Fréttatíminn - 15.07.2011, Side 48
Listasmiðja á Eiðum
Sigríður Jóna Þórisdóttir, sérkenn-
ari og eiginkona Sigurjóns Sighvats-
sonar, hefur undanfarin ár staðið
fyrir listanám-
skeiði fyrir
börn og ung-
linga á Eiðum.
Er börnum af
Austurlandi
gefið færi á
að spreyta
sig undir leiðsögn starfandi lista-
manna. Sonur þeirra hjóna, kvik-
myndaframleiðandinn Þórir Snær
Sigurjónsson, og fjöllistakonan
og fyrrverandi Kastlýsingurinn
Elsa María Jakobsdóttir eru meðal
leiðbeinenda ásamt Ottó Geir Borg
handritshöfundi, Árna Má Erlings-
syni myndlistarmanni og Daníel
Björnssyni myndlistarmanni.
Ulrich í dómnefnd RIFF
Danski stórleikarinn Ulrich Thom-
sen verður í alþjóðlegri dómnefnd á
RIFF, Reykjavik International Film
Festival, þetta
árið. Thomsen er
í hópi þekktustu
leikara Dan-
merkur en hann
sló í gegn í Festen
og hefur leikið
bæði í dönskum
myndum á borð við Blinkende Lyg-
ter og Brødre og stórmyndum á borð
við Kingdom of Heaven eftir Ridley
Scott. Thomsen hlakkar, að eigin
sögn, mikið til að koma til lands-
ins og taka þátt í Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík sem stendur
dagana 22. september til 2. október.
Neyðarkall frá Afríku
Neyðarástand ríkir í Austur-Afr-
íku þar sem á þriðju milljón barna
standa berskjölduð gagnvart hungri
og sjúkdómum.
Mestu þurrkar
á svæðinu í yfir
hálfa öld ógna
lífi og heilsu
barna sem þjást af vannæringu og
sjúkdómum í Sómalíu, Eþíópíu,
Djibouti og Keníu. Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi
óskar eftir stuðningi almennings
vegna neyðaraðgerða samtakanna
í þessum löndum. Um 500 þúsund
þessara barna eru nú þegar talin
lífshættulega vannærð. Hægt er að
styrkja neyðarstarf UNICEF með
því að hringja í söfnunarsímanúm-
erin: 908-1000 (1.000 krónur),
908-3000 (3.000 krónur) og 908-
5000 (5.000 krónur).
Einnig er hægt að styrkja neyðar-
starfið í gegnum heimasíðu UNI-
CEF á Íslandi (unicef.is) eða með
því að leggja inn á neyðarreikning
samtakanna: 515-26-102040 (kt.
481203-2950).
HELGARBLAÐ Hrósið …
... fá Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði og liðs-
félagar hennar í meistaraflokki Stjörnunnar fyrir
að hleypa lífi í toppbaráttu Íslandsmeistaramótsins
í fótbolta. Stjörnustúlkur komust á topp deildarinn-
ar í vikunni með stórsigri á Breiðabliki og eru þær
nú marka- og stigahæstar eftir níu leiki á mótinu.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Fréttir og
fréttaskýringar
Áskriftarsími: 445 9000
www.goggur.is
Útvegsblaðið
G o G G u r ú t G á f u f é l a G
Nýtt blað komið út
Ókeypis eintak um land allt
H E I L S U R Ú MRekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16
SÆNGURFATA
ÚTSALA!
SÆNGURFÖT Á
40-50%
AFSLÆTTI
MIKIÐ ÚRVAL AF HÁGÆÐA
SÆNGURFATNAÐI
FRÁ 3.540 KR.
50% AFSLÁTTUR
AF HANDKLÆÐUM
50% AFSLÁTTUR
AF RÚMTEPPUM
A
R
G
H
!!
!
1
5
0
7
11
ÓTRÚLEGT TILBOÐ!
AC Pacific
ÞRÝSTIJÖFNUNARHEILSURÚM
Queen Size (153x203 cm.)
Fullt verð 227.130 kr.
NÚ 149.000 kr.
34% AFSLÁTTUR!
AC PACIFIC
• Lagar sig að líkamanum
• Veitir fullkomna slökun
• Engin hreyfing milli svefn-
svæða
• Hefur óviðjafnanlega
þyngdardreyfingu
• Kemur líkamanum í rétta
stellingu til hvíldar
• Þarf ekki að snúa
• 10 ára ábyrgð
ATH!
AÐEINS
Í NOKKRA
DAGA!