Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 15.07.2011, Qupperneq 30
Codex Calixtinus, ómetanlegt tólftu aldar handrit, er horfið úr dómkirkjunni í Santiago de Compostela. Handritið var geymt í skjalahirslu í kirkjunni og telja menn að því hafi verið stolið í fyrri viku. Handritið, sem er 225 síður og mikið myndskreytt eða lýst, er frá miðri tólftu öld og geymir leiðbeiningar til pílagríma um veraldlega hegðun, bænatexta og helgitexta um heilagan Jakob postula og fyrrum fiskimann. Djákni dómkirkjunnar sagði í samtali við fréttamenn að einungis þrír hefðu lykil að skjalaskápnum og engin merki væru um að hann hefði verið brotinn upp. Kirkjunnar menn hafa áhyggjur af handritinu sem þarf góða vörslu sökum aldurs, en það var ekki tryggt enda talið ómetanlegt. -pbb Stuldur á Spáni  Bókadómur 100 ára saga Íslandsmótsins Í knattspyrnu F yrir sjö árum kom út falleg ljós-myndabók með stóru safni mynda eftir Nökkva Elíasson. Viðfangs- efnið var yfirgefin hús á eyðijörðum, safn af myndum frá tveggja áratuga vinnu og fylgdi kort með dreifingu húsanna um landið ásamt tökuári og hvort húsið var horfið, stóð enn sem rúst eða endurbyggt. Þetta var falleg bók og sorgleg, glæsilega umbrotin af Bergdísi Sigurðardóttur og Edda gaf bókina út. Til að bæta um hafði Nökkvi kallað til Aðalstein Ásberg og spann hann ljóða- texta, stemningar, hugleiðingar frá efni myndanna án þess þó að tengja efnið beint myndefninu á þeim myndum sem birt- ust næst ljóðunum. Textar hans urðu því nokkuð almennir en fallega hugsaðir og juku enn á tragískan undirtón verksins. Eyðibýli stendur enn fyrir sínu en nú hafa þeir félagar, í samstarfi við Uppheima, endurskoðað bókina, ljóðum er bætt við og nú heitir verkið Hús eru aldrei ein og birt- ast þar þýðingar ljóðanna á ensku og heitir útgáfan því tveimur nöfnum, enska heitið er Black Sky. Það er forvitnilegt að bera útgáfurnar saman. Til að rýma fyrir enska textanum er umbrotið endurskoðað og er mikill munur á því hvað fyrri útgáfan er betur heppnuð sem umbrotsverk. Þá er prentun myndanna hertari í gráskalanum, miðtónar minni og harkalegri svertan í nýju útgáfunni. Enskar þýðingar ljóðanna hafa tekist bærilega en skáldskapurinn er, sem fyrr, ekki átaka- mikill en þjónar myndunum vel. Allt verkið verður raunar vitnisburður um það hvað hnignun sveitanna kostaði okkur í mannvirkjum og um leið hve skammsýni þeirra sem vildu eiga sín sum- arhús var mikil: Um allt land stóðu hús sem heimtuðu umhirðu á túnum sem voru rudd, með fornum tröðum, þaulreynd bæjar- stæði sem veðrin hafa síðan barið og brotið. Þannig má búast við því, fari bókin í enskri útgáfu víða, að erlendir kaupendur taki að leita uppi steypugímöldin og falist eftir að kaupa þau; bókin kalli á nýja ábúendur í stað þeirra sem hurfu á brott á árunum milli stríða og eftir stríð. Því skyldu menn ekki leita hingað eftir eyðibýlum fyrst þröng er orðin um eyðibýli utan alfaraleiða víða á meginlandinu nema í þorpbyggðum? Útgáfa á verkum íslenskra ljósmyndara er nú orðin miklu tíðari en áður; hingað- koma erlendra ljósmyndara og birting verka þeirra, túlkunar þeirra á myndheimi íslenskra byggða, landslags og þjóðlífs, sýnir að við horfum á landið í fegrun en hörfum frá ljótleikanum, stórum flákum ónýtra tækja, hirðuleysi okkar jafnast á við ömurlegustu svæði Austur-Evrópu. Almennt hirðuleysi er reyndar þjóðarein- kenni okkar og hví skyldum við skrá það á mynd? Myndasafn Dieters Roth af ís- lenskum húsum er raunar ein merkilegasta heimild um íslenska byggð skömmu eftir miðja öldina sem til er - vinna ljósmyndara á borð við Guðmund Ingólfsson, Spessa, Svein Þormóðsson – sem ku hafa myndað léleg hús í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratugnum – eru auk mynda Nökkva af eyðibýlum mikilvæg heimild um byggðina í landinu, pólitíska umpólun á samfélaginu sem réðst af atvinnuháttabyltingu. Þeir dagar koma að nýjar kynslóðir munu skoða þessa minnisvarða og undrast eyðilegg- inguna sem viðgengst í landinu. 30 bækur Helgin 15.-17. júlí 2011  samBÍó sýna leiklist og óperur Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is  missannar sögur Gestur Gunnarsson 104 bls. Útg. af höfundi Missannar sögur Gestur Gunnarsson þúsundþjalasmiður hefur gefið út lítið kver með minningum úr Skerjafirði á stríðsár- unum, Viðey 1954, Reykjavík 1957, Kefla- víkurvelli 62/63 og Stöð 2 upphafsárið 1986/7. Textarnir eru skrifaðir í belg og biðu og hefðu haft gott af ritstjórn því Gestur hefur reynt margt og hefur gott auga fyrir sérkennilegu fólki. Hefðu margir þættirnir mátt vera ítarlegri en þjóna vel sínum tilgangi fyrir þá sem eru eitthvað kunnugir á söguslóð- unum. Kverið er til sölu í Sjóminjasafninu og hjá Stellu í Kolaportinu. -pbb  allra síðasta eintakið Heiða Þórðar KSF útgáfa Allra síðasta eintakið Heiða Þórðar skrifar pistla á bleikt.is og sendi frá sér reynslu- kver ungrar konu á dögunum sem er sagt byggjast á hennar eigin lífshlaupi að hluta. Þetta eru heldur hráir textar en til vitnis um harðræði sem konur hafa mátt búa við af hrakmennum sem hafa dregið þær inn til sín. Heldur harkalegar lýs- ingar og að baki þeim dökk samfélagsmynd óreglu og óhamingju. Dapurleg örlög sem höfundinum tekst ekki nema að litlu leyti að vinna úr. Verkið lýsir frumstæðri og kaldri afstöðu til karlmanna og hvatalífs. -pbb  Íslenskur fuglavísir Jóhann Óli Hilmarsson Forlagið Íslenskur fuglavísir Ný prentun af Fuglavísi hins merka fuglavinar, Jóhanns Óla Hilmars- sonar, er kominn út með plasthlífðarkápu og í saumuðu bandi. Verkið hefur verið brotið um að nýju og er stórum þægilegra í lestri; hver fugl fær meira pláss, búsetukort eru skýrari og letur stærra. Vel hefur tekist til með nýtt umbrot og nýtt úrval mynda prýðir verkið. Stærð er þægileg og nú verður frumútgáfunni lagt. Bók sem á að vera til á hverju heimili með glugga móti himni, garði eða götu. -pbb Rosabaugur yfir Íslandi, eftir Björn Bjarna- son, er komin út á rafbók frá Bókafélaginu Uglu. Bókin fæst í gegnum Netbok.is eða beint á öllum verslunum iBookstore. Þeir sem vilja nálgast bókina þurfa iTunes fyrir PC eða MAC og sérstaka rafbókalesara eins og t.d. iPad eða iPhone. Hér eru hlekkir þar sem hægt er að nálgast bókina: iTunes/ iBookstore og á netbok.is Hvernig hægt er að skrá sig á iTunes: <http://www.eplakort.is/Leidbeiningar.aspx> Rosabaugur á netbók Eyðibýli endurskoðuð Endurprentanir á íslenskum ljósmyndabókum þekkjast en yfirleitt eru þær miðaðar að erlendum kaupendum. Norska spennu- sagan Það sem aldrei gerist eftir Anne Holt er mest selda bókin hjá Eymundsson. Þetta er sjálfstætt framhald á Það sem mér ber, sem sló í gegn í fyrra. norskur krimmi  Hús eru aldrei ein – Black sky Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Myndir: Nökkvi Elíasson 128 bls. Uppheimar 2011 Úr Codex Calixtinus handritinu. RESoNANCE The hourglass of spirits a letter in a book under the easy dust passing on to what will come about. A nocturnal resonance carried by the wind: Now sing along, marigold and lady's mantle! ÓmUR Stundaglas andans stafur á bók undir hæglátu ryki á leið til þess sem koma skal. Ómur af næturljóði berst með vindinum: Syngið nú, morgunfrú og maríustakkur! Mynd Nökkva úr bókinni Hús eru aldrei ein – Black Sky. Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.