Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Side 21

Fréttatíminn - 15.07.2011, Side 21
Íslenskir ostar – hreinasta afbragð H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 3 0 1 Í rauninni lít ég alls ekki á mig sem neinn uppreisnar- segg,“ er það fyrsta sem Sigríður Guðmarsdóttir prestur segir við mig í vígi sínu, Guðríðarkirkju, þegar ég held því fram að hún sé „rebell“; upp- reisnarpresturinn í Grafarholti. Sigríður vill meina að hún sé hluti af ákveðinni þjóðfélags- hreyfingu sem sé í gangi en sannir uppreisnarseggir hafa auðvitað tilhneigingu til að finnast þeir einungis vera að gera það sem rétt sé að gera. Og Sigríður er engin undantekning þótt hún viðurkenni að það breytist ekki neitt nema ein- hver breyti því: „Þetta gerist ekkert af sjálfu sér,“ segir hún, „og þótt það séu ekki einhverjir einn eða tveir sem breyta öllu þá geta einstaklingarnir haft gríðarleg áhrif.“ Hugðarefni séra Sigríðar tengjast vissulega tíðarandanum og breyt- ingunum sem nú eiga sér stað í samfélaginu. Hún hefur látið til sín taka varðandi kvenfrelsi (fór í mál við biskup þegar tengdasonur hans fékk starfið sem hún átti að fá) og hún hefur verið í framvarðasveit presta sem vilja rétta hlut þeirra kvenna sem komu til kirkjunnar til að segja frá brotum Ólafs Skúlason- ar biskups. Svo er hún á kafi í hin- segin guðfræði og þessi rauðbirkna huggulega kona verður stríðin þegar ég slengi mér í að spyrja hvort það sé algengt að „straight“ prestur í huggulegu úthverfi sé að vasast í hinsegin guðfræði: „Þú veist ekkert hvað ég er „straight„.“ Nei, auðvitað ekki. Raggeit 1996 Kímni Sigríðar er lúmsk og falleg og maður þarf að hafa fyrir því að draga hana upp úr henni. Hún er prestur og kann því best að hlusta eins og sönnum presti sæmir. En hún er alla vega nógu „straight“ til að eiga mann, Rögnvald Guð- mundsson, og þrjá syni (17-24 ára). Sá elsti er fluttur að heiman en Sigríður og fjölskyldan búa eigin- lega við hlið Guðríðarkirkju og hún er því sveitaprestur í úthverfi Reykjavíkur. „Margt hérna minnir mig á upp- eldisstöðvarnar vestur á Seltjarnar- nesi,“ útskýrir Sigríður sem gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla á milli þess sem hún sótti í starf KFUM og KFUK. Hún hafði strax brennandi trúarþörf og naut góðrar leiðsagnar frá foreldrum sínum, heildsalahjónunum Guðmari Magn- ússyni og Rögnu Bjarnadóttur. Hún er ein fimm systkina. „Ég lifði mig strax mikið inn í trúna og þótt það hafi verið lítið um kirkjusókn hjá okkur fjölskyldunni þegar ég var að alast upp þá skipti trúin máli.“ Sigríður Guðmarsdóttir er prestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Hún virðist ekki vera hrædd við neitt en sagði Mikael Torfasyni að hún sæi mest eftir því að hafa ekki staðið betur í fæturna þegar hún hvatti Ólaf Skúlason biskup til að segja af sér 1996. Síðan þá hefur hún heldur betur látið til sín taka og hún vann mál gegn núverandi biskupi þegar tengdasonur hans fékk starfið sem hún var hæfari til að sinna. Hún er í framvarðasveit hinsegin guðfræðinga og barðist fyrir sannleiksnefndinni sem skilaði áfellisdómi yfir kirkjunni á nýafstöðnu kirkjuþingi. Bíddu, ertu heildsaladóttir af Sel- tjarnarnesi? „Já,“ segir Sigríður hlæjandi. „En ég er alltaf að versna,“ útskýrir hún og vindur sér strax í annað. Segir mér að hún sé með pínulít- inn athyglisbrest og eigi það til að taka kaffibolla af fólki sem er í heimsókn og bæta á kaffið án þess að spyrja (eins og Sigríður amma hennar). Hún gerir það við mig og ég elti hana og kaffibollann minn inn í eldhús með upptökutækið til að fá ábót á kaffið sem ég var varla hálfnaður með. „Veistu,“ heldur Sigríður áfram, „ég var raggeit 1996 og ég vil ekki vera það lengur.“ Við setjumst aftur og það er þyngra yfir okkur. Fyrir fimmtán árum stigu konur fram og sökuðu Ólaf Skúlason biskup um kynferðis- ofbeldi. Samfélagið logaði. Nokkrir prestar stigu fram og vildu afsögn biskups. Aðrir vildu að hann sæti áfram og margir völdu að trúa ekki konunum. Sigríður var í hópi þeirra presta sem skrifuðu undir áskorun þess efnis að biskupinn segði af sér. Eftir á að hyggja finnst henni hún ekki hafa gert nóg fyrir þessar konur. En Ólafur Skúlason valdi að segja af sér og sagði það vera af því að hann vildi víkja fyrir yngri manni vegna stórra verkefna fram undan (Kristnihátíð og fleira). Kona verði næsti biskup Konurnar sem urðu fyrir ofbeldi Ólafs Skúlasonar kalla hana ekki raggeit. Hún hefur hitt þær allar og rætt við þær. Ein þeirra sagði mér að Sigríður væri „frábær kona og hjartahlý“ en hún steig strax fram fyrir skjöldu í fyrra þegar það kom í ljós að Guðrún Ebba Ólafsdóttir hafði farið til Karls Sigurbjörnsson- ar biskups og talað við kirkjuráð og látið vita af misnotkun föður síns. Við það blossuðu upp allar gömlu sögurnar sem höfðu þagnað með afsögn Ólafs Skúlasonar 1996. Fortíð Sigríðar hafði þá mótað hana og hún vildi gera betur. Strax í fyrrasumar predikaði hún í kirkjunni sinni („við eigum ekki að kveinka okkur við því að heyra sögur þeirra sem þjáðst hafa vegna kynferðisofbeldis“) og skrifaði grein í blöðin þar sem hún krafðist þess að hlutur kirkjunnar yrði rann- sakaður. Nú, rúmu ári síðar, hefur rannsóknarnefnd skilað skýrslu og augljóst er að alvarleg sálgæslumis- tök hafa átt sér stað. „Kirkjan brást þessum konum,“ segir Sigríður og vill ekki einungis að biskup víki, segi af sér, heldur að konunum verði greiddar bætur því að ef ekkert gerist er kirkjan ekki trúverðug þegar hún segist ætla að bregðast öðruvísi við í framtíðinni. Stór hluti almennings virðist sammála Sigríði því að á þessu rúma ári hafa 6.700 manns sagt sig úr þjóðkirkjunni en það eru fleiri en eru í söfnuðinum í Grafarholti. Og gætirðu hugsað þér að verða biskup sjálf? „Nei, ég held að ég sé alltof viðtal 21 Helgin 15.-17. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.