Fréttatíminn - 15.07.2011, Page 16
A lien vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og skaut bíógestum heldur
betur skelk í bringu enda voru
fæstir undir það búnir sem Scott
bauð upp á fyrir 32 árum. Þótt
Prometheus gerist innan þess
heims sem morðóða geimveran,
sem kynnt var til sögunnar í Alien,
hefur haldið sig í, þvertekur Scott
fyrir að Prometheus sé beintengd
Alien. „Nei. Alls ekki. Við förum
aftur á bak en ekki áfram en
þegar komið er vel inn í myndina
kemur erfðaefni geimverunnar til
sögunnar.“
Stóra spurningin, sem flestir
aðdáendur Alien-myndabálksins
vilja flestir fá svar við, er vita-
skuld hvort geimveran, eins og
fólk þekkir hana, muni birtast
í Prometheusi? „Nei, nei. Aldrei
aftur. Þeir eru búnir að blóðmjólka
hana alveg og gerðu það býsna
vel,“ segir Scott og bætir því við að
þessi fornfræga ókind sé orðin ein-
hvers konar Disney -fyrirbæri.“
Þótt margir muni sjálfsagt
sakna skepnunnar hefur Scott
óneitanlega ýmislegt til síns máls.
Myndin hans gat af sér þrjár fram-
haldsmyndir; Aliens frá 1986 eftir
James Cameron, Alien³ frá 1992
í leikstjórn Davids Fincher og
Alien: Resurrection frá árinu 1997
þar sem Frakkinn Jean-Pierre
Jeunet sá um leikstjórn. Auk þess
hafa ófreskjurnar úr Alien tekist
á við hinar grjóthörðu geimverur
sem kenndar eru við Predator
í tveimur myndum: Alien vs.
Predator og Aliens vs Predator –
Requiem.
Endalausir möguleikar í
vísindaskáldskapnum
Þegar Scott er spurður hvað hafi
orðið til þess að hann leiti núna,
þetta löngu síðar, aftur á fornar
slóðir segist hann hafa verið upp-
tekinn við að gera aðrar myndir
og að hann hafi skemmt sér vel
við viðfangsefni síðustu ára, til
dæmis myndir á borð við Gladia-
tor og Black Hawk Down. Hann
viðurkennir með semingi að hann
hafi þó í gegnum árin íhugað að
gera eitthvað tengt Alien. Hann
segir vísindaskáldskapinn höfða til
sín vegna þess að allt sé mögulegt
innan ramma hans og sviðið sem
hægt sé leika sér á með hug-
myndir sé svo breitt. „Í raun er
rangnefni að kalla þetta vísinda-
skáldskap vegna þess að þetta eru
miklu frekar vísindamöguleikar, ef
ekki beinlínis staðreyndir. Það er
til dæmis tölfræðilega útilokað að
við séum ein í alheiminum,“ segir
Scott og bendir á að margt sem við
teljum sjálfsagt í dag hafi verið svo
fjarlægt fyrir um þrjátíu árum að
hugmyndin um til dæmis farsím-
ann hafi þá verið eins og vísinda-
skáldskapur.
Mikil leynd hvílir yfir gerð
Prometheusar og þannig vill Scott
hafa það. Nafn myndarinnar gefur
að sjálfsögðu ákveðna vísbendingu
en Prómeþeifur kallaði yfir sig reiði
guðanna í grískri goðafræði með
því að stela frá þeim eldinum og
færa mönnunum. Seifur refsaði
Prómeþeifi grimmilega fyrir
svikin og eitthvað svipað er uppi
á teningnum í mynd Scotts nema
þar kallar fólk
yfir sig reiði
geimverug-
uða sem nota
drápsgeimver-
ur, eins og þá
sem áhorfend-
ur hittu fyrst
fyrir í Alien,
sem vopn.
Geimveran
er banvænt
vopn
Við fornleifa-
uppgröft finn-
ast vísbend-
ingar um að „geimveruguðir“ hafi
þróað mannkynið með erfðaefna-
kukli. Auk þess finnast geimsigl-
ingahnit til heimaplánetu þessara
guða, Paradísar. Mannaða geim-
farið Prometheus er gert út í leið-
angur á fund skaparanna sem taka
sköpunarverki sínu fyrst fagnandi,
en þegar einn úr hópnum reynir að
ræna erfðaefni frá guðunum verða
þeir geggjaðir og hyggjast launa
mannkyninu lambið gráa.
Í upphafi Alien rákust geim-
ferðalangar á hrapað geimfar sem
var fullt af dularfullum eggjum.
Ungi úr einu egginu læsti sig á
andlit eins geimfarans og skömmu
síðar sprettur út úr brjóstholi hans
morðótt skrímsli. Framhaldið
þekkja svo flestir. Scott segir að
áhöfn Prometheusar bíði svipuð
örlög og fáir úr leikarahópnum,
sem hann er ákaflega ánægður
með, muni lifa myndina til enda.
„Þau fundu ekki beinagrind í geim-
skipinu í fyrstu myndinni heldur
búning og þá spyr maður sig hvað
hafi verið í þessum búningi? Hvers
vegna var það á ferðinni og hvert
var það að fara? Í mínum huga
hefur það alltaf verið þannig að
ef einhver er svo brjálæðislega
klár að hann geti skapað eitthvað
jafn skelfilegt og veruna í Alien þá
hljóti það sköpunarverk að hafa
verið hugsað sem vopn.“ Þannig að
ekki er úr vegi að ætla að skrímsla-
skipið úr Alien hafi verið á leið
til jarðar með refsingu guðanna í
eggjum innanborðs.
Upphaf lífsins við rætur Heklu
Scott gerir ráð fyrir að vera við
tökur á Íslandi í tvær vikur en að
tökunum koma um 200 manns,
bæði að utan og Íslendingar. Scott
kann vel við sig á Íslandi og fer
fögrum orðum um Reykjavík sem
honum finnst magnaður staður.
Tökurnar fara fram við Hekluræt-
ur og Dettifoss en tökurnar verða
notaðar í upphafsatriði Promet-
heusar.
Scott er full alvara þegar hann
segist vera að fara aftur á bak en
ekki áfram með þessari mynd;
hann fer alla leið til upphafs lífs á
jörðinni og það kviknar í íslensku
landslagi. „Þetta er upphaf alls,
Genesis,“ segir Scott og upplýsir
að hugmyndin um Ísland hafi
komið upp seint í ferlinu. „Þetta
er fallegt land og mikilfenglegt og
hér fann ég það sem ég vildi fyrir
þetta atriði,“ segir Scott og bætir
við að hann hafi ekki síst heillast
af svörtu grjótinu og trjálausum
auðnum. Landslagi sem vel má sjá
fyrir sér að hafi verið áberandi um
það leyti sem líf var að kvikna á
jörðinni.
Handritið að Alien datt óvænt á
borð Scotts og hann tók ansi langt
stökk frá The Duellists, sem hann
gerði árið 1977, og yfir í geimtryll-
inn Alien. The Duellists segir sögu
tveggja yfirmanna í her Napó-
leons sem ala með sér djúpstæðan
fjandskap og reyna árum saman að
gera upp sín mál og vernda heiður
sinn í einvígi. „Ég gerði The Duell-
ists sem er nú í raun og veru ansi
góð mynd. Einhverjir sáu mynd-
ina í Cannes og einhverra hluta
vegna datt þeim í hug að spyrja
mig hvernig mér litist á að gera
vísindaskáldskap. Ég las handritið
og fannst það frábært. Ég hafði
áður hrifist af 2001 eftir Stanley
Kubrick og svaraði því til að ég
vildi gera þessa mynd.“
Eftir að Scott kom að verkefninu
voru uppi hugmyndir um að gera
breytingar á handritinu og endur-
skrifa hluta þess en hann tók það
ekki í mál. „Ég vildi engar breyt-
ingar og sagði að við myndum
skjóta myndina eftir handritinu,
nákvæmlega eins og það var.“
ridley Scott MyndAr Sköpun heiMSinS á ÍSlAndi
Breski leikstjórinn Ridley Scott á að baki glæstan feril og tvær af elstu myndum hans, Alien og Blade Runner, munu halda nafni
hans á lofti um ókomna tíð. Alien kom í bíó árið 1979 og markaði ákveðin tímamót þar sem Scott tvinnaði saman vísindaskáldskap
og hrylling með slíkum tilþrifum að myndin stendur enn fullkomlega fyrir sínu sem fyrsta flokks hrollur. Scott er staddur á Íslandi
þessa dagana við tökur á upphafsatriði Prometheus, myndar sem er nokkurs konar forleikur að Alien. Þórarinn Þórarinsson hitti
leikstjórann í miðborg Reykjavíkur og fræddist meðal annars um tengsl Prometheusar og Alien.
Geimveran banvæna sem unnið hefur
hug og hjörtu ótal Alien-aðdáenda
verður fjarri góðu gamni í Prometheus
enda hefur Scott snúið baki við óvær-
unni sem markaði upphaf glæsilegs
ferils hans.
Nei, nei.
Aldrei aftur.
Þeir eru búnir
að blóðmjólka
hana alveg
og gerðu það
býsna vel.
Blade Runner
1982 Einhver
rómaðasta
vísindaskáld-
sögumynd
síðustu áratuga.
Byggð á sögu
eftir Philip. K. Dick. Harrison
Ford mætir funheitur til leiks eftir
Star Wars og Raiders of the Lost
Ark í hlutverki Rick Deckards sem
sérhæfir sig í að finna og uppræta
strokuvélmenni.
Legend 1985 Tom Cruise leikur
ungan mann sem þarf að koma í veg
fyrir að Myrkrahöfðinginn, leikinn
af Tim Curry, útrými dagsbirtunni.
Brokkgengt ævintýri sem skilur ekki
mikið eftir sig.
Black Rain 1989 Michael Douglas
og Andy Garcia leika lögreglumenn
sem flytja japanskan morðingja til
heimalandsins þar sem hann sleppur.
Þá upphefst æsileg barátta Kananna
við japanska mafíósa þar sem ólíkir
menningarheimar rekast harkalega
á. Stórfín spennumynd.
Thelma & Lo-
uise 1991 Susan
Sarandon og
Geena Davis
leika konur sem
eiga ömurlega
menn. Þær
bregða sér saman í ferðalag sem
snýst upp í flótta undan lögreglunni
um þjóðvegi Bandaríkjanna eftir að
Louise drepur mann sem reynir að
nauðga Thelmu. Gæðamynd með
ungum Brad Pitt og ábúðarmiklum
Harvey Keitel í aukahlutverkum.
Gladiator
2000 Óskars-
verðlaunamynd
þeirra félaga
Scott og Rus-
sell Crowe um
hundraðshöfð-
ingjann sigursæla, Maximus. Óvinir
hans myrða fjölskyldu hans og hann
endar á vergangi sem skylminga-
þræll og þráir ekkert nema frelsi til
þess að ná fram hefndum.
Hannibal 2001 Framhaldsmynd
The Silence of the Lambs. Anthony
Hopkins snýr aftur í hlutverki
mannætunnar geðbiluðu, Hannibals
Lecter, en Julianne Moore hleypur
í skarðið fyrir Jodie Foster sem lék
Clarice Starling í fyrstu myndinni.
Miðlungsmynd sem stendur Silence
of the Lambs langt að baki.
Black Hawk Down 2001 Josh
Hartnett, Ewan McGregor, Tom
Sizemore og Eric Bana leika
hermenn í sérsveit sem fara til
Sómalíu með það að markmiði að
klófesta tvo nánustu samverkamenn
stríðsherra þar í landi. Þeir lenda
í harkalegum átökum við fjöldann
allan af þungvopnuðum Sómölum.
Matchstick Men 2003 Nicolas
Cage leikur fóbískan og félags-
fælinn svikahrapp sem er, ásamt
lærlingi sínum, við það að setja af
stað ábatasama svikamyllu þegar
dóttir hans, sem hann vissi ekkert
um, dúkkar óvænt upp og setur
svindlarann í erfiða stöðu. Sam
Rockwell er í miklu stuði í hlutverki
aðstoðarmannsins sem er ekki allur
þar sem hann er séður.
American
Gangster 2007
Denzel Wash-
ington leikur
heróínkónginn
Frank Lucas
sem byggði upp
veldi sitt á Manhattan á áttunda
áratugnum. Russell Crowe leikur
rannsóknarlögreglumann sem ætlar
sér að koma kauða á bak við lás og
slá hvað sem það kostar.
Body of Lies 2008 Leonardo Di-
Caprio leikur leyniþjónustumanninn
Roger Ferris sem dvelur langdvölum
fyrir botni Miðjarðarhafs og er
öllum hnútum kunnugur í Jórdaníu.
Þegar hann kemst á slóð stórtæks
hryðjuverkamanns þarf hann að tefla
djarft enda getur hann engum treyst,
ekki einu sinni yfirmanni sínum,
sem Russell Crowe leikur, en sá er
þrautreyndur í njósnabransanum
og leikur eins mörgum skjöldum og
hann telur sig þurfa hverju sinni.
Robin Hood 2010 Russell Crowe,
enn og aftur, er ábúðarmikill með
Cate Blanchett sér við hlið í ferskri
sýn á hið margtuggða ævintýri um
Hróa hött. Scott býður upp á hressi-
legar og stílfærðar bardagasenur í
prýðisgóðri mynd sem er einhvers
konar forleikur að sögu Hróa hattar
eins og við þekkjum hana.
Nokkrar myndir úr smiðju Scotts:
Skrímsli í Paradís
Ridley Scott hefur undanfarna áratugi dælt út fyrirtaks bíómyndum og
verkefnaval hans hefur verið fjölbreytt. Vísindaskáldsögumyndirnar Alien
og Blade Runner eru þó óumdeild meistaraverk hans. Hann er að verða
74 ára en er enn á fullu og er nú við tökur á Íslandi.
16 viðtal Helgin 15.-17. júlí 2011