Fréttatíminn - 15.07.2011, Page 22
Barnaníð og Barnavernd
Undanfarna viku hefur mikið borið
á fréttum af kynferðisbrotum og þá
sérstaklega á vettvangi kirkjunnar.
Fólk er slegið óhug í hvert skipti sem
gamlar sögur eru rifjaðar upp og það
veltir því fyrir sér hvort hvergi séu
heilög vé þar sem börnum og við-
kvæmum skjólstæðingum sé óhætt.
Þó ætti engan að undra að kynferðis-
brot verði líka í kirkjunni. Í líkingu sinni
um góða hirðinn talar Jesús líka um
úlfinn sem hremmir lömbin og tvístrar
þeim. Og hvergi hefur úlfurinn frjálsari
hendur en þar sem hann nýtur trausts,
virðingar og öruggrar þjóðfélagsstöðu.
En það er ekki þar með sagt að bölið
og grimmdin eigi að þrífast óáreitt.
Það er enginn svo heilagur að hann
ætti sjálfkrafa að vera hafinn yfir vernd
barna; presturinn, kennarinn, hjúkr-
unarfræðingurinn, læknirinn, æsku-
lýðsfulltrúinn, foreldrið, frændfólkið
og vinirnir. Barnaníð á aldrei að hafa
forgang yfir barnavernd hver sem í hlut
á og því er hvert og eitt okkar undir
tilkynningaskyldu til barnaverndar ef
okkur grunar að líf og heilsa barns sé
í veði. Við þurfum sem þjóðfélag að
horfast í augu við það sértæka ofbeldi
sem konur og börn búa við vegna mis-
réttis kvenna og karla í samfélaginu í
stað þess að tala það niður. Við eigum
ekki að kveinka okkur við því að heyra
sögur þeirra sem þjáðst hafa vegna
kynferðisofbeldis og annars ranglætis.
Við eigum heldur ekki að smjatta á
þeim af pornógrafískri hræsni púrítan-
ans. Við eigum að leyfa strútnum að
búa í dýragarðinum og taka upp aðra
kærleiksríkari hætti. Við þurfum að
takast á við bölið og óréttlætið sem
viðgengst í okkar eigin röðum og sýna
því hugrakka fólki virðingu okkar og
stuðning sem stígur fram þegar rifnar
ofan af kýlunum. Í því liggur auðmýkt,
auðmýkt þeirra sem horfast af
djörfung í augu við það að samfélagið
okkar er ekki eins öruggt og gott og við
vildum hafa það. Og það glittir á hvítar
perlur í rifunum.
Úr predikun Sigríðar í fyrrasumar
sem mér fannst í lagi fram að þeim
tíma var það bara ekki lengur. Og í
þessu ástandi kynntist ég prest-
inum í söfnuðinum, virðulegum
manni milli sextugs og sjötugs, og
hann var mér afskaplega góður. Við
ræddum um margt sem mér fannst
óréttlátt, eins og til dæmis það hvað
samkynhneigðir hefðu lítinn sess í
samfélaginu og hvað þeim væri illa
sinnt í kirkjunni.“
Síðan á jólum er öllum söfnuð-
inum boðið heim til prestsins í
skemmtilegt jólaboð. Sigríður fer
að líta eftir prestsfrúnni, sem sést
hvergi, en svo áttar hún sig fljótlega
á því að þarna er maður á svipuðum
aldri og presturinn hlaupandi um
með smákökur og að það er maður
prestsins. Síðar kynnist hún þeim
betur; þeir höfðu verið saman í
yfir þrjátíu ár en gátu aldrei talað
um samband sitt því annars hefði
presturinn misst vinnuna.
„Þannig að allur söfnuðurinn
lifði í lygi. Meirihlutinn vissi að þeir
voru par en það var aldrei hægt að
tala um það og hinir ímynduðu sér
að þeir væru miðaldra menn sem
leigðu saman og hefðu gert í þrjátíu
ár.“
Þessi reynsla hafði gífurleg áhrif
á Sigríði og gerði það að verkum að
hún fór að láta til sín taka varðandi
réttindi samkynhneigðra. Vinur
hennar, presturinn, fór svo loks á
eftirlaun og gifti sig strax (borg-
aralega). Það vakti mikla reiði með
Sigríði að sjá hvernig kirkjan fór
með þennan góða vin hennar, þenn-
an trygga og góða þjón kirkjunnar.
Trúarbrögð holdsins
En hvað með sóknarbörnin, eru
þau ánægð með uppreisnarprestinn
sinn?
„Sko, þetta er ofboðslega
skemmtilegur söfnuður. Sóknin
hérna er yngsta sóknin hvað
stofnunarár varðar og aldur sóknar-
barna. Hér er mikið af ungu fólki
og því finnst ekkert endilega að
presturinn þeirra eigi að vera
svona heldur má hann jafnvel vera
hinsegin og berjast fyrir réttindum
umhverfisins, kvenna og homma
og lesbía.“
Sigríði þykir annars athyglisvert
að þessi tvö stóru mál sem skekið
hafa kirkjuna, réttindi samkyn-
hneigðra og kynferðisofbeldi, fjalla
bæði um kynverundarréttindi.
„Réttinn yfir eigin líkama.“ En Sig-
ríður hefur mestan áhuga á þessum
blindu blettum. Þetta sem ekki má
tala um í kristninni, sem fjallar nú
oft um holdtekju því ein höfuð-
líkingin fyrir kirkjuna er líkami
Krists. „Þessi holdlegu trúarbrögð
eru óvenjuhrædd við líkamann,“
segir Sigríður.
Af hverju erum við ekki komin
lengra?
„Persónulega finnst mér hlutirnir
umdeild til þess að verða biskup.“
En viltu að næsti biskup verði
kona?
„Já, mér finnst það mikilvægt.“
Það er ekkert fararsnið á séra
Karli Sigurbjörnssyni en auk hans
eru tveir vígslubiskupar og þessar
vikurnar standa yfir kosningar í
Skálholtsbiskupsdæmi. Sigríður
gæti fengið ósk sína uppfyllta
um að fá konu í biskupsstól því í
Skálholti eru tvær konur í framboði
ásamt tveimur körlum.
Tengdasonur biskups
Sigríður fór í guðfræðideild Háskól-
ans úr MR, alveg bandbrjáluð. Hún
var tvítug og tilfinningarík. Hún
grét yfir fréttum af hungursneyð í
Eþíópíu og fannst eins og barnatrú-
in væri að svíkja sig. Þessar myndir
í sjónvarpinu sögðu henni að
heimurinn væri einn stór skítur.
Allt sem hún hafði lært um þennan
almáttuga og góða Guð í KFUM og
KFUK virtist vera hræsni. Þessi efi
lét fyrst á sér kræla í menntaskóla,
þar sem hún skartaði svörtu nagla-
lakki og hermannajakka, og efinn
hefur elt hana æ síðan.
Og í guðfræðideildinni kynntist
hún manninum sínum, Rögnvaldi,
en hann var þar að lesa guðfræði
(„ég hef enn ekki komist að því
hvað hann var að gera þarna,“ segir
Sigríður og bætir því við að hann sé
varla trúaður, maðurinn). Þau áttu
svo von á dreng númer tvö þegar
hún útskrifaðist og fékk presta-
kall á Suðureyri við Súgandafjörð
(Rögnvaldur varð þar sparisjóðs-
stjóri). Þau voru 25 og 27 ára en
litu út fyrir að vera fimmtán og
sautján. Fjórum árum síðar gerðu
þau ársstopp á Akureyri en svo var
Sigríður prestur í Ólafsfirði í fimm
ár. Þaðan hélt hún í doktorsnám til
Bandaríkjanna (þar sem Rögn-
valdur gerðist svo frægur að keyra
limmósínu í New York um tíma).
Þú ert í doktorsnámi í New York
þegar tengdasonur Karls biskups
fær starfið sem þú varst hæfari en
hann til að gegna?
„Já,“ svarar Sigríður en hún og
séra Sigurður Arnarson sóttu bæði
um starf sendiráðsprests í London
2003. Hann fékk starfið en eins og
frægt er orðið kærði Sigríður ráðn-
inguna og vann málið fyrir héraðs-
dómi og Hæstarétti.
Heldur enginn því fram að þú
sért í sífellu að reyna að hefna þín á
Karli biskupi?
,,Ábyggilega. Það er auðvelt að
fara í skotgrafirnar og segja að
Sigríður geti ekki fyrirgefið og hún
sé kannski bara að hefna sín. En
ef ég á að segja þér alveg eins og
er þá þarf ég ekkert að hefna mín.
Ég fór með mitt mál fyrir dómstóla
og vann það. Þar kláraði ég þetta
mál og skildi við það. Sem er gott.
Það er gott að geta klárað málin og
horft fram á við,“ segir Sigríður en
jafnréttismálið gerði hana vissulega
umdeilda en veitti henni kannski
röddina sem hana fannst skorta
árið 1996.
Nagandi trúarefinn
Sigríður hefur verið prestur í Graf-
arholti síðan 2004, í miðri uppbygg-
ingu hverfisins, en 2007 lauk hún
doktorsprófi frá Drew University. Á
skrifstofunni hennar er viðurkenn-
ing frá Samtökunum ´78. Hún hefur
barist fyrir réttindum homma og
lesbía. Í bókahillunum sér maður
Lúter við hlið Lesbian Ethics.
„Soldið skemmtilegur kokteill,“
segir Sigríður og brosir.
Flækist það aldrei fyrir þér að
sitja uppi með þessa blessuðu
Biblíu sem oft er nú ekki beint um-
burðarlynd?
„Jú,“ segir Sigríður því efinn
hefur alltaf verið hluti af hennar lífi,
„þetta er oft erfitt. Það er stundum
erfitt að vera með texta á bakinu
sem maður getur verið ósammála
í mörgum grundvallaratriðum en
hann er samt hluti af manns trúar-
heimi og texti sem skiptir mann
óendanlega miklu máli. Þannig er
það með mig. Um leið er grátlegt að
jafnvel hreyfingar sem voru mjög
byltingarkenndar á sínum tíma
eiga það til að festast hreinlega á
ákveðnum tímapunkti. Og halda
því fram að rétt túlkun á Biblíunni
hafi náðst á sautjándu öld eða þriðju
öld eða hvað það nú er.“
Efanum fylgir líka harmur og
uppreisn sprettur ekki af sjálfu sér
heldur vegna reynslu. Það hefur
margt haft áhrif á Sigríði og ýmis-
legt smálegt í hennar eigin innri
baráttu hefur hjálpað henni að rísa
upp til varnar konum og reglulega
hefur trúarefinn slegið hana eins
og ísköld ástarsorg. Þegar hún var
nýkomin til Bandaríkjanna, og búin
að skrá sig í lúterska söfnuðinn
sem var næst háskólanum, kynntist
hún presti sem hafði mikil áhrif á
hennar líf. Trú hennar hafði hrunið
við komuna út (eins og svo oft
áður) og hún sat á kirkjubekknum
hágrátandi og hugsaði með sér að
hún gæti aldrei trúað á Guð aftur.
„Ég var að lesa mikið bæði í fem-
ínismanum og heimspeki (frum-
speki) og þá uppgötvar maður
allt í einu nýja gagnrýni. Ýmislegt
hafa breyst mjög mikið á stuttum tíma.
Veröldin hefur breyst á þessum fimm-
tán árum, frá 1996 til dagsins í dag. Ég
er ekkert viss um að allir í yfirstjórn
kirkjunnar fatti það en almenningur
hefur breyst. Við erum allt önnur þjóð
en við vorum fyrir fimmtán árum.“
Séra Sigríður er líka allt önnur
kona en hún var fyrir fimmtán árum.
Hún mun aldrei aftur verða raggeit
og sjá eftir því að hafa ekki gert nóg.
Kannski mun hún halda áfram að
missa trúna reglulega en trú hennar
hefur breyst og stækkað. „Þessi trú
sem hrundi hefur oft verið til merkis
um að ég hafi verið byrjuð að tilbiðja
pínulítinn Guð sem var að springa í
höndunum á mér.“
Ertu sátt við að hafa hafið þessa
göngu uppreisnar, fyrst 1996 og svo
þegar þú kærðir ráðningu tengdason-
arins?
„Já. Það eru liðin átta ár og ég er
mjög sátt við það sem ég gerði á sínum
tíma. Mér finnst að það hafi verið rétt
og ég er mjög stolt af því að hafa unnið
málið. Ég tel að það hafi skipt miklu
máli, bæði til að bæta stjórnsýslu kirkj-
unnar og haft áhrif út í samfélagið.
Þetta mál hafði ákveðið fordæmisgildi;
var óvenjulegt mál. Jafnréttisvinkillinn
sem ég vann málið á gleður mig. Ég
er ánægð með að hafa upplifað órétt-
læti og barist gegn því,“ segir Sigríður
að lokum og útskýrir að málið hafi elt
hana. Þó ekki eins og fólk gæti haldið
heldur þannig að það breytti henni og
gerði hana óhræddari við að segja sína
meiningu og treysta á eigin samvisku.
Séra Sigríður Guðmarsdóttir hefur
fundið sína eigin rödd og er óhrædd
við að beita henni.
Mikael Torfason
ritstjorn@frettatiminn.is
Presturinn í Grafarholti Sigríður er nútímalegur prestur, femínisti og
baráttukona. Hún er á Facebook og nýjasti statusinn hljómar svona:
„Fór í göngutúr kringum Reynisvatnið og samdi predikun í huganum.
Það er svo fallegt við vatnið og gott að sitja inni í skógarlundinum. Mikil
lífsgæði fólgin í því að vera með útivistarparadís í bakgarðinum hjá sér.“
22 viðtal Helgin 15.-17. júlí 2011