Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Page 24

Fréttatíminn - 18.02.2011, Page 24
„Hann fann sig engan veginn og neitaði að fara í skólann. Þegar hann var 13 ára fékk ég símhringingu frá skólanum um að Óskar Þór lægi úti á skólalóðinni, dauður af áfengis- drykkju. Hann hafði kynnst strák í skólanum, fór með honum heim í frímínútum og þeir drukku vín sem þeir fundu þar. Honum var hegnt með því að vísa honum úr skóla í viku. Óskar hefði í rauninni þurft sérkennslu, hann þurfti miklu meiri athygli en jafnaldrar hans og meiri umhyggju, því hann var svo tilfinn- ingaríkur, en skólinn réð engan veginn við þetta. Ég var mjög ósátt við hvernig tekið var á hans málum. Hann var bara stimplaður vand- ræðaunglingur. Þarna var enginn skilningur, engin hjálp. Hann var svo góð og viðkvæm sál, blíður og góður við alla. Hann átti eina aðgerð eftir en harðneitaði að fara í hana, vissi hvaða kvalir biðu hans. Strax þarna, eftir þessa drykkju þegar hann var þrettán ára, árið 1989, leitaði ég mér hjálpar hjá sjálfshjálpar- og mann- ræktarsamtökum því ég vissi að ég yrði að finna leið til að hjálpa mér til að geta hjálpað honum. Ég fór að vinna í tólf spora kerfinu á fullu og geri enn. Séra Anna Sigríður Páls- dóttir, sem nú er Dómkirkjuprestur, vísaði mér veginn og ég verð henni ævinlega þakklát.“ Sjálfseyðingarhvöt „Óskar fylltist sjálfseyðingarhvöt á unglingsárunum, reif fötin sín, klippti á sig hanakamb, fór að hverfa F östudaginn 18. febrúar árið 2005 var Edda Axelsdóttir flugfreyja að fara á Alfa-námskeið hjá Fíladelfíusöfnuðinum í Kirkjulækjarkoti við Hvolsvöll. Áður en hún lagði af stað hringdi hún í son sinn, Óskar Þór Gunnlaugsson, 28 ára, en hann hafði komið mömmu sinni í kynni við söfnuðinn nokkrum mánuðum áður. Þau töluðu saman stutta stund og kvöddust með orð- unum: „Við tölum saman á sunnu- daginn“. Þetta var í síðasta sinn sem Edda talaði við son sinn. Aðfaranótt sunnudagsins var Óskar Þór látinn, eftir að hafa sprautað sig með verkja- lyfinu Contalgin sem að þessu sinni varð honum að bana. „Óskar minn átti í baráttu allt sitt líf,“ segir Edda, sem gaf sér tíma í vetrarfríinu sínu til að segja mér sög- una hans Óskars. Hún er hörkudug- leg kona sem alla ævi hefur unnið hörðum höndum. „Ég þekki ekkert annað en að vinna,“ segir hún brosandi. „Ég eign- aðist fyrsta barnið mitt þegar ég var 16 ára, dótturina Evu sem ég varð að láta í fóstur. Tveimur árum síðar fæddist Hákon sonur minn og fimm árum eftir það Óskar Þór. Óskar fæddist með klumbufætur; fætur sem voru snúnar frá ökklum. Hann fór í fyrstu aðgerðina sína nokkurra daga gamall og síðan var stöðugt verið að gera á honum aðgerðir og hann var allt fyrsta árið í gifsi á báðum fótum og síðan í spelkum, ásamt því að vera í þjálfun. Samt var hann alltaf brosandi og alltaf í góðu skapi, fallegur með kastaníubrúnt, liðað hár. En þarna byrjaði vítahring- ur sem hann átti erfitt með að losna úr. Hann fékk sterk verkjalyf, meðal annars morfín, og þar sem hann átti alltaf erfitt með svefn þurfti hann róandi töflur. Hann var mjög háður mér enda var ég mikið með hann á handleggnum. Hann fékk síðan sérsmíðaða skó og fór á leikskóla í Neskaupstað, en þangað fluttum við þegar Óskar var tveggja ára. Þar leið honum vel og var aldrei strítt, en þegar hann var kominn í grunnskóla hófst stríðnin. Við bjuggum í Norð- firði í tæp fjögur ár en vorum mikið fyrir sunnan, bæði vegna Óskars og svo var Hákon með mjög slæma sjón og þurfti að leita lækninga í Reykjavík.“ Allir hans draumar dóu í fæðingu Edda fluttist til Reykjavíkur með synina tvo og hóf störf á auglýsinga- deild Morgunblaðsins. „Óskar fór á leikskólann Steinahlíð og tvisvar, þrisvar sinnum var hringt í mig og sagt að Óskar hefði stungið af – hann hafði farið að leita að mömmu sinni. Svona háður var hann mér þessi elska,“ segir hún og brosir. „Saga Óskars hélt áfram; læknar, sjúkrahús, aðgerðir. Hann fór í Austurbæjarskólann, þar sem hann var ánægður, en ég held að honum hafi alltaf verið strítt. Hann fann sér vini sem voru meira minnimáttar en hann og varði þá. Ég veiktist, ónæmiskerfið hreinlega gaf sig og ég var oft inni á sjúkrahúsum. Ég átti yndislega mömmu, Katrínu Júlíusdóttur, sem bjó nálægt okkur og sá um strákana á meðan ég lá inni. En þetta bjargaðist allt, ég var kraftmikil og dugleg og það sem hélt mér gangandi var kærleikurinn. Ég hef alltaf trúað á Guð; ég trúði alltaf að hann væri þarna og okkar væri gætt. Hákon veiktist illa þegar hann var 12 ára og þurfti að vera í hjólastól í nokkra mánuði, svo ég hafði mikið að gera. Óskar átti sína drauma, hann langaði að spila fótbolta og annað sem strákar gera, en gerði sér grein fyrir að allir hans draumar dóu í fæðingu. Ég hafði sent hann í sveit þegar hann var barn og þar fékk hann meðal annars að ríða berbakt og það voru yndislegar stundir í lífi hans. Hann var mikið náttúrubarn.“ Edda fékk úthlutað íbúð á Seilu- granda og þá lá leið Óskars í Haga- skóla: „Þar leið honum illa,“ segir hún Hlustaði á son sinn deyja Framhald á næstu opnu Sonur Eddu Axelsdóttur flugfreyju tók of stóran skammt og dó fyrir sex árum. Í viðtali við Önnur Kristine kemur fram að tólf spora kerfið hafi bjargað sálarheill og lífi Eddu. Þrátt fyrir sára reynslu segir Edda mikilvægt að foreldrar sem eiga börn í neyslu megi aldrei gleyma því að þar sem er líf, þar er von. Ljósmyndir/Hari Ég var aldrei sátt við þá ákvörðun sem ég tók sam- kvæmt ráðlegg- ingum fagfólks þegar Óskar var farinn að neyta morfíns. Mér var ráðlagt að afneita honum; það væri eina leiðin til að hann sæi að sér. Þetta var alversta ráðlegging sem ég hef farið eftir í lífinu. Ég hélt alltaf að við myndum bjargast og vil segja við foreldra barna og unglinga í neyslu að muna að þar sem er líf, þar er von. Þrátt fyrir erfiðleikana við að eiga barn í neyslu verð ég Óskari alltaf þakklát; án reynslu hans hefði ég aldrei kynnst þeirri mannrækt sem tólf spora kerfið er. Ég hef alltaf sagt að þau hafi bjargað lífi mínu. 24 viðtal Helgin 18.-20. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.