Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 20
B ragi býr með eiginkonu sinni, Þórdísi Heiðu Kristjánsdóttur, tveimur dætrum þeirra og hundinum Tryggi sem er farinn að reskjast. „Það eru að verða komin níu ár síðan við byrjuðum saman. Hún féll náttúrlega fyrir Baggalúti. Og svo hafa tvær píur bæst í hópinn þannig að þetta er allt í góðum farvegi. Tryggur fylgdi Þórdísi inn á heimilið þannig að ég er svona fósturpabbi hans og ég held að hann sé búinn að taka mig í sátt,“ segir Bragi. „Hann er sómahundur en er aðeins farinn að slappast. Það var samt viss léttir þegar hann missti heyrnina en þá hætti hann að gelta á ungbarnagrát og flug- elda. Ætli það séu ekki svona fimm ár síðan við byrjuðum að tala um að hann færi alveg að fara en við erum eiginlega búin að gefast upp á því. Hann verður hérna bara svo lengi sem hann tórir.“ Bragi vinnur við auglýsingagerð hjá Fíton á daginn og lítur á lagasmíðarnar sem nætur- og helgarvinnu. „Þá sit ég í eldhúsinu og reyni að láta lítið fyrir mér fara og hvísla falleg lög inn á símann minn, “ segir Bragi og bætir því við að iPhone sé orðinn mikil- vægasta hjálpartækið við lagasmíðar. „Það er enginn tónlistarmaður nema hann eigi iPhone.“ Dreginn í kórinn Vefsíðan baggalutur.is á rætur að rekja til Menntaskólans við Hamrahlíð þar sem stofn- félagarnir sex stunduðu allir nám á sínum tíma og tveir þeirra, Bragi og Karl Sigurðs- son, borgarfulltrúi með meiru, sungu í kór menntaskólans. „Þorgerður Ingólfsdóttir dró mig á kóræf- ingu. Bókstaflega. Ég ætlaði sko ekki í þenn- an helvítis kór en var þar svo í tíu ár, held ég,“ segir Bragi. Á þessu ári eru tíu ár liðin frá því Bragi og félagar opnuðu Baggalút og hann segir að lík- lega þurfi þeir að gera eitthvað í tilefni afmæl- isins. Baggalútarnir byrjuðu sem nafnlausir brandarakallar á vefnum, stigu síðan fram og hafa heldur betur látið til sín taka í tónlistinni og víðar og eiga meira að segja sinn fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. En lögðu þeir upp með að ná heimsyfirráðum á tíu árum? „Og að vera út um allt. Gersamlega óþolandi. Nei. Þetta var nú ekki alveg áætlað svona þótt það hafi nú samt verið gert ráð fyrir heimsyfirráð- um í hlutafélagaskráningunni ef ég man rétt. En þetta hefur farið aðeins úr böndunum.“ Pælt í sokkabuxum yfir bjór „Við í Baggalúti erum byrjaðir að spá í að gera glam-rokkplötu en erum ekki alveg búnir að átta okkur á hvort við þorum að fara þá leið. Þetta þótti mjög fyndið yfir einhverj- um bjórum fyrir nokkrum mánuðum. Við þurfum í það minnsta einhverja afsökun til að troða okkur í sokkabuxur. En ef þetta dettur upp fyrir þá verður það bara önnur jólaplata eftir fjögur ár. Við erum alltaf með jólalög á hverju ári sem hlaðast upp þangað til við hreinsum lagerinn með því að gefa lögin út á plötu. Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart að fólk skuli vilja kaupa þetta eftir að við erum búnir að gefa það út á netinu.“ Bragi hefur verið frekur til fjörsins í ís- lensku tónlistarlífi undanfarið og í því sam- bandi nægir að nefna barnaplötuna Gilligill, Diskóeyjuna þar sem Páll Óskar fór á kostum með Memfismafíunni í einu vinsælasta lagi síðasta árs, Það geta ekki allir verið gordjöss. Jólalög og -plötur Baggalúts hafa einnig notið mikilla vinsælda og nú síðast kom út plata með lögum úr sýningunni Ballið á Bessastöð- um í Þjóðleikhúsinu en Bragi samdi tónlist- ina auk þess sem hann og Gerður Kristný eiga heiðurinn af söngtextunum. Bragi segir að þrátt fyrir allan þann ara- grúa af lögum sem hann hefur átt þátt í að semja síðustu misseri sé því nú ekki þannig farið að fólk standi í biðröð hjá honum og biðji um lög sem muni slá í gegn. „Nei, nei. Þetta raðaðist svolítið mikið á síðasta ár þótt það væri alls ekki planað þannig og þetta lenti allt einhvern veginn í einni kös.“ Töff að vera í Klamidíu X Bragi segist hafa byrjað að fikta við laga- smíðar á menntaskólaárunum. „Maður var náttúrlega alltaf í hljómsveitum á þessum árum. Ég var í hinni gagnmerku hljómsveit Klamedíu X þegar ég var ungur maður. Það þótti mjög töff og það var einmitt út frá þeirri ágætu sveit sem ég kynntist Kidda í Hjálm- um.“ Þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, jafnan kallaður Kiddi hjálmur, og Bragi hafa unnið mikið saman með góðum árangri en þeir kynntust eftir að Klamedía X vann Rokk- stokk-hljómsveitakeppnina sem Kiddi stóð fyrir 1998. „Verðlaunin voru meðal annars stúdíótímar til þess að taka upp plötu og hann tók plötuna okkar upp. Þegar Baggalútur fór svo að reyna fyrir sér á tónlistarsviðinu var Kiddi eini maðurinn sem ég vissi um sem hafði aðgang að stúdíói. Þá var hann farinn að vinna í Geimsteini og við hjóluðum í hann. Þegar hann var aðeins búinn að jafna sig á okkur og venjast bullinu þá gekk hann til liðs við hópinn og er svona driffjöður í þessu hljómsveitardútli öllu.“ Bragi hrærði í ansi mörgum pottum á síðasta ári og hann er vantrúaður á að rólegri tímar séu fram undan. „Maður er alltaf að telja sér trú um að það sé að hægjast um en það er nú bara einhver draumsýn þegar maður er með mann eins og Kidda á hliðar- línunni. Hann byrjaði árið á því að hóa saman mannskapnum til þess að taka upp blúsplötu þar sem Gummi P. [Guðmundur Pálsson baggalútur] og Steini hjálmur [Þorsteinn Ein- arsson] eiga að leiða saman blúshesta sína. Það er spurning hvað verður úr því. Síðan eru fyrirhugaðir tónleikar hjá Sigga Guðmunds og Siggu Toll með Sinfó og ætli maður verði ekki látinn setja einhverja putta í það. Stærsta verkefnið fram undan er svo að klambra saman Diskóeyjunni fyrir Borgarleikhúsið fyrir vorið 2012 þannig að ég þarf að reyna að draga Óttarr Proppé út úr katakombum Ráð- hússins og fara að láta hann bjarga tónlistar- lífinu í stað þess að vera að berja það niður.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Maður er alltaf að telja sér trú um að það sé að hægjast um en það er nú bara einhver draumsýn. Þurfum afsökun til að troða okkur í sokkabuxur Hundurinn Tryggur er farinn að missa heyrn og tónsmíðar húsbóndans fara því fram hjá honum. Hann lét þó gigtina ekki aftra sér frá því að stökkva upp í sófa til þess að stilla sér upp á mynd með Braga. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason er úti um allt í íslensku tónlistarlífi og virðist hafa ósköp lítið fyrir því að hrista fram úr erminni lög sem hitta beint í mark. Gildir þá einu hvort um er að ræða barnalög, létt grín með félögunum í Baggalúti eða allt þar á milli. Þórarinn Þórarinsson heimsótti Braga í Heimana, þar sem hann býr með konu, tveimur dætrum og heyrnarlausa hundinum Tryggi, og ræddi við hann um ballið sem byrjaði með vefsíðunni Baggalúti og er enn í fullum gangi. 20 viðtal Helgin 18.-20. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.