sér, á milli húsa á lögreglubílum þetta kvöld. Meðal annars var lögreglufulltrú- anum ekið heim til lögreglumanns- ins fyrrverandi. Eftir að lögreglufulltrúinn og eiginkona hans höfðu yfirgefið hús lögreglumannsins fyrrverandi, óskaði fulltrúinn eftir því að sam- starfsmenn hans á vakt keyrðu þau hjónin heim til sín. Þegar lögreglubíllinn kom að heimili þeirra, fór konan inn til sín. Lögreglufulltrúinn varð eftir í bílnum og sagði lögreglukennaranum, sem ók þeim, að leiðindamál væri í gangi. Hugsanlega hefði konan hans orðið fyrir kynferðisbroti. Það voru því orð lögreglu- fulltrúans um að kynferðis- brot hefði verið framið sem leiddu til þess að lögreglu- maðurinn fyrrverandi var handtek- inn, grunaður um brotin. Síðar um kvöldið var lögreglufulltrúanum og eiginkonu hans ekið á Neyðarmót- tökuna í Reykjavík. Vill að störf lögreglunnar verði skoðuð Fyrir nokkrum mánuðum kærði lögreglumaðurinn fyrrverandi lög- reglufulltrúann og eiginkonu hans fyrir rangar sakargiftir. Hann telur að hinn starfandi lögreglufulltrúi á Suðurnesjum hafi logið upp á sig glæp sem ekki var framinn. Lögreglumaðurinn fyrrverandi kærði einnig vinnubrögð lög- reglumannanna sem rannsökuðu málið. Ríkissaksóknari vísaði máli lögregluþjónanna frá, en því sem sneri að lögreglufulltrúanum og eiginkonu hans var vísað til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lét málið niður falla en lögreglumanninum fyrrverandi var gefinn mánuður til að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. Það hefur hann nú gert. Þóra tómasdóttir thora@frettatiminn.is  dóMsMál Fyrrverandi lögregluMaður sýknaður aF kynFerðisbroti Lögreglufulltrúi á Suðurnesjum kærður fyrir rangar sakargiftir Fyrrum lögreglumaður hefur kært lögreglufulltrúa á Suðurnesjum fyrir rangar sakargiftir í kynferðisbrotamáli. Maðurinn sem kærir var sýknaður í málinu í Héraðsdómi Reykjaness. Tvær þingum- ræður í stað þriggja Stjórnlagaráð hefur samþykkt breytingartillögur B-nefndar á meðferð löggjafarmála. Nú er kveðið á um að frumvörp fari beint til nefnda áður en efnisleg umræða fer fram í þingsal. Samkvæmt tillögunni eru frumvörp aðeins rædd við tvær umræður í stað þriggja. Slíkt fyrirkomulag er m.a. í Svíþjóð og finnlandi. þá er lagt til að fjármálaráðherra þurfi að leita samþykkis fjárlaganefndar fyrirfram fyrir útgjöldum utan fjárlaga. En í dag þarf ráðherra ekki slíkt samþykki. Einnig er fjár- laganefnd veittur sérstakur upplýsingaréttur. Þá er lagt til nýtt ákvæði um að ekki verði veitt ríkisábyrgð vegna fjárhagslegra skuldbindinga einkaaðila nema almanna- hagsmunir krefjist. - jh Skráð atvinnuleysi mældist 6,7% í júní og minnkaði um 0,7 prósentustig frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur hér á landi síðan í janúar árið 2009 og í raun í fyrsta sinn sem það fer undir 7,0% frá þeim tíma. Ætla má, segir Greining Íslandsbanka, að hér sé einna helst um árstíðarsveiflu að ræða, og að atvinnuleysi haldi áfram að minnka af þeim sökum næstu þrjá mánuði, og nái lágmarki á árinu í september næstkomandi, eins og oftast er raunin. Í lok júní voru 12.424 einstaklingar atvinnulausir og höfðu 61% þeirra verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Lítil breyting átti sér stað á milli maí og júní í hópi þeirra einstaklinga sem hafa verið án atvinnu í meira en tvö ár en þeir voru 1.935 í lok júní. Eru þeir orðnir rétt tæp 16% af heildarfjölda atvinnulausra og hefur hlutfall þetta ekki farið svo hátt áður.- jh gjaldeyrisútboð Seðlabankans komin í tiltekinn farveg Í öðru gjaldeyrisútboði Seðlabankans fyrr í vikunni bárust alls tilboð að fjárhæð 52,2 milljarðar króna og var tilboðum tekið fyrir 14,9 milljarða króna, sem var í samræmi við markmið bankans. Lágmarksverð samþykktra tilboða var 215 krónur á hverja evru líkt og í fyrsta útboðinu. meðalverðið nú var hins vegar nokkru lægra en þá, 216,33 krónur á móti 218,89 í fyrsta útboðinu. Þessi þáttur í afléttingu gjaldeyrishafta er því kominn í tiltekinn jarðveg „hvað varðar verð, magn og tíðni útboða næsta kastið,“ segir Greining Íslandsbanka. „Það hlýtur að teljast jákvætt, en ljóst má þó vera að fleiri þættir þurfa að koma til svo draga megi nægilega mikið úr lausum krónu- eignum erlendra aðila til þess að hægt sé að ráðast í almenna afléttingu hafta.“ -jh Afleysingamenn í lögreglunni óku samstarfsmönnum sínum á milli húsa í lögreglubílum, kvöldið sem málið kom upp. úr dómi Héraðsdóms reykjaness frá 17. september 2010 n Lögreglufulltrúinn sagði að konan hans hefði fengið glóðarauga vegna þess að hún hefði: „dottið fram fyrir sig og lent á hurðarhúninum á úti- dyrahurð hússins. Í skýrslum síðar og fyrir dóminum kvaðst hann hafa rifið upp útidyrahurðina og ýmist að konan hans hafi gengið á hurðina eða hurðin hafi skellst í andlitið á henni.“ n Framburður lögreglufulltrú- ans „hefur að nokkru leyti verið á reiki, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi.“ n „Þá er framburður D (lög- reglufulltrúans - innskot blaðamanns) um að hann hafi ekki viljað fá lögreglu inn í að- stæðurnar tíu mínútum eftir að hann kom að brotaþola, ótrúverðugur auk þess að hann var þá rólegur í málrómi og lét lögreglubifreið sem beið eftir honum fara. Þá er ekki talið trúverðugt að lög- reglufulltrúinn hafi dvalið upp undir klukkustund á vettvangi með brotaþola, hafi hann sem lögreglumaður grunað að kynferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað ...“ n Eftir að lögreglufulltrúinn og eiginkona hans yfirgáfu heimili lögreglumannsins fyrr- verandi, gengu þau um bæinn í rúmlega klukkustund. Því næst skutlaði lögreglan þeim heim. „Fyrir dóminum kvað lögreglufulltrúinn að brotaþoli hafi þá strax verið ákveðinn í að fara á Neyðarmóttökuna. þrátt fyrir það nefnir hún ekki einu orði við lögreglumanninn sem sótti þau að hún hafi ver- ið misnotuð, heldur fer inn en „lögreglufulltrúinn“ ræðir svo einslega við lögreglumanninn og segir að leiðindamál sé í gangi og hugsanlega hafi kona hans orðið fyrir kynferðisbroti á heimili ákærða.“ n Lögreglufulltrúinn gaf lög- reglu fyrst þá skýringu að hann hefði komið að eigin- konu sinni sofandi ölvunar- svefni í húsi lögreglumannsins fyrrverandi. hann neitaði fyrir dómi að hafa sagt það. 4 fréttir helgin 15.-17. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.